Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku mamma, þá
er þínum þjáningum
lokið. Þú hefur alltaf
verið hlekkurinn í
fjölskyldunni. Það var
alltaf hægt að leita til þín þegar erf-
itt var hjá mér.
Elsku mamma, ég vil þakka þér
af alhug fyrir allt það sem þú varst
mér og þann styrk og kjark sem þú
hafðir alltaf mun ég hafa að mínu
leiðarljósi.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Megir þú nú hvíla í faðmi drott-
ins, elsku mamma mín.
Þín dóttir
Aldís.
Elsku amma, nú er þér loksins
farið að líða betur. Þetta er samt
svo óraunverulegt, þú hefur barist
við eitthver veikindi alveg frá því að
ég man eftir mér, en þú varst
þrjósk og lærðir að lifa með þeim.
Ég var farin að halda að þú værir
amma eilífa.
Það að hafa fengið að kveðja þig,
halda í þig og segja þér hversu mik-
ils virði þú ert mér, það er besta
gjöf sem ég hef fengið og stundin
sem við áttum saman tvær verður
aldrei tekin frá mér. En nú ertu
komin í faðm afa og Gunnhildar og
þá er ekki spurning að það er bros
á vörum þér. Elsku amma, hvernig
hefði ég farið að án þín? Þú sem
kenndir mér svo margt, sérstaklega
um að maður á að kunna að meta
hlutina í kringum sig og það sem
maður á, ekki vilja annað eða meira.
Þegar erfiðleikar blasa við þá
óska ég þess að ég gæti farið aftur í
tímann þar sem þú gast lagað allt
með því einu að bera bara fram
góðgæti og hlusta, því það var aldr-
ei farið frá þér án þess að bera góð-
gæti í maga.
Ég sakna þess svo að geta hopp-
að yfir til þín og horfa á Glæstar
eins og ég gerði á hverjum degi í
guð veit hvað mörg ár. Þetta er nú
ljóta vitleysan, eins og þú varst vön
að segja þegar þættinum lauk, en
ég var alltaf mætt daginn eftir til að
fylgjast með ríka og fallega fólkinu
þarna í Ameríkunni. Svo eru það
þessir litlu hlutir sem mér er hugs-
að til eins og allar sendiferðirnar
sem ég hafði gaman af og voru dag-
legur hlutur í mínu lífi, og svo eftir
það þá voru bestu verðlaunin að fá
að setjast í fangið á þér og tala og
syngja. Þegar ég hélt í hönd þér á
spítalanum þá varð mér hugsað til
þín í brúna stólnum þar sem ég sat í
fanginu á þér, þú að prjóna og við
tvær að raula lagið okkar …
Ég langömmu á, sem að létt er í lund,
hún leikur á gítar hverja einustu stund,
í sorg og í gleði hún leikur sitt lag,
jafnt sumar sem vetur, jafnt nótt sem
dag.
Með tár í augum kveð ég þig,
elsku besta amma mín, en vitneskj-
an um að þér líður loks betur veitir
mér yl.
Takk fyrir allt sem þú hefur gefið
mér, þar til við sameinumst á ný.
Þín
Aldís Lind.
Þó sárt sé að kveðja þig elsku
amma mín, eru gleði og þakklæti
sorginni yfirsterkari. Ég þakka þér
fyrir þá tryggð, vinskap og hlýju
sem þú sýndir mér allt frá barn-
æsku til kveðjustundar okkar.
FJÓLA
EIRÍKSDÓTTIR
✝ GunnhildurFjóla Eiríksdótt-
ir fæddist á Stafnesi
3. júní 1919. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
26. júní síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Keflavíkur-
kirkju 11. júlí.
Ég sakna þess að
geta ekki talað við þig
í síma eða heimsótt
þig um helgar og ég
stend sjálfa mig oft að
því að raula lagstúfinn
Æ, amma, hvar ertu?
Æ, ansaðu mér.
Því ég er að gráta og
kalla eftir þér …
sem þú varst vön að
syngja þegar ég leit-
aði þín og kallaði eftir
þér á Framnesvegin-
um hér áður fyrr. Nú
mörgum árum síðar veitir þessi lag-
stúfur mér enn huggun og sefar
mig þegar þú ert ekki í augsýn.
