Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ALLT fram til loka 20. aldar var
stundað útræði úr vörum í Reykja-
vík. Slíkar varir hafa um aldir gegnt
þýðingarmiklu hlutverki hringinn í
kringum landið því
þaðan var lífsbjörg
landsmanna sótt öld-
um saman. Upp af
slíkum vörum voru
mikilvægustu vinnu-
staðir, verslunarstaðir,
leikvellir og samkomu-
staðir heilla byggð-
arlaga. Nýjar kyn-
slóðir fara mikils á mis
ef þær kynnast því
ekki hvernig sjávarafl-
inn var dreginn á land
og síðan verkaður við
slíkar aðstæður.
Þekktar varir í
Reykjavík eru á milli
tuttugu og þrjátíu tals-
ins en flestar eru nú
horfnar undir uppfyll-
ingar og varnargarða.
Róið var úr nokkrum
vörum fram eftir 20.
öld, sennilega lengst
úr Grímsstaðavör við
Ægisíðu eða allt til
ársins 1998. Þegar
mest var voru sextán
bátar gerðir út frá
Grímsstaðavör og höfðu menn út-
gerðina ýmist að aðal- eða auka-
starfi. Síðustu áratugina var Gríms-
staðavörin þekktust fyrir
grásleppuútgerð en áður fyrr var
einnig gert út á þorsk og ýsu.
Grásleppuskúrarnir við Gríms-
staðavör eru vinaleg og gamalkunn
kennileiti og er greinilegt að margir
Reykvíkingar láta sig framtíð
þeirra varða. Fjaran heillar og í
gegnum tíðina hafa börn jafnt sem
fullorðnir aflað sér þekkingar á
gömlum sjávarháttum með því að
fylgjast með atvinnulífinu við
Grímsstaðavör. Þrátt
fyrir að sjósókn sé nú
ekki lengur stunduð
þaðan standa grá-
sleppuskúrarnir enn
ásamt ýmsum útbún-
aði, m.a. dráttarspilum
og trönum. Skúrarnir
eru þó orðnir afar
óhrjálegir, útkrotaðir
og sumir að hruni
komnir.
Minnismerki um
sjósókn og fisk-
verkun
Á undanförnum ár-
um hefur verið rætt
um það innan borg-
arkerfisins en án nið-
urstöðu hvort rétt
væri að leyfa skúr-
unum að standa eða
ryðja þeim burt. Ljóst
er að eigi skúrarnir að
standa, þarf að dytta
að þeim, sjá til þess að
þeir gegni frásagn-
arhlutverki og rísi að
öðru leyti undir nafni
sem menningarminjar. Eftir að
smábátaútgerð við Ægisíðu lagðist
niður hafa mannvirkin látið á sjá og
eru engum til yndisauka í núverandi
ástandi. Löngu er orðið tímabært
að taka ákvörðun um framtíð mann-
virkjanna og koma skúrunum og
mannvirkjum sem þeim tengjast í
betra horf en nú er til minningar
um forna atvinnuhætti og smábáta-
útgerð frá Reykjavík.
Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks telur mik-
ilvægt að þessar menningarminjar
verði varðveittar þannig að sómi sé
að og er vinna við það verkefni haf-
in. Allur fróðleikur og gamlar
myndir úr Grímsstaðavör eru vel
þegin sem og hugmyndir um hvern-
ig best verði staðið að varðveislu
minjanna og miðlun þeirra í fram-
tíðinni. Er m.a. ljóst að staðsetning
skúranna við einn fjölfarnasta
göngustíg borgarinnar hefur ýmsa
spennandi möguleika í för með sér.
Fróðleiksskilti afhjúpað í dag
Í dag, föstudag klukkan 16:30,
mun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri afhjúpa skilti við grá-
sleppuskúrana þar sem gerð er
grein fyrir sögu útgerðar úr Gríms-
staðavör. Við vonumst til að sjá sem
flesta við athöfnina og í tengslum
við hana gefst kostur á að ganga um
vörina og skoða umræddar menn-
ingarminjar undir leiðsögn.
Kjartan Magnússon og
Marta Guðjónsdóttir fjalla um
grásleppuskúrana við Ægisíðu ’ Við viljum varðveitaþessar menningarminjar
þannig að sómi
sé að og er vinna við
það verkefni hafin.‘
Marta Guðjónsdóttir
Kjartan er borgarfulltrúi og formað-
ur menningar- og ferðamálaráðs
Reykjavíkur. Marta er varaborg-
arfulltrúi og formaður Félags sjálf-
stæðismanna í Nes- og Melahverfi.
