Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
AÐ mati greiningardeildar KB
banka er ekki mikil hætta á að fast-
eignaverð hrynji en eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær telur
greiningardeildin að framboð á nýju
húsnæði á þessu ári nemi um 1.000
íbúðum umfram eftirspurn. Þá telur
greiningardeildin að á næstu tveim-
ur árum muni offjárfesting á fast-
eignamarkaði nema 2.000 íbúðum.
Eins og fram hefur komið spáir
greiningardeild KB banka 7% lækk-
un fasteignaverðs á næstu tólf mán-
uðum.
Sé litið til síðustu fjögurra nið-
ursveiflna á fasteignamarkaði, en
þær áttu sér stað á árunum 1983–
1986, 1989–1990, 1995–1996 og
2001–2002, kemur í ljós að raun-
breyting íbúðaverðs á árunum
1982–1986 var neikvæð um 36% og
segir greiningardeildin að um
óvenjulega djúpa dýfu sé að ræða.
Á árunum 2001–2002 var niður-
sveiflan á fasteignamarkaði hins
vegar óvenju grunn en þá var raun-
breyting íbúðaverðs neikvæð um
1%.
Í nýrri skýrslu greiningardeildar
KB banka um horfur á fasteigna-
markaði segir að nú við upphaf
þeirrar niðursveiflu sem framundan
sé virðist sem töluvert framboð
verði til staðar líkt og á árunum
1982–86. Hins vegar sé tvíþættur
munur á aðstæðum nú og þá. Í
fyrsta lagi sé allt útlit fyrir mikla
fjölgun fólks á húsakaupaaldri á
næstu árum öfugt við það sem gerð-
ist á níunda áratugnum og í öðru
lagi sé allt útlit fyrir það að fjár-
magnskostnaður lækki fremur en
hækki á næstu árum með fjármála-
legri samþættingu við útlönd og
slökun á peningamálastefnu Seðla-
bankans. Þetta bendi til þess að
jafnvel þó dýfan á fasteignamarkaði
verði eilítið dýpri nú en í síðustu
þrjú skipti sé vart hægt að búast
við svipuðu áfalli og á árunum
1982–86.
Kópavogur umfangsmestur
Í skýrslunni segir jafnframt að sé
litið til framboðs eftir hverfum í
Reykjavík virðist flest benda til
þess að minnihluti nýrra íbúða sé
miðsvæðis eða í nágrenni við mið-
borgina. Þetta sjáist til að mynda á
því að einungis 28% fyrirhugaðra
íbúða í Reykjavík eru áætlaðar
vestan Elliðaáa sem líklega feli í sér
að aðeins um 10% nýbygginga á
landinu muni koma á því svæði.
„Sennilega er Kópavogur það
sveitarfélag utan Reykjavíkur sem
hýsir umfangsmestu byggingafram-
kvæmdirnar. Á árinu 2005 var haf-
ist handa við tæplega 800 íbúðir í
sveitarfélaginu og var því tæplega
helmingur hafinna byggingafram-
kvæmda á höfuðborgarsvæðinu í
Reykjavík og Kópavogi. Þær 2.000
íbúðir sem byggðar voru í Reykja-
vík og Kópavogi þetta ár duga í
raun til að mæta íbúðaþörf Íslend-
inga vegna fólksfjölgunar og úreld-
ingar á meðalári. Samkvæmt bygg-
ingafulltrúa Kópavogs má gera ráð
fyrir að byggingaleyfi fyrir 400
íbúðum verði veitt í bæjarfélaginu
að jafnaði á næstu þremur árum og
duga veitt byggingaleyfi í Reykja-
vík og Kópavogi ár hvert því til að
fullnægja 60% af árlegri íbúðaþörf
allra Íslendinga á komandi árum,“
segir í skýrslunni.
Þá kemur fram í skýrslu grein-
ingardeildar KB banka að skuldir
heimilanna hafi vaxið að nafnvirði
yfir 10% á ári stóran hluta síðasta
áratugar.
