Morgunblaðið - 14.07.2006, Side 52

Morgunblaðið - 14.07.2006, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON TAKTU AFSTÖÐU. GRÁTBROSLEGASTA GAMANMYND SUMARSINS ÞAR SEM JENNIFER ANISTON OG VINCE VAUGHN VAR HREINLEGA Á KOSTUM. SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON TAKTU AFSTÖÐU. GRÁTBROSLEGASTA GAMANMYND SUMARSINS ÞAR SEM JENNIFER ANISTON OG VINCE VAUGHN VAR HREINLEGA Á KOSTUM. EINA LEIÐIN TIL AÐ VINNA ER AÐ MISSA STJÓRNINA SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI KVIKMYNDIR.IS FRÁ FRAMLEIÐENDUM „THE INCREDIBLES“ & „LEITIN AÐ NEMO“ eeee V.J.V, Topp5.is FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT. SUPERMAN RETURNS kl. 5 - 8 - 11 B.I. 10 ÁRA THE LAKE HOUSE kl. 8 - 10:10 THE FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 5:45 B.I. 12 ÁRA SUPERMAN kl. 5 - 8 - 11 THE BREAK UP kl. 8 - 10.10 BÍLAR ÍSL TAL. kl. 5:40 SUPERMAN kl. 5:50 - 9 - 10:40 B.I. 10.ÁRA. THE BREAK UP kl. 6 - 8:15 - 10:40 THE LAKE HOUSE kl. 6 - 8:15 - 10:30 BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 5:50 CARS M/- ENSKU TAL. kl. 8:15 KEEPING MUM kl. 6 - 8:15 B.I. 12.ÁRA. THE POSEIDON ADVENTURE kl. 10:30 B.I. 14.ÁRA. EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS. BRYAN SINGER KOMIN Í HÓP ÞEIRRA FREMSTU MESTA OFURMENNI HEIMS HEFUR SNÚIÐ AFTUR. OFURMÖGNUÐ STÓRMYND OG SÚPERSKEMMTUN FYRIR ALLA. eeee V.J.V. Topp5.is S.U.S. XFM 91,9„...EINHVER BESTA AFÞREYING SUMARSINS...“ TOMMI KVIKMYNDIR.IS SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR. M.M.J. KVIKMYNDIR.COM Í HUGUM margra er Superman eða Ofur- mennið eins og við Íslendingar nefnum hann, hin eina sanna ofurhetja, réttsýnn, fórnfús og óendanlega sterkur með sinn kryptoníska Akkilesarhæl. Á eftirstríðsárunum varð þessi ofurhetja sem fyrst kom fram í hasarblöðum árið 1938, að nokkurs konar fulltrúa banda- rísks hugarfars og ekki síður hins máttuga en réttláta stórveldis Bandaríkjanna, en sú hug- mynd er innsigluð í slagorði sem kom inn í ofurmennissöguna eftir stríð og segir hann standa fyrir sannleika, réttlæti og „amerísku leiðina“. Nú er Superman snúinn aftur á hvíta tjaldið eftir að hafa dvalið í sjónvarpsheimum í þátt- um á borð við „Lois & Clark“ og „Smallville“, og má segja að hann komi sér kirfilega fyrir í fótsporum hinnar einu sönnu kvikmynda- ímyndar Supermans sem kom fram á sjónar- sviðið í kvikmyndum Richard Donners um það leyti sem Hollywood ofurstórmyndin varð til undir blálok áttunda áratugarins. Hinn splunkunýi Superman gengur inn í þá ímynd sem Christopher Reeve heitinn léði persón- unni, og fantasíuheimur kvikmyndarinnar sækir til þess grunns sem lagður er í kvik- myndum Donners, þ.e. Superman (1978) og Superman II (1980) sem álitnar eru „hinar sí- gildu“ af þeim fjórum Ofurmennismyndum sem á endanum skipuðu myndaröðina. Ofurmennið snýr aftur (Superman Returns) tekur einmitt upp þráðinn þar sem Donner skildi við hann eftir Superman II og spinnur söguna í framhaldi af því er hetjan varð að af- neita ástinni sinni Lois Lane í þágu almanna- hagsmuna. Eftir fimm ára dvöl fjarri mann- heimum snýr Superman aftur, og veltir nú fyrir sér hvort Lois Lane hafi haft rétt fyrir sér er hún skrifaði verðlaunablaðagrein sem útskýrði hvers vegna heimurinn þyrfti ekki á Superman að halda. Að venju bregður ofur- mennið sér í hið „með öllu óþekkjanlega“ gervi klaufabárðarins Clark Kent en sá hefur á ný störf á dagblaðinu Daily Planet við hlið sinnar heittelskuðu Lois Lane. Þar kemst hann að því að Lane hefur jafnað sig á ástarsambandinu við Superman, er nú trúlofuð myndarmanni og á soninn Jason. Drengur þessi, sem er á fimmta aldursári, er um margt sérstakur og má segja að með honum sé nýr þráður spunn- inn inn í Superman söguna. Lex Luthor er einnig farinn að leggja á ráðin um að taka yfir heiminn og þarf Clark Kent því fyrr en varir að rífa af sér skyrtuna og hendast af stað til að bjarga heiminum. Hér er sem sagt ekki lagt upp með póstmód- erníska endursköpun á sögu og eða kvik- myndaímynd Súpermans, heldur er hún unnin upp í nostalgíska og góðhjartaða hetjumynd þar sem gamli góði Superman kemur hrapandi hlutum og mönnum til bjargar