Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 19
Kamilla Tal-
bot sýnir
vatnslita-
verk í Gall-
erýi Klaustri
Fljótsdalur | Á mið-
vikudag var opnuð í
Gallerý Klaustri á
Skriðuklaustri sýn-
ing á verkum lista-
konunnar Kamillu
Talbot. Kamilla,
sem dvelur í lista-
mannaíbúð á
Skriðuklaustri í júl-
ímánuði, ferðaðist um Ísland í 10
daga áður en hún kom í Klaust-
ur og málaði á þeim tíma mynd-
irnar sem eru á sýningunni. Ka-
milla er barnabarnabarn danska
listamálarans Johannesar Lar-
sen sem ferðast um Ísland sum-
arin 1927 og 1930.
Hann var að teikna myndir
fyrir danska útgáfu á Íslend-
ingasögunum sem Gunnar Gunn-
arsson, rithöfundur, átti frum-
kvæðið að. Teikningar og
útdrættir úr dagbók Larsen frá
ferðalaginu voru síðan gefin út í
bókinni „Sagafærden.“ Kamilla,
sem er fædd í Bandaríkjunum en
á danska móður og hefur dvalið
í Danmörku flest sumur, segist
heilluð af tímaleysi íslensks
landslags. „Ég hef heimsótt
nokkur af þeim svæðum sem
langafi fór á, til dæmis Stykk-
ishólm. Það er eitthvað tíma-
laust við íslenskt landslag. Það
er eins í dag og þegar langafi
var hér á ferðinni og sögutíma
Íslendingasagnanna. Það hreyfir
við manni að sjá tímalaust lands-
lag.“
Landslagið heillar Kamilla Talbot við eitt lista-
verka sinna í Gallerýi Klaustri.
Í fótspor forföður
Morgunblaðið/Gunnar Gunnarsson
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 19
MINNSTAÐUR
PÓSTSENDUM
www.simnet.is/heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889,
fæst m.a. í
Lífsins Lind í Hagkaupum,
Maður Lifandi Borgartúni 24,
Árnesapóteki Selfossi,
Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum,
Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka,
Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði
Spektro
Multivítamín, steinefnablanda
ásamt spirulinu, Lecthini,
Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum
Ein með öllu
SUÐURNES
LANDIÐ AUSTURLAND
Reykjanes | „Það var búið að segja
okkur að Íslendingar væru kaldir og
lokaðir. Reynsla okkar í þessari
heimsókn hefur verið allt önnur,“
sagði Anett Miklos, framkvæmda-
stjóri skiptinemasamtakanna AFS í
Ungverjalandi, en hún lauk 10 daga
heimsókn á Íslandi ásamt 11 löndum
sínum í skoðunarferð um Reykjanes
sl. laugardag.
29. júní síðastliðinn komu 12 ung-
verskar konur til landsins til þess að
fræðast um land og þjóð en þær eru
allar sjálfboðaliðar í alþjóðlegu
skiptinemasamtökunum AFS.
Heimsóknin er liður í verkefninu
EVA sem er skammstöfun á „Eu-
ropa vor alles“ eða „Evrópa fyrir
alla“. Þátttakendur eru konur sem
tengjast AFS-samtökunun á einn
eða annan hátt. Sumar hafa sjálfar
verið skiptinemar sem táningar, sent
börnin sín sem skiptinema til ann-
arra landa eða boðið erlendum
skiptinemum inn á heimili sín.
Áhugi þessara ungversku kvenna
kviknaði eftir Íslandskynningu Rósu
Bjargar Þorsteinsdóttur, fram-
kvæmdastjóra AFS á Íslandi, í
Debrecen í Ungverjalandi fyrir ári.
„Við bjóðum alltaf einu landi að vera
með kynningu á ársfundum okkar og
í þetta sinn buðum við Rósu að
kynna Ísland. Við urðum ofboðslega
heilluð af þessu fallega landi og kon-
urnar beinlínis stukku á Rósu eftir
kynninguna og lýstu áhuga á að
koma. Þetta var upphafið að komu
okkar hingað,“ sagði Anett í samtali
við blaðamann í vel heppnaðri heim-
sókn um Reykjanesið.
Rósa fórnaði höndum eftir lýsingu
Anett á viðbrögðum kvennanna og
sagðist ekki hafa gert neitt. „Ég var
nú að gera þetta í fyrsta sinn en
þessi heimsókn skilaði miklum ár-
angri. Ég kynnti landið með mynda-
sýningu og talaði út frá minni
reynslu og þekkingu á landi og þjóð.
