Morgunblaðið - 14.07.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.07.2006, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Opið virka daga 10-18, laugardaga kl. 10-16. ÚTSALA - ÚTSALA Kápur, jakkar, bolir, pils og buxur Nýtt Kortatímabil HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Það var mikil gleði og gaman á félagssvæði Þórs við Hamar í gær, en þar fór fram sumarhátíð Vinnuskólans á Akureyri. Saman voru komnir fjölmargir unglingar, 14 og 15 ára gamlir, starfsmenn í Vinnuskól- anum. Þeir hafa lagt hart að sér undanfarnar vikur við að hreinsa og þrífa bæinn sinn og var nú umbunað fyrir vel unnið verk. Boðið var upp á leiki af ýmsu tagi, þrautir og kappleiki og hvaðeina og í kaupbæti hæglætisveður með sólskini. Að sjálfsögðu fengu svo allir eitthvað gott í gogginn áður en haldið var heim eftir vel heppnaða sumarhátíð. Morgunblaðið/Margrét Þóra Sumarhátíð Krakkarnir í Vinnuskóla Akureyrar gerðu sér glaðan dag í gær. Keppt var í boltaleik, þar sem notast er við litlar kylfur til að koma boltanum í mark. Það sem mesta athygli vakti var völlurinn sjálfur. Hann var líkastur freyðibaði, enda nokkuð erfitt að hendast á eftir boltanum með kylfuna á lofti við slíkar aðstæður. Gleði og gaman á sumarhátíð Söguganga | Árleg söguganga um elsta hluta Oddeyrar verður farin laugardag- inn 15. júlí kl. 14, lagt verður af stað frá Gránufélagshúsunum, Strandgötu 49. Oddeyrin er ein sandeyranna sem Ak- ureyri byggðist á í upphafi. Hún er mynduð af framburði Glerár sem áður fyrr átti farveg til sjávar suður í Hofs- bótina. Fyrstu heimildir um mannaferð- ir á Oddeyri eru í Vígaglúmssögu og í Sturlungu. Á Oddeyri fóru fram opinberar sam- komur á miðöldum og þar var sjálfkjör- inn samkomustaður á 19. öldinni. Fyrstu húsin risu á Oddeyri árið 1858 og upp úr 1870 fór Gránufélagið að byggja upp hús sín sem enn standa og eru frið- uð samkvæmt húsafriðunarlögum. Um aldamótin 1900 var gatnakerfið á syðri hluta Oddeyrar komið, Strandgat- an og flestar hliðargötur út frá henni. Á þessu svæði er að finna samfellda timb- urhúsabyggð með sýnishornum af ýmsu tagi. Þar eru tvílyft hús byggð undir áhrifum af Schweizer-stíl, og lágreist, margviðbyggð hús, en einnig eru elstu steinsteyptu húsin á Akureyri á sunn- anverðri Oddeyri.    ÞRIÐJU tónleikarnir í tón- leikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir á sunnudag, 16. júlí kl. 17. Að þessi sinni verða flytjend- ur Kammerkórinn Schola can- torum og stjórnandi hans Hörður Áskelsson, Inga Rós Ingólfsdóttir leikur á selló. Á efnisskrá tónleikann verða verk eftir Heinrich Schütz og Þorkel Sigurbjörnsson. Kórinn frumflutti mörg verk íslenskra tónskálda Kammerkórinn Schola can- torum var stofnaður upp úr síð- ustu áramótum á grunni Schola cantorum, kammerkórs Hall- grímskirkju. Kórinn hafði þá starfað við góðan orðstír í níu ár, undir stjórn Harðar Áskels- sonar og haldið fjölmarga tón- leika þar sem einkum var flutt tónlist frá endurreisnar- og barokktíma. Einnig var sam- tímatónlist áberandi í verk- efnaskrá kórsins og frumflutti kórinn mörg verk eftir íslensk tónskáld. Sumar- tónleikar Starfsdagur | Í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð verður hægt að fylgjast með fólki að störfum á sunnudag, 16. júlí, milli kl. 13.30 og 17. Pétur Þórarinsson sóknarprestur messar í kirkjunni og almennur söngur mun hljóma út á tún. Í Gamla bænum verður fólk að störfum m.a. við mat- argerð. Þar verður unnið úr undirstöðu mataræðis Íslendinga fyrr á öldum, mjólkinni. Kynnt verður undir hlóðum og bakaðar gómsætar lummur enda er- lendur gestur í heimsókn hjá maddö- munni. Gestum og gangandi