Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
BÁTAHÚSIÐ, hið merka skipasafn
Siglfirðinga, var ramminn um fyrri af
tvennum sölsutónleikum föstudags-
kvöldsins. Myndaði sú músík óneitan-
lega mikla andstæðu við klassísku
píanótónleika Kwetzinskys rétt á
undan, enda þótt allt tónefni dagsins
væri hvert með sínum hætti á þjóð-
legum nótum. Fór spilamennskan
sem fyrr á þeim stað fram á þilfari
síldarskipsins Týs SK 33, eikarbát frá
1947, og voru „viðlegukantar“ húss-
ins það þéttsetnir að ómögulegt
reyndist að finna sæti nema stjórn-
borðsmegin þar sem hljómsveit og
hátalarar sneru baki við þessum
hlustanda. Fyrir vikið heyrðust ekki
orðaskil úr kynningum Bogomils,
hvað þá söngtextum. Í fjarveru tón-
leikaskrár var því ógerningur að
henda reiður á dagskrárliðum nema
að vera þaulkunnugur viðfangsefnum
hljómsveitarinnar. Svo var ekki í
mínu tilviki, og nægir því frá að
greina að stemningin var með bezta
móti eftir áköfum undirtektum að
dæma.
Að vísu þótti mér heldur kyndugt
að halda tónleika með rakinni dans-
músík þar sem enginn dansaði (fyrir
utan plássleysið virtist slíkt athæfi að
auki háskalegt í stöðunni þareð
leggjabrjótsdjúpt sýndist niður á
fast, jafnvel þótt spennt væri nælon-
net milli borðstokks og bryggju). En
sem fyrr segir kom það hvergi niður á
viðtökum þó að hlustendur gætu í
mesta lagi ruggað sér í sætum, líkt og
Pólýnesíumenn dönsuðu sitjandi í
langferðabátum sínum um Kyrrahaf.
Músíkin virtist enda þétt og heit, að
svo miklu leyti sem heyrt varð bak-
sviðs þar sem samvægið hlaut að fara
út og suður.
Dunandi kyrrseta
Sportbarinn Allinn að Túngötu
myndaði umgjörð seinni sölsutón-
leika kvöldsins, og var þar horfið
norðvestur úr heimaeylandi reggaes-
ins til Kúbu mambós og rúmbu. Enn
var fullt út úr dyrum. Hljómsveitin
undir forystu Tómasar R. Einars-
sonar og Matthíasar Hemstock var
einhver sú slagverksvæddasta sem
ég hef eyrum barið, því auk hljóm-
borðs, bassa, trompets og básúnu
lúðu þar heilir sex manns sláttarfæri
ef trommusett Matthíasar er með-
talið. Hrynsveitin var því óhætt að
segja fullskipuð og kitlaði enn meir
danshvötina en áður heyrðist í Báta-
húsinu, þó aðeins bæri eitt par slíkt
við í öllum þrengslunum.
Lúðrana þeyttu tvær ungar og
ónefndar stúlkur af samstilltri
smekkvísi eftir nótum, og hefðu að
ósekju mátt vera helmingi fleiri, því
þaðan barst nánast eini lagræni þátt-
ur kvöldsins. Fór sú tilhögun að fyrra
bragði svolítið í pirrur undirritaðs,
eða þar til löngu eftir á afhjúpaðist að
bandið var að mestu skipað nem-
endum af slagverksnámskeiði þeirra
sölsuhöfðingja. En eins í fyrra fallinu
kom það ekki í veg fyrir rífandi
stemmningu, jafnvel þótt allir sætu
að heita má sem fastast undir blóð-
heita suðræna danslagaflæðinu.
Latneskir kokkteil–sósudansar
TÓNLIST
Bátahúsið / Allinn
Jamaíka! Bogomil Font og Flís tríóið (kl.
21:30). / Kúbana: Tómas R. Einarsson
bassi, Matthías Hemstock trommur
ásamt félögum (kl. 23). Föstudaginn 7.
júlí.
Þjóðlagahátíð á Siglufirði
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/ÞÖK
Bogomil Font og tríóið Flís léku
saman í Bátahúsinu á Siglufirði.
Það vakti mörgum blendnarkenndir þegar óperusöng-konan Deborah Voigt var
rekin frá Konunglegu óperunni í
Covent Garden í London árið 2004,
fyrir það að vera of feit.
Það blandaðist engum hugur um
að Voigt væri ein stórkostlegasta
söngkona okkar tíma, afburða
hæfileikarík og afar eftirsótt. En
hún var of feit.
Rökin sem Konunglega óperan
færði fyrir uppsögninni á sínum
tíma, voru þau, að Voigt myndi ekki
klæða fallegur búningur – lítill
svartur kvöldkjóll, sem hannaður
hafði verið fyrir hlutverk Ariödnu á
Naxos. Því var grennri söngkona
fengin til að syngja hlutverkið þá.
