Morgunblaðið - 14.07.2006, Side 36

Morgunblaðið - 14.07.2006, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Þór-hallsdóttir Lud- wig fæddist í Sand- hólum á Kópaskeri í N.-Þingeyjarsýslu 7. mars 1940. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórhallur Björnsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri frá Víkingavatni, f. 9. janúar 1910, d. 16. júní 2000 og Margrét Friðriksdóttir frá Efri- Hólum, f. 11. júní 1910, d. 9. október 1989. Systkini Guðrúnar eru Björn, f. 7. október 1930, Friðrik, f. 16. apríl 1932, d. 13. október 1992, Gunnar Þór, f. 18. janúar 1935, Gunnþórunn Rann- veig, f. 21. maí 1941, Barði, f. 14. september 1943, d. 26. nóvember 1980, Kristveig, f. 13. febrúar 1946, Þorbergur, f. 3. apríl 1949 og Guðbjörg, f. 25. apríl 1952. eyinga á Kópaskeri að loknu prófi og starfaði í Kaupmanna- höfn 1961. Vann svo hjá Lækna- félagi Reykjavíkur og Íslands ár- in 1961–’67 og sem flugfreyja hjá F.Í. 1964. Árið 1967 fluttist hún búferlum til Bandaríkjanna þar sem hún vann margvísleg störf, s.s. hjá Pepperidge Farm og Bosch. Í maí 1976 fluttist fjöl- skyldan til Íslands og stofnaði garðyrkjubýlið Klöpp í Reyk- holtsdal í Borgarfirði, 1. desem- ber sama ár. Auk þess að sinna rekstri garðyrkjubýlisins ásamt manni sínum, vann hún ýmis störf, s.s. við bókhald grunnskól- ans á Kleppjárnsreykjum og annarra fyrirtækja í sveitinni. Hún sat einnig í stjórn Kaup- félags Borgfirðinga 1984–1987. Árið 1985 varð hún fram- kvæmdastjóri Árlax og gegndi því starfi til 1989. Árið 1986 fluttist fjölskyldan til Reykjavík- ur og gerðist Guðrún dagmóðir 1989. Frá árinu 1997 störfuðu hjónin bæði sem dagforeldrar. Guðrún starfaði fyrir Barnavist- un frá 1994 til dauðadags og var m.a. gjaldkeri í stjórn Barnavist- unar um árabil. Hún gegndi auk þessa fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. Guðrún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Guðrún giftist hinn 8. apríl 1967 Thomasi Mikael Ludwig, f. 17. maí 1941. Foreldrar hans voru Aloys George Ludwig, f. 31. mars 1908, d. 30. desember 1986 og Georgia Marie Lud- wig, f. 20. ágúst 1910, d. 14. janúar 2000. Guðrún og Tom eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Margrét, f. 9. janúar 1968, gift Björgvini Jósefssyni, f. 4. febrúar 1966, 2) Brandur Thor, f. 31. júlí 1971, kvæntur Önnu M. Rögnvaldsdóttur, f. 8. maí 1971, þeirra börn eru a) Em- ilía Rún, f. 21. júlí 1995, b) Alma Liv, f. 6. mars 2002 og c) Tómas Mikael, f. 10. desember 2004, 3) Clara Regína, f. 27. júlí 1982. Guðrún útskrifaðist frá Sam- vinnuskólanum árið 1960. Hún hóf störf hjá Kaupfélagi N.-Þing- Elsku mamma mín. Mikið óskaplega er sárt að missa þig. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér lífið án þín en get þó huggað mig við það að þú ert auðvitað hjá mér áfram, þó ég sjái þig ekki með berum augum. Segja má að ég sjái eitthvað sem minnir á þig hvert sem ég lít þú ert auðvitað mikill hluti af lífi mínu. Ég vona að ég beri gæfu til að halda í heiðri það sem þið pabbi hafið kennt mér að skiptir máli í líf- inu. Og hafi ég til að bera jafnvel að- eins helming þess styrks sem þú hafðir yfir að ráða þá er ég á grænni grein. Þegar við vorum lítil lastu fyrir okkur bókina Bróðir minn ljóns- hjarta eftir Astrid Lindgren. Ég finn það núna hversu mjög sú saga hefur mótað hugmyndir mínar um