Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 49 MENNING ...gerir gæðamuninn í útilegunni! H im in n o g h a f/ S ÍA Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Tryggvabraut 1 • Akureyri • Sími 460 3636 Póstsendum um land allt. Coleman-ennisljós Coleman-borðlampiColeman-felliborð m. tveimur sætum Coleman-svefnpoki Coleman-hitabrúsi Þú sérð ekki eftir að kaupa Coleman. Powerchill-kælibox og hitabox Coleman-brauðrist Coleman-lugt 5.990 kr. 9.900 kr. 680 kr. 2.990 kr. 3.790 kr. 1.750 kr. 2.865 kr. 7.900 kr. Vörunr. 36105 Vörunr. 24946Vörunr. 15979 Vörunr. 22322 Vörunr. 36030 Vörunr. 36910 Vörunr. 08297 Vörunr. 15979 MARGIR listamenn hafa leitast við að birta myndmál drauma í gegnum tíðina, reynt að fanga órökrétta feg- urð eða óljósan hroll. Súrrealistarnir unnu t.a.m. mikið af verkum sínum á tíma þegar hugmyndir Sigmunds Freud um drauma vöktu mikla at- hygli. Táknmyndir og minni úr æv- intýrum hafa sömuleiðis verið mikið notuð af listamönnum. Bókin „Wo- men Who Run With the Wolves“ var eitt sinn vinsæl lesning, en þar sýnir höfundur fram á hversu lifandi minni ævintýra eru í samtímanum. Það er ekki hægt að segja að Jóní Jónsdóttir leiti á frumleg mið í verk- um þeim sem hún sýnir í Gallerí Tur- pentine nú um stundir. Þvert á móti krefst það ákveðinnar dirfsku að fjalla um þekkt og kunnugleg tákn á borð við höggorminn, skóginn, systur og systratengsl, undirdjúpin og sjálf- ið. Sýning Jóníar byggir á nokkrum stórum ljósmyndum, myndbandi og innsetningu, – skógarrjóðri þar sem mætast íslensk handavinnuhefð, blacklight skemmtanaiðnaðar sam- tímans og ævintýraminni um dulúð skógarins. Ljósmyndirnar eru svið- setningar og gætu verið kyrrmyndir úr bíómyndum sem áhorfandinn skrifar í huganum. Sumar hafa yfir sér B-mynda áferð, eins og Drauma- fangarinn ásamt dætrum sínum þar sem hárgreiðsla og klæðaburður minnir á sjöunda áratug síðustu ald- ar. Aðrar, eins og systur, minna meira á Ungfrúna góðu og húsið, þar sem háir kragar og ljós- og dökkhærð systir mætast. Undirdjúpin, í einfald- leika sínum og dökku, óræðu flötum eru eftirminnilegasta verk sýning- arinnar. Hér veit áhorfandinn ekki hvað er að gerast, engin bíóklisja kemur beint upp í hugann, hann verð- ur einfaldlega vitni að einhverju. Myndbandið Sjálfið dansar eins og fleiri verk á sýningunni afar við- kvæman dans milli klisjunnar, kunn- uglegra táknmynda, glansandi yf- irborðs-sölumennsku samtímans og persónulegrar tjáningar, þar sem ekkert eitt af þessu er ráðandi heldur eru allir þessir þættir jafnsterkir. Þannig segja verkin á sýningunni hvert sína sögu en tengjast einnig svo úr verður ein heild. Sviðssetning, sjálfsmyndir í gervi og búningum, frásagnartækni sem tengist kvik- myndum, allt eru þetta þættir sem hafa um langt skeið verið vinsælir í myndlistinni. Jóní hefur ágætt vald á þessari tækni og frásagnarmáta. Með sýning- unni fylgir bæklingur í dagblaðabroti, þar sem sjá má myndirnar á sýning- unni og fleiri myndir. Ljósmyndin Portrett af trúði gefur til kynna að listakonan líti að einhverju leyti á hlutverk listamannsins í samtím- anum sem trúðshlutverk, þar sem sannleikurinn er sagður í gríni, innan gæsalappa og í kaldhæðnislegum tón. Þrátt fyrir slík formerki búa lista- verkin á sýningu Jóníar yfir einlægni og sannfæringu sem gefur þeim auk- ið líf. Djúp klisjunnar MYNDLIST Gallerí Turpentine Jóní Jónsdóttir Til 23. júlí. Opið þrd.-föd. 11-16 og ld. 12-18. Að fanga drauma Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/ Jim Smart „Ljósmyndirnar eru sviðsetningar og gætu verið kyrrmyndir úr bíómyndum sem áhorfandinn skrifar í huganum,“ segir m.a. í umsögn um sýninguna. ÞRIÐJA tónleikahelgi sumarsins í Skálholti verður ansi fjölbreytt. Dagskráin hefst á morgun þegar Doina Rotaru, annað tveggja staðartónskálda sumarsins, mun halda erindi um verk sín í Skálholtsskóla kl. 14. Hún kemur frá Rúmeníu, nam við Tónlistarháskólann í Búkarest árin 1970–1975 og kennir nú tón- smíðar við sama skóla. Þetta er í fyrsta sinn sem Doina kemur til Íslands. „Landið er ynd- islegt og það eru mikil forréttindi að fá að koma hingað. Íslenska tónlistarfólkið er ein- staklega hæfileikaríkt,“ segir Doina sem er heilluð af Skálholti. „Þetta er staður töfra. Mér finnst að það ætti að bjóða upp á alls kyns námskeið hér fyrir tónskáld og flytjendur. Hljómburðurinn í kirkjunni er frábær.