Kjartan Magnússon
Menningarminjar
sem ber að varðveita
HINN 2. júní sl. samþykkti Al-
þingi lög um Stofnun Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum. Sam-
kvæmt þessum lögum verða
Íslensk málstöð,
Orðabók Háskólans,
Stofnun Árna Magn-
ússonar, Stofnun Sig-
urðar Nordals og Ör-
nefnastofnun
sameinaðar frá og
með 1. september
2006.
Nýja stofnunin
tekur við skyldum
stofnananna fimm og
þeim verkefnum sem
þær hafa sinnt til
þessa.
Ákveðið hefur ver-
ið að reisa hús yfir
starfsemina við hlið
Þjóðarbókhlöðunnar.
Á það að verða tilbú-
ið 2011 og vera gjöf
til Háskóla Íslands á
100 ára afmæli hans.
Stofnun Sigurðar
Nordals var komið á
fót við Háskólann 14.
september 1986 til að
minnast þess að þá
voru liðin 100 ár frá
fæðingu prófessors Sigurðar.
Stofnunin tók til starfa í Þing-
holtsstræti 29, Reykjavík, 1. jan-
úar 1988. Samkvæmt reglugerð
hefur markmiðið með starfrækslu
hennar verið að efla hvarvetna í
heiminum rannsóknir og kynningu
á íslenskri menningu að fornu og
nýju og tengsl íslenskra og er-
lendra fræðimanna á þessu sviði.
Stofnunin hefur einkum sinnt
hlutverki sínu með fernum hætti.
Í fyrsta lagi hefur hún safnað
upplýsingum um kennslu og rann-
sóknir í íslenskum fræðum um
víða veröld og veitt upplýsingar
um íslensk fræði, m.a. á vefsvæði
sínu og með því að gefa út frétta-
bréf, sem sent hefur verið til á
annað þúsund einstaklinga og
stofnana erlendis sem fást við ís-
lenskt mál, bókmenntir og sögu.
Í öðru lagi hefur stofnunin stað-
ið fyrir námskeiðum í íslensku
máli og menningu, staðið að
kennsluefnisgerð, m.a. á Netinu,
og stutt kennslu í íslensku við er-
lenda háskóla.
Í þriðja lagi hefur hún staðið
fyrir ráðstefnum um íslensk fræði
og málþingum um íslenska menn-
ingu.
Í fjórða lagi hefur stofnunin
tekið þátt í norrænu samstarfi til
eflingar Norðurlandafræða í heim-
inum.
Annast hún nú skrifstofuhald
fyrir samstarfsnefnd um kennslu í
Norðurlandafræðum erlendis.
Tengslanet Stofnunar Sigurðar
Nordals er orðið stórt, upplýs-
ingar um starfsemi hennar hafa
borist víða og hlotið góðan hljóm-
grunn.
Fjöldi fyrirlesara, sem hafa flutt
erindi á ráðstefnum og málþingum
stofnunarinnar, er legíó. Nemar á
sumarnámskeiðum hennar skipta
hundruðum.
Þúsundir hafa notað kennsluefn-
ið Icelandic Online. Stúdentar,
sem hafa notið góðs af stuðningi
stofnunarinnar við íslensku-
kennslu erlendis, skipta þús-
undum.
Tugir þúsunda njóta starfa
Samstarfsnefndar um kennslu í
Norðurlandafræðum erlendis.
Starfsemi stofnunarinnar hefur
því skilað miklum árangri á þeim
tæpum 20 árum síðan henni var
komið á fót.
Til stofnananna fimm, sem
verða sameinaðar í Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum,
eru veittar rúmar 200 milljónir kr.
á þessu fjárlagaári. Auk þess hafa
þær allar sértekjur af bókaútgáfu,
námskeiðum, ráðstefnum og samn-
ingsbundnum verkefnum.
Þá hafa þær einnig notið
styrkja og gjafa. Á
hinni nýju stofnun
munu starfa á milli 40
og 50 manns sem nú
vinna á stofnununum
fimm. Að auki er gert
ráð fyrir því með lög-
um um stofnunina að
tveimur nýjum rann-
sóknarstöðum verði
komið á fót og tengj-
ast þær nöfnum Árna
Magnússonar og Sig-
urðar Nordals. Er
heimild fyrir því að
ráðið verði í stöðurnar
til skamms tíma og
þær boðnar erlendum
fræðimönnum.