framhaldslíf. Ég veit í hjarta mínu að ævintýrinu er ekki lokið og hjá þér er heilmikið ferðalag framund- an. Því vil ég segja: Berðu öllum kveðju mína sem þú hittir á leiðinni. Góða ferð, mamma. Þín dóttir, Margrét. Elsku mamma mín. Það er búið að vera svo erfitt að byrja á þessu bréfi til þín, því inni í mér bærist þessi togstreita á milli alls þess sem ég vildi sagt hafa þér og þess tómleika og sársauka sem ég upplifi nú … – Minningargreinar eru víst gerð- ar meira fyrir skrifandann (sbr. all- ar setningar sem byrja á: „Ég“), en þá sem þær lesa. Þetta er leið syrgj- andans til að „bera tilfinningar sínar á torg“ og það er réttur okkar. Ég veit að þú vilt að við minnumst alls þess góða í lífinu með þér og við ættum helst að horfa fram á veg- inn … Það var ekki líkt þér að dvelja lengi í vonleysi – því ekki gafst tóm til þess. Ég vil að þú vitir að ég dáðist allt- af að þér, þessari endalausu elju- semi; að geta bara ekki setið auðum höndum. – Hjá þér gengu hlutirnir! Uppgjöf var ekki til í þínu orðasafni (/þínum huga)! Þú barðist á móti öllu mótlæti sem barst þína leið, svo sterk alltaf, með hörku og það var svo hvetjandi að vera vitni að því. Þú ert hetjan mín! Ég grét svo sárt að ég virkilega hélt að hjartað í mér myndi bresta … Ætli slíkt geti gerst? En eftir það hef ég átt svo erfitt með að gráta (nóg) vegna þín, bara verið dofin og í afneitun. Mér er sagt að það sé víst eðlilegt. En ég vil gráta, því mér finnst hitt svo fá- ránlegt. – Við eigum langt í land … en vonin er þarna einhvers staðar. Ég vona einlæglega að þinn Guð sé til og að þú sért á himnum hjá honum, því ef svo er þá á ég að geta talað við þig hvar og hvenær sem er án þess að skrifa bréf eða minning- argreinar. Ég finn svo til, vildi að ég gæti verið hjá þér. Þú varst móðir mín, vinkona mín og hetjan mín! Það er svo margt sem ég vil segja, og svo margt sem ég verð að sleppa, a.m.k. í bili … þannig að ég held ég kveðji þig mamma mín og vona af öllu mínu hjarta að allar þínar kvalir séu horfnar! Góða nótt, mín móðir, þín mun ég ætíð sakna. Far vel, mamma mín, þig mun ég hitta við endastöðina sjálfa. Ég segi bless, elsku mamma, því næsta líf á þig kallar … Elska þig! Þitt yngsta barn, litla „flísin“ þín, Clara Regína Ludwig. Elsku mamma mín, svo margt kemur í huga minn við andlát þitt; margskonar minningar frá því í Borgarfirðinum, þegar við vorum flutt til Reykjavíkur og allt fram til þess er ég hitti þig í síðustu viku júnímánaðar, þegar þú varst komin aftur á spítalann og ég trúði því að þú værir á batavegi. Allar eru þess- ar minningar umluktar reynslu og kærleik en fylla mig jafnframt djúp- um söknuði þar sem ég veit að það verða engar nýjar til með þér. Ég á líka erfitt með að hugsa til þess að börnin mín fái ekki að kynn- ast þér þegar þau eru að vaxa úr grasi. Ég vona nefnilega að þú vitir hversu stoltur ég er að hafa haft þig sem móður, þú varst allt í senn; óeigingjörn, kærleiksrík, sterk, ein- staklega jákvæð og fjölhæf mann- eskja sem ég veit að snerti líf mjög margra, ef ekki flestra, sem kynnt- ust þér á lífsleiðinni. Mér finnst það einstök gæfa að þú skyldir komast inn í líf Emilíu minn- ar, en þegar hún fæddist og fór að fara til þín í pössun fannst mér ég líka kynnast þér á nýjan hátt. Ég sá hvað þú tókst uppeldi hennar alvar- lega og hvað það skipti miklu máli að kenna