Ég sagði þeim m.a. frá jólunum og
jólasveinunum en ég hafði rekist á
orðið jól á ungversku en það þýðir
góður, svo ég tengdi okkar jól við
það,“ sagði Rósa Björg í samtali við
Morgunblaðið en hún hafði slegist í
för með íslensku Evunum á Reykja-
nesið.
Ungverski hópurinn er þriðji Evu-
hópurinn sem kemur til Íslands á
fjórum árum og er jafnframt sá fjöl-
mennasti. Áður hafa komið konur frá
Belgíu og Spáni og íslenskar Evur
hafa endurgoldið þær heimsóknir, en
Evu-verkefnið byrjaði einmitt í
Belgíu. Nýlega frétti Rósa að AFS í
Rússlandi væri að kanna áhuga rúss-
neskra kvenna á að koma til Íslands
þannig að verkefnið er sífellt að
víkka út.
Í þá 10 daga sem ungversku Ev-
urnar dvöldu á Íslandi fóru þær eins
vítt og heimsóknin gat leyft. Nokkrir
dagar fóru í skoðunarferð um Ak-
ureyri og nágrenni í fylgd tengiliða
AFS á Norðurlandi. Á heimleiðinni
var stoppað á Akranesi en þar
dvöldu 3 konur, 3 voru í Reykja-
nesbæ og 9 á höfuðborgarsvæðinu.
Einnig voru Þingvellir heimsóttir og
gullni hringurinn farinn, auk þess
sem það markverðasta á höfuðborg-
arsvæðinu og á Reykjanesi var skoð-
að. Konurnar voru sammála um að
náttúrufegurðin á Íslandi væri mikil,
en sumarið fannst þeim svalt, enda
komu þær úr 30 stiga hita, 9 frá
Debrecen og 3 frá Miskolc.
Færri komust hingað en vildu
„Það voru margar konur sem
höfðu áhuga á að koma til Íslands en
auðvitað komust þær ekki allar þar
sem markmiðið er að fjöldinn sé ekki
mikið fleiri en 10. Við völdum því úr
öflugustu sjálfboðaliðana og nið-
urstaðan varð þær 12 konur sem eru
hér nú. Þær munu svo segja frá
reynslu sinni af heimsókninni í Ung-
verjalandi og þannig örva áhuga
ungs fólks á að koma sem skiptinem-
ar til Íslands. Flestar þessara
kvenna eru kennarar þannig að það
ætti að ganga vel,“ sagði Anett.
„Svona virkar AFS sem fræðslu-
samtök,“ sagði Rósa. „Þekkingin hjá
þessum konum um Ísland hún dreif-
ist meðal manna, t.d. í gegnum fjöl-
skyldurnar. Þær fara að sýna mynd-
ir og tala um upplifun sína af
landinu. Við erum að gefa alveg ótrú-
lega góða landkynningu sem fer
miklu víðar heldur en bara til þess-
ara kvenna. Hér hafa þær verið inni
á íslenskum heimilum, fengið að
kynnast íslensku heimilislífi og per-
sónum þeirra sem þar búa. Á þann
hátt hafa þær lært hvernig við lifum
sem er mun víðtækari landkynning
en bara ferðalög um landið. Við von-
umst til að í kjölfarið fari fleiri skipti-
nemar til Ungverjalands og ekki síð-
ur til Tékklands og Slóvakíu en þessi
lönd hafa ekki verið eins vinsæl og
önnur Evrópulönd. Þá standa vonir
okkar einnig til að þessi heimsókn
leiði af sér að ungverskir skiptinem-
ar sækist eftir að koma til Íslands.“
124 íslenskir skiptinemar munu
halda út í heim í næsta mánuði og
AFS á Íslandi vinnur nú að því að
finna heimili handa tæplega 40 er-
lendum skiptinemum sem hafa
áhuga á því að koma til Íslands og
dvelja næsta vetur. Fjölskyldur sem
hafa áhuga á að opna heimili sín og
læra um ólíka menningarheima geta
haft samband við skrifstofu AFS.
Tólf ungverskar Evur í Íslandsheimsókn á vegum AFS til að fræðast um land og þjóð
„Gefum ótrúlega góða landkynningu“
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Brú milli heima AFS skiptinemasamtökin gefa fólki tækifæri til að læra um ólíka menningarheima og því er brúin
mjög táknræn. Hér eru ungversku konurnar 12 með íslenskum gestgjöfum sínum í heimsókn í Bláa lónið.
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
TENGLAR
..............................................
www.afs.is
Stokkseyri | Bryggjuhátíð verður
haldin á Stokkseyri með metnaðar-
fullri dagskrá um næstu helgi undir
heitinu Brú til brottfluttra. Með
þeirri áherslu eru brottfluttir Stokks-
eyringar og aðrir landsmenn hvattir
til að koma til hátíðarinnar, njóta dag-
skrárinnar og samveru við heimafólk.
