Morgunblaðið - 14.07.2006, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 14.07.2006, Qupperneq 50
50 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndin Destricted,sem m.a. er framleidd affyrirtæki Sigurjóns Sig-hvatssonar Palomar Pict- ures, verður sýnd í fimm skipti á Tate Modern-listasafninu í London í september. Tilkynning þess efnis hefur vakið athygli í Bretlandi en í myndinni eru fjölmörg hispurslaus kynlífsatriði sem mörg hver sýna raunveruleg mök. Destricted samanstendur af sjö stuttmyndum eftir jafnmarga lista- menn sem hver og einn „kannar hin hárfínu mörk milli kláms og listar“ með verkum sínum og „spyrja hvort list geti dulbúist sem klám og öfugt“, eftir því sem kemur fram á heima- síðu Tate Modern. Þeir listamenn sem hlut eiga að máli eru allir vel þekktir um þessar mundir í listaheiminum og má þar nefna Matthew Barney, Marinu Abramovic, Marc Bambrilla, Gaspar Noe og Sam Taylor-Wood. Fyrr á þessu ári var myndin sýnd á Sund- ance- og Cannes-kvikmyndahátíð- unum þar sem hún fékk yfirleitt já- kvæð viðbrögð gagnrýnenda, en blaðamaður á The Sunday Herald segir að áhorfendur hafi margir haft á orði að hún skildi fulllítið eftir fyrir ímyndunaraflið. Opinberlega flokkuð sem list Þar sem listasöfn eru ekki bundin sömu reglum og kvikmyndahús hef- ur Tate Modern fengið leyfi til sýn- inganna fimm þrátt fyrir hin op- inskáu efnistök. Það sem er umdeildara er að safnið getur einnig selt myndina óklippta í almennri sölu á DVD-mynddiskum. Þetta helgast af því að nýverið úrskurðaði breska kvikmyndaeftirlitið, British Board of Film Classification (BBFC), að þrátt fyrir að innihald Destricted hefði undir venjulegum kringumstæðum fallið undir flokk- inn R18, en myndir sem fá þá ein- kunn má aðeins selja átján ára og eldri í viðurkenndum kynlífsbúðum, yrði hún einungis bönnuð innan átján, án annarra takmarkana. Rök- stuðningur niðurstöðunnar var sá að myndinni „væri ekki ætlað að örva“ og þar af leiðandi ekki klám. Í Life Style Extra er haft eftir for- seta BBFC, Sir Quentin Thomas, að myndin sé „augljóslega alvarleg íhugun um kynlíf og klám sem hluta af mannlegri reynslu“. Hann bætir því við að eftirlitið sjái því enga ástæðu fyrir því að meina fullorðnu fólki að taka sjálft ákvörðun um hvort það sjái myndina eða ekki. Í sama blaði er vitnað í John Ba- yer, baráttumann fyrir almennu vel- sæmi og forseta Mediawatch UK. Hann gagnrýnir úrskurðinn harð- lega og vænir kvikmyndaeftirlitið um að gera klámefni sífellt aðgengi- legra með stefnu sinni. „Þeir hafa áður sleppt 9 songs við R18 ein- kunn,“ segir Bayer. „Og hér höfum við annað dæmi um hvernig eftirlitið lætur undan þrýstingi iðnaðarins í stað þess að standa vörð um hags- muni almennings.“ „Athyglisvert innlegg í umræðuna“ Tom Shields á The Sunday Herald segir að í tilviki sumra myndanna sé klárlega um list að ræða. Hann nefn- ir sem dæmi mynd Marinu Abramo- vic sem noti balkanska þjóðsagna- fræði til að skapa fræðsluflokk sem taki fyrir grófa, töfrandi og dul- arfulla helgisiði tengda frjósemi og karlmennsku. Hann fellir hins vegar þann dóm að sama eigi ekki við í til- felli bandaríska listamannsins Marc Bambrilla, en hann umturnar að eig- in sögn klámmyndum til að skapa hnyttna myndblöndun. Mesta at- hygli virðist svo mynd Matthews Barney, Hoist, ætla að vekja en þar segir frá „nánum kynnum græns manns og smurðs drifskafts á sér- hönnuðu ökutæki“. Sigurjón Sighvatsson segist vera alveg hissa á því hvað Destricted hafi almennt verið vel tekið. „Ég hélt að það yrði miklu neikvæðari um- fjöllun um myndina. Þó við séum óneitanlega að fara inn á mjög við- kvæmt svið hefur myndin ekki skipt gagnrýnendum í tvo hópa eins og ég fyrirfram bjóst við. Þó menn séu mishrifnir af hverri mynd fyrir sig eru viðbrögðin mjög góð á heildina litið og til að mynda hafa birst mjög jákvæðir dómar í blöðum eins og Financial Times, Artforum og Sight and Sound, sem öll eru meðal virt- ustu tímarita í þessum bransa,“ seg- ir Sigurjón sem kveðst sjálfur vera ánægður með útkomuna. „Það er svo oft þannig þegar gerð er mynd með mörgum leikstjórum að erfitt er að samhæfa ólíka sýn hvers leik- stjóra fyrir sig. Í þessu tilviki gefur það hins vegar myndinni meiri dýpt heldur en ef gerð væri heil mynd í sama dúr.“ Að sögn Sigurjóns er ein af ástæð- um þess að hann ákvað að taka þátt í myndinni, þrátt fyrir að það væri fyrirfram vitað að hún fengi ekki inni á öllum mörkuðum, að honum þætti hún athyglisvert innlegg í áberandi umræðu um klám sem eigi sér stað um þessar mundir. „Mér finnst mikilvægt að ýta umræðunni á annað plan. Það er heilbrigt að fá þetta upp á borðið. Hvað er klám? Hvað er ekki klám? Hvar má sýna klám? Hvernig höfum við aðgang að klámi? Og hvernig bregðumst við við þegar við vitum í rauninni að það er alls staðar?“ Athyglisvert verður að sjá hvað gerist í Bretlandi í framhaldinu og eins í Japan þar sem Sigurjón segir svipaða baráttu eiga sér stað. „Við höfum alla vega unnið fyrstu lot- una.“ Kvikmyndir | Fyrirhugaðar sýningar á Destricted í Tate Modern vekja umtal Klám eða list? Kvikmyndaeftirlitið segir Destricted vera alvarlega íhugun um kynlíf og klám sem hluta af mannlegri reynslu. Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Stick It kl. 5.40, 8 og 10.20 Click kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára Click LÚXUS kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára The Benchwarmers kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 10 ára RV kl. 3.50 Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 3.50 The Benchwarmers kl. 6 og 8 B.i. 10 ára Bandidas kl. 6 og 8 B.i. 10 ára FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 10 B.i. 12.ára. Click kl. 10 B.i. 10 ára Sprenghlægileg grínmynd með Íslandsvininum Rob Schneider úr Deuce Bigalow og John Heder úr Napoleon Dynamite! 3 fullorðnir ættu að geta unnið hrottana í hverfinu ...eða hvað? Frá leikst jóra Big Daddy og Happy Gilmore kemur sumarsmellurinn í ár! Adam Sandler, Kate Beckinsale og Christopher Walken í fyndnustu gamanmynd ársins! Ef þú ættir fjarstýringu sem gæti stýrt lífi þínu? Hvað myndir þú gera ...? ...Myndir þú breyta heiminum með henni ...eða gera eitthvað allt annað? ÓVÆNTASTA, KYNÞOKKAFYLLSTA OG SKEMMTILEGASTA GRÍNMYND ÁRSINS FRÁ HÖFUNDI BRING IT ON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.