gömlu góðu gildin. Þú komst fram við alla, börn sem fullorðna, með mikilli virðingu, ást- úð og jákvæðu hugarfari. Ég er stoltur af því hve mörg börn hafa fengið að njóta þessa með þér og pabba og ég er viss um að þau hafa öll hluta af þér meðferðis í gegnum lífið. Síðan við fluttum frá Íslandi hafa vikulegu símtölin við ykkur pabba verið mikið tilhlökkunarefni. Mér fannst gaman að þú spurðir alltaf markvisst um það sem var að gerast hjá hverju okkar, nokkurs konar fjölskyldufundur þar sem ég sagði ykkur frá nýjustu uppátækjum Tómasar og Ölmu eða því sem var að gerast í skólanum hjá Emilíu. Þú varst einstök manneskja með gríðarstórt hjarta. Þú verður alltaf stór hluti af mér og það hlýjar mér jafnframt að vita hve margar góðar minningar þú hefur skilið eftir hjá stórum hópi fólks, sem heldur þér á vissan hátt á lífi. Hvíl þú í friði. Þinn sonur, Brandur. Elsku hjartans Guðrún mín, minningar um þig sem koma upp í hugann minn hlýja mér að eilífu um hjartarætur. Á stund sem þessari eru engin nægilega sterk lýsingar- orð til sem lýsa hugrekki þínu og baráttuþreki. Þú varst svo góð kona sem vildir öllum vel og alltaf svo já- kvæð. Þau eru ófá börnin sem fengu að njóta kærleiks ykkar Toms í gegnum árin. Þú varst einstök tengdamóðir og amma og þín er svo sárt saknað. Við vitum að hvar sem þú ert, þá vakir þú á himnum yfir börnum okkar, sem þú sást ekki sól- ina fyrir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Minning einstakrar konu mun lifa með öllum þeim sem áttu samleið með þér á lífsleiðinni. Anna Margrét Rögnvaldsdóttir. Elsku amma, ég er búin að vera að biðja guð um að segja þér hvað ég sakna þín rosalega mikið og reyna að senda þér lítil bréf í hausn- um mínum með von um að guð gefi þér þau. Ég hugsa mjög mikið um hvernig allt mundi vera ef þú værir ennþá lifandi. Þú verður samt alltaf lifandi í hjartanu mínu og ég mun aldrei gleyma þér. Þú ert líka lifandi uppi hjá guði og þér líður ekki leng- ur illa af krabbameininu og það er gott. Annað sem er gott er að þú ert núna með mömmu þinni og pabba. Það hlýtur að vera gaman að sjá þau aftur. Ég er búin að lesa nokkur bréf sem þú skrifaðir þegar þú varst að- eins eldri en ég og mér fannst þau alveg dásamleg! Það hefði verið mjög gaman að þekkja þig þegar þú varst á mínum aldri, en samt sé ég ekki eftir að hafa þekkt þig sem ömmu mína. Ég er mjög stolt af að hafa haft þig sem ömmu mína út af svo mörg- um hlutum sem gerðu þig einstaka. Mér finnst líka æðislegt hvað þú varst sterk og jákvæð í gegnum þennan erfiða tíma. Þó að þú værir veik, þá hugsaðir þú samt jafnmikið um annað fólk og þú hugsaðir um þig. Ég skal veðja að enginn annar í veröldinni mundi hugsa svo mikið um aðra eins og þú gerðir. Þú snertir líf margra. Ef þú værir ekki til þá væri ég ekki til, pabbi ekki til, eða Alma, Tómas, og margir aðrir. Líka með alla krakkarna sem þið afi pössuðuð, og hvernig þau litu upp til þín og elskuðu alltaf að koma til ykkar. Ég á í smá erfiðleikum með að trúa að Bústaðakirkja sé nógu stór fyrir öll lífin sem þú snertir. Ég hef þekkt þig í svo langan tíma. Þó að við búum í Lúxemborg og við sjáumst ekki eins mikið og áður, þá þekkjumst við samt jafn- mikið og við hefðum þekkst ef við hefðum ennþá búið á Íslandi. Ég var í pössun hjá þér og afa frá sex mán- aða til fjögurra ára aldurs og ég man ennþá hvað mér