Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF AÐ mati greiningardeildar KB banka er ekki mikil hætta á að fast- eignaverð hrynji en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær telur greiningardeildin að framboð á nýju húsnæði á þessu ári nemi um 1.000 íbúðum umfram eftirspurn. Þá telur greiningardeildin að á næstu tveim- ur árum muni offjárfesting á fast- eignamarkaði nema 2.000 íbúðum. Eins og fram hefur komið spáir greiningardeild KB banka 7% lækk- un fasteignaverðs á næstu tólf mán- uðum. Sé litið til síðustu fjögurra nið- ursveiflna á fasteignamarkaði, en þær áttu sér stað á árunum 1983– 1986, 1989–1990, 1995–1996 og 2001–2002, kemur í ljós að raun- breyting íbúðaverðs á árunum 1982–1986 var neikvæð um 36% og segir greiningardeildin að um óvenjulega djúpa dýfu sé að ræða. Á árunum 2001–2002 var niður- sveiflan á fasteignamarkaði hins vegar óvenju grunn en þá var raun- breyting íbúðaverðs neikvæð um 1%. Í nýrri skýrslu greiningardeildar KB banka um horfur á fasteigna- markaði segir að nú við upphaf þeirrar niðursveiflu sem framundan sé virðist sem töluvert framboð verði til staðar líkt og á árunum 1982–86. Hins vegar sé tvíþættur munur á aðstæðum nú og þá. Í fyrsta lagi sé allt útlit fyrir mikla fjölgun fólks á húsakaupaaldri á næstu árum öfugt við það sem gerð- ist á níunda áratugnum og í öðru lagi sé allt útlit fyrir það að fjár- magnskostnaður lækki fremur en hækki á næstu árum með fjármála- legri samþættingu við útlönd og slökun á peningamálastefnu Seðla- bankans. Þetta bendi til þess að jafnvel þó dýfan á fasteignamarkaði verði eilítið dýpri nú en í síðustu þrjú skipti sé vart hægt að búast við svipuðu áfalli og á árunum 1982–86. Kópavogur umfangsmestur Í skýrslunni segir jafnframt að sé litið til framboðs eftir hverfum í Reykjavík virðist flest benda til þess að minnihluti nýrra íbúða sé miðsvæðis eða í nágrenni við mið- borgina. Þetta sjáist til að mynda á því að einungis 28% fyrirhugaðra íbúða í Reykjavík eru áætlaðar vestan Elliðaáa sem líklega feli í sér að aðeins um 10% nýbygginga á landinu muni koma á því svæði. „Sennilega er Kópavogur það sveitarfélag utan Reykjavíkur sem hýsir umfangsmestu byggingafram- kvæmdirnar. Á árinu 2005 var haf- ist handa við tæplega 800 íbúðir í sveitarfélaginu og var því tæplega helmingur hafinna byggingafram- kvæmda á höfuðborgarsvæðinu í Reykjavík og Kópavogi. Þær 2.000 íbúðir sem byggðar voru í Reykja- vík og Kópavogi þetta ár duga í raun til að mæta íbúðaþörf Íslend- inga vegna fólksfjölgunar og úreld- ingar á meðalári. Samkvæmt bygg- ingafulltrúa Kópavogs má gera ráð fyrir að byggingaleyfi fyrir 400 íbúðum verði veitt í bæjarfélaginu að jafnaði á næstu þremur árum og duga veitt byggingaleyfi í Reykja- vík og Kópavogi ár hvert því til að fullnægja 60% af árlegri íbúðaþörf allra Íslendinga á komandi árum,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram í skýrslu grein- ingardeildar KB banka að skuldir heimilanna hafi vaxið að nafnvirði yfir 10% á ári stóran hluta síðasta áratugar. Bætt eiginfjárstaða heimilanna „Þessar skuldatölur endurspegla hins vegar að stórum hluta verð- bólgu og fólksfjölgun en ekki ein- göngu að meðalheimilið hafi orðið skuldsettara. Þótt skuldir vegna húsnæðis hafi vaxið á undanförnum árum hefur eiginfjárhlutfall heim- ilanna samt sem áður batnað að meðaltali þar sem virði íbúðarhús- næðis hefur vaxið hraðar en aukn- ing skulda. Verðtryggð langtímalán heimila námu um 47% af verðmæti alls húsnæðis hérlendis árið 2001 en voru 43% árið 2005. Sé litið til heild- arskulda heimilanna í hlutfalli við heildareignir fæst sama niðurstaða, þ.e. að skuldir hafi lækkað í hlutfalli við eignir frá árinu 2001. Sú nið- urstaða á einnig við ef horft er framhjá eignamyndun lífeyrissjóða. Því má segja að eiginfjárstaða ís- lenskra heimila hafi ótvírætt farið batnandi á síðustu árum,“ segir í skýrslunni. Greiningardeild KB banka hefur búið til nálgun á hversu lengi ein- staklingur er að safna sér fyrir út- borgun í nýja íbúð á hverjum tíma. Samkvæmt útreikningum greining- ardeildarinnar nemur útborgun meðalíbúðar í ár 13 mánaðarlaun- um, sem er svipað og meðaltal síð- astliðinna 15 ára. „Útborgun fyrstu íbúðarinnar er því í meðallagi, sögulega séð, þrátt fyrir hækkanir á íbúðamarkaði því svigrúm til veðsetningar er nú mun rýmra. Í byrjun árs 2005 var út- borgunin í sögulegu lágmarki er hún nam sexföldum mánaðarlaun- um. Aftur á móti náði kostnaður við útborgun hámarki árið 2003 er hann nam átjánföldum mánaðarlaunum. Greiningardeild spáir því að kostn- aður við fyrstu íbúðakaup muni lækka verulega á næstu 1–2 árum.