Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Auglýst hefur verið eftir skrif- legum ábendingum og at- hugasemdum við fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur. Breyt- ingarnar fela í sér breytta „Landnotkun á austursvæði Vatns- mýrar“. Fyrirhugaðar breytingar eiga að breyta svæðinu suður af Loftleiðahótelinu sem á að breytast úr svæði fyrir blandaða byggð eftir 2024 í miðsvæði (M5b) sem komi til uppbyggingar á skipulagstímabilinu. Svæðið vestur af hót- elinu og suður með Öskjuhlíð sem er nú merkt sem miðsvæði, stofnbraut og opið svæði til sérstakra nota verði merkt sem blanda miðsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota, sem komi til uppbyggingar á skipulags- tímabilinu. Á umræddum svæðum er gert ráð fyrir stofnunum og atvinnu- húsnæði vegna uppbyggingar Há- skólans í Reykjavík, rannsókn- arstofnana og annarra þekkingarfyrirtækja, alls 115.000 m2 auk 35.000 m2 íbúðarhúsnæði fyrir stúdenta. Ennfremur er lagt til að Loftleiðasvæðið og svæðið þar norður af verði skilgreint í heild sem miðsvæði (M5a). Á því svæði er gert ráð fyr- ir alhliða samgöngu- miðstöð og starfsemi tengd flugrekstri auk blandaðrar starfsemi sem samræmist land- notkun á miðsvæðum (s.s. íbúðarbygg- ingar). Einnig á að þrengja að flugvell- inum með byggingu göngubrúa og stofn- stíga vegna Öskjuhlíð- argangna. Tillagan liggur frammi í upplýs- ingaskála skipulags og bygg- ingasviðs í Borgartúni 3 1. hæð til 24.júlí 2006. Senda skal mótmæli inn skriflega og skilmerkilega und- irrituð til skipulag@rvk.is fyrir 24. júlí 2006. Skipulega var unnið að því í tíð fyrri borgarstjórnarmeirihluta að þrengja að flugvellinum í því skyni að gera hann smátt og smátt óstarfhæfan til þess að hann yrði á endanum lagður niður. Eitt síðasta verkið hjá þessu fólki var að gefa Háskólanum í Reykjavík lungann úr Vatnsmýrarsvæðinu undir lág- reistar og óarðbærar byggingar, sem þeir höfðu áður reiknað til hundraða milljarða verðmætis sem íbúðabyggð. Mörg teikn eru á lofti um það að allir landsmenn séu að átta sig á því, hvert mikilvægi Reykjavík- urflugvallar er til framtíðar lands- ins. Það er því mikil skammsýni að taka fljótfærnislegar ákvarðanir núna í skipulagsmálum sem snerta Reykjavíkurflugvöll sem leitt geta til varanlegs skaða á framtíð- armöguleikum flugs í landinu. Flugvöllurinn gegnir æ stærra hlutverki í farþegaflugi og einka- flugi. Einkaþotum íslenzkra fyr- irtækja fjölgar ört um þessar mundir. Skjótar samgöngur til um- heimsins skipta greinilega máli í útrás Íslendinga til annarra landa. Fyrirhuguð skerðing á athafna- svæði Reykjavíkurflugvallar miðar að því að skerða varanlega framtíð flugstarfsemi á höfuðborgarsvæð- inu. Framtíðin kallar á aukna flug- starfsemi en ekki minnkandi. Reykjavíkurflugvöllur er best staðsettur þar sem hann er í út- hverfi höfuðborgarsvæðisins með sjó á tvær hliðar. Hvers vegna þarf tvo háskóla í mílufjarlægð hvorn frá öðrum? Verður Kvosin aftur miðbær höfuðborgarsvæð- isins? Umhverfi Reykjavíkurflugvallar er náttúruperla og heimkynni óspilltrar náttúru. Hvar eiga fugl- ar Tjarnarinnar varpland ef Reykjavíkurflugvöllur fer undir byggð? Allir hugsandi menn þurfa að veita yfirvöldum aðhald og taka af- stöðu í þessu máli. Það gera menn með því að kynna sér tillöguna og senda inn skoðanir sínar fyrir 24. júlí nk. Veffangið er skipulag@rvk.is Verjum Reykjavíkurflugvöll Halldór Jónsson fjallar um Reykjavíkurflugvöll ’Umhverfi Reykjavík-urflugvallar er nátt- úruperla og heimkynni óspilltrar náttúru. Hvar eiga fuglar Tjarnarinnar varpland ef Reykjavík- urflugvöllur fer undir byggð?