Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 29 EITT af fyrstu verkum nýs heilbrigðis- ráðherra var að koma á tvöföldu kerfi í heilbrigðisþjónustunni, eitt fyrir efna- meiri og annað fyrir efnaminni. Þegar hjartalæknar sögðu sig frá samningi við Tryggingastofnun ríkisins brást heilbrigðisráðherra við með því að setja á fót afar sérkennilega útgáfu af tilvísanakerfi sem bitnar helst á sjúkling- um og skattgreiðendum. Samkvæmt kerfinu getur sjúklingur eingöngu fengið niðurgreiðslu ríkisins á heilbrigðisþjónustu hjartalækna leiti hann til heilsugæslulæknis áður en hann fer til hjartalæknis. Ólíkt öðrum hugmyndum sem hafa heyrst í gegnum árin um tilvísanakerfi er hér um að ræða samnings- lausa lækna sem munu búa við frjálsa gjaldskrá. Þetta nýja fyrirkomulag ríkis- stjórnarflokkanna í heilbrigðismálum hefur því marga galla. Sjúklingum mismunað eftir efnahag Í fyrsta lagi mismunar þetta kerfi sjúklingum eftir efnahag og skerðir aðgengi þeirra að nauðsynlegri þjón- ustu hjartalækna. Efna- meiri sjúklingar geta nú far- ið beint til hjartalæknis og fengið þjónustu strax með því að greiða sjálfir fyrir hana fullu verði. Þar sem hjartalæknar eru samnings- lausir hafa þeir frjálsa gjald- skrá og geta því rukkað það verð sem þeir kjósa. Því er ekkert sem kemur í veg fyr- ir að efnameiri sjúklingar geti verið teknir fram fyrir í röðinni á kostnað hinna efnaminni. Sömuleiðis er hætta á svipuð staða skapist og ríkir um tannlæknaþjónustu. Þar höfum við tvenns konar gjaldskrár, ann- ars vegar svokallaða ráðherragjaldskrá sem er sú niðurgreiðsla sem ráðherra er tilbúinn að veita í málaflokkinn, og hins vegar hin raunverulega gjaldskrá, sem læknirinn rukkar eftir. Mismuninn, sem getur aukist með tím- anum, greiða síðan sjúklingar. Aukinn kostnaður og óhagræði fyrir sjúklinga Í öðru lagi eykur þetta nýja fyrirkomu- lag kostnað og óhagræði fyrir þorra sjúklinga og sérstaklega þá efnaminni. Almenningur þarf að fara fyrst til heilsu- gæslulæknis til að fá tilvísun á hjarta- lækni, síðan til hjartalæknisins og loks til Tryggingastofnunar ríkisins til að fá hlut ríkisins greiddan. Hefji sjúklingur leiðangur sinn hjá öðr- um sérfræðilækni verður hann að fara á fjóra staði þar sem aðrir sérfræðilæknar en heimilislæknar mega ekki vísa sínum sjúklingum á hjartalækni. Hinum efnameiri nægir aftur á móti að fara á einn stað. Fyrir einstaklinga sem ekki eiga bíl getur þetta þýtt að taka þarf sex til átta leigubíla til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og niðurgreiðslu. Það þarf ekki að hugsa slíkt ferðlag mikið til þess að átta sig á ótrúlegum óþægindum og ónauðsynlegum kostnaði sem fylgir þessu fyrirkomulagi. Heildarkostnaður hins opinbera eykst Í þriðja lagi má ætla að kerfið verði mun stjórnlausara áður og heildarkostn- aður hins opinbera mun vafalítið aukast. Á meðan stuðst var við samningaleiðina gat ráðherra ákveðið þá heildarupphæð sem átti að fara í niðurgreiðslu þjónust- unnar. Afsláttarkjör mynduðust síðan þegar búið var að veita ákveðið mikið af þjónustunni. Eftirspurn eftir hjartalæknum er vita- skuld óbreytt þrátt fyrir nýtt kerfi heil- brigðisráðherrans