Morgunblaðið - 14.07.2006, Side 35

Morgunblaðið - 14.07.2006, Side 35
var þegar við hittumst í Kaupmanna- höfn síðastliðið haust. Þar skemmtum við okkur vel við að rifja upp gamlar minningar frá löngu liðnu sumri í borginni og fara á gamlar slóðir. Guðrún dóttir þín kom eins og óvæntur sólargeisli inn í líf þitt og okkar. Þú varst svo ánægð með að eignast hana, varst svo stolt af henni og hún þér góð dóttir og vinkona sem gaf lífi þínu tilgang. Nú er stórt skarð höggvið í samrýndan vinkvennahóp sem ekki verður hægt að fylla. Þetta var góður tími, Hjördís og við þökk- um þér allar fyrir samfylgdina. Mikill er missir Grétu móður þinn- ar að sjá eftir tveimur yngstu börnum sínum sama daginn, þegar fregnir bárust af andláti þínu fengum við líka þær sorgarfréttir að Magnús yngri bróðir þinn hefði orðið bráðkvaddur sama dag og er hann nú borinn til grafar með þér. Ég bið góðan Guð að vernda og styrkja Grétu og systur þínar þrjár, Benediktu, Ágústínu og Perlu og þeirra fjölskyldur. Elsku Guðrún, þú varst sólargeislinn í lífi móður þinnar, ég bið Guð að gefa þér styrk og varðveita þig um ókomna tíð. Ég kveð þig í friði, kæra vinkona og er þakklát fyrir að hafa fengið að vera þér samferða, ég mun varðveita í huga mínum okkar síðustu samveru- stund. Snorri, Stefán, Styrmir og Snorri yngri senda Guðrúnu og öllum aðstandendum innilegustu samúðar- kveðjur. Sólveig Stefánsdóttir. Leiðir okkar Hjördísar lágu fyrst saman fyrir um fimmtán árum. Hún var þá starfandi sem yfirmaður á inn- heimtustofu Lögmanna Höfðabakka, en þar var ég í svokallaðri námsvist sem laganemi. Nokkrum árum síðar hóf ég störf á þessari sömu stofu sem löglærður fulltrúi. Hófst þá samstarf okkar Hjördísar, sem stóð þar til hún ákvað að breyta til og færa sig yfir til Einars J. Skúlasonar. Sjálfur færði ég mig um set og tók upp samstarf við lögmennina Gunnar Jóhann Birgis- son og Sigurbjörn Magnússon undir nafninu Legalis, en stofan sameinað- ist nýlega lögmannsstofu Andra Árnasonar, Juris. Árið 2003 ákváðum við hjá Legalis lögmannsstofunni að ráða til okkar innheimtustjóra. Nafn Hjördísar kom þá strax upp í hugann og var mér falið að ræða við hana og bjóða henni starf- ið. Hjördís tók bón okkar vel og mikið gæfuspor var þar með stigið í rekstri stofunnar. Hjördís gegndi starfi inn- heimtustjóra allt til dauðadags. Hjördís bjó yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði og hafði mikla reynslu. Sem persóna var hún gædd miklum hæfileikum. Hún hafði ríka réttlætiskennd og var mikill mann- þekkjari. Hjördís var mjög framsýn og nálg- aðist viðfangsefnin gjarnan á nýstár- legan hátt, skilningur hennar var dýpri en annarra og árangur hennar að sama skapi meiri. Vinnuveitendum sínum sýndi hún einstakan trúnað og bar umhyggju fyrir samstarfsmönn- um sínum. Betri starfsfélaga er ekki hægt að hugsa sér. Hjördís var afskaplega vinnusöm kona, ósérhlífin og skipulögð. Hún var óhrædd við að taka að sér erfið verk- efni og leysti þau ávallt af hendi með miklum sóma. Fyrir Hjördísi voru engin vandamál, aðeins verkefni, sem tók ýmist stuttan eða langan tíma að leysa. Hjördís endurskipulagði rekstur innheimtuþjónustunnar og ávann sér virðingu allra. Hæfni hennar fór hvorki fram hjá samstarfsfólki henn- ar né viðskiptamönnum stofunnar, sem kunnu vel að meta störf