Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VIKIÐ verður frá stofnanavæðingu
með aukinni áherslu á heimahjúkrun
og byggingu minni og heimilislegri
eininga í stað stórra öldrunarstofnana
eins og nú þekkjast, samkvæmt
stefnumótun Sivjar Friðleifsdóttur
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra í öldrunarmálum sem m.a. var
unnin út frá framkomnum hugmynd-
um Landssambands eldri borgara.
Stefnt er á fjölbreyttari úrræði í hús-
næðismálum aldraðra og byggingu
geðdeildar fyrir þennan ört vaxandi
aldurshóp. Stefnan felur í sér breytt-
ar áherslur í stofnanaþjónustu við
aldraða þar sem sjálfstæði og sjálf-
ræði hinna öldruðu verður haft að
leiðarljósi. Hvíldarrýmum verður
fjölgað um 20 á höfuðborgarsvæðinu
innan tveggja ára og verið er að skoða
þörf fyrir slík rými annars staðar á
landinu. Nú þegar verður hafin vinna
við heildarendurskoðun laga um mál-
efni aldraðra með það í huga að skýra
betur verkaskiptingu og ábyrgð
þeirra sem sinna öldrunarþjónustu. Í
haust verður nefnd skipuð nefnd í
þessum tilgangi og verður sjónum
m.a. beint að því hvort færa eigi verk-
efni á milli ríkis og sveitarfélaga sem
eru stærstu aðilar sem koma að öldr-
unarþjónustu.
Skýrari ábyrgð
„Við viljum fara í vinnu til að skýra
betur ábyrgð í málaflokknum,“ sagði
Siv á blaðamannafundi í gær. „Ég tel
eðlilegt að við förum í gegnum mála-
flokkinn með það í huga að færa
ábyrgðina meira á eina hendi,“ segir
Siv og nefnir sérstaklega að heima-
þjónustu er sinnt af sveitarfélögunum
og heimahjúkrun af ríki. „Ég tel að
þetta sé óheppilegt. Það eru tveir að-
ilar að sinna hinum aldraða sem er
heima en það væri mun æskilegra að
þetta væri á einni hendi.“ Þá bendir
hún á að samkvæmt skýrslu Ríkis-
endurskoðunar hafi meirihluti sveit-
arfélaga dregið úr félagslegri þjón-
ustu til eldri borgara. „Ég tel það
þróun sem við þurfum að snúa við.“
Hún segir að skoða þurfi einnig hvort
færa eigi heilsugæsluna og smærri
sjúkrahús yfir til sveitarfélaga, verði
tilfærsla annarra öldrunarverkefna
skoðuð. „Þetta er svo samtengd þjón-
usta,“ segir Siv.
Sólarhringsþjónusta heima
Stórefla á heimahjúkrun, sam-
kvæmt stefnu Sivjar, þannig að unnt
verði að veita hana um kvöld, helgar
og nætur þegar þess gerist þörf. „Ég
mun leggja áherslu á að það fari
auknir fjármunir í heimahjúkrunina,“
segir Siv. Mikilvægt sé að heima-
hjúkrun verði sólarhringsþjónusta,
eigi hún að vera „raunverulegt úr-
ræði“.
Öldrunarþjónusta heilsugæslunnar
verður samkvæmt sýn Sivjar efld
m.a. með heilsueflandi heimsóknum
og reglubundnum heimsóknum heim-
ilislækna. Þá vill ráðherra efla öldr-
unarlækningar og koma á fót sjúkra-
hústengdri heimaþjónustu
Landspítalans við aldraða.
„Við viljum fara eins langt frá
stofnanaþjónustu og hægt er, yfir í
þjónustu heima,“ segir Siv en bendir
á að stofnanaþjónusta sé áfram nauð-
synleg og fjölga þurfi dagvistarrým-
um, hvíldarrýmum og hjúkrunarrým-
um. „En það er lögð áhersla á það að
stofnanaumhverfinu verði breytt, við
förum meira út í að byggja minni ein-
ingar, litla kjarna með sex til tíu íbúð-
um og víkja meira frá stórum húsum
sem hingað til hafa verið byggð.“
Siv bendir á að einhvern tíma muni
taka að koma þessari hugmyndafræði
í framkvæmd en reynt verði að
byggja ný hjúkrunarheimili sam-
kvæmt henni.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra kynnti áherslur sínar í öldrunarmálum
Stofnanavæðing víkur
fyrir heimaþjónustu
Morgunblaðið/Eggert
Hvort flytja eigi heimahjúkrun, heilsugæsluna og smærri sjúkrahús til
sveitarfélaga er meðal þess sem Siv Friðleifsdóttir segir að þurfi að skoða.
