Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HER Ísraels herti árásir sínar á Líbanon í gær, setti hafnbann á land- ið og varpaði sprengjum á eina al- þjóðaflugvöll þess. Eru þetta hörð- ustu loftárásir Ísraela á Líbanon í 24 ár. Tugir Líbana liggja í valnum og báðir aðilar hafa teflt á tæpasta vað- ið eftir að liðsmenn Hizbollah-hreyf- ingarinnar tóku tvo ísraelska her- menn til fanga í árás í Norður-Ísrael í fyrradag. Ísraelar freista þess að hrekja vopnaðar sveitir Hizbollah frá landamærunum að Ísrael en liðs- menn hreyfingarinnar hafa svarað með flugskeytaárásum á Ísrael og einsett sér að knýja Ísraela til að láta arabíska fanga lausa. Háttsettir embættismenn í Ísrael sögðu í gær að markmiðið með hern- aðinum væri ekki aðeins að hrekja liðsmenn Hizbollah frá landamærun- um, heldur einnig að knýja ríkis- stjórn Líbanons til að afvopna þá eins og kveðið er á um í ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „Stjórn Ísraels vill breyta leik- reglunum í Líbanon og koma ríkis- stjórn landsins í skilning um að hún ber ábyrgð á því sem gerist í Líb- anon,“ sagði Shalom Simchon, land- búnaðarráðherra Ísraels. Amir Peretz, varnarmálaráðherra landsins, sagði að Ísraelsher ætti að koma í veg fyrir að vopnaðir liðs- menn Hizbollah gætu gert árásir á Ísrael frá sunnanverðu Líbanon. Þúsundir íbúa bæja í Norður-Ísrael dvöldu í loftvarnabyrgjum vegna flugskeytaárása Hizbollah. Minnst tveir Ísraelar létu lífið og 35 særðust í árásunum. „Láti ríkisstjórn Líbanons hjá líða að senda her sinn á vettvang, eins og búist er við af fullvalda ríki, sjáum við sjálfir til þess að skæruliðar Hiz- bollah verði ekki lengur við landa- mæri Ísraelsríkis.“ Stjórn Líbanons hefur ekki viljað fjölga hermönnum sínum við landa- mærin og sagt að það sé ekki í verka- hring hennar að vernda Norður-Ísr- ael. Loftárásir Ísraela í gær og fyrra- dag eru mesti lofthernaður þeirra gegn Líbanon frá innrás Ísraelshers í landið árið 1982. Ísraelsk herskip voru við strendur Líbanons til að loka höfnum landsins og sprengjum var varpað á allar þrjár flugbrautir alþjóðaflugvallar- ins í Beirút. Ísraelsstjórn sagði að markmiðið með hafnbanninu og árásinni á flugvöllinn væri að koma í veg fyrir „flutninga á vopnum og öðrum birgðum til hryðjuverka- hreyfingarinnar Hizbollah“. „Enginn staður óhultur“ Ísraelsher hefur einnig gert loft- árásir á vegi, brýr, vígi vopnaðra liðsmanna Hizbollah og heimili leið- toga hreyfingarinnar. Forseti ísraelska herráðsins, Dan Haltuz, sagði að hernaðinum yrði haldið áfram eins lengi og þörf krefði og gaf til kynna að ráðist yrði á fleiri skotmörk. „Enginn staður er óhult- ur. Svo einfalt er það.“ Hizbollah hótaði í gær árásum á borgina Haifa og nágrenni hennar í Norður-Ísrael ef gerðar yrðu loft- árásir á Beirút. Fyrr um daginn lýsti hreyfingin yfir því að hún beitti nú langdrægari flugskeytum en áður. Ætla að knýja Líbana til að afvopna Hizbollah AP Lík borið úr húsarústum í Suður- Líbanon eftir loftárás Ísraela í gær. FILIPPEYSK börn leika sér í vatninu í Malabon, einu úthverfa Manila-borgar, í gær en hitabeltisstormurinn Bilis olli því að mikil flóð urðu í Manila. Allir skólar voru lokaðir í borginni í gær, annan daginn í röð, en Bilis hefur haft í för með sér gífurlegar rigningar sem gert hafa samgöngur erfiðar og kostað tólf manns lífið. Þá olli Bilis aurskriðum