Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.lyfja.is - Lifið heil VIRKAR Á ÖLLUM STIGUM FRUNSUNNAR - ALDREI OF SEINT! Vectavir FÆST ÁN LYFSEÐILS Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsum af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst. fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L Y F 33 47 1 0 6/ 20 06 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Selfossi - Laugarási ÍSLANDSHLUTI alþjóðlega Vináttuhlaupsins hófst með því að Vináttukyndillinn var tendr- aður og Geir H. Haarde for- sætisráðherra afhenti hann Víði Sigurðssyni, fyrsta hlaup- aranum. Vináttuhlaupið er kynd- ilboðhlaup og liggur leið kynd- ilberanna hringinn í kringum landið, alls 1.508 kílómetra, á næstu átján dögum. Að þessu sinni hófst hlaupið í Portúgal og er Ísland eitt hundrað landa sem kyndillinn er borinn um af hátt í milljón manns í öllum heimsálfum. Sri Chinmoy setti hlaupið fyrst á laggirnar og er mark- miðið að efla vináttu, skilning og umburðarlyndi. Hlaupa fyrir vináttu og umburð- arlyndi Morgunblaðið/Eggert Geir H. Haarde forsætisráðherra ræsti friðarhlaupið í rigningunni í gær. FASTEIGNASALAR eru margir hverjir uggandi vegna aðgerða lánastofnana og stjórnvalda í því skyni að stýra fasteignamarkaðnum. Ganga sumir fasteignasalar, sem Morgunblaðið ræddi við, svo langt að segja að bankarnir séu að rugga fasteigna- markaðnum með handafli með því að lækka láns- hlutfall, hækka vexti og birta greiningar þess efnis að fasteignaverð sé á niðurleið. Við þær aðstæður haldi fólk eðlilega að sér höndum. Er það mat við- mælenda blaðsins að svartsýnustu spár greining- ardeilda bankanna séu hins vegar stórlega ýktar og benda á að fasteignamarkaðurinn hegði sér allt öðruvísi en hlutabréfamarkaður eða gjaldeyris- markaður, enda rjúki ekki allir til og selji eignir sínar þegar fréttir berist af því að verð kunni vera að lækka, því einhvers staðar þurfi fólk að búa. Aðrir vilja meina að greiningardeildir bankanna séu hreinlega ekki með puttann á púlsinum og er í því samhengi t.d. nefnt að útlit sé fyrir að offram- boð á fasteignum verði mun meira en fram hafi komið í nýbirtri spá greiningardeildar KB banka. Hafði einn fasteignasali á orði að bankarnir væru eðlilega varkárir í spám sínum vegna þess hve hagsmunir þeirra sjálfra væru miklir á fasteigna- markaðnum. Ekki viturlegt að taka Íbúðalánasjóð út af markaði „Mér finnst taugatitringurinn sem greiningar- deildir bankanna eru að koma af stað svolítið ýktur, að minnsta kosti á köflum,“ segir Björn Þorri Vikt- orsson, formaður Félags fasteignasala, og telur það gagnrýnisvert að lánastofnanir jafnt sem op- inberir aðilar séu að reyna að tala fasteignaverðið niður. Bendir hann á að bankarnir verði auðvitað sjálfir að bera ábyrgð gagnvart því fólki sem ný- lega hefur keypt húsnæði með allt að 100% lánum. Að mati Björns Þorra sýna atburðir síðustu daga og vikna að ekki sé viturlegt að fjarlægja Íbúða- lánasjóð út af markaðnum og takmarka með því enn frekar aðgang fólks að fjármagni. Segir hann að í þessu samhengi verði stjórnvöld að gera upp við sig hvort húsnæðismál teljist til velferðarmála, því slíkt feli þá í sér að almenningi verði raunveru- lega gert kleift að fjárfesta í eigin húsnæði. Óttast að stigið verði svo fast á hemlana að slys hljótist af Segist Björn Þorri óttast að ástandið nú geti far- ið að líkjast því sem var fyrir 15–17 árum áður en húsbréfakerfið kom til, en þá var fasteignamark- aðurinn afar sveiflukenndur sem helgaðist af því hversu aðgangur fólks að lánsfé til íbúðakaupa var bæði takmarkaður og sveiflukenndur, en það leiddi, að sögn Björns Þorra, til þess að braskað var með lánsloforð. Að mati Björns Þorra er allt óðagot og enda- lausar breytingar á markaðnum afar óheppilegt. „Menn vilja sjá þennan markað í jafnvægi. Sjá hann þroskast og dafna án handstýringar,“ segir Björn Þorri og tekur fram að í því samhengi sé lyk- ilatriði að aðgengi fólks að fjármagni sé jafnt og stöðugt. Segir Björn Þorri að stíga þurfi varlega á bremsunar í efnahagslífinu. „Því það er hægt að stíga svo fast á hemlana að slys hljótist af og fólk fari hreinlega út um framrúðuna. Menn þurfa að gæta þess að rugga ekki hlutunum of mikið, því það er engum til góðs til lengri tíma litið.