“ Ekki mikil hætta á hruni á fasteignaverði Morgunblaðið/Jim Smart Offjárfesting Greiningardeild KB banka telur að á næstu tveimur árum muni offjárfesting á fasteignamarkaði nema 2.000 íbúðum. Eins hefur greiningardeildin spáð 7% lækkun fasteignaverðs á næstu tólf mánuðum. Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 1,6% í Kauphöll Íslands í dag og er lokagildi hennar 5.452,91 stig. Heildarvelta á markaði nam 7,5 milljörðum króna, þar af voru við- skipti með hlutabréf fyrir 4,5 millj- arða. Mosaic Fashion hækkaði um 5,8%, Landsbankinn hækkaði um 5,5% og Bakkavör um 5,4%. Eina fé- lagið sem lækkaði var Flaga um 0,8%. Hækkun á hlutabréfamarkaði ● SÆNSKI fjárfestingarbankinn Carnegie, sem Landsbankinn átti 20% hlut í þar til fyrr á þessu ári, hagnaðist um sex milljarða króna á fyrri helmingi ársins, eða um 584 milljónir króna sænskar. Til sam- anburðar nam hagnaðurinn um 240 milljónum sænskum á sama tíma í fyrra. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam hagnaður Carnegie 296 milljónum sænskra króna, sam- anborið við 139 milljónir í fyrra. Aukningin milli ára er 113%. Hagn- aður bankans á hlut var 8,46 krónur, en var 3,58 krónur á fyrstu sex mán- uðum síðasta árs. Gengishagnaður Landsbankans á sölunni í Carnegie í upphafi ársins nam um 10 millj- örðum króna. Sex milljarða hagnaður Carnegie ● ÁKVEÐIÐ hefur verið að Guð- mundur Gunnarsson taki við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Tryggingamiðstöðinni, sem er nýtt svið innan félagsins. Í frétta- tilkynningu kemur fram að Guð- mundur hafi áður gegnt starfi fram- kvæmdastjóra rekstrarsviðs. Ingimar Sigurðsson sem verið hef- ur forstöðumaður endurtrygginga hjá félaginu mun láta af störfum hjá fé- laginu að eigin ósk. Ingimar mun þó vera félaginu til ráðgjafar á sviði endurtrygginga á næstu mánuðum. Óskar B. Hauksson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra rekstrarsviðs í stað Guðmundar. Óskar hefur á undanförnum miss- erum starfað sem stjórnendaráð- gjafi en gegndi áður starfi fram- kvæmdastjóra upplýsingatækni- og þróunarsviðs OgVodafone. Mannabreytingar hjá Tryggingamiðstöðinni HÓPUR lífeyrissjóða sem eiga hlut í Straumi-Burðar- ási fjárfestingabanka reyndi að ná samkomulagi við aðra hluthafa í félaginu um sjálf- stæðan fimmta stjórnar- mann. Víglundur Þorsteins- son, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunar- manna, segir að meðal ann- ars hafi verið haft samband við Björgólf Thor Björgólfs- son um kjör sjálfstæðs fimmta manns í stjórn. Meta stöðuna að loknum hluthafafundi „Við sáum það fyrir okkur að Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, seðlabankastjóri og bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, tæki sæti í stjórninni, en því miður sáu stærri hluthafar ekki ástæðu til að ganga að slíku samkomulagi.“ Hvað varðar framtíð lífeyrissjóðanna inn- an Straums segir Víglundur að stað- an verði metin eftir hluthafafund 19. júlí næstkomandi. „Við munum hlusta á hvaða stefnu stærri hluthafar vilja taka í framtíð- inni og meta stöðu okkar út frá því,“ segir Víglundur. Sjálfkjörið er í stjórn Straums Burðaráss á hlut- hafafundi félagsins, en fram- boðsfrestur rann út kl. 14 í gær. Fimm gáfu kost á sér í stjórn félagsins: Björgólfur Thor Björgólfsson, Birgir Már Ragnarsson, Eggert Magnús- son, Hannes Smárason og Jón Ás- geir Jóhannesson. Eftirtaldir bjóða sig fram í vara- stjórn Straums Burðaráss: Eiríkur S. Jóhannsson, Heiðar Már Guðjónsson, Smári S. Sigurðs- son, Þórunn Guðmundsdóttir og Baldur Örn Guðnason. Vildu sjálfstæðan fimmta mann í Straumi Björgólfur Thor Björgólfsson Hannes Smárason Jón Ásgeir Jóhannesson                                  !   "# $%  &'      $  () # $  '* $ + *  ,  ,  &    -.&  -/ 0/1 23 &43$  5       &#   6 *  7 *   894  :;## #/ 2 !2   <   !2     ! "# 03=# 02*  " $%   &  7>?@ 0A2   2 2          ; # 3 ;  2 2                   1 1 1 1 1 1 1 1 B  CD B CD B CD B  CD B CD B  CD B CD B CD B CD B  CD B CD B CD B  CD B CD B CD 1 1 1 1 1 1 1 1 6 * 2   *#  : $2 A  *# E ( 0                        1 1 1 1  1                   1                        1  < 2   A )%   :6 F #  &4!*  2           1 1 1 1  1 H          I            JI      JI           I  K L      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.