og niðurstaðan sú að ríkið greiðir sinn hlut fyrir þá þjónustu sem hjartasjúklingar leita sér, svo fremi sem þeir fái tilvísun frá heilsugæslunni. Heildarupphæðin á árinu getur því orðið töluvert hærri fyrir hið opinbera en sá kostnaður sem fylgt hefði samningaleið- inni. Þetta nýja kerfi mun tvímælalaust auka kostnað og tvítekningu í kerfinu. Ákveðnar rannsóknir og hluti viðtala verða nú framkvæmdar fyrst hjá heilsu- gæslulæknum og svo aftur hjá hjarta- læknum þegar þangað er komið. Aðeins heilsugæslulæknar mega vísa til hjartalækna Í fjórða lagi er einungis gert ráð fyrir að heilsugæslulæknir geti vísað á hjarta- lækna. Hins vegar eru fjölmargir aðrir sérfræðilæknar sem hafa getu, þekkingu og þörf til að vísa sjúklingum til hjarta- læknis, t.d. lungna-, tauga-, öldrunar-, lyf- og svæfingalæknar. Forsvarsmaður Læknafélags Reykjavíkur hefur bent á að með því að takmarka rétt lækna til að vísa sjúklingum til hjartalækna sé verið að skerða hluta af lækninga- leyfi sérfræðilækna. Jafnframt er ekki gert ráð fyrir neinu samnings- sambandi milli læknanna og hins opinbera og því eru ýmsar samningsskyldur lækna gagnvart hinu opin- bera ekki fyrir hendi. Samn- ingsbundinn læknir getur t.d. ekki rukkað sjúkling um hvaða upphæð sem er eigi niðurgreiðsla hins opinbera að vera fyrir hendi. Samn- ingslaus læknir getur hins vegar gert það. Samnings- bundinn læknir hefur sömu- leiðis verið bundinn ákveðnum kröfum um eftir- lit og upplýsingagjöf til Tryggingastofnunar, ásamt öðrum skyldum. Einnig er vert að benda á að þetta kerfi mun draga úr samningshvatanum. Síðan kerfið var sett á fót hefur enginn samningafundur verið haldinn á milli hjarta- lækna og samninganefndar heilbrigðisráðuneytisins. Varhugavert fordæmi Einna varhugaverðast er þó að þetta fyrirkomulag mun skapa fordæmi fyrir aðrar sérfræðistéttir. Hjartalæknar voru samningsbundnir þegar ríkjandi ástand skapaðist en kusu að segja sig frá þeim samningi. Með því að festa þetta kerfi í sessi er verið að bjóða þeirri hættu heim að aðrar sérfræðilæknastéttir fari sömu leið þegar þeirra einingamarki er náð í haust. Niðurstaðan verður þá dýrara kerfi og fjöldi sérfræðilækna sem hafa engar samningsskyldur gagnvart hinu opinbera og verða með frjálsa gjaldskrá með þeim afleiðingum að hægt er að rukkað hvaða verð sem er og þar af leiðandi þjónað sjúklingum í samræmi við efnahag. Aðrar leiðir færar Sérfræðilæknar hafa áður sagt sig af samningi við Tryggingastofnun. Slíkum deilum hefur hins vegar ætíð lokið með samningum og hefur greiðsluréttur al- mennings síðan verið tryggður með reglu- gerð ráðherra. Það er óskiljanlegt að nýr heilbrigðisráðherra skuli ekki reyna samningsleiðina til þrautar eins og fyrir- rennarar hans hafa allir gert. Í stað þess ákveða ríkisstjórnarflokk- arnir að fara í vanhugsaða tilraunastarf- semi með almannatryggingakerfið sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar og erfitt getur reynst að snúa við. Forsvarsmenn sjúklinga hjá Hjarta- heillum, landssamtökum hjartasjúklinga, og SÍBS, ásamt Félagi eldri borgara í Reykjavík og formanni félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hafa