Söfn, sýningar, þjónusta og afþreying
á Stokkseyri verða opin yfir hátíðina
og listafólk tekur á móti gestum.
Bryggjuhátíðin sýnir í verki þá breyt-
ingu sem orðið hefur á Stokkseyri
með nýrri hugsun í atvinnumálum inn
í framtíðina þar sem lögð er áhersla á
menningu, listir og afþreyingu.
Dagskráin hófst á fimmtudags-
kvöld með Hljómsveitatónleikum á
Draugabarnum. Í kvöld, föstudags-
kvöld kl 21:00, verður fjölskylduhátíð
á Stokkseyrarbryggju og nýtt tón-
leikasvið opnað með bryggjusöng
Árna Johnsen og varðeldi. Þá fer þar
fram heiðrun fyrir björgunarafrek
við strand Elíasar Steinssonar VE
167 austan Stokkseyrar 28. mars
1973. Síðar um kvöldið syngur Jó-
hanna Wiglund söngkona nokkur lög.
Bítlavinafélag Suðurlands flytur úr-
val Bítlalaga úr söngleiknum „Let it
be“ sem sýndur var á Stokkseyri í
vetur. Sælgæti verður dreift úr flug-
vél, Björn Thoroddsen sýnir listflug
hlaðið reyk yfir Stokkseyrarhöfn og
gosbrunnur verður á Stokkseyrar-
bryggju. Síðan mun hljómsveitin
Karma leika á Draugabarnum.
Fjölmargt verður í boði á laugar-
deginum þar sem þjónustuaðilar á
Stokkseyri bjóða ýmiss konar afþrey-
ingu, minigolf við Shellskálann og
vespuleigu, í Töfragarðinum verður
börnum boðið á hestbak og sundlaug-
in verður með lægra verð í laugina.
Gróðrarstöðin Heiðarblómi sýnir
starfsemi sína og vélhjólamenn verða
með hópakstur. Fjöruborðið býður
upp á humar, súpu og lambakjöt og í
næsta húsi, í Gallerí Ellu Rósinkrans,
verður opnuð uppskeruhátíð með 50%
afslætti af listmunum. Þá verður
Draugasetrið opið og Draugabarinn og
kappróður verður á kajökum við
Stokkseyrarbryggju.
Menningarkaffi verður í Menning-
arverstöðinni Hólmaröst frá kl 14:00
og listsýningar listmálaranna Elfars
Guðna, Valgerðar Þóru, Elfu Söndru,
Gussa og Regínu. Þá verður þar ljós-
mynda- og sögusýningin Brot af tón-
skáldi, um Pál Ísólfsson. Auk þessa
verður Listaskáli Sjafnar Har opinn
frá kl 14:00 og opið hús á Orgelverk-
stæði Björgvins Tómassonar í Hólm-
arastarhúsinu. Sandkastalakeppni
fjölskyldunnar verður austan við
Stokkseyrarbryggju.
Tónlistarviðburðir á laugardeginum
hefjast kl 17,00 með „STOKK-RO-
OK“-tónleikum fjölmargra unglinga-
hljómsveita á nýja sviðinu á Stokks-
eyrarbryggju. Kl. 22:00 verður Hera
með tónleika á Draugabarnum. Á
sama tíma leikur trúbadorinn Ingvar í
Tjaldinu á veitingahúsinu Við fjöru-
borðið.
Á sunnudeginum heldur áfram fjöl-
breytt afþreyingardagskrá á Stokks-
eyri. Meðal viðburða eru hópreið
hestamanna um Stokkseyri og hesta-
sýning við gervigrasvöllinn. Sigurður
Torfi Sigurðsson, eldsmiður og járn-
ingameistari í Stokkseyrarseli, sýnir
skeifusmíði. Kl. 15:00 á sunnudag verð-
ur söguferð í rútu um Stokkseyrar-
hrepp hinn forna undir leiðsögn Bjark-
ars Snorrasonar á Tóftum og Harðar
Sigurgrímssonar í Holti. Kl. 20:00
verður Myst frá Selfossi með tónleika
í Stokkseyrarkirkju.
Metnaðarfull dag-
skrá á Bryggjuhátíð
Morgunblaðið / Sigurður Jónsson.
Bálköstur undirbúinn Stokkseyrarstrákarnir Jökull Ingólfsson, Eyþór
Viktorsson, Viggó Már Sigurðsson og Jóhann Þórður Ásmundsson unnu
við að hlaða köstinn í fjörunni hjá bryggjunni.