Yrði sú tilhögun til
eflingar alþjóðlegra
samskipta í íslenskum
fræðum og ýtti undir
að stofnunin yrði sú
alþjóðlega fræðamið-
stöð sem henni er ætl-
að að verða.
Hin nýja stofnun
hlýtur að láta til sín
taka á nýjum sviðum íslenskra
fræða jafnframt því að fást við
þau verkefni, sem stofnanirnar
fimm hafa sinnt um árabil, í rann-
sóknum m.a. innan orðfræði, ör-
nefnafræði, handritafræði, þjóð-
fræði og menningarfræði, til
eflingar íslenskri tungu, við
kennslu í íslensku, handrita- og
bókmenntafræði og þjóðfræði í
samstarfi við hugvísinda- og fé-
lagsvísindadeild Háskólans og við
miðlun á þekkingu um íslenska
tungu og menningu.
Meðal hinna nýju sviða má
nefna frekari söfnun munnlegra
heimilda í sagnfræði, tungutækni-
verkefni, orðabókagrunna,
kennsluefni á Netinu, stafrænt
handritasafn og rannsóknir á sviði
máltileinkunar í íslensku sem öðru
og erlendu máli.
Það gefur augaleið að stofnunin
nýja mun eiga miklu öflugri sam-
vinnu við Landsbókasafn – há-
skólabókasafn en nú er þegar hún
flyst í húsakynni á Melunum, ekki
síst í handritafræði og um skrán-
ingu gagna.
Efling bóka-, handrita- og raf-
rænna gagnasafna stofnananna
verður að sjálfsögðu unnin í sam-
vinnu.
Einnig hlýtur miðlun þekkingar
á íslensku máli og menningu að
verða samstarfsverkefni þeirra.
Stofnanirnar fimm, sem samein-
ast í Stofnun Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum, hafa á liðnum
árum átt gott samstarf enda hafa
flestir starfsmenn stofnananna
menntun í íslensku máli, bók-
menntum og sögu og rannsóknir
þeirra og kennsla lotið að íslenskri
tungu og menningu.
Stofnanirnar hafa samt unnið
hver á sínu sviði íslenskra fræða.
Hver stofnananna á sér einnig
sína eigin sögu, mismunandi langa
þó. Starfsemi þeirra hefur verið á
fimm stöðum og starfsumhverfi
ólíkt. Alþjóðleg tengsl þeirra mis-
jöfn.
Allar munu stofnanirnar því
leggja sinn skerf til grundvallar
hinni nýju stofnun.
Stofnun Árna Magnússonar í ís-
lenskum fræðum verður ný en
reist á gömlum grunni.
Stofnun Árna
Magnússonar í
íslenskum fræðum
Úlfar Bragason fjallar um
Stofnun Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum
Úlfar
Bragason
’Stofnun ÁrnaMagnússonar
í íslenskum
fræðum verður
ný en reist
á gömlum
grunni.‘
Höfundur er forstöðumaður
Stofnunar Sigurðar Nordals.
FÖSTUDAGINN 9. júní sl. lauk
fráfarandi borgarstjóri R-listans
við að hreinsa út af skrifstofu
sinni, og kvaddi samstarfsmenn
sína með virktum. Á fundi borg-
arstjórnar þriðjudaginn 13. júní
síðastliðinn var síðan formlega
kjörinn nýr borgarstjóri B og D-
lista. Milli þessara tveggja at-
burða var höf-
uðborgin að sjálf-
sögðu ekki stjórnlaus
fremur en önnur
sveitarfélög við sams-
konar aðstæður. Þá
færist veldissprotinn
einfaldlega tímabund-
ið til hlutaðeigandi
embættismanna sveit-
arfélaganna.
Það má því með
sanni segja að í miðju
þessa pólitíska tóma-
rúms, mánudaginn 12.
júní, hafi skipulags-
fulltrúi Reykjavíkur
talið við hæfi að birta í dagblöð-
unum „Auglýsingu um breytingu á
Aðalskipulagi Reykjavíkur“, nánar
tiltekið um „landnotkun á aust-
ursvæði Vatnsmýrar“. Frestur til
athugasemda var veittur til 24.
júlí nk., annað hvort skriflega til
skipulagsfulltrúa eða á netfangið
skipulag@rvk.is.