Ég varðveiti bænina sem litla
óþolinmóða stelpan þín sauð saman
kvöld eitt þegar þú tafðist frammi
við húsverkin og kem til með að
kenna hana ófæddum börnum mín-
um þegar fram líða stundir.
Ég mun reyna eftir fremsta
megni að tileinka mér lífsýn þína og
æðruleysi, jafnvel þó það kunni að
taka mig ævina alla. Þú varst þol-
inmóður kennari og nú er það okkar
að sýna hve góðir nemendur við
vorum.
Hvíldu í friði elsku gullið mitt.
Þín verður minnst fyrir allt hið
fagra og góða sem þú stóðst fyrir.
Í fjarlægð sótti fregnin mig
sem farg á lagðist þungt,
er vissi dána vera þig
með viðkvæmt hjartað ungt.
Nú svífur elsku afi minn
í unað móti þér
svo tengist ykkar blessuð bönd
er bresta urðu hér.
Í bernsku var svo blítt og rótt
við barm að hvíla þinn.
Ég lofa Guð sem gaf mér hann
og góðan Jesú minn.
Á svæflinum ég svaf hjá þér,
mig svæfði höndin þín
og orð Guðs dýrðar unaðsskær
í eyrun liðu mín.
Nú sefurðu væran síðsta blund,
þig signi Drottins náð,
svo fel ég mig hans forsjón í,
mín fótspor, líf og sál.
(Sigurlaug Cýrusdóttir.)
Þín
Svanbjörg Helena.
Elsku amma, það er svo skrítið
að hafa þig ekki lengur hérna hjá
okkur. Þú varst svo stór hluti af lífi
okkar. Ég verð lengi að venjast því
að geta ekki tekið upp tólið og
spjallað við þig eða komið við hjá
þér. Það var alltaf svo gott að tala
við þig. Alltaf varstu tilbúin að
hringja og láta biðja fyrir okkur ef
eitthvað var að og ef ég spurði þig
hvort þú létir ekki örugglega biðja
fyrir þér og heilsu þinni þá var nú
ekki mikið um svör.
Elsku amma, þú varst svo sann-
arlega hörkukona. Öll veikindin sem
þú hristir af þér og þú ætlaðir sko
að hrista þetta af þér líka. Á
fimmtudeginum byrjaðir þú að
veikjast mikið. Ég og mamma vor-
um búnar að sitja hjá þér í góðan
tíma þegar þú vaknaðir og þú varst
alveg viss um að þú hefðir farið eitt-
hvert annað í smá stund. Ég var svo
glöð að þú vaknaðir og sást fyrstu
sónarmyndina mína því að þú varst
svo ánægð og tókst utan um okkur
mömmu og kysstir okkur og svo
leið ekki á löngu að þú sofnaðir aft-
ur. Það var svo erfitt að kveðja þig
seinna um daginn því að ég þurfti
að fara norður. Þú varst stöðugt í
huga mínum og ég vildi óska þess
að ég hefði getað haldið í höndina
þína síðustu dagana. En ég varð að
láta það duga að tala við þig í gegn-
um síma á meðan þú svafst. Daginn
sem þú kvaddir þennan heim
dreymdi mig nóttina áður að þú
værir farin að hlaupa um allt, upp
og niður allar tröppur eins og ekk-
ert væri, það gerir þú eflaust núna.
Við vorum nú ekki sjaldan að
grínast með það hvor væri farin að
kalka meira, ég eða þú, en ég held
að það hafi nú oftar verið ég sem
var eitthvað að gleyma. Þú hafðir
miklar áhyggjur af því að höfuðið
myndi kalka, en elsku amma, þú
þurftir sko ekki að hafa áhyggjur af
því, þú hafðir alltaf allt á hreinu en
líkaminn þinn var alveg búinn.
Gunnhildur systir hefur verið
glöð að fá þig til sín, hún og afi hafa
eflaust beðið eftir þér í spariföt-
unum með allt tilbúið fyrir þig. Það
er gott að hugsa til þess að þú sért
hjá henni og að þið eruð saman á
ný.
Elsku amma, ég gæti skrifað
heila bók um okkar skemmtilegu
samverustundir. Ég er svo þakklát
fyrir allar minningarnar sem ég á
um þig, ég mun varðveita þær vel.
