Morgunblaðið - 16.07.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 21
Jakkaföt frá kr. 19.900
Stakir jakkar frá kr. 12.900
Stakar buxur frá kr. 4.900
Flauelsbuxur frá kr. 5.900
Skyrtur frá kr. 2.900
Peysur frá kr. 2.900
Úlpur frá kr. 5.900
Þ
að sem heldur lífi í list-
inni er ekki síst hve
óútreiknanleg hún er,
og kann þar að vera
kominn leyndardómur
sjálfrar sköpunarsög-
unnar, ekkert algilt,
allt afstætt og á stöðugri hreyfingu.
Samanlagðar tilraunir til uppstokk-
unar og að leggja hreinar og algildar
línur til langrar framtíðar dæmdar
til að lifa sig, allt í sjálfu sér háð ein-
hverri yfirskilvitslegri framþróun
sem gengur mishratt yfir. Hið eina
örugga er að eftir hvern liðinn dag
kveður nýr og ferskur sér hljóðs og
því fær enginn breytt, ber um leið í
sér drjúgan lærdóm um lögmál end-
urnýjunar ekki síður en árstíðirnar.
Þótt fræðingar og markaðsöfl hafi
lengi hamast við að búa til ímyndir í
myndlistinni og hefja til vegs kemur
alltaf eitthvað uppá sem fáir ef
nokkrir bjuggust við. Þannig var það
líkast þrumu úr heiðskíru lofti er
málverk Gustavs Klimt af Adelu
Bloch-Bauer sem hann fullgerði fyr-
ir tæpum hundrað árum var nýlega
slegið á 135 milljónir dollara í New
York, heilum 30 milljón dollurum yf-
ir fyrra meti, málverki Picassos
„Pilturinn með pípuna“. Og kannski
ekki síður að máluð myndlýsing (ill-
ustration) eftir Norman Rockwell
sem birtist á forsíðu Saturday Even-
ing Post 13 október 1945, var litlu
seinna slegin á 9,2 milljónir dollara,
sem trúlega er einnig heimsmet á
þeim sérstaka vettvangi. Þetta og
margt fleira óvænt gerðist á vorupp-
boðum Christie.s og Sothebýs í
London og New York. Að hluta var
um að ræða málverk frá fyrri helm-
ingi síðustu aldar, boðin og upphæð-
irnar líkast þjóðsögu enda má sterk-
lega búast við að um langan aldur
verði vitnað til þeirra. En allt tal um
Rússagull hvað þessi tvö myndverk
snertir afar hæpið, í báðum tilvikum
var ræktunarsemi og ættjarðarást
að baki. Austurrískur milljarðamær-
ingur keypti málverk Klimts fyrir
nýstofnað safn á austurrískri og
þýskri list í New York og í seinna til-
vikinu var um eins konar þjóðarger-
semi að ræða. Norman Rockwell var
og er hátt metinn fyrir framúrskar-
andi vel útfærðar þjóðlífsmyndir, að-
all þeirra græskulaus kímni sem hitti
á sínum tíma í mark og gerir enn,
bláhorn ameríska draumsins. Heilu
deildirnar helgaðar honum á nokkr-
um söfnum í Bandaríkjunum og sér-
safn í Stochbridge, Massacusetts,
þótt ekki virðist nafn hans hafa ratað
í uppflettirit yfir myndlist, sem er
annað mál og umdeilanlegt. Hins
vegar fortek ég engan veginn að
rússagull komi við sögu í öðrum til-
vikum, svona líkt og á verðbréfa- og
kauphallamarkaðinum. Til að mynda
voru milljarðamæringar víða að
áberandi á nýafstaðinni listakaup-
stefnu í Basel og var sérstaklega haft
orð á því að þeir keyptu meira eftir
eyranu en augunum, sú tvíræða þró-
un þó engan veginn ný í listheimin-
um.
Fyrir um það bil áratug vakti það
líka mikla athygli í uppboðsheimin-
um að málverk eftir Klimt var öllum
að óvörum slegið á hæsta verði það
árið en þá var markaðurinn stórum
rólegri. En trúlega kitlaði það stolt
landsmanna hans því nokkrum árum
seinna eða 20. september 2000 til 7.
janúar 2001 var uppi mikil yfirlits-
sýning á verkum konumynda hans í
listsafninu á Belvedere-hæð í Vínar-
borg, sem mikla athygli vakti og
skrifari var svo lánsamur að hitta á.
Gustav Klimt elskaði konurog hóf snemma að málaþær, fyrst í mjög lifandiog hreinum klassískum
stílbrögðum hvar fljótlega kom fram
tilhneiging til óvenjulegra sjónar-
horna og þróaði er tímar liðu úrsker-
andi vinnubrögð. Hann virðist hafa
átt mjög létt með að mála allar teg-
undir af konum sem fjarrænt yfir-
bragð einkennir, jafnt andlistmyndir
sem í fullri stærð og hvað almyndina
af Adelu Bloch-Bauer snerti gerði
hann fleiri skissur en nokkru sinni og
mun hún hafa verið þrjú ár í vinnslu,
trúlega mikið í húfi þar sem eigin-
maður hennar var moldríkur áhrifa-
maður og gat opnað margar dyr.
Klimt var einnig landslagsmálari og
frábær teiknari og væru málaðar
konumyndir hans mettaðar fyrir-
heitum um það sem að baki stás-
sklæðanna leyndist, voru teikningar
hans af nöktu holdi þrungnar
ástríðueldi sem hefur vafalítið
hneykslað marga í Vínarborg á þeim
árum.