‘ Halldór Jónsson Höfundur er verkfræðingur. LJÓSIÐ, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabba- meinsgreinda og aðstandendur þeirra, hefur nú verið starfrækt í Neskirkju í tíu mánuði. Að starfseminni standa fag- aðilar úr ýmsum áttum, krabba- meinsgreindir og aðstandendur þeirra. Frá upphafi hafa um 200 manns nýtt sér stuðning- inn og í dag eru 95 komur í hverri viku í mismunandi hóp- astarfi. Það hefur sýnt sig á þessum tíu mánuðum að mikil þörf er fyrir svona starfsemi. Að efla lífsgæðin Starfsemin bygg- ir fyrst og fremst á hugmyndafræði iðjuþjálfunar en iðjuþjálfun hefur frá upphafi byggt á þeirri sýn að það að hafa eitthvað fyrir stafni sé jafnnauðsynlegt heilsu mannsins og að draga andann. Þegar fólk gengur í gegnum ferli krabbameinsmeðferðar þá minnkar orkan og oft dregur úr frumkvæði. Sumir hætta að vinna tímabund- ið og aðrir alfarið vegna afleiðinga veikindanna. Ljósið hefur það að markmiði að efla lífsgæði hins krabbameinsgreindra og aðstand- enda meðan á þessu ferli stendur. Þegar fólki er kippt úr hinu venjubundna lífi er nauðsynlegt að hafa samanstað eins og Ljósið þar sem hægt er að koma og hitta aðra, vinna í höndunum og efla líkamlegan þrótt. Þegar einstaklingur greinist með krabbamein hefur það ekki bara áhrif á hann einan heldur eru allir í fjölskyldunni þátttakendur í veikindaferlinu. Ljósið hefur alltaf boðið að- standendur velkomna og hafa þeir verið duglegir við að nýta þann stuðning sem í boði er. Í Ljósið koma foreldrar sem eru að fylgja fullorðnum börnum sín- um, og börn sem koma með for- eldrum, auk systkina og vina. Allir hafa það að markmiði að efla andlega og líkamlega vellíðan auk þess að njóta samvista í góð- um félagsskap. Hugmyndafræðin gengur út á það að hafa heim- ilislegt yfirbragð, samhugur og samvinna eru í hávegum höfð og sýnir það sig best í öllu því sjálf- boðaliðastarfi sem fram fer í Ljós- inu. Allir eru tilbúnir til að leggja eitthvað af mörkum svo starfið geti dafnað og vaxið. Hvað er í boði Starfsemin er nú opin alla virka daga frá klukkan átta til fjögur. Boðið er upp á hand- verkshús þar sem karl- ar, konur og börn geta fundið eitthvað við hæfi og má þar nefna tréút- skurð, leirlist, málun, sauma, ullarþæfingu, hatta- og töskugerð og fleira. Þá er hægt að koma í jóga, svæðanudd, kín- verska leikfimi, gönguhópa, sjálf- styrkingu og fræðslu. Í Ljósinu höfum við þá trú að listin hafi lækningamátt og þess vegna er handverksvinna stór þáttur í starfseminni. köpun hefur fylgt iðjuþjálfun frá upphafi og var talað um að heilsa og listsköpun tengdust og þannig hefði sköpunin læknandi áhrif. Í því sambandi er litið á handverk sem andlega upplyftingu auk þess sem álitið er að hún fylli upp í tómarúm í lífi fólks. Þátttaka í sköpun eykur lík- amlega og andlega vellíðan og er jákvæð reynsla sem veitir fólki aftur trú á eigin áhrifamátt. Sumir sem koma í fyrsta sinn í Ljósið eru niðurbrotnir á sál og líkama. Við sjáum það oftar en ekki ger- ast