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
GUÐNI Ágústsson, landbún-
aðarráðherra og varaformaður
Framsóknarflokksins, greindi frá
því í tilkynningu í gær að hann
hefði ákveðið að sækjast eftir
áframhaldandi varaformennsku í
Framsóknarflokknum á flokks-
þinginu í ágúst.
„Það tilkynnist hér með að ég
hef ákveðið að sækjast eftir áfram-
haldandi varaformennsku í Fram-
sóknarflokknum á flokksþinginu í
ágúst.
Framsóknarflokkurinn á lengstu
sögu íslenskra stjórnmálaflokka,
hefur starfað í 90 ár og unnið
marga stóra sigra fyrir íslenska
þjóð.
Ég hef verið hvattur til að gefa
kost á mér til forystu í Framsókn-
arflokknum af fólki úr öllum kjör-
dæmum. Ég þakka þann stuðning
og vináttu sem ég met mikils.
Með því að bjóða mig fram til
varaformanns tel ég mig vera að
velja leið sátta og samheldni í
flokknum. Ég tel mikilvægt að
Framsóknarflokkurinn verði afl
einingar og samvinnu með sterka
stöðu á miðju stjórnmálanna sem
framfarasinnaður félagshyggju- og
umbótaflokkur í þágu íslensku
þjóðarinnar. Að því vil ég vinna
með lýðræðislegum hætti og í
góðri sátt,“ segir í tilkynningu
Guðna.
Þingmenn lýsi ekki stuðningi
við einn eða annan
Spurður um ástæður þess að
hann gefi kost á sér til varafor-
mennsku en sækist ekki eftir for-
mennsku í Framsóknarflokknum,
segir Guðni í samtali við Morg-
unblaðið: „Ég hef hugsað um þetta
síðustu daga og vikur og fengið
mikla hvatningu og rætt við marga
flokksmenn. Ég met stöðuna þann-
ig að Framsóknarflokkurinn þurfi
á mikilli einingu að halda og þess
vegna tek ég þessa ákvörðun að
bjóða mig fram áfram sem varafor-
maður og fara ekki í slag um for-
mennskuna við þessar aðstæður.“
– Lýsir þú stuðningi við ein-
hvern í formannsembættið?
„Ég tel langmikilvægast að
flokksþingið ráði því sjálft og við
þingmennirnir séum ekki að lýsa
stuðningi við einn eða annan. Ég
held að það verði ágætt fólk í
framboði. Það sem nú liggur fyrir
er að Jón Sigurðsson er kominn í
formannsframboð. Ég hef þekkt
Jón Sigurðsson lengi, starfaði með
honum í Sambandi ungra fram-
sóknarmanna hér áður fyrr og
hann er auðvitað traustur og
reyndur maður.
Siv Friðleifsdóttir sem hefur
verið ritari, er auðvitað sterk í
flokknum og við eigum margt
frambærilegt fólk, þannig að ég
trúi því að við munum eignast sam-
henta forystu,“ segir hann.