Langt fram eftir síðustu öld var
Parísarborg Mekka módernismans
og kraðaki nýhugmynda. Beggja
vegna Atlantsála einblíndu fram-
sæknir listamenn til þeirrar alltum-
lykjandi miðju, tóku um leið minna
eftir því sem gerðist annars staðar í
Evrópu. Flest skyldi miðað við þessa
háborg lista og myndlistarmenn
komust fyrst á blað ef þeir höfðu
sýnt í einhverju viðurkenndu listhúsi
öðru hvorum megin Signubakka.
Engir kyntu meira undir þetta við-
horf er leið á aldarhelminginn en
franskir listheimspekingar og fræð-
ingar, þeir greindu í sjónmáli al-
heimsmál með París sem þak heims-
listarinnar. Sá var hængurinn að
þetta alþjóðamál skyldi um alla
framtíð hafa höfuðstöðvar í París, en
svo kæmu til eins konar mállýskur
utan frá, allt annað úrelt og ógilt.
Hér misreiknuðu menn sig illa, þess-
lags handstýring gengur ekki upp
nema skamma stund og fyrr en varði
hafði New York tekið frumkvæðið,
hélt því næstu áratugi en svo komið
er umdeilanlegt hvar það sé að finna
þótt moldríkum einkasöfnurum og
auglýsingahönnuðum takist að beina
kastljósinu að skjólstæðingum sínum
um stund. Útilokunaráráttan og
tregðan við að viðurkenna framlag
annarra þjóða sem og myndlistar-
menn sem ekki fylgdu gefinni línu
blint varð án efa París að falli. Skýr
dæmi hér um eru þeir Edvard
Munch í norðri og Gustav Klimt í
suðri, hvorugur lengstum í náðinni á
þeim slóðum og þegar loks fyrir
nokkrum árum tókst að fá sam-
þykkta Munch-sýningu á Orsay-
safninu vildu staðarmenn, helst mál-
verk frá tímabili Munchs í París, og
önnur sem sýndu greinileg frönsk
áhrif í list hans! Þeim datt hins vegar
ekki í hug að opinbera að bæði Mat-
isse og Picasso höfðu leitað í smiðju
Munchs. Þá var lengi íþrótt að gera
lítið úr Klimt og meintum skreyti-
kenndum krúsidúllum og ofhlæði
Vínarlistamanna, einnig næstum
sjúklegum erótískum viðfangsefnum
austurrískra myndlistarmanna sem
var líkt við dekadens, úrkynjun. Í
raun um að ræða áhrif frá rannsókn-
um Sigmundar Freuds sem miklu
umróti ollu í Vínarborg og álfunni
allri svo seint verður því haldið fram
að listamennirnir hafi ekki verið
jarðfastir samtíðinni.En þetta voru
skilaboðin sem ungir á hjara verald-
ar sporðrenndu og eftir miðja öldina,
heillaðir af öllu því sem kom frá Par-
ís, til réttlætingar var vitnað í fræði
nafnkenndra listheimspekinga og
fræðinga ekki síst Michaels Seuphor,
og hér má skrifari líta í eigin barm.
Og seint verður fullyrt að Klimt
hafi þrætt hefðbundnar leiðir, þvert
á móti sneri hann baki við akadem-
ískum hefðum tímanna og stofnaði
ásamt skoðanabræðrum sínum arki-
tektunum Joseph Maria Olbrich og
Josef Hoffmann hreyfingu framsæk-
inna listamanna undir nafninu „Wie-
ner Secession“ og var kosinn fyrsti
forseti samtakanna aldamótarárið
1900, en yfirgaf þau 1905.
Hinar viðamiklu og stór-merkilegu samanburðar-sýningar í Pompidou-safninu á áttunda og í
byrjun níunda áratugsins „Paris-
Berlin, Paris-Moskva“ o.s.frv. voru
sem fjörbrot stórveldis og það var
Frökkum til sóma að þeir viður-
kenndu glámskyggni sína að nokkru.
Árangurinn nefnilega þvert á vænt-
ingar þeirra um að undirstrika
meinta yfirburði franskrar listar og
kom engum meira á óvart en þeim
sjálfum. En ekki skal litið framhjá
því að þessar risavöxnu uppstokkan-
ir juku áhuga almennings á sjónlist-
um til stórra muna. Þetta kórónaðist
nokkru seinna á Vínarsýningunni
miklu í París, þar sem vegur Klimts
var drjúgur, aðsóknarsprengjan slík
síðustu vikurnar að framkvæmdaað-
ilar sáu sig tilneydda að hafa hana
opna langt fram á nótt. Aldrei höfðu
Parísarbúar orðið vitni að slíkri ör-
tröð á myndlistarsýningu og saman-
lagt markaði þetta í og með upphaf
þróunar sem enn er í fullum gangi og
sér ekki enda á. Að því leyti gaf París
frábært fordæmi um fjölþættar vel
skipulagðar og fræðandi samanburð-
arsýningar sem höfða til hins upp-
lýstari hluta almennings, jafnframt
allra kynslóða.
Eftir þetta sögufræga uppboð má
búast við að stjarna Klimts skíni sem
aldrei fyrr hvað sem öllum lærðum
fræðikenningum og mótbárum úr-
tölumanna lýtur.
Nokkur saga að baki málverksins
af Adelu Bloch-Bauer og tilefni til að
víkja að henni og fleiru í næsta
pistli …
Nýhugsun og Gustav Klimt
Adele Bloch-Bauer um 1910.
Skjalasafn Austurríska Galleríis-
ins, Belvedere, Vínarborg.
Hluti mál-
verksins af
Adelu Bloch-
Bauer. Mun-
úðarfullir þung-
lyndislegir and-
litsdrættir
mettaðir ynd-
isþokka og
blundandi þrám.
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson
Gustav
Klimt í vinnu-
kyrtli sínum
um og eftir
aldamótin
1900. Sögu-
safn Vín-
arborgar.