allir talið að þetta nýja fyrirkomulag ríkisstjórnar- flokkanna leiði til tvöfalds kerfis í heil- brigðiskerfinu sem mismuni eftir efna- hag. Ríkisstjórnin er með þessu að festa í sessi kerfi sem mismunar almenningi og eykur heildarkostnaðinn fyrir hið opin- bera og þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Varhugaverð tilraunastarfsemi ríkisstjórnarinnar Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson Ágúst Ólafur Ágústsson ’Ríkisstjórnin erað festa í sessi kerfi sem mis- munar almenn- ingi og eykur heildarkostnað- inn fyrir hið opinbera og sjúklinga.‘ Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. lýkur verður farið í að setja upp vélar 4-6. Framkvæmdum við stálfóðrun tvennra fallganga virkjunarinnar miðar betur eft- ir því sem á líður. Stálfóðringin er komin upp í um 300 metra hæð. Er steypt jafn- óðum í kringum fóðringuna. Eftir er að fóðra ríflega 100 metra í hvorum göngum en þau verða 420 metra há. Á vef Kárahnjúkavirkjunar er þess getið að lyfturnar í fallgöngunum séu orðnar þær hæstu á Íslandi og slái út lyft- una í Blönduvirkjun, sem er um 230 metra há. Blöndulyftan fær þó fyrri vegs- auka síðar, því lyfturnar í fallgöngunum verða fjarlægðar við verklok. Sigurður sagði að vegna seinkunar við gangagerðina yrði að vinna upp tafir með auknum krafti við frágangsvinnu, sam- hliða og eftir borun. Því mætti vænta þess að starfsmenn Impregilo yrðu eitt- hvað fleiri næsta vetur en áður var áætl- að. ar hleypa þarf framhjá stíflunni. Arnar- fell mun einnig bora göng og gera skurð sem veitir vatni úr Hraunaveitu að Ufsar- stíflu. Stöðvarhúsið langt komið Verið er að ljúka við steypuvinnu í stöðvarhúsinu í Teigsfjalli og spennasaln- um við hliðina. Efsta gólfið, sem er í kringum vél 6 í stöðvarhúsinu, var steypt í fyrradag. Frágangi í stöðvarhúsinu lýk- ur nú í ágúst. Eftir það fer krafturinn í uppsetningu búnaðar. Byrjað er að setja upp fyrri þrjár vélar virkjunarinnar og fyrstu fjórir af sex spennum virkjunarinnar eru væntanlegir á næstunni. Spennarnir eru smíðaðir í Ungverjalandi og verða spennar fyrir vélar 1 og 2 tengdir fyrst. Fosskraft byggir stöðvarhúsið og spennahúsið og skilar þeim í tveimur áföngum. Þegar seinni áfanga hússins nnur að gerð aðrennslis- búist er við að þeir komist gnum við Hálslón nú fyrir þeir væntanlega áfram og 72 metra í hina áttina. Ann- rkefni Arnarfells við fram- an Snæfells. Þeir fengu um að bora og sprengja 3,5 kulsárgöngum, sem eru 13 frá Jökulsá í Fljótsdal r, og eiga Arnarfellsmenn lómetra ólokið af sínum r gert til að stytta það sem bora út frá aðalgöngunum um. einnig byrjað að undirbúa ökulsá í Fljótsdal nokkuð abakka og einnig Hraun- stíflu í Kelduá og Grjótá n. Verið er að byggja var- s við Ufsarstíflu, sem áin lugerðinni er lokið og þeg- ga vel og margir áfangar eru að nálgast verklok Morgunblaðið/RAX rahnjúk. Búið er að setja 95% af fyllingunni í stífluna, sem verður mest um 200 metra há og 730 metrar á lengd. öngin á áætlun úið er að hlaða upp grjóti. Hliðarstíflurnar við Desjará og Sauðárdal eru einnig langt komnar hjá Suðurverki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.