Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 roðasteinn, 4 kústur, 7 fýll, 8 sund- fuglar, 9 þegar, 11 lengd- areining, 13 hrum- hnappur, 14 fiskinn, 15 urgur, 17 hestur, 20 agnúi, 22 þvinga, 23 skeri, 24 talaði um, 25 vitlausa. Lóðrétt | 1 dans, 2 skýja- flóki, 3 skyld, 4 digur, 5 smákvikindi, 6 lélegar, 10 heiðurinn, 12 ferskur, 13 hryggur, 15 kven- menn, 16 raunveruleiki, 18 skordýrið, 19 byggja, 20 karlfugl, 21 knæpur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1karlselur, 8 fegin, 9 lundi, 10 sói, 11 senna, 13 rindi, 15 blaðs, 16 álkan, 21 veg, 22 óværa, 23 arfur, 24 karluglan. Lóðrétt: 2 angan, 3 lensa, 4 eflir, 5 unnin, 6 ofns, 7 hiti, 12 náð, 14 ill, 15 bjór, 16 afæta, 17 svall, 18 ágang, 19 kafna, 20 nýra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn er heppinn því hann gefur sér tíma til þess að meðtaka og meta mann- gæskuna sem hann deilir með öðrum. Þetta gerir hann á fínlegan hátt, kannski með augnatilliti eða því að kinka kolli, en áhrifin eru mögnuð. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið á að bíða átekta, hversu óbærilegt sem það kann að virðast. Himintunglin gefa til kynna að þú þurfir tíma til að melta tilfinningarnar. Heppnin verður með þér þegar þú tekur af skarið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það kann að virðast djarft að ímynda sér að allt sé jafnfullkomið og það er, en það gæti vel verið rétt. Láttu smávægilegar áhyggjur lönd og leið og þér tekst að horf- ast í augu við núverandi aðstæður þínar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ástin er eins og reiptog, manni líður bet- ur ef maður togar minna og leyfir elsk- unni að koma til sín af sjálfsdáðum. Ef þú gerir þína eigin hamingju að forgangs- verkefni tekst þér betur að glíma við vandamál þín. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það færir ljóninu heppni að breyta áætl- unum sínum, ekki síst ef það lætur hug- boð ráða gerðum sínum. Aðrir njóta góðs af ákvörðunum sem þú tekur. Uppal- endur takið eftir, smáfólkið þrífst betur ef það hefur nóg við að vera og fær að bera ábyrgð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan skákar jafnvel hinum mestu ref- um í dag. Breyttu viðbrögðum þínum, ekki síst við ástvinum sem endurtaka sig eins og rispaður geisladiskur. Hin óvænta truflun á hefðbundnum boðskiptum gæti haft í för með sér frábæran árangur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Dýrmætir draumar úr fortíðinni koma aftur upp á yfirborðið. Hvernig fórstu að því að gleyma þeim? Fyrst þú ert búin/ að ná sambandi við sjálfa/n þig aftur verður þú afskaplega aðlaðandi í augum einhvers sem getur hjálpað þér við að gera draumana að veruleika. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nærveran við ótilgreinda manneskju með mikla persónutöfra hjálpar þér að tengj- ast umhverfi þínu betur. Þú yrðir upp með þér ef þú áttaðir þig á því að aðrir líta þig sömu augum – ekki síst einhver í ljónsmerkinu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ástvinir vilja láta ljós sitt skína og þú leyfir þeim það. Góðsemi þín verður lengi í hávegum höfð. Taktu eftir: Þetta er ekki góður dagur til þess að tala í farsímann á meðan maður keyrir – en reyndar á það aldrei vel við. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Himintunglin gera aðstæður fyrir rann- sóknir af hverskyns tagi hagstæðar. Sökktu þér ofan í það sem vekur áhuga þinn, líka eitthvað jafnóformlegt og fréttir og slúður. Það sem þú kemst á snoðir um gerir þig jafnvel enn forvitnari. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Of mikil rökvísi hamlar vexti vatnsberans. Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn. Frávik frá daglegri rútínu leiðir þig að áhrifamikilli manneskju. Vog býður ráð- gjöf. Þó það sé erfitt að hlusta hefur hún bestu sýnina á núverandi aðstæður. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn leyfir öðrum að njóta vafans – það er stefna hans. Í dag gætu það hins vegar verið mistök. Líklegasta útkoman er sennilega sú réttasta. Maður þarf ekki að vera útjaskaður til þess að taka upp- lýsta ákvörðun. Stjörnuspá Holiday Mathis Venus og Plútó eru á önd- verðum meiði sem stendur. Spurningin er hvað maður á að taka til bragðs þegar hjartað slær ekki í takt við það sem manni finnst vera sinn æðri tilgangur. Ef eitthvað í tilteknu sambandi virðist ekki ganga upp, er al- heimurinn á þínu bandi. Haltu þér fast, óvænt flétta er innan seilingar. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos  Tónlist Borgarbókasafn - aðalsafn | Kl. 16–18: Hljómsveitin Loftvarnir vinnur við skapandi sumarstarf hjá Hinu húsinu. Þessir þrír ungu strákar spila hljóðbækur, smásögur og ann- að talað orð og semja tónlist undir til áhrifa- auka. Meðal bóka sem þeir spila undir má nefna Kristnihald undir jökli, Hringadrótt- inssögu og Kristrúnu í Hamravík. Norræna húsið | Lokatónleikar Þremenn- ingasambandsins verða laugardaginn 15. júlí kl. 16. Boðið verður upp á samtíning sumars- ins í tónum og heimabakað góðgæti. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis. Myndlist 101 gallery | Steinunn Þórarinsdóttir sýnir til 22. júlí. Opið fimmtudaga, föstudaga og laugadaga frá kl. 14–17. Anima gallerí | Sumarsýning. Opið fim., fös. og lau. kl. 12–17. Til 15. júlí. Aurum | Helena Ragnarsdóttir sýnir ónefnt akrýlverk unnið á pappír. Opið mán.–fös. kl. 10–18 og lau. kl. 11–16. Til 21. júlí. Café Karólína | Sýningin „Hlynur sterkur Hlynur“ (portrett af Hlyni Hallssyni mynd- listarmanni) er þriðja sýningin í röðinni af stjörnumerkjaportrettum sem eru unnin sem innsetning í rými. Til 4. ágúst. Café Mílanó | Reynir Þorgrímsson – Rey- nomatic myndir, nærmyndir af náttúrunni, einstakar ljósmyndir unnar á striga. Opið frá kl. 9–23.30 alla daga út júlímánuð. Gallerí BOX | Þórarinn Blöndal, Finnur Arn- ar og Jón Garðar með sýninguna „Far- angur“. Á sýningunni getur að líta hugleið- ingar um drauma, galdra, harðviðargólf, eldhúsgólf og ástarævintýri. Til 27. júlí. Gallerí Humar eða frægð! | Sýning um diskó og pönk í samstarfi við Árbæjarsafn. Myndir og munir frá árunum 1975–1985. Til 31. júlí. Gallerí Úlfur | Eiríkur Árni Sigtryggsson sýnir í júlí. Opið kl. 14–18 alla daga. Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar „Hin blíðu hraun“ er fengin frá Jóhannesi Kjarval og með henni beinir Hafnarborg sjónum að hrauninu í Hafnarfirði. Listamennirnir tólf sem að sýningunni koma hafa allir sýnt víða og lagt drjúgan skerf til listalífsins und- anfarin ár. Til 28. ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadóttir sýnir í forkirkju. Til 26. ágúst. Handverk og Hönnun | Á sumarsýningu er til sýnis bæði hefðbundinn íslenskur listiðn- aður og nútímahönnun úr fjölbreyttu hrá- efni eftir 37 aðila. Á sýningunni eru hlutir úr leir, gleri, pappír, tré, roði, ull og silfri. Til 27. ágúst. Aðgangur er ókeypis. Hrafnista Hafnarfirði | Ósk Guðmunds- dóttir sýnir handverk og málun í Menning- arsal til 15. ágúst. Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýning- unni er einstakt úrval næfistaverka í eigu hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur og Jóns Hákonar Magnússonar. Til 31. júlí. Kaffi Kjós | Ólafur Jónsson (iló), Berjalandi í Kjós, með málverkasýningu. Opið í sumar, alla daga kl. 12–20. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk, Mjúkar línur/Smooth lines. Til 6. okt. Kirkjuhvoll, Akranesi | Listsýning á verkum eftir 12 nýútskrifaða nema frá Listaháskóla Íslands. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18. Til 13. ágúst. Kling og Bang gallerí | Hinn heimsþekkti myndlistarhópur Gelitin frá Austurríki sýnir í Kling & Bang galleríi, en hópurinn hefur m.a. tekið þátt í Feneyjartvíæringnum og Gjörn- ingatvíæringnum í New York. Sjá: http:// this.is/klingogbang. Opið fim.