að fólk eflist og styrkist á ný eftir að hafa sett sér markmið til að vinna að. Það að geta sest niður með kaffibollann sinn með öðrum sem hafa gengið í gegnum sömu reynslu eða tekið þátt í spennandi og uppbyggilegum verkefnum er ómetanlegur stuðningur. Fólk kemur í Ljósið á eigin for- sendum og hvötum og það er eng- in forræðishyggja í gangi heldur ræður hinn krabbameinsgreindi sjálfur ferðinni og því sem hann vill taka þátt í. Framtíðin Við í Ljósinu höldum ótrauð áfram og erum bjartsýn á fram- haldið. Við byrjuðum með tvær hendur tómar fyrir tíu mánuðum, en með jákvæðni og bjartsýni að leið- arljósi. Nú er aðeins einn starfsmaður á launum og greiðir ríkið helming- inn af stöðugildinu í ellefu mánuði en annars er starfsemin rekin vegna velvilja líknarsamtaka og einkafyrirtækja. Það er alveg ljóst að við þurfum meiri hjálp bæði frá ríki og fyr- irtækjum. Stuðningur eins og veittur er í Ljósinu flýtir fyrir að ein- staklingar verði aftur virkir úti í þjóðfélaginu annaðhvort við fyrri iðju eða við nýja. Ég er sannfærð um það að svona stuðningur nýtist ekki ein- göngu fjölskyldum krabbameins- greindra heldur felur hann í sér sparnað fyrir allt þjóðfélagið þeg- ar til lengri tíma er litið. Stuðningur við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra Erna Magnúsdóttir fjallar um stuðningsmiðstöð í Neskirkju ’Það að geta sest niður með kaffibollann sinn með öðrum sem hafa gengið í gegnum sömu reynslu eða tekið þátt í spennandi og uppbyggilegum verkefnum er ómetanlegur stuðningur.‘ Erna Magnúsdóttir Höfundur er iðjuþjálfi og forstöðumaður Ljóssins Í HEIMSKRINGLU er frásögn af því þegar Haraldur Gormsson kon- ungur Dana sendi rannsóknarmann sinn til Íslands í hvalslíki til að kynna sér hvernig best væri að ráðast á landið. Söguna þekkja margir, en þar segir frá landvættunum fjórum og var það trú manna að þeir myndu vernda þjóðina frá árásum óvina og hverslags böli. Kannski veitti trúin á landvættina eitthvað öryggi fyrir þjóðina, og svo komu aðrir kannski dálítið raunsærri eins og til að mynda Bjarni Thor- arensen sem hótaði „geigvænum log- bröndum Heklu“ hverri þeirri óværu sem ógnaði þjóðinni. Lengst vorum við undir Dönum og skáldin okkar blótuðu þeim í sand og ösku. Eggert Ólafsson beindi skeyt- um sínum ekki bara til Dana heldur ekki síður til þeirra landsmanna sem voru hallir undir Dani, eins og fram kemur í þessu vísu- broti: „Ef þú étur ekki smér / eða það, sem matur er / dugur allur drepst úr þér / danskur Íslendingur.“ Skömmu eftir síðari heimsstyrjöld- ina, um það leyti sem Íslendingar urðu sjálfstæð þjóð, hernámu Bretar Ísland, og þá voru sjálfsagt fáir sem hefðu frekar kosið Þjóðverja, sem þá börðust undir merkjum nasistanna. Bretar voru stutt og þá tók banda- ríski herinn við (til 99 ára!) og lengi þar á eftir var talað um hvað banda- rískir hermenn væru mun betur bún- ir en þeir bresku, en látum það liggja milli hluta. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, og sennilega lærð- um við ýmislegt af Könum. Við vor- um kannski dálítið seinir að taka við okkur, byggðum aldrei járnbrautir til almenningsflutninga eins og aðrar tæknivæddar þjóðir og vorum sein- astir þjóða í Evrópu til að taka upp sjónvarp, og þegar farið var að tala um litsjónvarp birtist ráðherra menningarinnar á hinum svart-hvíta skjá RÚV og mælti: „Halda menn virkilega að Íslendingar fari að selja öll sjónvarpstækin sín til að kaupa litasjónvarp!