Bætt eiginfjárstaða heimilanna
„Þessar skuldatölur endurspegla
hins vegar að stórum hluta verð-
bólgu og fólksfjölgun en ekki ein-
göngu að meðalheimilið hafi orðið
skuldsettara. Þótt skuldir vegna
húsnæðis hafi vaxið á undanförnum
árum hefur eiginfjárhlutfall heim-
ilanna samt sem áður batnað að
meðaltali þar sem virði íbúðarhús-
næðis hefur vaxið hraðar en aukn-
ing skulda. Verðtryggð langtímalán
heimila námu um 47% af verðmæti
alls húsnæðis hérlendis árið 2001 en
voru 43% árið 2005. Sé litið til heild-
arskulda heimilanna í hlutfalli við
heildareignir fæst sama niðurstaða,
þ.e. að skuldir hafi lækkað í hlutfalli
við eignir frá árinu 2001. Sú nið-
urstaða á einnig við ef horft er
framhjá eignamyndun lífeyrissjóða.
Því má segja að eiginfjárstaða ís-
lenskra heimila hafi ótvírætt farið
batnandi á síðustu árum,“ segir í
skýrslunni.
Greiningardeild KB banka hefur
búið til nálgun á hversu lengi ein-
staklingur er að safna sér fyrir út-
borgun í nýja íbúð á hverjum tíma.
Samkvæmt útreikningum greining-
ardeildarinnar nemur útborgun
meðalíbúðar í ár 13 mánaðarlaun-
um, sem er svipað og meðaltal síð-
astliðinna 15 ára.
„Útborgun fyrstu íbúðarinnar er
því í meðallagi, sögulega séð, þrátt
fyrir hækkanir á íbúðamarkaði því
svigrúm til veðsetningar er nú mun
rýmra. Í byrjun árs 2005 var út-
borgunin í sögulegu lágmarki er
hún nam sexföldum mánaðarlaun-
um. Aftur á móti náði kostnaður við
útborgun hámarki árið 2003 er hann
nam átjánföldum mánaðarlaunum.
Greiningardeild spáir því að kostn-
aður við fyrstu íbúðakaup muni
lækka verulega á næstu 1–2 árum.“
Ekki mikil hætta á
hruni á fasteignaverði
Morgunblaðið/Jim Smart
Offjárfesting Greiningardeild KB banka telur að á næstu tveimur árum muni offjárfesting á fasteignamarkaði
nema 2.000 íbúðum. Eins hefur greiningardeildin spáð 7% lækkun fasteignaverðs á næstu tólf mánuðum.
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur
sigurhanna@mbl.is
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um
1,6% í Kauphöll Íslands í dag og er
lokagildi hennar 5.452,91 stig.
Heildarvelta á markaði nam 7,5
milljörðum króna, þar af voru við-
skipti með hlutabréf fyrir 4,5 millj-
arða. Mosaic Fashion hækkaði um
5,8%, Landsbankinn hækkaði um
5,5% og Bakkavör um 5,4%. Eina fé-
lagið sem lækkaði var Flaga um
0,8%.
Hækkun á
hlutabréfamarkaði
● SÆNSKI fjárfestingarbankinn
Carnegie, sem Landsbankinn átti
20% hlut í þar til fyrr á þessu ári,
hagnaðist um sex milljarða króna á
fyrri helmingi ársins, eða um 584
milljónir króna sænskar. Til sam-
anburðar nam hagnaðurinn um 240
milljónum sænskum á sama tíma í
fyrra. Á öðrum ársfjórðungi þessa
árs nam hagnaður Carnegie 296
milljónum sænskra króna, sam-
anborið við 139 milljónir í fyrra.
Aukningin milli ára er 113%. Hagn-
aður bankans á hlut var 8,46 krónur,
en var 3,58 krónur á fyrstu sex mán-
uðum síðasta árs. Gengishagnaður
Landsbankans á sölunni í Carnegie í
upphafi ársins nam um 10 millj-
örðum króna.
