Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 16
Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi
Austurvegi 3, 800 Selfoss 480 2900 - log.is
Höfum fengið til sölu 18,9 ha spildu úr jörðinni Ási III, Ásahreppi. Seljandi
er innflutningsaðili fyrir kanadísk einingahús og er hægt að velja um nokkr-
ar gerðir húsa. Kalda- og heitavatnslagnir liggja nálægt landinu. Möguleiki á
háhraðatengingu.
Nánari upplýsingar á skrifstofu og einnig á www.log.is
Löggiltir fasteignasalar:
Ólafur Björnsson hrl. & Sigurður Sigurjónsson hrl.
Ás III, Ásahreppi
Grundarfjörður | Skúturnar 19
sem þátt taka í siglingakeppn-
inni Skippers d’Islande voru
ræstar í Grundarfjarðarhöfn kl.
17 í fyrradag. Skömmu síðar
lagði skólaskip franska sjóhers-
ins gólettan L’Etoile af stað í
humátt á eftir keppnisskút-
unum. För þeirra er nú heitið til
hafnar í Paimpol á ný en þaðan
lögðu þær af stað 24. júní sl. Frá
Reykjavík var síðan haldið til
Grundarfjarðar 8. júlí og nú er
komið að heimferð á ný. Fyrir
höndum er um 1300 sjómílna
sigling og gert ráð fyrir að þær
fyrstu verði í höfn í Paimpol 21.
júlí.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Frönsk fley á heimleið
Glæsileg góletta
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
FJÖLDI bæjarhátíða fer fram víða um
land, þessa helgi eins og margar í sumar.
Ísafjörður | Útilífveran er útivistarhátíð í
Ísafjarðarbæ og dagskráin er þannig úr
garði gerð að allir með snefil af áhuga á úti-
vist eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Kaj-
akferðir, fjallahjólakeppni, víðavangshlaup,
bátadagur fjölskyldunnar, hundaþrauta-
keppni, golfmót, gönguferðir, varðeldur,
háskagrillun, fjallaferðir, barnadagskrá,
fallhlífastökksýning, púttmót h-eldri borg-
ara og margt fleira er í boði.
Hátíðin verður sett á Silfurtorgi kl. 16.30 í
dag.
Þórshöfn | Kátir dagar hefjast í dag.
Kassabílarall verður í skrúðgarðinum og
fótbolti á vellinum. Kvöldvaka fyrir börn og
unglinga en hljómsveitin Hundur í óskilum
í Þórsveri skemmtir fólki frá 18 ára. Hljóm-
sveitin Legó spilar á Eyrinni. Á laugardag
er dorgveiðikeppni, fótboltamót, fjöl-
skylduratleikur og fleira. Útimarkaður við
íþróttavöllinn, hoppukastali og andlitsmáln-
ing. Leiksýning fyrir börn og myndlist-
arsýning í grunnskólanum en á Eyrinni
verður sjávarréttahlaðborð. Brennan sí-
vinsæla á laugardagskvöldið og frá mið-
nætti stórdansleikur með Pöpum í Þórs-
veri. Á sunnudag er aflraunakeppni karla
og kvenna, Langanesvíkingurinn.
Stokkseyri | Bryggjuhátíðin Brú til brott-
fluttra er fjölbreytt hátíð sem hófst með
Hljómsveitatónleikum í gærkvöldi. Í kvöld
verður fjölskylduhátíð á Stokkseyr-
arbryggju og nýtt tónleikasvið opnað með
bryggjusöng Árna Johnsen og varðeldi.
Bítlavinafélag Suðurlands kemur fram,
sælgæti dreift úr flugvél og listflug sýnt.
Hljómsveitin Karma á Draugabarnum.
Fjölmargt í boði á morgun, minigolf, vespu-
leiga, börnum boðið á hestbak í Töfragarð-
inum, Fjöruborðið býður humar, súpu og
lambakjöt, ýmsar sýningar í gangi og sand-
kastalakeppni. STOKK-ROKK tónleikar
með fjölmörgum unglingahljómsveitum,
trúbadorinn Ingvar og Hera um kvöldið.
Áfram fjölbreytt dagskrá á sunnudag.
Blönduós | Á fjölskylduhátíðinni Húna-
vöku kennir ýmissa grasa í dagskránni.
Fjölskylduskemmtun, bakkasöngur, tón-
leikar í Blönduóskirkju, markaðstjald, víða-
vangshlaup, söngkeppni barna og unglinga,
harmónikkudansleikur, sundlaugarpartý
og margt fleira. Meðal þeirra sem koma
fram eru Ómar Ragnarsson, Stuðmenn, Ar-
dís Ólöf, Hundur í Óskilum Group, Ingó
Idol og Veðurguðirnir, Ronja Ræn-
ingjadóttir, Bangsímon og Jóna Fanney
Svavarsdóttir. Fjöldi sýninga verður á
Blöndósi yfir helgina, m.a. í Hafíssetrinu
þar sem Þór Jakobsson veðurfræðingur
mun verða með leiðsögu um safnið.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Unnið er nú hörðumhöndum að um-hverfisfegrun og
tiltekt, því Þórshafnarhá-
tíðin Kátir dagar er um
helgina. Í unglingavinn-
unni er mikið að gera,
krakkarnir vinna vel eins
og sjá má á blöðrum og
siggi á höndum þeirra að
kvöldi.
