Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Opið virka daga 10-18, laugardaga kl. 10-16. ÚTSALA - ÚTSALA Kápur, jakkar, bolir, pils og buxur Nýtt Kortatímabil HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Það var mikil gleði og gaman á félagssvæði Þórs við Hamar í gær, en þar fór fram sumarhátíð Vinnuskólans á Akureyri. Saman voru komnir fjölmargir unglingar, 14 og 15 ára gamlir, starfsmenn í Vinnuskól- anum. Þeir hafa lagt hart að sér undanfarnar vikur við að hreinsa og þrífa bæinn sinn og var nú umbunað fyrir vel unnið verk. Boðið var upp á leiki af ýmsu tagi, þrautir og kappleiki og hvaðeina og í kaupbæti hæglætisveður með sólskini. Að sjálfsögðu fengu svo allir eitthvað gott í gogginn áður en haldið var heim eftir vel heppnaða sumarhátíð. Morgunblaðið/Margrét Þóra Sumarhátíð Krakkarnir í Vinnuskóla Akureyrar gerðu sér glaðan dag í gær. Keppt var í boltaleik, þar sem notast er við litlar kylfur til að koma boltanum í mark. Það sem mesta athygli vakti var völlurinn sjálfur. Hann var líkastur freyðibaði, enda nokkuð erfitt að hendast á eftir boltanum með kylfuna á lofti við slíkar aðstæður. Gleði og gaman á sumarhátíð Söguganga | Árleg söguganga um elsta hluta Oddeyrar verður farin laugardag- inn 15. júlí kl. 14, lagt verður af stað frá Gránufélagshúsunum, Strandgötu 49. Oddeyrin er ein sandeyranna sem Ak- ureyri byggðist á í upphafi. Hún er mynduð af framburði Glerár sem áður fyrr átti farveg til sjávar suður í Hofs- bótina. Fyrstu heimildir um mannaferð- ir á Oddeyri eru í Vígaglúmssögu og í Sturlungu. Á Oddeyri fóru fram opinberar sam- komur á miðöldum og þar var sjálfkjör- inn samkomustaður á 19. öldinni. Fyrstu húsin risu á Oddeyri árið 1858 og upp úr 1870 fór Gránufélagið að byggja upp hús sín sem enn standa og eru frið- uð samkvæmt húsafriðunarlögum. Um aldamótin 1900 var gatnakerfið á syðri hluta Oddeyrar komið, Strandgat- an og flestar hliðargötur út frá henni. Á þessu svæði er að finna samfellda timb- urhúsabyggð með sýnishornum af ýmsu tagi. Þar eru tvílyft hús byggð undir áhrifum af Schweizer-stíl, og lágreist, margviðbyggð hús, en einnig eru elstu steinsteyptu húsin á Akureyri á sunn- anverðri Oddeyri.    ÞRIÐJU tónleikarnir í tón- leikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir á sunnudag, 16. júlí kl. 17. Að þessi sinni verða flytjend- ur Kammerkórinn Schola can- torum og stjórnandi hans Hörður Áskelsson, Inga Rós Ingólfsdóttir leikur á selló. Á efnisskrá tónleikann verða verk eftir Heinrich Schütz og Þorkel Sigurbjörnsson. Kórinn frumflutti mörg verk íslenskra tónskálda Kammerkórinn Schola can- torum var stofnaður upp úr síð- ustu áramótum á grunni Schola cantorum, kammerkórs Hall- grímskirkju. Kórinn hafði þá starfað við góðan orðstír í níu ár, undir stjórn Harðar Áskels- sonar og haldið fjölmarga tón- leika þar sem einkum var flutt tónlist frá endurreisnar- og barokktíma. Einnig var sam- tímatónlist áberandi í verk- efnaskrá kórsins og frumflutti kórinn mörg verk eftir íslensk tónskáld. Sumar- tónleikar Starfsdagur | Í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð verður hægt að fylgjast með fólki að störfum á sunnudag, 16. júlí, milli kl. 13.30 og 17. Pétur Þórarinsson sóknarprestur messar í kirkjunni og almennur söngur mun hljóma út á tún. Í Gamla bænum verður fólk að störfum m.a. við mat- argerð. Þar verður unnið úr undirstöðu mataræðis Íslendinga fyrr á öldum, mjólkinni. Kynnt verður undir hlóðum og bakaðar gómsætar lummur enda er- lendur gestur í heimsókn hjá maddö- munni. Gestum og gangandi verður boð- ið að smakka á ýmsu góðgæti