Það varð auðvitað allt vitlaust, og
óperufólk var upp til hópa mjög
ósátt við það að verri grönn söng-
kona væri ráðin á kostnað þeirrar
þéttholda, sem var þá, og er enn, í
fremstu röð. Gat kjóldulan vegið
þyngra en mögnuð rödd Deboru
Voigt?
Söngvarar sem eitthvað kvað að,
sýndu Deboru Voigt samstöðu, og
sýttu það að óperuheimurinn væri
dottinn í sama pytt og skemmtana-
bransinn – að staðalímyndir og út-
litsdýrkun vægju þyngra en hæfi-
leikar. Það þótti líka sýnt að konur
fengju fyrr að finna fyrir slíkri
hörku en karlar.
Luciano Pavarotti, sem margir
telja fremsta tenorsöngvara okkar
tíma, hefur sjálfur árum saman
borið ófá aukakíló með sér um
óperusvið heimsins. Engu að síður
var hann vafalítið eftirsóttasti
söngvari okkar daga, meðan hann
var upp á sitt besta, þótt vissulega
hafi vöxtur hans og holdafar verið
til umræðu.
Þegar Deborah Voigt var rekin
fyrir vaxtarlagið, sumarið 2004,
brást hann illa við. „Mér hefur allt-
af þótt það stórkostlegt, og jafnvel
framsækið, svo tvírætt sem það
kann að hljóma, að óperan skuli
hafa verið eina grein menningar-
miðlunar og skemmtunar, þar sem
ekki hafa ríkt fordómar gagnvart
útliti og vaxtarlagi fólks,“ sagði
stjörnutenorinn þá, í samtali við
fjölmiðla, og bætti við: „Hvers
vegna í ósköpunum þarf söngkona í
aðalhlutverki að vera af einni stærð
en ekki annarri? Voigt syngur
dásamlega og er mikill listamaður.
Það vill nú þannig til, að margir
framúrskarandi söngvarar eru
grannir, og margir framúrskarandi
söngvarar eru það ekki.“
Renee Fleming, sem einnig er í
stórskotaliði óperusöngvara í dag –
landa Deboruh Voigt ásakaði ráðn-
ingarstjóra óperuhúsanna fyrir
hræsni og sagðist aldrei myndu
ráða vel vaxna söngkonu með með-
alrödd, ef framúrskarandi söng-
kona eins og Voigt væri tiltæk. Hún
kvaðst sjálf hafa misst af hlut-
verkum vegna útlits, en Fleming
þykir fögur og er ósköp „normal“ í
vexti. Fleming sagði að þegar
söngvarar hefðu þvílíka raddfeg-
urð og slíka listræna hæfileika sem
Voigt, – þá skipti útlit ekki nokkru
einasta máli; stjörnur af þeim burð-
um væru hafnar yfir slíkt.
Kolbeinn Ketilsson óperusöngv-
ari sagði frá því í viðtali við Morg-
unblaðið um daginn, er hann var
beðinn um að leysa af í óperunni
Tristan og Ísold eftir Wagner í Par-
ís, með nánast engum fyrirvara.
Þar var mótsöngkona hans í hlut-
verki Ísoldar engin önnur en De-
bora Voigt. „Ég hitti Deboru Voigt
rétt fyrir tónleikana og hún kynnti
sig: „Hi, I’m Debbie.“ Ég er búinn
að syngja með mörgum frægum
söngvurum en hún er alveg sérstök.
Hún er númer eitt í þessu fagi í
dag,“ sagði Kolbeinn um Deboru
Voigt.
Í Hollywood hafa þyngdarlög-málin vegið þungt, – og má
kannski segja að vel hafi komið á
vondan þegar Bretar stóðu frammi
fyrir því, að draumasöngkona
þeirra og fyrrum barnastjarna,
Charlotte Church, missti af hlut-
verki í kvikmynd byggðri á Óperu-
draugnum, þar sem hún þvertók
fyrir að fara í megrun fyrir hlut-
verkið. Um tíma virtust „feitar“
konur vera orðnar að þráhyggju í
leik- og óperuhúsum, og jafnvel í
dansveldinu mikla í Bolshoi, var
prímadonnan Anastasia Voloch-
kova, ein þekktasta og virtasta ball-
erína Rússa rekin, en í tilkynningu
leikhússins um brottreksturinn var
ástæðan sögð sú, að hún væri orðin
það þung að meðdansarar hennar
gætu ekki lengur lyft henni.
Deborah Voigt hvarf þegjandiog hljóðalaust frá London
sumarið 2004, og síðar sama ár tók
hún þá ákvörðun að undirgangast
skurðaðgerð. Í kjölfarið missti hún
61 kíló. Hún hætti hins vegar ekki
að syngja og vera elskuð og dáð.