hennar. Þeir skynjuðu fljótt að þar fór kona sem vissi hvað hún var að segja og treystu ráðum hennar. Hjördís hafði góða innsýn í þarfir þeirra og veitti þeim ráð á þeirra eigin forsendum og með hagsmuni þeirra í huga. Fram- sýni hennar, víðtæk þekking og fjöl- breytt reynsla kom þeim þar að góð- um notum. Hjördís bar ekki aðeins hagsmuni viðskiptamanna fyrir brjósti heldur einnig þeirra sem innheimt var hjá hverju sinni. Hún hafði einstakt lag á að setja sig inn í mál annarra og leit- aði ávallt að sanngjarnri, rökréttri og skynsamlegri lausn fyrir báða aðila. Persónulega reyndist Hjördís mér traustur og góður vinur. Af henni lærði ég margt, bæði faglega og sem manneskja. Ég mun ávallt minnast skemmtilegra samtala okkar, sem snerust ekki aðeins um þennan heim heldur einnig aðra. Umhyggja hennar fyrir mér og mínum var einstök. Á milli okkar ríkti trúnaður, hún hvatti mig óspart og gaf mér ómetanleg ráð, í lífi og starfi, ráð sem munu gagnast mér um ókomna tíð. Fyrir þau, vinátt- una og stuðninginn er ég afskaplega þakklátur. Hjördís var hæglát og stolt kona, sem hafði reynt margt. Hún tókst á við veikindi sín af æðruleysi og kvart- aði aldrei, jafnvel þótt hún væri sárk- valin. Hún bar sig vel og horfði æv- inlega vongóðum augum fram á veginn. Hún var staðráðin í því að gef- ast ekki upp baráttulaust. Það var henni líkt. Lífsviljinn var sterkur og það voru henni því mikil vonbrigði er sjúkdómurinn tók sig upp að nýju. Hjördís var afskaplega stolt af sól- argeislanum í lífi sínu, henni Guð- rúnu. Hún skildi við þennan heim í þeirri vissu að hún hefði alið upp góða og duglega stúlku sem myndi spjara sig vel. Það var Hjördísi mikilvægt. Missir Guðrúnar og annarra aðstand- enda er mikill. Ég vil, fyrir hönd sam- starfsmanna Hjördísar hjá Legalis og Juris, núverandi og fyrrverandi, færa henni og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Fyrir hönd samstarfsmanna hjá Legalis og Juris, Jóhannes Rúnar Jóhannsson. Það er erfitt að skilja af hverju kona á besta aldri er hrifin burt frá ungri dóttur sem hún átti eftir að upp- lifa svo margt með. En það er svo margt sem okkur mönnunum er ekki ætlað að skilja. Hjördís var sérstök, góð og sterk kona. Hún var trygg vinum sínum og reyndist vel þeim sem henni þótti vænt um. Við kynntumst Hjördísi þegar Guð- rún dóttir hennar og Eva Dögg urðu vinkonur í barnaskóla og hefur sá vin- skapur varað síðan. Hjördís og Eva Dögg urðu strax miklir mátar og allt- af var Hjördís tilbúin til að ræða við Evu Dögg og styrkja hana og styðja ef eitthvað bjátaði á. Ef Hjördís vissi að eitthvað amaði að hringdi hún alltaf og bauð okkur mæðgum í mat og uppáhaldskökuna okkar, spáði fyrir okkur og við rædd- um lífsins gang, hlógum og áttum skemmtilega tíma saman og þá var alltaf allt svo gott. Við fjórar höfum mikið rætt og átt margar góðar stundir saman sem eru okkur svo mikils virði. Hjördís var oft svo ráða- góð og óhrædd við að segja það sem henni fannst. Hjördís var Evu Dögg einstaklega góð, enda kallar Eva hana alltaf auka- mömmuna sína. Mér er alltaf minn- isstæð ein af mörgum jólagjöfum sem Hjördís og Guðrún gáfu Evu Dögg. Það var kápa sem Hjördís hafði séð einhvern tíma á miðju sumri. Henni fannst þessi kápa bara vera „Evu- kápa“ og keypti hana og geymdi til jóla. Þessi kápa vakti mikla ánægju og er mikið notuð og gengur alltaf undir nafninu „Hjördísarkápa“. Við mæðgur erum Hjördísi inni- lega þakklátar fyrir tryggð hennar og gæsku við okkur í gegnum árin og eigum við eftir að sakna samveru og góðra ráða frá henni. Nú er tíminn liðinn sem við áttum með henni og mun minningin um góða, trygga og sterka konu lifa áfram. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða, og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Guðrún, þinn missir er mik- ill. Megi góður Guð styrkja þig og fjöl- skyldu þína í þessari miklu sorg. Minningin um góða móður, vinkonu og sterka konu er góð minning. Einnig votta ég þér og fjölskyldu þinni samúð vegna skyndilegs fráfalls Magnúsar móðurbróður þíns. Blessuð sé minning Hjördísar og hafi hún þakkir fyrir allt það góða sem hún hefur gert fyrir okkur mæðgurnar. Sigrún. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 35 MINNINGAR Elsku afi minn, það kom að því að ég yrði að kveðja þig. Það er margt sem hefur far- ið í gegnum huga minn undanfarna daga og það er svo sannarlega margs að minnast. Það fyllir hjarta mitt hlýju og yl að hugsa til bernskuminninganna með ykkur ömmu. Hjá ykkur átti ég alltaf skjól, á ykkur gat ég alltaf treyst. Enda var ég inni á gafli hjá ykkur allt frá því að ég var nokkurra mánaða gömul, þegar þið pössuðuð mig á meðan barnungir foreldrar mínir gengu menntaveginn. Þið voruð ekki bara afi og amma held- ur líka vinir mínir og félagar. Ég get varla talað um ykkur sitt í hvoru lagi því þið voruð alltaf eins og einn maður, með eindæmum samrýnd og samhent í öllu sem þið tókuð ykkur fyrir hendur. Þú varst maður sem ég leit mik- ið upp til, maður sem hafði unnið hörðum höndum fyrir sínu í gegn- um lífið. Dugnaðurinn, metnaður- inn og seiglan var ótakmörkuð. Þú sagðir ekki alltaf margt heldur lést verkin tala og aldrei man ég eftir að þú hældir sjálfum þér fyrir það sem þú hafðir áorkað eða segðir styggðaryrði um nokkurn mann. Þú talaðir alltaf af ástúð um fólkið þitt og sýndir það svo sann- arlega í verki að fjölskylda þín og eiginkona var þér allt. Upp úr miðjum aldri fór að bera á heilsuleysi hjá þér og satt best að segja man ég ekki eftir þér öðru- vísi en slöppum eða veikum, en alltaf náðirðu þér á strik aftur og hélst reisn þinni. Það hlýtur oft að hafa verið erfitt fyrir þig að lim- JÓN MARINÓ JÓNSSON ✝ Jón MarinóJónsson fæddist á Dalvík 3. nóvem- ber 1923. Hann and- aðist á Landspítal- anum við Hringbraut 12. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 19. júní. irnir dönsuðu ekki alltaf eftir höfðinu því þú varst stórhuga fram á síðasta dag. Elsku afi minn, það verður skrýtið að halda áfram með lífið án þess að geta leitað til þín eftir ráðlegg- ingum og stuðningi. Ég vil þakka þér fyr- ir samfylgdina með hluta úr sálmi eftir Valdimar Briem og vona að ég beri gæfu til þess að komast einhvern tímann með tærnar þar sem þú hafðir hælana. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Þín Hulda Sædís. Mig langar með nokkrum orðum að minnast kærs mágs míns, Jóns M. Jónssonar. Lát hans kom okkur ekki mjög á óvart eins sjúkur og hann var búinn að vera. Nokkru áður en hann lést vorum við hjónin að fara utan í hálfan mánuð og þegar við kvöddum hann á Land- spítalanum sagðist hann fara norð- ur 15. júní og gamla bjartsýnin og baráttuviljinn virtist kominn aftur. Hann þráði mjög að komast norður á sínar heimaslóðir. Stuttu seinna barst okkur svo fréttin um lát hans. Jón M. var kappsamur íþrótta- maður á sínum yngri árum. Hann var einn af okkar fremstu skíða- mönnum og einnig keppti hann í frjálsum íþróttum á vegum KR. Jón bjó í Reykjavík á þessum árum og nam klæðskeraiðn hjá Braga Brynjólfssyni klæðskera. Einnig fór hann til Svíþjóðar til fram- haldsnáms í iðn sinni. Jón M. flutti fljótlega til Ak- ureyrar ásamt Huldu eiginkonu sinni, þá voru þau þegar farin að búa og komin með sitt fyrsta barn. Jón starfaði í nokkur ár sem for- stöðumaður fyrir saumastofu Kaupfélags verkamanna. Síðan stofnaði hann saumastofu sem hann rak á meðan starfskraftar leyfðu. Einnig var hann í nokkur ár í samstarfi við yngri bróður sinn Magnús og ráku þeir Fatagerðina Burkna. Þeir bræður voru fram- arlega í unglingatískunni á þessum árum. Herradeild JMJ rak hann í áratugi með glæsibrag. Hjónaband Huldu og Jóns var farsælt, börn þeirra eru Guðný, Sigurbjörg og Jón Marteinn og eru afkomendur þeirra orðnir margir og efnilegir. Þegar ég lít til baka og minnist nær sextíu ára tengsla og vináttu man ég enn fyrstu samskipti mín og þeirra Huldu og Jóns. Steindór bróðir hans var að fara með mig norður til að kynna mig fyrir fjöl- skyldu sinni. Jón og Hulda sóttu okkur á flugvöllinn. Ég var feimin og með hellu fyrir eyrum. Feimnin fór fljótt af mér og ég gleymdi hellunni, svo elskulega og hjart- anlega tóku þau á móti mér. Þenn- an hlýhug fann ég alltaf þegar við komum norður. Eftir að tengdafor- eldrar mínir voru bæði látin, nut- um við ávallt gestrisni Jóns og Huldu. Oft gistum við hjá þeim í Löngumýrinni og ferðuðumst með þeim stuttar ferðir bæði norðan- lands og sunnanlands. Það var gaman þegar bræðurnir þrír Jón, Steindór og Magnús hittust. Jón var sérlega minnugur og fróður og þegar verið var að rifja upp ým- islegt um og gamla vini og frænd- fólk komu bræðurnir ekki að tóm- um kofunum hjá honum. Hann var mikill bókamaður og las mikið sér til ánægju og fróðleiks. Þegar heilsa Jóns leyfði fóru þau hjónin oft í gönguferðir. Jón var sérlega félagslyndur og fór hann að hitta vini sína og félaga í Odd- fellowstúkunni á meðan hann hafði krafta til. Jón var sterkur persónu- leiki og margir munu sakna hans. Ég bið Guð að blessa Huldu, ég veit að hún á marga góða að. Sendi ég fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns M. Jónssonar. Inga. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við fráfall elskulegs eiginmanns míns og föður okkar, BJÖRNS GUÐBRANDSSONAR læknis. Við færum starfsfólki Droplaugarstaða sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Sigríður Guðbrandsdóttir og fjölskylda. Elsku mamma, tengdamamma, amma og lang- amma, LÚLLA KRISTÍN NIKULÁSDÓTTIR, Kirkjuvegi 5, Keflavík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðju- daginn 18. júlí kl. 11.00. Elín Sigríður Jósefsdóttir, Snæbjörn Guðbjörnsson, Ketill G. Jósefsson, Karen Valdimarsdóttir, Jenný Þuríður Jósefsdóttir, Alan Terry Matcke, ömmubörn og langömmubörn. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð eftir hádegi í dag, föstudag, vegna jarðarfarar HJÖRDÍSAR JÓNSDÓTTUR. JURIS lögmannsstofa, LEGALIS innheimtuþjónusta. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.