Morgunblaðið - 16.07.2006, Síða 16

Morgunblaðið - 16.07.2006, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á leiðinni upp á fjórðu hæð Morgunblaðs- hússins í Kringlunni geng ég um yfirgefna sali þar sem áður voru auglýsingadeild, áskrift og ritstjórn; allt fólkið sem vann þarna í þrettán ár að útgáfu blaðsins er að koma sér fyrir í nýjum og björtum húsa- kynnum við Hádegismóa. Á fjórðu hæðinni er þó enn líf og allt óbreytt á skrifstofu Arnar Jóhannssonar skrifstofustjóra; pípuilmur í lofti, stórt málverk eftir Eddu Jónsdótt- ur eiginkonu hans á veggnum og tvær þrjár möppur á annars snyrti- legu skrifborðinu; möppur þar sem mér hefur oft fundist að allar upp- lýsingar um fyrirtækið hljóti að vera að finna. Þarna er allt enn óbreytt en það verður ekki lengi; fá- ir hafa starfað lengur óslitið fyrir Morgunblaðið, frá stofnun þess árið 1913, en nú hefur Örn ákveðið að setjast í helgan stein, 67 ára gamall. „Ég byrjaði sem kvöldsendill á ritstjórninni í maí árið 1951, fyrir 55 árum. Ég vann síðan fyrir blaðið með gagnfræðaskóla og Verslunar- skólanum, í öllum jóla- og sumarfrí- um, og er nú búinn að vera á launa- skrá samfellt síðan 1. maí 1957. Reyndar fór ég í tæpt ár til Eng- lands í nám, 1957 til 58, en var þá á hálfum launum.“ Vinátta var milli foreldra Arnar og Sigfúsar Jónssonar, fyrsta fram- kvæmdastjóra blaðsins, sem var spurður að því hvort ekki væri ein- hver vinna fyrir strákinn; þannig hófst þessi saga. Örn var einungis tvítugur árið 1959 þegar hann varð aðalgjaldkeri Morgunblaðsins. „Ég gaf út og framseldi allar ávísanir fyrir fyrirtækið en hafði ekki ávísanahefti sjálfur, því á þeim tíma urðu menn ekki fjárráða fyrr en 21 árs. Það er svolítið fyndið; bankinn hafði ekkert við það að at- huga þótt ég greiddi út fyrir blaðið en ég mátti ekki höndla með eigin fjármál. Ég var síðan ráðinn skrifstofu- stjóri sumarið 1966, þá 27 ára. Það eru því 40 ár núna.“ Taldi öll blöðin í upplaginu Örn segir að fyrsta sumarið hafi hann verið í sendlasnatti á rit- stjórninni og skrifstofu, sem var í Ísafoldarhúsinu, Austurstræti 8. Þá voru starfsmenn ritstjórnar líklega innan við tíu segir hann. „Sumarið eftir var ég kominn í af- greiðsluna. Þegar við fluttum síðan árið 1956, í Aðalstræti 6, vann ég það sumarið á nóttinni við að pakka blaðinu inn. Þá var aðeins einn starfsmaður í því; það þurfti að handtelja í alla pakkana, pakka þeim síðan í pappír og binda snæri utanum og skrifa heimilisfang!“ Hann hristir höfuðið yfir minning- unni og hlær. En upp í hvað þurfti pilturinn að telja þessar nætur; hvert var upp- lag blaðsins? Örn dregur fram möppu með pappírum og blaðar í þeim. „Þetta var mikil vinna,“ segir hann á með- an hann leitar. „Ég var líka í að stokka bunkana fyrsta sumar- ið … en hér er þetta, upplagið var 26.000 blöð árið 1956. Þetta ár flutti allt blaðið inn í Að- alstræti 6 og prentvélin var tekin í notkun í kjallaranum. Hún hafði verið keypt 1947 og staðið ónotuð þessi ár. En blaðið þá var ekkert í líkingu við það sem við þekkjum í dag; það var að hámarki 24 síður.“ – En hvað var það venjulega stórt? Aftur fer Örn í pappírana, finnur tölur og slær inn í reiknivélina. „Að meðaltali var það 18 síður,“ svarar hann og brosir. Hann segir fyrirtækið hafa þanist út um leið og það kom í nýja hús- næðið í Aðalstræti. „Ritstjórnin var til dæmis orðin fjölmennari en þess- ir tíu þegar ég byrjaði, það var orð- ið hrikalega þröngt í Ísafoldarhús- inu.