fannst gaman að koma til ykkar og leika við alla krakkana. Það var mjög gaman að hafa þig sem ömmu, spilafélaga, og vin. P.s. Selurinn er í góðum höndum og hann biður að heilsa. Þitt fyrsta barnabarn, Emilía Rún Ludwig. Við viljum með fáum orðum minn- ast Guðrúnar Þórhallsdóttur tengdamóður Önnu Margrétar dótt- ur okkar. Eftir að Brandur Thor og Anna Margrét fóru að búa saman kynnt- umst við fljótlega Tom og Guðrúnu foreldrum Brands. Þau kynni voru okkur afar dýrmæt því okkur fannst við eiga svo margt sameiginlegt eft- ir kynni Önnu og Brands. Saman gengum við í gegn um þann fögnuð sem fylgir því að eignast fyrsta barnabarnið. Við minnumst nú þeirrar stundar þegar fyrsta barna- barnið Emilía Rún var skírð í höf- uðið á ömmunum sínum. Saman átt- um við svo margar ánægjulegar stundir. Skírn þriggja barna þeirra Önnu og Brands og brúðkaupið þeirra úti í London. Saman fórum við einnig í leikhús og skiptumst á heimsóknum þó börn og barnabörn væru fjarri. Guðrún og Tom voru ekki ein- ungis amma og afi barna Önnu og Brands því þau tóku að sér barna- gæslu hin síðari ár og voru því einn- ig eins konar amma og afi barna sonar okkar og tengdadóttur. Það var eftirsótt að fá að koma börnum í gæslu hjá þeim Guðrúnu og Tom, enda leið börnunum vel þar. Mannkostir Guðrúnar voru miklir og samhentari hjón en þau Tom er vart hægt að hugsa sér. Tom stóð eins og klettur við hlið hennar þar til yfir lauk erfiðum veikindum. Elsku Tom og fjölskylda, við vott- um ykkur innilega samúð okkar. Kristjana Emilía og Rögnvaldur Guðrún mágkona mín er látin eft- ir erfið veikindi. Hún barðist hetju- lega og tók því sem að höndum bar af æðruleysi. Enn er stórt skarð höggvið í systkinahópinn frá Sand- hólum við fráfall Guðrúnar. Þegar kynni okkar Guðrúnar hóf- ust var ég nýtrúlofuð Gunnari Þór bróður hennar. Hún var þá að ljúka fyrra námsári sínu í Samvinnuskól- anum á Bifröst og var á leiðinni norður á Kópasker í sumarvinnu. Þá var grunnurinn lagður að vináttu okkar sem hefur haldist æ síðan. Æskuheimili Guðrúnar, Sandhól- ar á Kópaskeri, var sannkallað menningarheimili. Húsið reistu for- eldrar hennar af miklum myndar- skap og heimilið var falleg umgjörð um fjölskylduna. Þar ríkti sam- heldni, athafnasemi og glaðværð og börnin tóku snemma þátt í dagleg- um störfum heimilisins. Foreldrarn- ir, Margrét og Þórhallur voru afar samhent og fyrirmyndir barna sinna í einu og öllu. Þórhallur var kaup- félagsstjóri á Kópaskeri og hafði hann einnig á hendi afgreiðslu Flug- félags Íslands sem fram fór á heim- ili þeirra hjóna og tóku systkinin þátt í að sinna störfum í tengslum við flugið með foreldrum sínum og lét Guðrún ekki sitt eftir liggja. Snemma kom í ljós að Guðrún var góðum gáfum gædd og verklagin með afbrigðum. Hún leysti öll störf af stakri nákvæmni og samvisku- semi. Ríkt skopskyn og gamansemi var stór þáttur í fari Guðrúnar en aldrei var á neinn hallað. Hún var ósérhlífin, trygglynd og hjálpsöm. Mér er í fersku minni stuðningur Guðrúnar við foreldra sína en hún notaði jafnan sumarfríið sitt, eftir að hún fluttist að heiman, til að fara norður á Kópasker til þess að sjá um yngri systkini sín og heimili for- eldra sinna svo þau gætu tekið sér frí. Andi kærleika og umhyggju ein- kenndi Sandhólaheimilið og var veganesti systkinanna út í lífið. Guð- rún hafði þá eiginleika í ríkum mæli og