Fáum sögum hefur hins vegar
farið af sönkonunni Anne Schwane-
wilms, sem varð fræg á einni nóttu
fyrir að hafa verið „sú sem passaði í
svarta kjólinn“. Eflaust hefur hlut-
skipti hennar ekki verið öfundsvert
heldur – að hafa verið ráðin út á út-
litið, þegar miklu betri söngkona
var tiltæk.
Fyrir brottreksturinn hafði þeg-ar verið samið um það að
Deborah Voigt myndi syngja hlut-
verk Ariödnu á Naxos að nýju í
Konunglegu óperunni starfsárið
2007–8.
Nú í vikunni var tilkynnt að
Deborah Voigt hefði verið endur-
ráðin að óperuhúsinu og að hún
myndi syngja hlutverk Ariödnu
þar, að ári. Voigt er auðmjúk, –
stoltið ekkert að flækjast fyrir
henni frekar en kílóin.
Talsmaður söngkonunnar,
Albert Imperato, sagði við það
tækifæri að Voigt væri afar spennt
yfir því að komast á Lundúnasviðið
á nýjan leik, og að henni hefði ekki
fundist hún hafa fengið sanngjarnt
tækifæri í óperuborginni London til
þessa. Hann sagði að söngkonunni
hefði sárnað mjög atburðirnir
sumarið 2004, og að fá ekki þá að
syngja hlutverk Ariadne. Hún hefði
ákveðið að gangast undir aðgerð –
en hefði þá verið búin að ígrunda
það lengi af eigin heilsufarsástæð-
um – löngu fyrir daga litla svarta
kjólsins.
Söngkonan og
svarti kjóllinn
’„Mér hefur alltaf þóttþað stórkostlegt [...] að
óperan skuli hafa verið
eina grein menningar-
miðlunar [...] þar sem
ekki hafa ríkt fordómar
gagnvart útliti og vaxtar-
lagi fólks.“ ‘
Deborah Voigt var rekin frá Konunglegu óperunni í Covent Garden í
London. Ástæðan var sú að hún passaði ekki í kjól.
begga@mbl.is
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
Alþjóðlegt
orgelsumar í
Hallgrímskirkju
15. júlí kl. 12.00:
Ji-Youn Han, orgel.
16. júlí kl. 20.00:
Ji-Youn Han frá Kóreu
leikur verk eftir
Bach, Mozart, Duruflé og Reubke.
Sixties
í kvöld
Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill öll kvöld vikunnar.
www.kringlukrain.is Sími 568 0878
Mr. Skallagrímsson
- leiksýning í Borgarnesi
MIÐAPANTANIR
Í SÍMA 437 1600
Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson
Leikstjóri: Peter Engkvist
Leikhústilboð. frá kr. 4000 - 4800
Matur, leiksýning og frítt í Hvalfjarðargöngin
til baka. í boði Landnámsseturs
Fös. 14. júlí kl. 20 uppselt
Lau. 15. júlí kl. 20 uppselt
Sun. 16. júlí kl. 15 aukasýning
Sun. 16. júlí kl. 20 örfá sæti
Fös. 21. júlí kl. 20 örfá sæti
Lau. 22. júlí kl. 20 örfá sæti
Sun. 23. júlí kl. 20 örfá sæti
Fös. 28. júlí kl. 20
Lau. 29. júlí kl. 20
Sun. 30. júlí kl.20
!
"
#$
% & '
!()* #$
!()* #$
+ ,
BRASILÍSKI söngvarinn og gítar-
leikarinn Ife Tolentino heldur tón-
leika í Fríkirkjunni í kvöld klukkan
21. Hann spilar hefðbundna samba-
og bossanovatónlist sem er til þess
fallin að koma fólki í sumarskap.
Það má segja að koma Tolentinos
til Íslands sé orðinn árviss viðburður
því þetta er í fimmta sinn sem hann
heimsækir landið, þar af fjórða sum-
arið í röð. Hafa fyrri tónleikar hans
fallið vel í kram mörlandans og sól-
ríkir tónarnir vakið lukku.
Tolentino er búsettur í London,
þar sem hann hefur starfað við tón-
list undanfarin ár, en á árum áður
var hann bassaleikari í einni af fræg-
ustu popphljómsveitum Brasilíu.
Ife hefur komið víða við í sumar
og spilað m.a. á Vopnafirði, Seyðis-
firði og Höfn í Hornafirði. Röðin er
svo komin að Reykjavík í kvöld.
Í ár, eins og endranær, mun To-
lentino hafa tónlistarmennina Þor-
vald Þór Þorvaldsson og Ómar og
Óskar Guðjónssyni sér til fulltingis.
Ife Tolentino (t.v.) ásamt íslenskum
meðspilurum sínum. Hann er hér
staddur í fjórða sinn á Íslandi.
Sumarlegt
samba í
Fríkirkjunni