“ Frá tvítugu vann Örn náið með Sigfúsi framkvæmdastjóra og var farinn að færa bókhald fyrirtæk- isins. Nokkrum árum seinna sá hann einnig um bókhaldsuppgjörið. „Það er merkilegt að hugsa til þess að árið 1963 voru allir áskriftar- reikningar vélritaðir, sex mánuðir í einu, og settur kalkipappír á milli. Og áskrifendaskráin var skráð í stílabækur. Mér þótti þetta vera al- gjör fornaldarvinnubrögð og ræddi þetta við Sigfús, sem sagðist ekki hafa vit á svona málum. Ég lagði til að ég talaði við Otto Michelsen hjá IBM. Það skilaði þeim árangri að árið 1965 byrjuðum við að keyra kvittanir út úr tölvum þess tíma. Ég held að ég muni það rétt að Morg- unblaðið og Sápugerðin Frigg væru fyrstu einkafyrirtæki á Íslandi sem hófu tölvuvinnslu. Það var strax mikil breyting. Þá voru allir auglýs- ingareikningar keyrðir út nokkru síðar og þessari fyrstu tölvuvæð- ingu lauk árið 1970 þegar bókhaldið og launakerfin voru komin í tölvu.“ Þangað til var handavinnan ólýs- anleg við allar þessar skrár. „Menn voru að gerast nýir áskrifendur, flytja eða hætta með áskrift og þetta var allt skrifað inn og sjötta mánuðinn þurfti nánast að vélrita allt upp á nýtt. Og eins var með bókhaldið, ég handfærði það allt til 1969.“ Örn segir að allar götur síðan hafi fyrirtækið lagt áherslu á að fylgjast með og fjárfesta í nýjustu og bestu tækni í faginu. „Þessar fyrstu tölvuæfingar urðu til þess að ég kom mér vel inn í alla tölvutækni þess tíma. Þó að ég hafi átt að vera í rekstri og fjármálum blandaðist ég einnig inn í öll tækni- málin. Það kom sér afskaplega vel fyrir okkur að hafa verið vel inni í þessari tækni þegar við fórum úr blýinu í filmusetningu og offset- prentun árið 1973.“ Bylting offsettækninnar Örn hefur á ferli sínum hjá Morg- unblaðinu tekið þátt í kaupum og uppsetningu á þremur prentsmiðj- um. Hann segir kaupin á filmusetn- ingunni og offset-prentvélinni, sem sett var upp í Skeifunni, hafa verið upphaf mikillar byltingar, en aðkall- andi hafi verið að taka það stóra skref frá blýsetningunni. „Öll vinnubrögð við framleiðslu blaðsins breyttust á þessum tíma. Ég held það sé einhver stærsta bylting sem við höfum gengið í gegnum. Þessi prentvél hafði nokkra stækkunarmöguleika og fljótlega var bætt við hana, engu að síður leið ekki langur tími þar til hún var orðin of takmörkuð. Enda liðu ekki nema tíu ár þar til við vor- um komin hingað í Kringluna með nýja prentsmiðju. Hér var byrjað að prenta 1984.“ Hann segir þetta hafa verið mik- inn uppgangstíma hjá Morgun- blaðinu. „Í Skeifunni gátum við ekki prentað nema 48 síður, með tak- mörkuðum litamöguleikum, og blað- ið var tvíprentað á hverjum degi. Vélin hérna gat prentað 128 síður eftir að hún var stækkuð 1989 – en samt var það ekki nóg! Síðan fluttum við alla starfsemina hingað í Kringluna 1993. Það er athyglisvert að síðan Morgunblaðið tekur sjálft við prentun blaðsins 1943, er tímabilið hér í Kringlunni lengsti tíminn með einni og sömu prentvél, 20 ár. Þar til við fluttum í Hádegismóa.