“ Kaupendamarkaður að komast á Að sögn Jóns Guðmundssonar hjá Fasteigna- markaðnum er fasteignamarkaðurinn nú um stundir að breytast yfir í kaupendamarkað. Tekur hann fram að sú kúvending sem sé að verða á markaðnum sé hins vegar óvenjubrött, sem helgist af því hve lánshlutfall hefur lækkað og vextir hækkað hratt að undanförnu. Segir hann kúvend- inguna samt hafa verið viðbúna því á umliðnum misserum hafi fimm til sex árgangar verið að fjár- festa í húsnæði á ári meðan í venjulegu ári séu að- eins einn til tveir árgangar að fjárfesta í húsnæði í senn. Aðspurður segist Jón ekki myndi ráðleggja fólki að leggja út í kaup á nýju húsnæði fyrr en það hefur selt gamla húsnæðið. Segir hann góð kaup- tilboð vera í spilunum en ráðleggur fólki að fara sér hægt. Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri Eigna- miðlunar, segir ekkert óeðlilegt við það að framboð sé meira en eftirspurn nú um stundir eftir gríð- arlega mikil viðskipti á fasteignamarkaðnum síð- ustu misseri. Sverrir setur spurningamerki við það að talað sé um einhvern gríðarlegan samdrátt á fasteignamarkaðnum og spyr við hvað fólk sé að miða. „Er verið að miða við tvö síðustu árin sem eru hugsanlega mestu veltuár í fasteignasölu á Ís- landi?“ spyr Sverrir og tekur fram að slíkt sé að sínu mati alls ekki raunhæft og að fremur ætti að skoða hlutina yfir lengra tímabil til þess að fá betri heildarmynd. Telja óábyrgt að stýra markaðnum með handafli Jón Guðmundsson Björn Þorri Viktorsson Sverrir Kristinsson Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is NEMENDUR Vinnuskóla Reykjavíkur höfðu ýmislegt fyrir stafni á sum- arhátíð skólans. Á leið sinni frá Örfirisey að Nauthólsvík heimsóttu yfir 2 þúsund nemendur skólans ráðhúsið og heilsuðu Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra. Endaði gangan með skemmtidagskrá í Nauthólsvík. Sum- arhátíðin er hápunktur starfs skólans og stóðu nemendur meðal annars fyrir tískusýningu, gjörningum og skemmtiatriðum. Morgunblaðið/Sverrir Sumarhátíð Vinnuskólans ÁKVEÐIÐ var á fundi fram- kvæmdastjórnar LSH 11. júlí síð- astliðinn að kaupa eða leigja svo- kallað færanlegt húsnæði til að leysa húsnæðisvanda á svæði 13A, B og C við spítalann við Hring- braut. Að sögn Aðalsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra tækni- og eigna, mun húsnæðið einungis hýsa skrifstofur lækna og annarra starfsmanna en ekki sjúkrarúm. Húsin eru gerð úr 20 feta gámum og er hægt að koma þeim fyrir á marga vegu, eftir þörfum notanda. Unnið verður hratt að þessu máli og mun Aðalsteinn ásamt sviðs- stjórum skurðlækninga-, svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviðs vinna að framkvæmdinni. Bráðabirgða- húsnæði við LSH TVEIR Norðmenn duttu heldur betur í lukkupottinn á miðvikudag- inn þegar hvor þeirra vann tæplega 200 milljónir íslenskra króna í Vík- ingalottóinu, en potturinn hefur sjaldan verið eins hár og þá, þegar rúmlega 460 milljónir króna voru í honum. Ástæða þessarar háu upp- hæðar var að svokölluð ofurtala bættist í hóp hinna venjulegu talna og hækkaði heildarpotturinn um 406 milljónir við það. Ofurpottur í Víkingalottói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.