Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 9 FRÉTTIR Aukaafsláttur á stórútsölunni Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Skyrtur á útsölu Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-15 opið alla daga Réttu stærðirnar (st. 38-60) Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. www.belladonna.is 20-50% afsláttur af völdum vörum Vertu þú sjálf - vertu Belladonna Núna er hægt að gera frábær kaup! Stórútsala Peysur og bolir 50% afsláttur LOFTUR Jóhannsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir að félagsmenn séu afar ósáttir og von- sviknir vegna niðurstöðu Fé- lagsdóms, sem muni hafa áhrif á kjaraviðræður í framtíðinni. „Þetta hefur mikil áhrif á framtíðarviðræð- ur milli aðila. Við þurfum að taka okkar kjara- samning til endurskoðunar og teikna nánast allt upp þannig að það sé alveg á hreinu hvað átt sé við. Við ætlum að fara í það núna, áður en hið nýja hlutafélag Flug- stoðir tekur við, og við þurfum að gera samning við það fyrirtæki um hvar þetta verði lagað,“ segir Loft- ur. Hann segir að vaktakerfinu hafi verið breytt einhliða af hálfu Flug- málastjórnar auk þess sem niður- staða dómsins varðandi tvo sam- fellda frídaga feli í sér að sá frítími geti farið allt niður í 48 klukku- stundir, sem feli í sér að ekki sé í raun um tveggja daga frí að ræða. Dómurinn skilgreini þessa daga með algerlega nýjum hætti, ekki sé lengur um eiginlega daga að ræða, heldur einungis ákveðinn fjölda klukkustunda sem geti hafist hve- nær sem er dagsins. Þannig geti til að mynda tveggja daga frí falið í sér tvo hálfa daga í frí og einn heilan, en Loftur segir að menn hafi ekki litið svo á hingað til að hálfur vinnu- dagur jafngildi frídegi. Hefur áhrif á næstu kjara- samninga Loftur Jóhannsson JÓHANNES M. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri lækninga við Land- spítala – háskólasjúkrahús, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Vegna þráláts misskilnings eða rangtúlkunar sem einkennt hefur málatilbúnað Læknafélags Ís- lands, nú síðast í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér til lækna af starfslokum tveggja yfirlækna hjá Landspítala – háskólasjúkra- húsi, þeirra Tóm- asar Zoëga ann- ars vegar og Stefáns E. Matthíassonar hins vegar, telur undirritaður rétt að eftirfarandi komi fram: Í umræddri yfirlýsingu kemur fram sú afstaða Læknafélags Íslands að félagið deili ekki um lögmæti þeirrar stefnumörkunar LSH að yf- irmenn helgi sig alfarið störfum hjá stofnuninni. Hins vegar fer félagið fram á að „þegar gerðar eru breyt- ingar á störfum lækna vegna þess- arar stefnumörkunar, þá sé það gert í samráði við starfsmenn, í samræmi við lög og í samræmi við gerða samn- inga þegar um þá er að ræða“. Undirritaður telur framkomnar aðdróttanir LÍ, í þá veru að ekki hafi verið haft samráð við starfsmenn, þ. á m. Tómas og Stefán, vegna breytinga sem urðu á störfum þeirra og ann- arra lækna í kjölfar stefnumörkunar spítalans, úr lausu loft gripnar. Stað- reynd málsins er sú að fullt samráð var haft við læknana varðandi breyt- ingar á starfstilhögun. Almennt séð var viðhorf lækna til stefnumörkun- arinnar jákvætt. Tómas og Stefán reyndust hins vegar ófáanlegir til að fara að stefnunni en líkt og alkunna er neituðu þeir báðir að loka lækna- stofum sínum. Það eru tildrög mála- ferla þeirra beggja á hendur LSH. Að fenginni dómsniðurstöðu Hæstaréttar Íslands í máli Tómasar og Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Stefáns, þar sem ráðstafanir sem gripið var til af hálfu LSH í því augnamiði að framfylgja stefnu stofnunarinnar um helgun yfirmanna voru dæmdar ólögmætar, var Tómasi formlega boðið starf yfirlæknis, en létt yrði af honum tiltekinni stjórn- unarábyrgð. Þannig