í borginni Baguio norðarlega á Filippseyjum og fór þar fjöldi húsa og bíla undir aur. Gert var ráð fyrir að Bilis yrði genginn yfir í dag, en hann var á leið til Taívan. AP Mikil flóð í Manila Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is LJÓST er að dauði Shamíls Basajevs, leið- toga uppreisnarmanna í Tétsníu, veikir hreyf- ingu herskárra Tétsena. Fréttaskýrendur eru hins vegar ekki á einu máli um áhrifin þegar til lengri tíma er litið; sumir segja að átök herskárra Tétsena og rússneskra hersveita muni fjara út á meðan aðrir óttast að róttæk- ir Tétsenar fylki sér nú á bakvið samtök ísl- amista. Stjórnvöld í Moskvu segja að Basajev hafi verið felldur í aðgerðum rússneskra örygg- issveita, en tétsenskir skæruliðar segja dínamít í farartæki Basajevs hafa sprungið fyrir slysni í Ingúsetíu – öðru rússnesku sjálfsstjórnarsvæði á Norður-Kákas- ussvæðinu – árla morguns á mánudag, með þeim afleiðingum að hann beið bana. Hitt skiptir meira máli að með Basajev er fallinn vægðarlausasti foringi skæruliða í Tétsníu; Basajev er alræmdur fyrir að hafa skipulagt gíslatöku í leikhúsi í Moskvu 2002, sem endaði með ósköpum, og einnig í barna- skóla í Beslan 2004, þar sem meira en 300 manns týndu lífi, helmingurinn börn. En Basajev var raunar löngu áður orðinn þekktur fyrir harkalega framgöngu og virtist una sér best í stríði. Hann var í Nagorno- Karabakh 1992, þegar allt logaði þar í átök- um á milli Armena og Asera, hann var einnig í Abkhazíu 1993 þegar aðskilnaðarsinnar risu upp gegn yfirráðum Georgíustjórnar og hann var síðan í fararbroddi uppreisnarmanna þeg- ar stríð braust út í Tétsníu 1994. Samið var um frið í „fyrra stríðinu“ í Téts- níu 1996 en upp úr sauð að nýju 1999 og var það sú ákvörðun Basajevs að ráðast inn í Da- gestan, annað rússneskt sjálfsstjórnarhérað, sem hratt átökum á milli rússneska hersins og tétsenskra uppreisnarmanna af stað á ný. Thomas de Waal, sérfræðingur við Insti- tute for War and Peace Reporting, segir í grein í The Moscow Times að Basajev hafi hatast mjög við Rússland; ástæðan var ekki síst sú að árið 1995 dóu ellefu nánir ættingjar hans í loftárásum Rússa í Tétsníu. Dauði Basajevs er sigur fyrir rússnesk stjórnvöld, ekki síst þegar haft er í huga að þar með eru fallnir á skömmum tíma þrír helstu leiðtogar herskárra Tétsena. Aslan Maskhadov var drepinn í mars 2005 og arf- taki hans sem pólitískur leiðtogi hins yf- irlýsta sjálfstæða lýðveldis Tétsena, Abdul- Halim Sadulajev, féll í síðasta mánuði. Segja sumir fréttaskýrendur að dauði Basajevs marki því tímamót. Þeirri stjórn sem nú ríkir í Grozní, og hliðholl er Moskvu-stjórn, hafi gengið vel að fá íbúa Tétsníu á sitt band. Einu uppreisnaröflin, sem eftir hafi verið og eitthvað getað látið að sér kveða, hafi verið sveitir Basajevs. De Waal er ekki sannfærður, segir að dauði Basajevs komi mörgum árum of seint – og ekki bara vegna þess að mörg hundruð manns kynnu að vera á lífi í dag ef hann hefði verið horfinn af sjónarsviðinu. Bendir de Waal á að ungir menn, Tétsenar á þrí- tugsaldri, þekki ekkert nema blóðuga baráttu undanfarins áratugar. Slíkir menn hafi horft á eftir ástvinum, hafi hugsanlega sjálfir sætt pyntingum af hálfu rússneskra öryggissveita. Þeir hafi enga menntun hlotið. Nú hafi slíkir menn horft á eftir öllum leiðtogum sínum. Spurningin sé sú hvað þeir geri næst. Hætta