–sun. kl. 14–18. Listasafn ASÍ | Daði Guðbjörnsson, Eiríkur Smith, Hafstein Austmann og Kristín Þor- kelsdóttir sýna nýjar vatnslitamyndir. Einnig eru sýndar vatnslitamyndir eftir Svavar Guðnason í eigu Listasafns ASÍ. Opið 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 13. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar | Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Höggmyndagarð- urinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning Lo- uisu Matthíasdóttur. Þetta er umfangs- mesta sýning sem haldin hefur verið á verk- um Louisu og rekur hún allan hennar listamannsferil í sex áratugi. Til 20. ágúst. Listasafn Íslands | Sýning á íslenskri lands- lagslist frá upphafi 20. aldar og túlkun þjóð- sagna. Verk úr safneign og Safni Ásgríms Jónssonar. Leiðsögn á ensku þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10 í júlí. Kaffitár í kaffistofu. Ókeypis aðgangur. Opið daglega kl. 11–17, lokað mánudaga. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits- sýning á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Í samvinnu við Náttúru- fræðistofu Kópavogs. Til 30. júlí. Safnbúð og kaffistofa. Kjarval – Kraftur heillar þjóðar. Verk í eigu Landsbanka Íslands. Í tilefni af 120 ára af- mæli bankans. Til 30. júlí. Listasafn Reykjanesbæjar | „Tíminn tvinn- aður“. Alþjóðlegi listhópurinn Distill sýnir verk sem spanna sviðið frá tvívíðum hlutum til skúlptúra og innsetninga. Til 31. júlí. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma – og hvern- ig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýning á listaverkum sem voru valin vegna úthlut- unar listaverkaverðlaunanna Carnegie Art Award árið 2006. Sýningin endurspeglar brot af því helsta í norrænni samtímalist en meðal sýnenda eru fjórir íslenskir lista- menn, meðal annars listmálarinn Eggert Pétursson sem hlaut önnur verðlaun þetta árið. Til 20. ágúst. Erró – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tímabilum í list Errós, þær nýjustu frá síð- astliðnu ári. Við vinnslu málverka sinna gerir Erró samklipp, þar sem hann klippir og límir saman myndir sem hann hefur sankað að sér úr prentmiðlum samtímans. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum úr eigu safnsins þar sem fagurfræði er höfð að leiðarljósi við val verk- anna og hefðbundin listasöguleg viðmið lát- in víkja fyrir samhljómi þeirra. Margir af helstu málurum þjóðarinar eiga verk á sýn- ingunni sem spannar tímabilið frá aldamót- unum 1900 til upphafs 21. aldarinnar. Til 17. sep. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á völdum skúlptúrum og portrettum Sig- urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Tónleikar á þriðjudagskvöldum. Sjá nánar á www.lso.is Norræna húsið | Sumarsýning í anddyri Norræna hússins til 27. ágúst. Ljósmyndir frá Austur-Grænlandi eftir danska ljós- myndarann Ole G. Jensen. Opið virka daga kl. 9–17. Laugardaga og sunnudaga kl. 12–17. Pakkhúsið í Ólafsvík | Hugrenningar – Mál- verkasýning Sesselju Tómasdóttur mynd- listarmanns til 17. júlí. Viðfangsefni sín sækir hún í Snæfellsjökul og hugsandi andlit, sem hún vinnur með akrýl- og olíumálningu á striga. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Safn | Tvær af fremstu myndlistarkonum í Evrópu, Karin Sander og Ceal Floyer, sýna nýleg verk sín í bland við eldri, sem eru í eigu Safns. Bandaríska myndlistarkonan Joan Backes sýnir ný málverk og skúlptúra í Safni. Einnig eru til sýnis verk úr safneigninni. Þunga- miðja verka Joan Backes er fínleg vinna með tré úr skógum ýmissa landa. Opið er mið.–fös. kl. 14–18 og lau.–sun. kl. 14–17. Ókeypis er inn. Skaftfell | Nú stendur yfir sýning bræðr- anna Sigurðar Guðmundssonar og Kristjáns Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.