Guð geymi þig og varðveiti ávallt,
elsku amma.
Þín
Bryndís.
Elsku amma. Þú varst alltaf svo
góð við okkur og við eigum eftir að
sakna þín mikið. Það var svo gott að
koma til þín, vera hjá þér og fá kök-
ur, nammi og leika með dótið þitt.
Við vonum að þú sért búin að hitta
afa Steina og að þér líði vel þar sem
þú ert núna. Við munum alltaf
geyma minningu þína í hjarta okkar
og við vitum að þú munt alltaf vaka
vel yfir okkur.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku amma, Guð geymi þig og
vaki ávallt yfir þér.
Steinþór Örn, Helena Sif
og Magnús Breki.
Æ amma, hvar ertu? Hvenær
kemurðu aftur? Ertu núna bara að
leika þér? Ertu hjá Guði eða ertu að
jafna þig? Hvenær kemurðu aftur
til mín? Þú mátt ekki deyja því það
er svo leiðinlegt. Því þá sé ég þig
aldrei aftur. Það var svo gaman að
vera hjá þér. Manstu þegar ég fór í
sjúkrabílinn og sjúkramaðurinn var
líka kafari? Nú erum við tveir leiðir,
því núna ertu ekki lengur að gleðja
mig úti um allt.
Hver á núna að passa Dalla? Ég
skal kaupa jólapakka handa Dalla,
náttföt, tæki og fleira gott. Ég skal
gera það núna af því að amma mín
er búin að deyja. Ég skal líka gefa
mér sjálfum pakka. Ég mundi líka
gefa ömmu fullt af pökkum af því að
ég elska hana svo mikið. Og líka
gefa fullt af fólki peninga af því að
amma mín er búin að deyja og hún
var alltaf að gefa okkur peninga og
dollara og svoleiðis.
Gunnar Steinþórsson.
Elsku langamma, við söknum þín
svo mikið. Það verður svo skrýtið að
geta ekki komið til þín í heimsókn.
Það var alltaf svo gott að koma til
þín, þú varst alltaf svo góð við okk-
ur og alltaf að gefa okkur eitthvað.
Það var svo leiðinlegt að þurfa að
kveðja þig í síma. Okkur langaði svo
að sjá þig og kveðja þig en ég var
veik og mátti ekki hitta þig og svo
fór ég norður hálfveik til að keppa á
Landsmóti en Nadía fékk aðeins að
sjá þig og kyssa þig. Við fengum að
segja nokkur orð við þig í gegnum
síma þegar við vorum komnar norð-
ur. Við báðum guð að geyma þig og
sögðum þér hvað við elskuðum þig
mikið, þú varst alltaf í huga okkar.
Þú varst alltaf svo dugleg að
prjóna og prjónaðir handa okkur
peysur, vettlinga og margar húfur.
Þú varst alltaf svo glöð og það
gladdi þig svo mikið þegar okkur
gekk vel í einhverju, t.d. að keppa á
hestbaki, í skólanum og að læra á
píanó. Ég er svo glöð yfir að hafa
getað spilað á píanóið fyrir þig síð-
ustu jól, þú settist á stól við hliðina
á mér og söngst með. Þetta var al-
veg yndisleg stund og ég gleymi
henni aldrei. Þú varst svo ánægð.
Núna ert þú farin og þú heldur
áfram að vera glöð þar sem þú ert
núna, núna líður þér betur.
Þú varst best.
Við erum svo ríkar af minningum
um þig og við ætlum alltaf að
geyma þessar minningar vel.
Elsku langamma, guð geymi þig
ávallt og við vitum að þú vakir yfir
okkur. Þínar
Hafdís Hildur og Nadía Sif.
Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér.
Því ég er að gráta og kalla eftir þér.
Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf?
Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað?
(Höf. ók.)
Þegar mamma var lítil kenndi
amma henni þetta lag. Svo núna
stuttu áður en amma dó þá kenndi
hún okkur Gunnsa þetta. Svona get-
ur lífið verið skrýtið. Það var alltaf
gott að koma til ömmu Fjólu í
Keflavík og vera hjá henni. Og
sama hvað ég gerði þá var hún allt-
af svo ljúf og góð. Þegar ég og
mamma fórum til hennar og skild-
um Gunnsa eftir hjá pabba, því
hann var stundum með læti, þá
spurði hún alltaf: Hvar er Gunnsi?