Sex milljarða
hagnaður Carnegie
● ÁKVEÐIÐ hefur verið að Guð-
mundur Gunnarsson taki við starfi
framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar
hjá Tryggingamiðstöðinni, sem er
nýtt svið innan félagsins. Í frétta-
tilkynningu kemur fram að Guð-
mundur hafi áður gegnt starfi fram-
kvæmdastjóra rekstrarsviðs.
Ingimar Sigurðsson sem verið hef-
ur forstöðumaður endurtrygginga hjá
félaginu mun láta af störfum hjá fé-
laginu að eigin ósk. Ingimar mun þó
vera félaginu til ráðgjafar á sviði
endurtrygginga á næstu mánuðum.
Óskar B. Hauksson hefur verið
ráðinn í starf framkvæmdastjóra
rekstrarsviðs í stað Guðmundar.
Óskar hefur á undanförnum miss-
erum starfað sem stjórnendaráð-
gjafi en gegndi áður starfi fram-
kvæmdastjóra upplýsingatækni- og
þróunarsviðs OgVodafone.
Mannabreytingar hjá
Tryggingamiðstöðinni
HÓPUR lífeyrissjóða sem
eiga hlut í Straumi-Burðar-
ási fjárfestingabanka reyndi
að ná samkomulagi við aðra
hluthafa í félaginu um sjálf-
stæðan fimmta stjórnar-
mann. Víglundur Þorsteins-
son, stjórnarformaður
Lífeyrissjóðs verslunar-
manna, segir að meðal ann-
ars hafi verið haft samband
við Björgólf Thor Björgólfs-
son um kjör sjálfstæðs fimmta
manns í stjórn.
Meta stöðuna að
loknum hluthafafundi
„Við sáum það fyrir okkur að Jón
Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra,
seðlabankastjóri og bankastjóri
Norræna fjárfestingarbankans, tæki
sæti í stjórninni, en því miður sáu
stærri hluthafar ekki ástæðu til að
ganga að slíku samkomulagi.“ Hvað
varðar framtíð lífeyrissjóðanna inn-
an Straums segir Víglundur að stað-
an verði metin eftir hluthafafund 19.
júlí næstkomandi. „Við munum
hlusta á hvaða stefnu stærri
hluthafar vilja taka í framtíð-
inni og meta stöðu okkar út frá
því,“ segir Víglundur.
Sjálfkjörið er í stjórn
Straums Burðaráss á hlut-
hafafundi félagsins, en fram-
boðsfrestur rann út kl. 14 í
gær. Fimm gáfu kost á sér í
stjórn félagsins: Björgólfur
Thor Björgólfsson, Birgir Már
Ragnarsson, Eggert Magnús-
son, Hannes Smárason og Jón Ás-
geir Jóhannesson.
Eftirtaldir bjóða sig fram í vara-
stjórn Straums Burðaráss:
Eiríkur S. Jóhannsson, Heiðar
Már Guðjónsson, Smári S. Sigurðs-
son, Þórunn Guðmundsdóttir og
Baldur Örn Guðnason.
Vildu sjálfstæðan
fimmta mann í Straumi
Björgólfur Thor
Björgólfsson
Hannes
Smárason
Jón Ásgeir
Jóhannesson
!
"# $%
&'
$
() # $
'* $ + *
,
,
&
-.&
-/
0/1 23 &43$
5
&#
6 *
7
*
894
:;## #/ 2 !2
< !2
! "#
03=# 02*
" $% &
7>?@
0A2
2 2
; # 3
; 2 2
1
1
1
1
1
1
1
1
B
CD
B CD
B
CD
B CD
B CD
B
CD
B
CD
B
CD
B
CD
B CD
B
CD
B CD
B
CD
B CD
B CD
1
1
1
1
1
1
1
1
6 * 2
*#
: $2 A *# E
( 0
1
1
1
1
1
1
1
< 2 A )%
:6 F # &4!*
2
1
1
1
1
1
H
I
JI
JI
I
K L