Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 45 DAGBÓK Montana-tjaldvagnar á sérstöku sumartilboði Tjaldvagnar á tilboði – NÚNA! Montana Compact m. fortjaldi 10" dekk Stærð 3,25 m Heildarþyngd 395 kg Verð 529.000 Montana Easy Camp 10" dekk Stærð 3,30 m Heildarþyngd 395 kg Verð 479.000 Montana Easy Camp 13" dekk/höggdeyfar Stærð 3,25 m Heildarþyngd 645 kg Verð 529.000 H im in n o g h a f/ S ÍA Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Jöklasetrið á Höfn í Hornafirði fagnar því umþessar mundir að liðið er ár frá opnunsafnsins eftir gagngerar endurbætur.Guðrún Jónsdóttir er menningar- og upplýsingafulltrúi sveitarfélagsins Hornafjarðar og umsjónarmaður Jöklasetursins: „Hornfirðingar settu þetta verkefni upphaflega á laggirnar í sam- starfi við Reykjavík-menningarborg 2000. Var sett upp jöklasýning í félagsheimilinu á Höfn það sum- arið og vakti hún svo mikla lukku að ákveðið var að halda sýninguna að nýju næsta sumar,“ segir Guð- rún. „Sýningin var frá 2002 til 2004 í húsnæðinu þar sem áður var kaupfélag staðarins en sett var á laggirnar nefnd um frekari þróun safnsins. Hún kynnti sér m.a. jöklasöfn í Noregi og var ákveðið að endurnýja sýninguna frá grunni. Afraksturinn er ákaflega glæsileg sýning hönnuð af Birni G. Björnssyni, og var sýningin stækkuð svo hún er nú á báðum hæðum kaupfélagshússins.“ Á jöklasýningunni kennir margra grasa og geta gestir upplifað fjölbreytta skemmtun og fróðleik um jökla. „Með því fyrsta sem mætir gestum á sýn- ingunni er heimildarmyndband um umbrotin sem urðu í Vatnajökli fyrir áratug. Þá fáum við reglu- lega sent jökulbrot úr Jökulsárlóni sem haft er til sýnis fyrir gesti að skoða,“ segir Guðrún. „Gegnum tölvuver safnsins má nálgast fróðleik frá jarðvís- indadeild Háskóla Íslands og Orkustofnun og yngstu gestirnir geta spreytt sig á spurningaleik um jökla sem saminn var af nemendum barnaskól- ans á Hornafirði. Á sýningunni má einnig finna uppstoppuð sýn- ishorn af þeim dýrum sem lifa í nágrenni jökulsins: geysistór hreindýr, sel, fugla og skeldýr og hægt að ýta á takka til að leika mismunandi söng fuglanna.“ Á efri hæð safnsins má finna ýmsan fróðleik um jökla, hvernig þeir verða til og hvernig þeir þróast: „Þar sýnum við einnig myndbrot úr James Bond- myndunum tveimur sem teknar hafa verið upp við Jökulsárlón: „View to a Kill“ og „Die Another Day“. Þá er hluti sýningarinnar helgaður leið- öngrum sem farnir hafa verið um jökulinn, og sýnd- ur sá búnaður sem menn notuðu fyrr á tímum, og hann borinn saman við þann búnað sem notaður er til jöklaferða í dag.“ Gestum safnsins er jafnvel boðið að ganga inn í jökulsprungu, og þaðan inn í íshelli þar sem meðal annars má kynnast sögu Sigurðar á Kvískerjum sem 19 ára gamall fór í leit að fé en féll ofan í jökul- sprungu: „Ferðafélagi hans fór og sótti hjálp, en til að halda sér á lífi söng Sigurður sálma allan þann tíma sem hjálp var að berast. Sigurður er enn á lífi og verður senn níræður. Á sýningunni má heyra sálmasöng Sigurðar, og er það mikil upplifun.“ Loks geta gestir Jöklasetursins gengið upp á þak kaupfélagshússins, þaðan sem sjá má Vatnajökul í allri sinni dýrð. Jöklasafnið er opið allt árið um kring, og er frá maí til september opið alla daga vikunnar . Nánari upplýsingar eru á www.joklasyning.is Sýning | Í Jöklasetrinu á Höfn í Hornafirði má finna fjölbreyttan fróðleik um jökla Náttúra og galdrar jökulsins  Guðrún Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 1950. Guðrún starfaði sem skrifstofumaður hjá Kaupfélaginu á Höfn 1977 til 1997. Þá vann hún hjá Jöklaferðum 1997 til 2001. Frá árinu 2001 starfaði Guðrún sem skrifstofumaður hjá sveitarfélaginu Hornafirði, til ársins 2005 þegar hún tók við starfi menningar- og upplýsingafulltrúa. Guðrún á eina dóttur með eiginmanni sínum Ludwig Gunnarssyni hús- gagnasmíðameistara, sem á son af fyrra hjónabandi. Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is Til kortagerðarmanna MIG langar að koma á framfæri at- hugasemd til kortagerðarmanna svo sem Landmælinga Íslands, Ferða- félags Íslands og fleiri vegna rang- færslna á nöfnum Jöklu sem verið er að virkja með Kárahnjúkavirkjun. Frá Brúarjökli til sjávar heitir jökulsáin Jökla en þremur stað- arnöfnum eftir því hvar hún rennur: „Jökulsá á Brú“ heitir hún þar sem hún rennur frá jökli yfir land Brúar niður til Jökuldals. „Jökulsá á Dal“ heitir hún þar sem hún rennur niður Jökuldalinn. „Jökulsá í Hlíð“ heitir hún þar sem hún rennur meðfram Jökulsárhlíðinni og til sjávar. Ég geri það að tillögu minni að kortagerðarmenn athugi þetta mál hjá heimamönnum og skrifi síðan á kortin í framtíðinni: Jökla og stað- arnafnið í sviga fyrir aftan (Jökulsá á Brú) / (Jökulsá á Dal) eða (Jökulsá í Hlíð) eftir því sem við á. Og að síðustu ef einhver veit betur en að framan greinir vinsamlegast láttu í þér heyra um þetta því það er ansi fáránlegt að sjá Jökulsá á Brú skráða þar sem Jökulsá í Hlíð er. Sigurður Stefán Baldvinsson, Öldugötu 2, Reyðarfirði. Simbi týndist í Garðabæ SIMBI týndist frá Arnarási í Garða- bæ 31. maí sl. Hann er bröndóttur, með hvíta bringu, var með gula ól og merki. Merktur í eyra. Hans er sárt saknað, ef einhver veit um afdrif hans vinsamlega látið mig vita. Sími 840 3080, 565 1019. Perla týndist í Fossvogi PERLA týndist í Fossvogi sl. sunnudag. Hún er með rauða ól og merkt. Þeir sem hafa orðið hennar varir eða geta gefið upplýsingar um hana eru beðnir að hafa samband í síma 553 4515 eða 660 6890. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Rax 50ÁRA afmæli. Í dag, 14. júlí, er 50ára Kristín Erlingsdóttir, Fremristekk 4, Reykjavík. Kristín mun ásamt manni sínum, Birni Oddssyni, og fjölskyldu fagna þessum tímamótum og taka á móti gestum í sumarbústaðnum Eyjafelli 15 í Kjós helgina 14. og 15. júlí. Samlagning. Norður ♠G8 ♥ÁG54 V/NS ♦G743 ♣DG6 Suður ♠K54 ♥D109762 ♦Á ♣Á105 Suður spilar fjögur hjörtu eftir opn- un vesturs á veiku grandi: Vestur Norður Austur Suður 1 grand * Pass Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass * 12–14 punktar Hvernig er áætlunin með tígulkóng út? (Formið er sveitakeppni, svo yf- irslagir eru lítils metnir.) Ef spilað er beint af augum – svínað í trompi, svínað í laufi og spaða spilað á kóng – er nóg að eitt lykilspil liggi til sagnhafa. Er það til of mikils mælst? Norður ♠G8 ♥ÁG54 ♦G743 ♣DG6 Vestur Austur ♠Á963 ♠D1072 ♥83 ♥K ♦KD65 ♦10982 ♣K84 ♣9732 Suður ♠K54 ♥D109762 ♦Á ♣Á105 Það má gera betur. Vestur hefur sýnt 12–14 punkta og eftir útspilið er vitað um 5 punkta í tígli (hjónin). Vest- ur getur þar með ekki haldið á öllum lykilspilunum – spaðaás, hjartakóng og laufkóng. Þá væri hann með 15 punkta. Sem sagt: Ef hjartasvíningin geng- ur, þá á austur annaðhvort spaðaás eða laufkóng. Þar með er óþarfi að svína í hjarta og hægt að spila upp á kónginn blankan. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 O-O 6. Bg5 Ra6 7. f4 De8 8. e5 Rd7 9. Rf3 c5 10. exd6 exd6 11. O-O h6 12. Bh4 De3+ 13. Bf2 Dxf4 14. Rd5 De4 15. Bd3 De8 16. Bh4 Rb6 17. He1 Da4 18. b3 Da5 19. Re7+ Kh8 20. Bxg6 fxg6 21. Rxg6+ Kg8 22. Re7+ Kh8 23. Rg6+ Kg8 24. Rxf8 Kxf8 25. Bg3 Bg4 26. He4 Bxf3 27. Dxf3+ Kg8 28. Hg4 Hf8 29. De2 Rc8 30. d5 b5 31. cxb5 Rc7 32. Be1 Db6 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Suðureyjum í Færeyjum. Fær- eyski alþjóðlegi meistarinn John Arni Nilssen (2356) hafði hvítt gegn landa sínum Hans Kristian Simonssen (2295). 33. Hxg7+! Kxg7 34. Bc3+ Kg8 svartur hefði einnig haft tapað eftir 34. …Kg6 35. Dg4+. 35. Dg4+ og svartur gafst upp enda stutt í mátið eftir 35. …Kf7 36. Dg7+ Ke8 37. He1+. Þessi skák var tefld í síð- ustu umferð mótsins og fyrir hana voru Færeyingarnir John Arni, Helgi Dam Ziska og John Rodga- ard jafnir og efstir með 5½ vinn- ing. Helgi Ziska tapaði í síðustu umferð fyrir danska alþjóðlega meistaranum Simon Bekker- Jensen (2393) og John Rodgaard (2344) gerði stutt jafntefli við Lenku Ptácníkovu (2183). Sigur John Arna í þessari skák tryggði honum því efsta sætið á mótinu. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. NÍNA Gautadóttir sýnir í Galdrasafninu á Hólmavík. Sýning Nínu samanstendur af safni mynda sem hún hefur haldið til haga frá árinu 1988. Verkin eiga það sameiginlegt að sýna rauðhærðar konur í myndlist. Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er myndlistarsýning í Galdrasafninu á Hólmavík en þar hefur nú verið opnað gallerí, Gallerí Galdur, sem sumir telja að sé minnsta gallerí landsins, enda aðeins 0,79 fm. Sýningin er þó allmikil að vöxt- um, tæplega 2.300 myndir eru til sýnis. Sýningin stendur til 15. september. Nína Gautadóttir sýnir í Galdrasafninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.