sé á að þeir fylki sér á bakvið íslamska hópa sem sprottið hafi upp á Norður-Kákas- ussvæðinu undanfarin fimm ár. Það séu ekki endilega góðar fréttir. Með Shamíl Basajev er fallinn vægðarlausasti leiðtogi tétsenskra skæruliða Gæti stuðlað að endalokum átaka AP Shamíl Basajev kippti sér lítt upp við það þó að saklaus börn féllu í Beslan 2004. JAPANSKIR vísindamenn hafa smíðað búnað sem getur framkvæmt greiningu á lykt, varðveitt upplýsingarnar með stafrænum hætti og framkallað lyktina á nýjaleik með því blanda saman 96 mismunandi efnasamböndum. Frumgerð búnaðarins er þó um einn rúm- metri að stærð og því nokkuð stór fyrir ferðatöskuna, að því er fram kemur í frétt á vefsíðu danska dagblaðsins Jyllands- Posten. Vísindamennirnir tólf sem um ræðir starfa hjá Tokyo Institute of Technology, en þeir hafa unnið að verkefninu frá árinu 1999. Frumgerðin sem þeir hafa smíðað notar 15 mæla til að greina lykt, en tæknina mætti jafnvel síðar nota í far- síma sem gætu miðlað mynd og lykt. Vísindamennirnir eru bjartsýnir á að smærri og handhægari útgáfa búnaðarins muni slá í gegn. Varðveitir lyktina stafrænt HERNAÐUR Ísraela í gær og fyrradag minnir óþyrmilega á lang- vinnt og blóðugt hernám Líbanons eftir innrás Ísraelshers árið 1982. „Stríð,“ sagði í flennifyrirsögn í gær á forsíðu söluhæsta dagblaðs Ísraels, Yediot Aharonot. „Stríðs- yfirlýsing,“ sagði dagblaðið Maa- riv. Blöðin sögðu að árás Hizbollah í fyrradag hefði komið Ísraelsher í opna skjöldu og herinn var sakaður um að hafa sofnað á verðinum. Yf- irmenn í hernum bentu hins vegar á forsætisráðherra og varn- armálaráðherra landsins, sem eru reynslulitlir í hermálum, og sögðu þá hafa forðast harkalegar aðgerð- ir til að tryggja öryggi landsins. Fréttaskýrandinn Sever Plotzker segir í grein í Yediot að Ísraelar séu í mjög erfiðri stöðu þar sem þeir þurfi að berjast á tvennum víg- stöðvum – við Hizbollah í Suður- Líbanon og Hamas á Gaza-svæðinu. Hvorug hreyfinganna viðurkenni tilvistarrétt Ísraelsríkis og þetta sé því stríð sem Ísraelar verði að vinna hvað sem það kosti. Fari Hiz- bollah og Hamas með sigur af hólmi sé „Ísraelsríki búið að vera“. Aðrir vöruðu við því að stríðið gæti breiðst út og leitt til átaka milli Ísraela og Sýrlendinga sem hafa stutt Hizbollah. „Ísraelar standa frammi fyrir hættunni á því að þriðju vígstöðvarnar myndist ef Sýrlendingar koma Hizbollah til hjálpar. Ísraelar standa andspænis fjórþættum ofstopaþurs: Hamas, Hizbollah, Sýrlandi og Íran,“ sagði Haaretz. „Heimsbyggðin sættir sig ekki við harða árás á Sýrland, sem gæti leitt til stríðs,“ sagði þó Yediot. „Það er stríð“ RÁÐAMENN voldugustu ríkja heims reyndu í gær að koma í veg fyrir að átök Ísraela og Hizbollah leiddu til allsherjarstríðs í Mið- Austurlöndum. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, kenndi Hizbollah um átökin og sagði að Ísraelar hefðu rétt til að verja sig. Hizbollah væri „hryðjuverkahreyfing“ sem vildi „stöðva framrás friðarins“. Stjórnvöld í Rússlandi, Frakk- landi, Bretlandi og fleiri löndum gagnrýndu hins vegar Ísraela fyrir „óhóflegan“ hernað sem bitnaði á saklausu fólki. Ráðamennirnir for- dæmdu árás Hizbollah og hvöttu báða aðila til að forðast aðgerðir sem gætu leitt til enn meiri blóðs- úthellinga og allsherjarstríðs. Óttast alls- herjarstríð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.