sem unnið verður í gamla bænum. Á hlaðinu verð- ur heyskapur í fullum gangi og hljóð- færaleikararnir Einar og Haukur spila ljúfa tónlist. Danshópur svífur um hlaðið og sýnir þjóðdansa kl. 15.30. Þátttakendur í starfsdeginum í Lauf- ási eru félagar úr Laufáshópnum auk fjölda annarra sjálfboðaliða. ÞANN 9. júlí sl. efndi Garðyrkjufélag Íslands til árlegrar garðaskoðunar. Að þessu sinni var sjónum garðáhugamanna beint að fjórum einkagörðum í Mosfellsbæ. Garðaskoðuninni er þannig háttað að fólk kemur á eigin bíl og skoðar þá garða sem það vill, fær hugmyndir og hrífst af hugmyndaflugi eigenda þeirra garða sem til skoðunar eru. Garðaskoðunin er með vinsælli þáttum í starfsemi Garðyrkju- félagsins og á hverju ári koma hundruð manna til að njóta dagsins og skoða plöntur, palla, gosbrunna og garðálfa. Garðyrkjufélag Íslands er ein elstu og virt- ustu umhverfissamtök landsins, stofnuð árið 1885. Allt frá stofnun félagsins hefur verið lögð áhersla á að auka og efla veg garðyrkju á Íslandi. Félagið byggist á gömlum grunni en er jafnframt framsækið fræðslu- og hags- munafélag þeirra er garðyrkju stunda. Þannig hefur félagið lagt grunninn að starfi fagfélaga og hagsmunasamtaka á sviði garðyrkju og stuðlað að fallegra yfirbragði bæja og borgar. Morgunblaðið/Sverrir Eigendur garðsins María Hákonardóttir og Erich Köppel við Hamarsteig 5. Árleg garðaskoðun í Mosfellsbæ Litrík flóra Í garði Erich og Maríu. Nýútsprungin bóndarós Í garði Arkarholts 4. Eigendur eru Kristleifur og Margrét. Arkarholtið Þar mátti finna marglit blóm. Mosfellsbær | Bæjarritari Mosfellsbæjar fór með rangt mál þegar hann sagði að vel hefði ver- ið staðið að undirbúningi stórrar tengibrautar í gegnum Álafosskvos, að mati Hildar Mar- grétardóttur, listakonu og íbúa í kvosinni, sem segir að við aðalskipulag Mosfellsbæjar vegna legu tengibrautarinnar hafi íbúar Álafosskvos- ar, Helgalands og Ásahverfis, gert athugasemd- ir við legu tengibrautarinnar. Þá hafi Halldór Gíslason arkitekt og fyrrverandi prófessor safn- að undirskriftum þeirra sem mótmæltu fyrir- huguðum aðgerðum og afhent bæjaryfirvöldum. Hildur bendir á að reglugerð sem taki á atriðum varðandi lagningar tengibrautar í þéttbýli og á svæðum á náttúruminjaskrá, mæli fyrir um þá reglu að 50–100 metra belti skuli vera á milli ár og tengibrautar, en brautina sé fyrirhugað að leggja allt að því 48 metra frá árfarveginum. Lagningu tengibrautarinnar hefur verið harðlega mótmælt af íbúum Álafosskvosar und- anfarna daga. Telja þeir að slíkt myndi leggja hið sérstaka útivistar- og mannlífssvæði í rúst. Eins og í villta vestrinu Hildur segir að íbúar á svæðinu séu alltaf að reka augun í eitthvað nýtt og orðnir langþreyttir á eilífri baráttu við stjórnvöld. Hún segir sama hvaða stofnana sé leitað til, alltaf sé fátt um svör af hálfu yfirvalda og íbúum bent á að beita sér sjálfir í málinu, sé það svona mikilvægt. „Þetta er eins og að vera í villta vestrinu, þú mátt ekki sofna á verðinum án þess að verða skotinn í bak- ið. Ég hef ekki getað stundað mína vinnu af neinu viti enda fara dagarnir í það að lesa lög og reglugerðir svo að ég verði ekki mötuð af vit- leysu stjórnvalda,“ segir Hildur. Hún telur að ábyrgðin liggi ekki síst hjá bæjarstjórnarflokk- unum. „Persónulega finnst mér að Vinstri grænir þurfi að taka málið fastari tökum þar sem það varðar náttúru bæjarbúa miklu. Það er ekki endalaust hægt að stinga höfðinu í sandinn og firra sig ábyrgð vegna einhverra tengsla við málið,“ segir Hildur að lokum. „Bæjarritari fór með rangt mál“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.