gæti hann haldið áfram stofurekstri. Á þetta féllst Tómas ekki og kaus sjálfur að láta af störfum hjá LSH. Hvað mál Stefáns áhrærir þá er því ekki lokið enda hefur ekki verið tekin ákvörðun um það af hálfu LSH hvort niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað til Hæsta- réttar Íslands, en frestur til þess er þrír mánuðir. Þann 4. júlí sl. fór lög- maður Stefáns hins vegar fram á fund með forstjóra LSH til að leita leiða til að leysa þann ágreining sem varð tilefni málaferla. LSH hefur þegar orðið við þeirri beiðni lög- mannsins og munu aðilar hittast til viðræðna innan skamms. Með vísan til alls framanritaðs má vera ljóst að eftirfarandi fullyrðing í yfirlýsingu LÍ á sér einfaldlega ekki stoð í raunveruleikanum en þar segir orðrétt: „Það er enn ámælisverðara að stjórnendur LSH ætli sér ekki að leiðrétta hlut læknanna þegar fyrir liggur að þeir voru beittir órétti“. Þessi orð virðast sett fram í þeim til- gangi einum að kynda enn frekar undir því ófriðarbáli sem staðið hefur um stefnu spítalans í málefnum yf- irmanna og framkvæmd hennar.“ Fullt samráð var haft við lækna Jóhannes Gunnarsson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is BRYNFRÍÐUR Halldórsdóttir, sem varð níræð fyrir nokkru, ákvað að styrkja Barnaspítala Hringsins um eina milljón króna í tilefni af af- mæli sínu. Var styrkurinn afhentur Ásgeiri Haraldssyni og Önnu Ólafíu Sigurðardóttur, sviðsstjórum barna- sviðs LSH á dögunum. Þegar Brynfríður er spurð að því hvað hafi hvatt hana til þessarar rausnarlegu gjafar segir hún að hún hafi sparað sér það í gegnum tíðina að fara í löng ferðalög. „Ég hef ekki mikið farið í siglingar um ævina og hef því náð að safna þessum pen- ingum,“ segir Brynfríður sem tekur þó fram að hún hafi farið einu sinni til Kanaríeyja og einu sinni í Evr- ópureisu með ferðaskrifstofu Ingólfs Guðbrandssonar fyrir fjörutíu árum. Það virðist því vera örlætið og stórmennskan ein sem drífur þessa öldnu konu áfram enda hefur hún heldur betur unnið dagsverkin í gegnum tíðina. „Ég er frá Bæjum á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp,“ segir Brynfríður sem flutti svo til Reykjavíkur, þegar faðir hennar sem var bóndi á Bæjum lést. Starfaði við sauma Eftir komuna til Reykjavíkur starfaði Brynfríður við saumaskap. „Ég hafði verið á Ísafirði áður og lærði þar að sauma hjá klæðsker- unum Einari og Kristjáni sem þá voru þar. Þeir voru afar góðir klæð- skerar,“ segir Brynfríður. „Síðar vann ég við sauma hjá Andrési í níu ár og í Kápunni hjá Jóhanni Frið- rikssyni. Síðast vann ég svo hjá Ála- fossi í ein sautján ár. Þar starfaði ég við gæðaeftirlit. Ég fylgdist með því hvort varan sem við sendum frá okk- ur væri ekki örugglega gallalaus,“ útskýrir hún. „Vinnan sem ég vann var alltaf ákvæðisvinna. Það var því gott ef maður var orðinn laginn við sauma- skapinn því maður fékk borgað eftir flíkinni,“ segir Brynfríður og virðist hafa líkað vel. Í ellinni hefur Brynfríður svo fundið sér margt til dundurs. „Ég tek strætó út í Aflagranda þar sem systir mín býr. Þar fer ég stundum og spila félagsvist og bingó,“ segir hún. Einnig er hún dugleg við að fara í ferðir með öldruðum. „Það eru oft skipulagðar dagsferðir út á land sem ég tek gjarnan þátt í. Ég er ný- komin úr einni slíkri sem farin var í Þjórsárdal,“ bætir hún við. Brynfríður tekur það einnig fram að hún hafi alltaf verið hraust á sál og líkama enda lifað heilbrigðu lífi. „Annars vil ég að það verði sem minnst skrifað um mig í blöðin,“ seg- ir hún svo að lokum af sínu virðulega lítillæti. Styrkir Barnaspítala Hringsins um eina milljón Morgunblaðið/Jim Smart Brynfríður Halldórsdóttir vildi að sem minnst yrði skrifað um sig í blöðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.