Í þessari litlu og munaðarlausu
auglýsingu er m.a. skýrt frá því að
svæðið suður af Loftleiðahóteli,
sem til þessa hefur verið merkt
„til ráðstöfunar eftir skipulags-
tímabil“ (2001–2024), verði nú
merkt sem miðsvæði sem komi til
uppbyggingar á skipulags-
tímabilinu. Í þeim skipulags-
gögnum, sem vitnað er til, kemur
síðan fram að á árabilinu 2016–
2024 verði Reykjavíkurflugvöllur
aðeins með eina flugbraut, þ.e.
austur/vestur flugbrautina. Svæð-
inu sunnan við austurenda hennar,
sem áður var ætlað fyrir flugstöð
og tengda starfsemi, verði nú ráð-
stafað til Háskólans í Reykjavík
og tengdra mannvirkja.
Þá kemur fram í auglýsingunni
að „Loftleiðasvæðið og svæðið
norður af, sem áður var skilgreint
sem blönduð byggð og miðsvæði,
verði skilgreint í heild sem mið-
svæði. Á því svæði er m.a. gert
ráð fyrir alhliða samgöngumiðstöð
og starfsemi tengdri flugrekstri
auk blandaðrar starfsemi sem
samræmist land-
notkun á mið-
svæðum.“ Sameig-
inlegur
undirbúningshópur
borgarstjóra og sam-
gönguráðherra um
samgöngumiðstöð
kynnti 24. feb. 2005
hugmyndir um tvo
kosti á staðsetningu
nýrrar samgöngu-
miðstöðvar, „norð-
urkost“ og „hót-
elkost“, og er þessi
staðsetning í sam-
ræmi við norðurkost.
Nú vaknar hins vegar sú spurn-
ing hvernig flugvélar, sem nota
umrædda austur/vestur flugbraut
eftir árið 2016, eigi að komast að
flughlaði hinnar nýju samgöngu-
miðstöðvar. Er þá ætlunin að sam-
nýta fyrirhugað vegakerfi svæð-
isins bæði fyrir ökutæki og
flugvélarnar?
Í minnisblaði borgarstjóra og
samgönguráðherra, dags. 11. feb.
2005, eru samtals sex greinar. Í
þeirri síðustu er birt samkomulag
þeirra þess efnis að hvor aðili til-
nefni tvo fulltrúa í samráðsnefnd
til að leggja grunn að úttekt á
framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýr-
inni, er taki til flugtæknilegra,
rekstrarlegra og skipulagslegra
þátta. Á sameiginlegum kynning-
arfundi aðilja 5. maí sl. kom fram
að sumum þáttum úttektarinnar
væri lokið, en að samstarfsnefndin
eigi „eftir að setja saman grein-
argerð um verkið í heild, og er
miðað við að hún liggi fyrir síðari
hluta sumars“.
Það er því einkum tvennt við
ofangreinda auglýsingu að athuga,
og sem ástæða er til að mótmæla
harðlega.
Í fyrsta lagi að slíkar formlegar
tillögur um breytingar á skipulagi
Vatnsmýrar séu einhliða auglýstar
nokkrum mánuðum áður en stefnt
er að því að ljúka umræddri sam-
eiginlegri úttekt samráðsnefndar
borgarstjóra og samgöngu-
ráðherra um framtíð flugstarfsemi
í Vatnsmýri.
Í öðru lagi er óhjákvæmilegt að
vekja athygli á eftirfarandi loka-
orðum auglýsingarinnar: „Þeir
sem eigi gera athugasemdir innan
tilskilins frests, teljast samþykkja
tillöguna.“ Einhliða yfirlýsing af
þessu tagi er að sjálfsögðu hrein
markleysa og ber að líta á hana
sem slíka.
Það er ekki síst með hliðsjón af
oft tilvitnaðri atkvæðagreiðslu um
framtíð flugvallar í Vatnsmýrinni,
sem efnt var til 17. mars 2001,
þegar 62,7% Reykvíkinga ákváðu
að mæta ekki á kjörstað, 1,0%
skilaði auðu, 17,9% kusu að flug-
völlur verði áfram í Vatnsmýrinni
eftir árið 2016, og 18,4% kusu að
flugvöllurinn fari þaðan eftir árið
2016 – en höfðu þá að sjálfsögðu
engar vísbendingar um hvert hann
ætti að fara.
Vatnsmýrarvandræði
Leifur Magnússon fjallar um
Vatnsmýrina og skipulagsmál ’Nú vaknar hins vegarsú spurning hvernig
flugvélar, sem nota
umrædda austur/vestur
flugbraut eftir árið 2016,
eigi að komast að
flughlaði hinnar nýju
samgöngumiðstöðvar. ‘
Leifur
Magnússon
Höfundur er verkfræðingur.