“ Svo liðu árin, að vísu ekki 99, og við lærðum ýmislegt af hernum og samskiptunum við hann, og ég er ekki viss um að önnur hern- aðarþjóð hefði reynst okkur betur. Við skulum hafa í huga að kalda stríðið spannar stóran hluta af þessu tímabili og baráttan gegn Nató og hernum var partur af þjóðfélagsbaráttu sem einkenndist af pólitísk- um trúarhita. Það kemur skýrt fram í ljóði Jóhannesar úr Kötlum, sem á sinn hátt gerði tilraun til að taka Jósep Stalín í dýrlingatölu þegar hann komst þannig að orði í einu af sínum stórkostlegu ljóðum: „Um gullintypptar Kremlarhallir kvölds- ins svali fer, / og man- söng einn frá Grúsíu í mildum ómi ber. / Og stjörnuaugu blika skært frá blárri himinsæng, / þar englabörnin leika sér og yppta hvítum væng. / En inn um gluggann sérðu rólegt andlit vökumanns: / þar situr Jósef Djúgasvili, sonur skóar- ans.“ Í næsta erindi segir frá því þegar þessi verðandi einræðisherra og síðar kaldrifjaði fjöldamorðingi lagði af stað með lítinn geitarost. Og svo kemur niðurlagið: „Í ostsins stað nú hverfist djarft í hendi þessa manns / hinn ægifagri hnöttur vor og örlög- síma hans.“ Er það ekki annars makalaust hve oft hefur reynst auð- velt að bregða upp villuljósum og draga heilu þjóðirnar út í algert svartnætti. Í dag tala fáir um varn- arlaust Ísland. Ógnir líðandi stundar taka stöðugt breytingum. Hefð- bundnar styrjaldir eru á undanhaldi. Fyrir rúmum áratug voru það flug- rán, svo komu mannrán og nú síðast það sem við venjulega köllum hryðju- verk þar sem ungt fólk er þjálfað til að fórna lífi sínu sem sjálfsmorðs- sprengjur til að tortíma saklausum borgurum. Og svo eru til menn sem af ótrú- legri trúgirni og dæmalausu hrekk- leysi tala digurbarkalega, sem um- boðsmenn friðar og réttlætis og telja sig þess umkomna að ábyrgjast ör- yggi þjóðarinnar. Við þekkjum þess- ar raddir frá tímum kalda stríðsins. Þetta viðhorf kom fram hjá Ragnari Arnalds (þeim annars mæta manni og fyrrverandi ráðherra) í sjónvarps- þætti á NFS 9. júlí sl. Í þessum sjónvarpsþætti var einn- ig mættur annar fyrrverandi ráð- herra, Jón Baldvin Hannibalsson. Hann ítrekaði þá skoðun sína, sem er í samræmi við hugmyndir fyrrver- andi forsætisráðherra, Halldórs Ás- grímssonar, að Íslendingar eigi að segja upp varnarsamningnum og leita eftir samningum um varnir landsins við Evrópusambandið. Þessu er ég algerlega ósammála. Brottflutningur Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli gefur ekki tilefni til slíkrar skyndiákvörðunar. Ég end- urtek: Ógnir líðandi stundar taka stöðugt breytingum. Það er stað- reynd sem lítil varnarlaus þjóð verð- ur að horfast í augu við. Og auðvitað eigum við að semja við Bandaríkja- menn. Og ég efast um að nokkur þjóð sem nú stæði í sömu sporum og við Íslendingar myndi vísa frá sér sam- starfsaðila í varnarmálum sem hefur reynst okkur Íslendingum jafnvel og þeir. Ógnir líðandi stundar taka stöð- ugt breytingum Bragi Jósepsson fjallar um varnir Íslands Bragi Jósepsson ’Ég er ekki vissum að önnur hernaðarþjóð hefði reynst okk- ur betur.‘ Höfundur er rithöfundur og fv. prófessor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.