Æ, af hverju tókuð þið hann ekki
með? Því hún var svo mikið fyrir
okkur börnin. Sama hversu veik
hún var orðin.
Ég man ennþá eftir að hafa legið
í ömmu holu með mömmu, þegar
við mamma bjuggum hjá henni á
tímabili. Mér fannst það svooo gott,
að stundum vaknaði ég bara ekki.
En ég reyni að vera glaður því nú
veit ég að amma getur farið hvert
sem hún vill, jafnvel með Dalla til
New York. Ég veit að hana langaði
til þess og svo veit ég líka að hún
fylgist með mér. Ég elska þig
amma.
Alexander Sær Elfarsson.
Við dveljum hér við hvílurúm þitt klökk
og kveðjum þig í hinsta sinni, vina.
En til þín streymir heitust hjartans þökk
fyrir horfna tíð og kæru samfylgdina.
(Höf. ók.)
Nú þegar sumarið skartar sínu
fegursta þá berst okkur til eyrna að
hún Fjóla sé dáin. Orðin eru skýr
en samt er eins og það vefjist fyrir
mér að skilja þann nístandi veru-
leika, að það sem einu sinni fæðist
þurfi að skilja við þetta líf. Þannig
varð mér innanbrjósts þegar ég
frétti að vinkona okkar í Hornbjargi
til margra ára, hún Fjóla Eiríks-
dóttir, væri farin á fund feðra sinna,
jafnvel þótt hún væri búin að þurfa
að þola langa veikindasögu sem
smátt og smátt lamaði hennar
dugnað og atorku. Hún var myndar
húsmóðir sem aldrei féll verk úr
hendi á meðan stætt var. Og þegar
bárust þær fréttir að hún hefði
kvatt okkur, þá liðu fram minningar
og myndabrot liðinna ára, af fallegri
og fyrirmannlegri konu sem skilur
eftir hugljúfar minningar, því alls
staðar þar sem hún umgekkst fólk
gerði hún það svo að öllum leið vel í
návist hennar. Og í sjóði þeirra
minninga sem við samferðafólk
hennar geymum innra með okkur
mun ávallt bera fyrir sjáaldur
augna okkar glaðværð hennar og
góðmennska. En þrátt fyrir þá vitn-
eskju um dauðann og óvissu tímans
er náttúra mannsins sú, að hugsa
um lífið og horfa fram hjá skuggum
og slútandi skýjum. Þegar öndin
sofnar eilífðarsvefni vakna spurn-
ingar um lögmál lífs og dauða. Ég
kveð góða konu, þakka henni fyrir
öll árin sem við í Hornbjargi áttum
samleið með henni og aldrei bar
skugga á.
Þín endurminning eins og geisli skín
á okkar leið og mýkir hjartans sárin.
Já, vertu sæl, við sjáumst vina mín
í sælu guðs er þerrar harma tárin.
(Höf. ók.)
Fjölskyldu hennar og vinum
sendum við, sambýlisfólk hennar í
Hornbjargi, okkar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Fjólu Eiríks-
dóttur.
Magnús Þór.
„Móðurástin býr á bjargi og
breytir aldrei sér.“ Þessi alkunnu
orð skáldsins eru mér ofarlega í
huga, þegar ég lít yfir þau minn-
ingalönd, sem myndin af Fjólu Ei-
ríksdóttur birtir mér. Hún var góð
kona, göfug og hjartahlý, en fegurst
skartaði þó perla móðurástarinnar á
lífsfesti hennar. Sú umhyggja og sá
fórnfúsi kærleikur, sem hún auð-
sýndi börnum sínum og ástvinum
öllum átti sér engin takmörk. Henn-
ar mesta gleði var í því fólgin að
gleðja þá, sem hún átti samleið með
og þá umfram allt að leggja líf sitt
og störf sem kærleiksfórn á altari
móðurástarinnar.
