Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 31
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
HRYGGILEGT var að verða vitni
að því undir lok einnar glæstustu
íþróttakeppni í manna minnum að
snillingurinn Zinidine Zidane missti
stjórn á sér og réðst að andstæðingi
sínum frammi fyrir myndavélum,
sem fluttu atburðinn til milljóna
manna víða um heim. Samt er eig-
inlega enn hryggilegra að fylgjast
með eftirleiknum, þegar keppst er
við að réttlæta líkamsárásina eins og
kostur er.
Ofbeldi er alltaf óviðunandi og
óréttlætanlegt, jafnt inni á íþrótta-
leikvangi sem utan hans, um það eru
flestir sammála. Þegar menn hins
vegar freista þess að réttlæta beit-
ingu ofbeldis er jafnan gripið til þess
ráðs að segja að viðkomandi hafi
verið ögrað. Þannig hafa börn ögrað
fullorðnum, konur ögrað karl-
mönnum, einstaklingar ögrað
stjórnvöldum, kynþáttur öðrum
kynþætti og þjóðir ögrað öðrum
þjóðum, dæmin eru svo ótalmörg, og
þeir sem telja að sér vegið grípa til
ofbeldis og tapa, alltaf.
Uppeldi okkar og lærdómur mið-
ast við það að við leysum ágreinings-
mál okkar án ofbeldis, að við lærum
að bregðast við fantaskap án þess að
svara í sömu mynt en sættum okkur
samt ekki við fautaskapinn. Íþrótta-
hreyfingin er einn öflugasti uppal-
andinn í veröldinni og þar hafa menn
keppst við að bannfæra ofbeldi, níð
og ódrengskap og þar hefur skipt
miklu máli að geta vísað til góðra
fyrirmynda afrekskarla og kvenna
sem lært hafa að stilla saman gríð-
arlegt keppnisskap og heiðarlega
framkomu, heilbrigða sál og hraust-
an líkama. Zidane ætti að vera í
þessum hópi en er það ekki lengur
og ég þykist viss um að hann harmar
það jafnmikið og við hin sem höfum
haft hann í hávegum og höfum jafn-
vel enn.
Líkamsárásin á glæstum leik-
vanginum í Berlín var svo heiftarleg
að hún verður aldrei réttlætt. Hefði
hún átt sér stað uppi í áhorf-
endasvæðunum eða í manngrúanum
á torgum stórborga víða um heim
sem fylgdist með leiknum hefði of-
beldismaðurinn umsvifalaust verið
settur bak við lás og slá. Þá hefði
enginn látið sig skipta hvort árás-
armanninum hefði verið ögrað, eng-
inn hefði spurt: hvað sagði hann eig-
inlega við þig? Engir varalesarar
hefðu verið kallaðir til og engir fjöl-
miðlar hefðu fjallað um málið og
engar skoðanakannanir hefðu verið
gerðar því ofbeldið á aldrei að rétt-
læta. Snillingurinn Zinidine Zidane
féll ósköp einfaldlega á síðasta og
kannski stærsta prófinu sínu. Látum
ekki börnin okkar og ungmennin
halda neitt annað, reynum aldrei að
réttlæta ofbeldi.
SIGURÐUR SVAVARSSON,
útgáfustjóri og áhugamaður um
íþróttir,
Grundarlandi 1, Reykjavík.
Ofbeldi verður aldrei réttlætt
Frá Sigurði Svavarssyni:
EKKI þarf að deila um það
lengi að háskólanám byggist að
mestu leyti á lestri. Segja má því
að gæði námsins ráðist fyrst og
fremst af gæðum þess lesefnis
sem stúdentum
stendur til boða. Því
er það algjörlega óá-
sættanlegt að stúd-
entar við Háskóla Ís-
lands þurfi að búa
við ófullnægjandi
bókakost á meðan
þeir stunda sitt nám.
Í Þjóðarbókhlöð-
una, Landsbókasafn
– Háskólabókasafn,
sækja flestir stúd-
entar við HÍ sínar
heimildir fyrir rit-
gerðasmíð, fyrir
próflestur, fyrir þær
rannsóknir sem þeir
stunda og annað sem
tengist námi þeirra.
Þó bóka- og tímarita-
kostur Þjóð-
arbókhlöðunnar sé
ekki eins og best yrði
á kosið hafa stúd-
entar skólans í engin
önnur hús að venda,
enda finnast engin
stærri bókasöfn hér á
landi. Sífelldur nið-
urskurður í fram-
lögum til Þjóð-
arbókhlöðunnar gerir
það að verkum að
upphæðir til bóka-
kaupa eru orðnar
sögulega lágar. Jafn-
framt hefur verið
gripið til þess ráðs að
segja upp áskriftum
safnsins að mörgum helstu fræði-
tímaritunum á flestum sviðum. Í
þessu sambandi vil ég benda á
grein Guðna Elíssonar í Lesbók
Morgunblaðsins 1. júlí sl., sem
hægt er að finna á 3. hæð Þjóð-
arbókhlöðunnar, nema hún sé
hætt að kaupa Moggann líka.
Deildir HÍ ákveða hversu miklu
fé þær veita til bóka- og tímarita-
kaupa fyrir Þjóðarbókhlöðuna.
Eins og staðan er núna, þar sem
margar deildir eiga erfitt með að
halda uppi sómasamlegri kennslu
fyrir það fé sem ríkið veitir þeim,
er ljóst að erfitt er að finna pen-
ing til að kaupa bækur og tímarit.