“ – Það hlýtur að vera langt og flókið ferli að kaupa prentvél fyrir dagblað? „Það krefst gífurlegs undirbún- ings. Frá því við byrjuðum að velta fyrir okkur að það þyrfti nýja prentvél og prentsmiðju, þá fór eitt ár í forvinnu, heil tvö ár í undirbún- ing og viðræður við prentvélafram- leiðendur, og loks var afgreiðslu- fresturinn tvö ár. Þetta var fimm ára ferli. Og samhliða var komið upp pökkunarvélum og byggt nýtt prentsmiðjuhús. Í þessu höfum við staðið í þrígang og umfangið aukist í hvert sinn. Hver prentvél er nánast byggð sérstaklega fyrir kaupandann, til dæmis þurfa allir sýlinderar að vera smíðaðir eftir því hver síðustærð blaðsins er.“ – Hefur í öll þessi skipti verið keypt prentvél af bestu mögulegum gæðum hvers tíma? „Klárlega. Það er að segja árin 1973, 1984 og 2004. Það er ekki hægt að segja að vélin sem var keypt árið 1947 en tekin í notkun 1956 hafi verið sú besta á mark- aðinum,“ segir Örn og brosir. „En samhliða þessari uppbygg- ingu á prentsmiðjum höfum við stöðugt verið að byggja upp setn- ingakerfin, vinnuumhverfi ritstjórn- arinnar og auglýsingakerfin. Um- hverfið sem fólkið vinnur í á hverjum tíma hefur heldur betur breyst. Annars hef ég ekkert komið ná- lægt þessum tölvukerfum undanfar- in ár, það var of yfirgripsmikið verkefni að halda utan um. Enda segja tölvusérfræðingarnir að það sé full vinna bara að fylgjast með. En við höfum alltaf verið í fram- línunni tæknilega, allan þennan tíma.“ Leiddi samninganefnd í sex vikna verkfalli Auk starfa sinna innan fyrirtæk- isins hefur Örn gegnum tíðina gegnt ótal trúnaðarstörfum fyrir prentiðnaðinn og vinnuveitendur. Meðal þess má nefna að hann fór í stjórn Félags íslenska prentiðnað- arins 1984, var þar varaformaður til 1987 og þá formaður til 1993. Í framkvæmdastjórn VSÍ 1987 til 1997; stjórn Lífeyrissjóðs bóka- gerðarmanna 1988 til 1996; frá stofnun Samtaka iðnaðarins 1994 sat hann þar í stjórn til 2001, þar af varaformaður fjögur síðustu árin. Í stjórn Nordisk Grafisk Raad 1985 til 2001 og formaður þess 1988; hann er búinn að vera í stjórn Nor- rænna blaðaútgefenda síðan 1984, þar af þrisvar sinnum formaður; í stjórn IFRA Nordic frá 1996 og for- maður frá 1998, en nú er fé- lagsskapurinn kallaður Evrópudeild IFRA sem eru alþjóðasamtök blaðaútgefenda. Þá sat hann í stjórn Iðnlánasjóðs 1995 til 1997, var varaformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins 1998 til 2004 og er nú í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins. „Þegar ég varð varaformaður stjórnar Félags íslenska prentiðn- aðarins 1984 byrjaði ég á að lenda í verkfallinu sem tók rúmar sex vik- ur. Ég var gerður að formanni samninganefndar – það var erfitt. En á þessum tíma höfðu orðið gíf- urlegar byltingar í prentiðnaðinum, öll vinnubrögð gjörbreyttust. Gömlu vélsetjararnir duttu út og innskriftin byrjaði, þá voru átökin byrjuð, 1974, þegar var fimm vikna verkfall. Allar götur síðan og áfram Hlakka til að hætta Hann var ráðinn sem kvöldsendill á Morgunblaðið árið 1951, fyrir 55 árum, og hefur verið óslitið á launaskrá blaðsins frá 1957. Örn Jóhannsson hefur verið skrif- stofustjóri Morgunblaðsins í 40 ár en er nú að láta af störf- um. Hann sagði Einari Fal Ingólfssyni meðal annars frá uppbyggingu þriggja prentsmiðja, tónlistaráhuganum og trúnaðarstörfum fyrir prentiðnaðinn og vinnuveitendur. „Við höfum alltaf verið í framlínunni tæknilega, allan þennan tíma,“ segir Örn Jóhannsson skrifstofustjóri Morgunblaðsins síðustu 40 ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.