Þau hjónin, Fjóla og Haraldur,
voru meðal okkar bestu og traust-
ustu vina í Keflavík. Margar góðar
og ógleymanlegar stundir áttum við
hjónin með þeim á heimili þeirra á
Framnesveginum. Þar ríkti reisn og
rausn. Þar andaði á móti manni
hlýju og einlægu vinarþeli. Það var
gott að eiga slíka vini. Og þakk-
arefnin, sem samfylgdin við þau
lætur eftir sig, eru fleiri og stærri
en svo, að þar verði orðum að kom-
ið.
Um áratuga skeið átti Fjóla við
mikla vanheilsu að stríða. En alltaf
átti hún þann styrk sem nægði,
þegar kærleikurinn kallaði hana til
hjálpar og þjónustu við þá sem hún
unni. Þau áttu svo sannarlega við
hana þessi orð, sem Einar Bene-
diktsson mælti eitt sinn um móður
sína: „Þú vógst upp björg á þinn
veika arm, þú vissir ei hik né efa.“
Fjóla var einstaklega gjafmild og
hjálpfús hver sem hlut átti að máli.
Hún vildi öllum gott gera og mátti
ekkert aumt sjá, að hún ekki leit-
aðist við að leggja fram liðsemd
sína. Börn og gamalmenni áttu sér-
stakan sess í hjarta hennar. Sú um-
hyggja og hjartahlýja, sem hún auð-
sýndi háaldraðri tengdamóður sinni,
sem síðustu árin dvaldist fársjúk á
heimili hennar, gleymist vart þeim,
sem vitni urðu að samskiptum
þeirra. Og þau voru mörg, litlu
börnin, bæði skyld og vandalaus,
sem fundu öruggt skjól í hlýjum
móðurfaðmi Fjólu Eiríksdóttur. Það
var alltaf hlýtt og notalegt í návist
hennar. Trúartraust hennar var ein-
lægt og óbifandi. Hún bókstaflega
umvafði vini sína með góðleik og
hjartagöfgi, og fundvís var hún á
það besta, sem með hverjum manni
bjó.
En fyrst og síðast var móðurástin
aflvakinn og orkugjafinn í lífi henn-
ar. Þess vegna veit ég, að börnin
hennar öll geta heils hugar tekið
undir þessa játningu þjóðskáldsins
um þá helgustu mynd mannlegrar
elsku og sagt með öllu hjarta: „Hún
er engill, sem Guð oss gefur.“ Við
hjónin blessum og þökkum bjartar
minningar, sem við eigum í barmi
geymdar frá liðinni samleiðartíð
með Fjólu Eiríksdóttur, vottum
börnum hennar og ástvinum öllum
einlæga samúð og biðjum þeim
blessunar Guðs í bráð og lengd.
Björn Jónsson.
Elsku Fjóla mín, mig langar bara
að skrifa nokkrar línur til að kveðja
þig og þakka þér fyrir allt saman.
Þú varst alltaf svo yndisleg við mig
og dóttur mína, Söndru Ösp. Okkur
þótti svo vænt um þig og gaman að
sjá þig þegar við komum heim til
Íslands. Ég er svo ánægð að við
Sandra fengum að sjá þig í maí sl.
Þú hafðir komið heim af sjúkrahús-
inu sama dag og varst svo spræk og
hress eins og ávallt. Þú varst alltaf
að hugsa um aðra, jafnvel þegar
heilsa þín var ekki sem best. Aldrei
stóð á því hjá þér að þú hringdir í
læknamiðla fyrir mig þegar ég var
sem verst af mígreninu. Ég þakka
þér kærlega fyrir það. Þó það sé
mjög erfitt fyrir fjölskyldu þína og
vini að horfa á eftir þér, þá veit ég
að þú ert fegin að fá hvíldina. Nú
líður þér miklu betur og ert laus við
allar þjáningar. Þið systurnar þrjár
getið nú aldeilis spjallað saman og
þú færð að hitta elsku Halla þinn og
Gunnhildi þína.
Ég sendi þínum nánustu innileg-
ar samúðarkveðjur. Megi góður
Guð hjálpa ykkur og styrkja á þess-
um erfiða tíma. Missir ykkar er
mikill.
Hvíl í friði, elsku frænka, og
hafðu þökk fyrir allt.
Vilborg Sigríður.