“ Vinsæl í Japan Alls verða átta verk eftir Doinu flutt í Skál- holtskirkju í sumar, þar af þrjú á morgun kl. 17, en um frumflutning tveggja þeirra er að ræða. Hið þriðja, „Clocks“, verður flutt í nýrri umritun. Doina hefur mikinn áhuga á fornum tónlistararfi Rúmeníu, lærði um rúmenska þjóðlagatónlist í skóla og semur mikið í anda gömlu tónlistarinnar. „Það er svo leiðinlegt ef allir eru að semja sömu tónlistina, mér finnst nauðsynlegt að vera trúr sínum uppruna en ég vil um leið gera tónlistina alþjóðlega. Það vita það kannski ekki margir en það er ákaflega rík þjóðlagatónlistarhefð í Rúmeníu. Ég er ekki mikið að vitna beint í tónlistina, það mætti frekar segja að ég semji í anda hennar og hef í framhaldi uppgötvað tengingar við aðrar tón- listarhefðir, meðal annars í Japan,“ segir Doina en þar í landi hefur hún einmitt notið mikilla vinsælda og má rekja samstarf hennar við CAPUT-hópinn, sem flytur verk hennar í Skálholti, upprunalega til Japans. Erlent staðartónskáld í annað sinn Doina samdi verkið „Japanese Garden“, sem frumflutt verður á morgun, sérstaklega fyrir Kolbein Bjarnason flautuleikara í CAPUT, en hann hafði samband við stað- artónskáldið að fyrra bragði. „Það voru í raun japönsk tónskáld sem leiddu okkur Doinu saman fyrir nokkrum árum. Þau bentu mér á það sem hún hafði samið og ég spilaði í framhaldi verk eftir hana í Tókýó með japönskum tón- listarmanni. Við sendum henni upptökur af tónleikunum og síðan þá höfum við eiginlega verið bestu vinir,“ segir Kolbeinn. Hún bauð honum í framhaldi til Rúmeníu til að spila og dæma í flautukeppni. Vorið 2004 var síðan CA- PUT-hópnum boðið að spila á nútímatónlist- arhátíð í Búkarest og fóru þrír meðlimir hans þangað, þar á meðal Sigurður Halldórsson, sellóleikari, sem nú er listrænn stjórnandi sumartónleikanna í Skálholti. „Þá kynntumst við henni vel og svo þróaðist þetta út í það að við ákváðum að það yrði gaman að bjóða henni að vera staðartónskáld í Skálholti,“ segir Sig- urður. „Það hefur bara einu sinni áður verið erlent staðartónskáld, en það var þegar John Tavener samdi verk fyrir Kammerkór Suður- lands árið 2004.“ Lykill fyrir áhorfendur Hitt verkið eftir Doinu sem frumflutt verður á morgun heitir „Prana-Apana“ en nafnið er vísun í indverska heimspeki og táknar rísandi og hnignandi orku öndunarinnar. Doina segist vera mjög hrifin af alls kyns táknfræðilegum eða rúmfræðilegum reglum sem hún notar til að vinna eftir. „Þetta eru hlutir sem eru eins alls staðar. Þess vegna geta allir, sama hvaða tungumál þeir tala eða tónlist þeir eru vanir að hlusta á, skilið uppbyggingu verkanna. Þessi tákn eða form eru í raun eins og lykill fyrir áhorfandann sem hann getur notað til að opna þær dyr sem hann þarf til að nálgast verkið,“ segir Doina. Íslenskt barokk og tónlistarsmiðja Fyrri tónleikarnir á morgun í Skálholts- kirkju hefjast kl. 15. Á efnisskrá þeirra eru söngvar úr íslenska tónlistarhandritinu Mel- ódía sem talið er að sé ritað um 1650. „Við höf- um kallað þetta íslenskt barokk. Þetta er svona lagasafn, með hundruðum laga og mörg þeirra eru orðin þekkt í dag. Sum teljast kannski þjóðlög en mörg finnast í handritum víða um Evrópu og hefur Árni Heimir Ingólfs- son tónlistarfræðingur verið að rannsaka lögin og leita að upprunalegum gerðum þeirra. Hann mun flytja safn úr þessu með níu söngv- urum úr Carminu og fimm hljóðfæraleik- urum,“ segir Sigurður Halldórsson ennfremur um helgardagskrána. Rétt fyrir tónleikana, eða kl 14:55, hefst tónlistarsmiðja í Skálholts- skóla fyrir börn sex ára og eldri. Þar verður farið í alls kyns tónlistarleiki og unnið í hópum. „Þetta hefur gengið mjög vel og verið skemmtilegt. Þegar tónleikunum lýkur í kirkj- unni verður afrakstur tónlistarsmiðjunnar fluttur og þá geta foreldrar og aðrir tónleika- gestir komið og hlustað á krakkana halda smá tónleika,“ segir hann að lokum. Á sunnudaginn kl. 15 í Skálholtskirkju verða endurflutt fjögur verk eftir Doinu og kl.17 verður guðsþjónusta þar sem flutt verða lög úr Melódía. Tónlist | Doina Rotaru frá Rúmeníu er staðartónskáld í Skálholti í sumar „Þetta er staður töfra“ Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is www.sumartonleikar.is Doina Rotaru er annað erlenda staðartón- skáldið í 32 ára sögu sumartónleikanna í Skálholti. Kolbeinn Bjarnason Sigurður Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.