kom það fram í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Eftir að Guðrún lauk námi frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1960 vann hún fyrst um sinn hjá Kaup- félagi N-Þingeyinga á Kópaskeri en hóf svo störf hjá Læknafélagi Reykjavíkur og vann þar á árunum 1961–67. Um tíma var hún flug- freyja hjá Flugfélagi Íslands. Á þessum árum réðst hún í að kaupa sér íbúð og kom sér þar vel fyrir og bjó þar í nokkur ár. Guðrún varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Tom, sem þá gegndi herskyldu í bandaríska hern- um hér á landi. Þau gengu í hjóna- band 1967 og fluttust vestur um haf og þar fæddust tvö eldri börn þeirra, Margrét og Brandur Thor. Þau dvöldu ytra í nokkur ár en komu aftur heim 1976 og settust að í Borgarfirði. Þar stofnuðu þau garð- yrkjubýlið Klöpp og hófu ræktun á grænmeti og blómum, en Tom hafði lært garðyrkjufræði í Bandaríkjun- um meðan þau dvöldu þar. Þau voru sannkallaðir frumbyggjar og lögðu hart að sér í einyrkjastarfinu í Klöpp, auk þess sem Guðrún vann við bókhald ýmissa fyrirtækja í sveitinni, m.a. við barnaskólann á Kleppjárnsreykjum. Í Borgarfirði undu þau hag sínum vel með börn- unum sínum tveimur og meðan þau bjuggu þar bættist þriðja og yngsta barnið í hópinn, Clara Regína. Árið 1986 seldu þau Klöpp og fluttu til Reykjavíkur og tók Guðrún að sér ýmis störf þar. Árið 1989 söðlaði hún um og gerðist dagmamma og frá árinu 1997 störfuðu hjónin bæði sem dagforeldrar á heimili sínu að Brúnalandi 17 eða þar til þau létu af störfum vegna veikinda Guðrúnar. Þau voru afar farsæl í starfi og var sóst eftir að koma börnum í vistun til þeirra. Barnabörnin þrjú hafa einnig notið ástar og umhyggju þeirra en undanfarin ár hafa þau búið í útlöndum með foreldrum sín- um, Brandi Thor og Önnu. Síðustu árin í Lúxemborg. Guðrún var hugsjónakona og mjög trúuð. Hún leitaði sér fróðleiks víða og sótti námskeið til að bæta við þekkingu sína. Henni voru falin margvísleg félags- og trúnaðarstörf. Guðrún og Tom höfðu einstaklega gaman af að bjóða til fagnaðar á heimili sínu, enda með eindæmum samhent hjón. Guðrún kom þeim sið á að hver og einn gestur kæmi með skemmtiatriði. Þetta féll í góðan jarðveg og varð að fastri venju í vinahópnum. Fyrir nokkrum árum tóku systkinin sig saman um, ásamt fleiri ættingjum og vinum, að heim- sækja æskustöðvarnar og ganga um fallegar sveitir Norðurlands og þá varð til félagsskapur sem kallast Hrauntangafélagið. Þessar ferðir styrktu vinaböndin og voru okkur öllum í hópnum til ómældrar ánægju. Síðasta gönguferð var farin fyrir tveimur árum í Grímsnesinu og voru Guðrún og Tom með í för, en Guðrún var þá nýkomin úr að- gerð en lét það ekki aftra sérað taka þátt í göngu og gleðskap. Sl. haust keyptu Guðrún og Tom notalegt hús í Kópavogi og komu sér þar vel fyrir. Í janúar héldu þau veislu á nýja heimilinu til að fagna áfanganum. Guðrún geislaði af gleði og engu okkar sem þar glöddumst með þeim hjónum datt í hug að svo skammt yrði til kveðjustundar. Að leiðarlokum færi ég Guðrúnu þakkir fyrir vináttu og tryggð sem hún sýndi mér í gegnum árin. Eig- inmanni Guðrúnar, Tom, börnum, tengdabörnum, barnabörnum, systkinum og venslafólki bið ég Guðsblessunar. G. Lillý Guðbjörnsdóttir. GUÐRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR LUDWIG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.