Þetta á sérstaklega við um hugvís-
inda-, félagsvísinda, guðfræði,
laga- og viðskipta- og hag-
fræðideild vegna þess að nám í
þessum deildum er í lægsta
reikniflokki í reiknilíkani mennta-
málaráðuneytisins. Reiknilíkanið
felur m.a. í sér að hug-
vísindadeild HÍ fær
245 þús. kr. minna
greitt fyrir hvern
nemanda í íslensku en
Kennaraháskóli Ís-
lands fær greitt fyrir
hvern nemanda í ís-
lenskunámi þar, þrátt
fyrir að kennsluað-
ferðir séu ekki ýkja
ólíkar á milli skólanna.
Til að tryggja að
Þjóðarbókhlaðan verði
ekki uppiskroppa með
gott, nýtt lesefni verð-
ur að gera eitthvað!
Stúdentar við HÍ
þurfa alltaf á nýjum
bókum og tímarita-
greinum að halda til
að geta stundað sitt
nám. Það dugir ekki
að stúdentar við HÍ
lesi bara bækur frá
því einhvern tíma síð-
ustu öld, á meðan
námsmenn úti í heimi
eru með allt hið nýj-
asta nýja. Þá verður
ekkert úr þessu þekk-
ingarsamfélagi sem
við viljum þróa hér á
landi. Það eru hags-
munir stúdenta og
þjóðarinnar allrar að
bóka- og tímaritakost-
ur Þjóðarbókhlöð-
unnar sé sem bestur,
svo við drögumst ekki
aftur úr í samkeppninni við aðrar
þjóðir um að hafa hér velmenntað
og hæft fólk til að tryggja áfram-
haldandi velsæld.
Því þarf að auka framlög til
Þjóðarbókhlöðunnar. Og fyrsta
skrefið í þá átt er að tryggja fyrr-
nefndum deildum HÍ nægt fjár-
magn með því að færa þær upp í
réttlátan reikniflokk. Og það þarf
að gerast STRAX!
Björgum Bókhlöð-
unni okkar! Björg-
um náminu okkar!
Ásþór Sævar Ásþórsson fjallar
um Þjóðarbókhlöðuna, Lands-
bókasafn – Háskólabókasafn
Ásþór Sævar Ásþórsson
’Til að tryggjaað Þjóðarbók-
hlaðan verði ekki
uppiskroppa
með gott, nýtt
lesefni verður að
gera eitthvað!
Stúdentar við HÍ
þurfa alltaf á nýj-
um bókum og
tímaritagreinum
að halda til að
geta stundað sitt
nám. ‘
Höfundur er gjaldkeri Röskvu,
samtaka félagshyggjufólks við
Háskóla Íslands.
EFTIR því sem ég man best hef-
ur íslenska krónan aldrei hækkað
í gengi frá stríðsárunum, eða frá
1940, heldur ávallt lækkað í gengi
gagnvart öðrum gjaldmiðli. Geng-
inu var ávallt haldið föstu í nokk-
urn tíma í senn, en ríkisstjórnin
felldi svo gengið, eins og það var
kallað, þegar íslenski útflutnings-
iðnaðurinn var enn og aftur kom-
inn í þrot vegna verðbólgu og
stanslausra, kerfisbundinna launa-
hækkana.
Það skýtur því skökku við þegar
allt í einu var farið að skrá hærra
gengi, en verðið á bandaríska dal-
um var komið í um 110 krónur, en
fór svo niður í um 60 krónur. Ein-
falt dæmi sýnir manni að erlent
fyrirtæki með íslenskar fram-
kvæmdir (svo sem Alcoa) fékk áð-
ur 110 milljónir króna fyrir millj-
ón dali, til þess að greiða fyrir
kostnað innanlands, en skömmu
seinna þurfti að snara fram nær
tveimur milljónum dala, til þess að
fá jafnmargar krónur.
Þetta kolskakka gengi hafði svo
jafnframt þær afleiðingar að litlu
útflutningsfyrirtækin íslensku
urðu gjaldþrota, hvert á fætur
öðru og litlu fiskiþorpin eru í
dauðateygjunum.
Það er öllum ljóst að sjávarbæj-
irnir kringum landið hafa ekkert
annað til þess að lifa á, en það
sem úr hafinu kemur.
Sú spurning kemur því óneit-
anlega upp í hugann hvort þessar
gengishækkanir hafi verið gerðar
til þess, meðal annars, að skapa
atvinnuleysi í sjávarbæjunum og
neyða menn til þess að leita sér að
atvinnu annars staðar, svo sem við
stóriðju eða annað í kringum þá
uppbyggingu.
Ef fram hefði haldið sem horfði,
þegar dalurinn var á um 110 krón-
ur, þá væri hann í dag sennilega á
um 130 krónur, eða jafnvel enn
hærri, eða á um 150 krónur.
Að öllu þessu samanlögðu er
það mitt álit að það verði að fella
gengið á krónunni, og helst sem
fyrst.
Úr því sem komið er tel ég að
það verði að miða gengið við 100
krónur á móti bandarískum dal,
(sumir myndu ef til vill segja;
minnst 130 krónur) en setja síðan
gengið fast miðað við Bandaríkja-
dal í næstu 20 ár.
Að setja gengið fast miðað við
Evrópu-evruna myndi sennilega
gera sama eða svipað gagn, en þar
sem heimsviðskiptin hafa mest
notast við dalinn og íslensk við-
skipti hafa trúlega mest miðast við
dalinn, tel ég eðlilegast að festa
krónuna við dalinn.
TRYGGVI HELGASON,
Akureyri.
Gengi krónunnar
Frá Tryggva Helgasyni:
Við höldum með þér!
Frábær ferðaleikur fyrir alla fjölskylduna
Komdu v
ið á næs
tu Olís-s
töð
og fáðu
stimpil í
Ævintýr
akortið
– og æv
intýragl
aðning í
leiðinni
.
Vertu m
eð í allt
sumar!