verður boð- ið að smakka á ýmsu góðgæti sem unnið verður í gamla bænum. Á hlaðinu verð- ur heyskapur í fullum gangi og hljóð- færaleikararnir Einar og Haukur spila ljúfa tónlist. Danshópur svífur um hlaðið og sýnir þjóðdansa kl. 15.30. Þátttakendur í starfsdeginum í Lauf- ási eru félagar úr Laufáshópnum auk fjölda annarra sjálfboðaliða. ÞANN 9. júlí sl. efndi Garðyrkjufélag Íslands til árlegrar garðaskoðunar. Að þessu sinni var sjónum garðáhugamanna beint að fjórum einkagörðum í Mosfellsbæ. Garðaskoðuninni er þannig háttað að fólk kemur á eigin bíl og skoðar þá garða sem það vill, fær hugmyndir og hrífst af hugmyndaflugi eigenda þeirra garða sem til skoðunar eru. Garðaskoðunin er með vinsælli þáttum í starfsemi Garðyrkju- félagsins og á hverju ári koma hundruð manna til að njóta dagsins og skoða plöntur, palla, gosbrunna og garðálfa. Garðyrkjufélag Íslands er ein elstu og virt- ustu umhverfissamtök landsins, stofnuð árið 1885. Allt frá stofnun félagsins hefur verið lögð áhersla á að auka og efla veg garðyrkju á Íslandi. Félagið byggist á gömlum grunni en er jafnframt framsækið fræðslu- og hags- munafélag þeirra er garðyrkju stunda. Þannig hefur félagið lagt grunninn að starfi fagfélaga og hagsmunasamtaka á sviði garðyrkju og stuðlað að fallegra yfirbragði bæja og borgar. Morgunblaðið/Sverrir Eigendur garðsins María Hákonardóttir og Erich Köppel við Hamarsteig 5. Árleg garðaskoðun í Mosfellsbæ Litrík flóra Í garði Erich og Maríu. Nýútsprungin bóndarós Í garði Arkarholts 4. Eigendur eru Kristleifur og Margrét. Arkarholtið Þar mátti finna marglit blóm. Mosfellsbær | Bæjarritari Mosfellsbæjar fór með rangt mál þegar hann sagði að vel hefði ver- ið staðið að undirbúningi stórrar tengibrautar í gegnum Álafosskvos, að mati Hildar Mar- grétardóttur, listakonu og íbúa í kvosinni, sem segir að við aðalskipulag Mosfellsbæjar vegna legu tengibrautarinnar hafi íbúar Álafosskvos- ar, Helgalands og Ásahverfis, gert athugasemd- ir við legu tengibrautarinnar. Þá hafi Halldór Gíslason arkitekt og fyrrverandi prófessor safn- að undirskriftum þeirra sem mótmæltu fyrir- huguðum aðgerðum og afhent bæjaryfirvöldum. Hildur bendir á að reglugerð sem taki á atriðum varðandi lagningar tengibrautar í þéttbýli og á svæðum á náttúruminjaskrá, mæli fyrir um þá reglu að 50–100 metra belti skuli vera á milli ár og tengibrautar, en brautina sé fyrirhugað að leggja allt að því 48 metra frá árfarveginum. Lagningu tengibrautarinnar hefur verið harðlega mótmælt af íbúum Álafosskvosar und- anfarna daga. Telja þeir að slíkt myndi leggja hið sérstaka útivistar- og mannlífssvæði í rúst. Eins og í villta vestrinu Hildur segir að íbúar á svæðinu séu alltaf að reka augun í eitthvað nýtt og orðnir langþreyttir á eilífri baráttu við stjórnvöld. Hún segir sama hvaða stofnana sé leitað til, alltaf sé fátt um svör af hálfu yfirvalda og íbúum bent á að beita sér sjálfir í málinu, sé það svona mikilvægt. „Þetta er eins og að vera í villta vestrinu, þú mátt ekki sofna á verðinum án þess að verða skotinn í bak- ið. Ég hef ekki getað stundað mína vinnu af neinu viti enda fara dagarnir í það að lesa lög og reglugerðir svo að ég verði ekki mötuð af vit- leysu stjórnvalda,“ segir Hildur. Hún telur að ábyrgðin liggi ekki síst hjá bæjarstjórnarflokk- unum. „Persónulega finnst mér að Vinstri grænir þurfi að taka málið fastari tökum þar sem það varðar náttúru bæjarbúa miklu. Það er ekki endalaust hægt að stinga höfðinu í sandinn og firra sig ábyrgð vegna einhverra tengsla við málið,“ segir Hildur að lokum. „Bæjarritari fór með rangt mál“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.