á elleftu stundu við hrópandi fögnuð sjónarvotta undir dynj- andi stefi upprunalegu kvikmyndatónlistar Johns Williams. Ungur og óþekktur leikari, Brandon Ruth, hefur fengið það hlutverk að gæða ímynd Ofurmennisins lífi og notar hann túlkun Christophers Reeve sem viðmið en fer með persónuna í tragískari áttir. Handritið að myndinni er greinilega skrifað sem upphaf að lengra ferli og hér eru togstreiturnar í brjósti Supermans settar í forgrunn, í bland við dá- góðan skammt af hasaratriðum, sem sumum hverjum virðist troðið inn af skyldurækni. Þannig birtist Superman hér sem upphafinn og bjartur sem aldrei fyrr, hann virðist allt að því kominn úr annarri vídd, svo himinblár er búningur hans og svo fínlegir eru andlits- drættirnir. En um leið birtist hann sem hálf umkomulaus og elskulegur, svo mjög er áhersla lögð á fórn hans og einmanaleika. Brandon Ruth kemur þessum hryggbrotna og göfuga Superman vel til skila, en segja má að leikstjóri myndarinnar, Bryan Singer, lendi í dálitlum vandræðum með að samræma harm- söguna og yfirborðskenndu hasarmyndina sem Ofurmennið snýr aftur er ætlað að vera. Þrátt fyrir þá milljarða sem farið hafa í gerð myndarinnar er hún langt frá því að vera sterk á svellinu hvað sjónarspil og brellur varðar. Það má jafnvel segja að leikstjórinn fari offari í björgunaratriðum, þar sem styrkur ofur- mennisins virðist brjóta í bága við hið mögu- lega – jafnvel á ofurmenniskvarða. Oftar en einu sinni felst sjónarspil myndarinnar í að sýna risahluti á borð við farþegaflugvélar eða eyjur í frjálsu falli, allt þar til að rétt grillir í lítinn maur á botninum sem reynist þegar bet- ur er að gáð vera hetjan okkar og við fylgjumst vantrúuð með er hann afstýrir hrapi risahlut- arins. Önnur hasaratriði eiga það til að vera stirðbusaleg eða þvinguð inn í söguþráðinn. Kvikmyndin er sterkust þar sem hún einbeitir sér að tengslum persóna, og vangaveltum um hlutverk og eðli hetjunnar og hugsanlegs „eftirmanns“ hennar. Útlitshönnun myndar- innar er vönduð og skemmtileg en þar er unnið með gamalgróið minni um óstjórnleika iðn- væðingarinnar og siðleysi vísindanna, en borg- arumhverfið hefur yfir sér andblæ fjórða og fimmta áratugar 20. aldarinnar. Ógnin sem ofurmennið þarf að afstýra í þetta sinn tengist ekki hryðjuverkamönnum frá Mið-Austur- löndum, heldur nokkur konar táknrænum af- leiðingum gróðurhúsaáhrifanna og jafnvel þótt handritshöfundar breyti ofangreindu slagorði yfir í „sannleika, réttlæti“ og það allt saman, er ljóst að hlutverk hetjunnar er það að bjarga Ameríku sem samkvæmt plönum Lex Luthors verður fyrst til þess að sökkva eftir að hann hrindir áætlunum sínum af stað um að búa til nýja heimsálfu græðginnar. Vandamál mynd- arinnar er kannski það hversu langt hún seilist í að skapa hasarhetjunni Súperman ímynd nokkurs konar nútímafrelsara, en Kristlík- ingar hetjunnar eru á hverju strái og meiri áhersla er lögð á að sýna Superman sem píslarvott en stálmennið sem gjarnan fyllir síð- ur hasarblaðanna. Fullyrðingu Lois Lane um að heimurinn þurfi ekki lengur á Superman að halda er svarað með því að frelsarans sé víst þörf, og þó svo að goðsögulegir undirtónar séu til staðar í öllum ævintýrum, er hlutverk Supermans tekið hér full-alvarlega. Bryan Singer er vanur að stýra ofurhetjum og á sterkar kvikmyndir að baki, en hér reyn- ist hann mistækur. En þótt Ofurmennið snýr aftur hafi sína galla ristir enginn þeirra svo djúpt að kvikmyndin sem slík geti ekki talist prýðileg skemmtun. Sú stefna að búa til gam- aldags hetjumynd með mátulegum skammti af húmor tekst á endanum vel til, og nú er bara að bíða og sjá hvort heimurinn þurfi á Super- man að halda, á tímum þegar símaklefar eru að verða útdauðir og póstmóderníska hetjan Jack Sparrow sprengir öll met í miðasölu. Ofurmennið eftir tíma símaklefanna KVIKMYNDIR Ofurmennið snýr aftur (Superman Returns) –  Leikstjórn: Bryan Singer. Aðalhlutverk: Brandon Routh, Kate Bosworth, Kevin Spacey og Parker Posey. Bandaríkin, 154 mín. Sambíóin, Háskólabíó Heiða Jóhannsdóttir Eftir fimm ára dvöl fjarri mannheimum snýr Ofurmennið aftur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.