Húsnæði matvöruversl-
unarinnar Lónsins þarfn-
aðist sárlega andlitslyft-
ingar svo stjórn
fyrirtækisins tók sig til
einn sólardag í vikunni og
málaði bygginguna að ut-
an. Íbúar vilja taka vel á
móti gestum enda hefur
verið fjölmennt á Kátum
dögum síðastliðin ár og
ýmislegt verður gert til
skemmtunar um helgina.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Í óðaönn við undirbúninginn
Rúnar Kristjánsson yrkir:
Aðallinn sem áður réði
olli flestum stórri neyð.
Alþýðan að bleikum beði
barin var um alda skeið.
Að því kom að böðlabullur
bundu ei lengur fjöldann þann.
Mælirinn var meira en fullur,
múgurinn af hatri brann.
Bastillan var brotin niður,
byltingin þá fór af stað.
Fylgdi annar ógnarsiður,
allir geta kynnt sér það.
Aðallinn sem áður réði
ekki fékk þá nokkur grið.
Maður varð úr mörgu peði,
menntir nýjar tóku við.
Þjóðarréttinn þroskahlýjan
þarf að verja lífs um svið.
Ef menn skapa aðal nýjan
aftur tekur hatrið við.
Á Bastilludegi
pebl@mbl.is
♦♦♦
Reykjanesbær | Ríkisstjórnin hefur lagt
fram tilmæli til sveitarfélaga um aukið að-
hald í framkvæmdum á næstu mánuðum til
að stemma stigu við efnahagsþenslu.
Reykjanesbær hefur ákveðið að bregðast
við tilmælunum þótt bæjarstjórn telji síst
góðar aðstæður til þess nú.
Í tilkynningu frá bænum segir: „Í mars-
mánuði þessa árs stóð Reykjanesbær
frammi fyrir tilkynningu Bandaríkjahers
um brotthvarf Varnarliðsins … Starfs-
menn á varnarsvæðinu sem búsettir eru í
Reykjanesbæ eru um 630 talsins. Svo
skammur breytingatími kallar á víðtækar
aðgerðir í sköpun vel launaðra starfa …
Af þessum sökum er erfitt um vik fyrir
sveitarfélagið að draga úr framkvæmdum
sem eru atvinnuskapandi í bæjarfélaginu á
sama tíma og fólk er að missa störf sín á
varnarliðssvæðinu. Kröfur um tímabundið
aðhald í framkvæmdum nú ættu því síst að
eiga við í tilviki Reykjanesbæjar. Á hitt ber
að líta að tímabundið átak allra um aðhald í
framkvæmdum til að viðhalda sterkri
stöðu efnahagslífsins er mikilvægara en
erfiðar aðstæður einstakra svæða, þótt
taka beri tillit til slíkra aðstæðna.
Því vilja forsvarsmenn Reykjanesbæjar
sýna jákvæða viðleitni …“ Þetta verður
gert með því að Reykjanesbær stuðlar að
frestun eftirfarandi framkvæmda:
Þjóðbraut – (256 milljóna framkvæmda-
kostnaði frestað næstu 8 mánuði).
Bæjarskrifstofur sameinaðar –
( 220 millj. kr. frestað næstu 8 mánuði).
Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð.
(180 millj. kr. frestað næstu 8 mánuði).
Bregst við
tilmælum
ríkisstjórnar
Hellissandur | Á laugardaginn, 15. júlí nk.,
verður Tröð við Hellissand á Snæfellsnesi,
svæði Skógræktar- og landverndarfélags-
ins undir Jökli, opnað formlega undir
merkjum „Opins skógar“ skógræktar-
félaganna.
Tröðin er gróðurvin í alfaraleið við ut-
anverðan Snæfellsjökul, skammt frá Sjó-
minjasafninu, íþrótta- og tjaldsvæðunum
og í auðveldu göngufæri frá Hellissandi.
Árið 1950 hóf Kristjón Jónsson ræktun í
Tröð og þótti hann ná undraverðum ár-
angri á þessum fallega stað í hrauninu. Síð-
ustu mánuðina hefur verið unnið að því að
gera alla aðstöðu í Tröð sem besta. Þar eru
fjölmargar trjátegundir, sem hafa verið
merktar, gerðir hafa verið göngustígar og
sett upp borð og bekkir og grillaðstaða.
Skjólgott er í Tröðinni.
Hátíðin hefst í Tröð klukkan 15 með
ávörpum og ljóðalestri. Einar K. Guðfinns-
son sjávarútvegsráðherra opnar skóginn
með táknrænum hætti. Þá verður gengið
um Tröðina og aðstaðan og skógurinn
skoðaður. Boðið verður upp á léttar veit-
ingar í lokin.
Gróðurvin opn-
uð almenningi