Mikil tíðindi í flokknum ef
ég félli sem varaformaður
Spurður hvort hann eigi von á
hörðum kosningaslag um varafor-
mannsembættið þar sem Jónína
Bjartmarz hefur einnig lýst yfir
framboði til varaformanns, segir
Guðni að framboð Jónínu hafi kom-
ið honum á óvart, þar sem hann sé
sitjandi varaformaður. „Miðað við
mína stöðu í flokknum og þá stöðu
sem ég hef haft meðal þjóðarinnar
hvað mín störf varðar, eins og
fram hefur komið m.a. í Gallup-
könnunum, þá yrðu það mikil tíð-
indi í Framsóknarflokknum ef ég
félli sem varaformaður og þar með
hefðu framsóknarmenn afskrifað
mig. Ég tek þá áhættu og treysti
því að þeim finnist mikilvægt, eins
og ég hef fundið seinustu daga, að
ég skipi forystusveitina.“
Guðni leggur áherslu á að fram-
boð hans geti orðið til að skapa
einingu innan flokksins. Við þurf-
um á því að halda. Við þurfum að
skýra okkar stefnu betur og setja
okkur skýrari línur í ýmsum mál-
um sem við höfum verið í vörn í,“
sagði Guðni að lokum.
Guðni Ágústsson tilkynnir framboð til varaformennsku í Framsóknarflokknum
Tel mig vera að velja leið sátta og samheldni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðni Ágústsson segist meta stöðuna þannig að flokkurinn þurfi á mikilli
einingu að halda. Þess vegna gefi hann kost á sér sem varaformaður og
fari ekki í slag um formennskuna við þessar aðstæður.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is Siv enn að
hugsa málið
„ÉG ER ekki búin að taka ákvörðun
en er að íhuga málin og mun gefa
út yfirlýsingu síðar,“ sagði Siv
Friðleifsdóttir í gær um það hvort
hún muni gefa kost á sér til forystu
í Framsóknarflokknum á flokks-
þingi í ágúst. „Ég tel að það sé mik-
ilvægast að flokksmenn sjálfir fái
að ákveða hver og hverjir veljist til
forystu frekar en að þingmenn gefi
út einhverjar yfirlýsingar sjálfir.
Það hefur verið mín nálgun í þessu
að gefa ekkert út fyrr en ég sjálf er
fyllilega ákveðin,“ sagði Siv en vildi
ekki segja hvenær von væri á yf-
irlýsingu frá sér.
Heimahjúkrun hagsmunamál allra
NÚ eru 2.700 hjúkrunarrými í land-
inu. Miðað við áætlanir heilbrigð-
isráðuneytisins þarf að byggja 370 í
viðbót til að mæta þörfinni að fullu.
„Þannig að það er búið að byggja
núna 88% af rýmunum,“ segir Siv
Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra.
„Það hefur verið gert verulegt átak
í byggingu hjúkrunarrýma.“
Bygging eins hjúkrunarrýmis
kostar 15 milljónir króna. Að reka
slíkt rými kostar 5,5 milljónir á ári.
„Rekstarkostnaðurinn er hér lyk-
ilatriði,“ segir Siv. „Þess vegna
legg ég áherslu á að það sé hags-
munamál hins aldraða að fá að vera
heima sem lengst og það er líka
hagsmunamál fyrir aðra skatt-
greiðendur því það er ódýrara að
þjónusta fólkið heima.“
Enn á gjör-
gæsludeild
STÚLKA um tvítugt sem slasaðist
alvarlega í bílslysinu við Varmahlíð
2. júlí liggur enn á gjörgæsludeild
Landspítalans. Að sögn læknis er
hún á hægum batavegi og er að kom-
ast til meðvitundar, en var þó enn í
öndunarvél í gær.
♦♦♦
METFJÖLDI farþega var með
ferjunni Norrænu þegar hún kom
til lands í gærkvöldi. Innanborðs
voru 1.160 manns og 370 bílar en
ferjan lagðist að bryggju í Seyð-
isfirði kl. 21 eftir þrettán klukku-
stunda seinkun frá Færeyjum.
Seinkunina mátti rekja til leið-
indaveðurs og óhapps sem varð í
útsiglingunni frá Færeyjum í
gærmorgun, þegar ferjan rakst
utan í og rifa kom á byrðing. Var
haldið af stað eftir viðgerð í
Klakksvík.
Með ferjunni ætluðu síðan 640
farþegar og 270 bílar frá Seyð-
isfirði og var búist við að hún
kæmist út um miðnættið í nótt.
Ljósmynd/Snorri Emilsson
Norræna var þéttskipuð við kom-
una til Seyðisfjarðar í gærkvöldi.
Metfjöldi með
Norrænu