Morgunblaðið - 16.07.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 29
UMRÆÐAN
HVER er stefna stjórnarflokk-
anna til að tryggja af-
komuöryggi lífeyr-
isþega? Það veit
enginn og eftir henni
er enn beðið nú þegar
líður að lokum þessa
kjörtímabils, en rétt
fyrir kosningar
rumska stjórnarflokk-
arnir og muna eftir líf-
eyrisþegum. Á milli
kosninga eru lífeyr-
isþegar þeim gleymdir.
Eini flokkurinn sem
kynnt hefur skýra
stefnu til að treysta
lífskjör þeirra er Samfylkingin.
Stefna Samfylkingarinnar
Til að tryggja framfærsluöryggi
lífeyrisþega hefur Samfylkingin
mótað eftirfarandi stefnu:
1. Grunnlífeyrir og tekjutrygging
verði að raungildi ekki lægri en var á
árinu
1995. Það þýðir að þessar
greiðslur hækka þegar um 170 þús-
und á ári.
2. Samningur um afkomutrygg-
ingu taki gildi frá og með 1. janúar
2007. Áður verði skilgreind lág-
marksútgjöld lífeyrisþega og grunn-
lífeyrir og tekjutrygging verði sem
næst þeirri lágmarksframfærslu.
3. Lífeyrisgreiðslur hækki í sam-
ræmi við launavísitölu.
4. Skerðing lífeyrisgreiðslna
vegna tekna aldraðra og öryrkjar
verði rýmkuð verulega. Þannig
lækki skerðingarhlutfall grunnlíf-
eyris úr 30% í 20% og tekjutrygg-
ingar úr 45% í 30%.
2⁄3 allra lífeyrisþega með tekjur
undir 140 þúsund krónum
Hámarkslífeyrisgreiðslur úr
Tryggingastofnun ríkisins eru nú
um 108 þúsund krónur
en
samkvæmt neyslu-
könnun Hagstofunnar
sem gerð var árin
2001–2003 reyndust
neysluútgjöld
einstaklinga vera
160–170 þúsund krónur
á mánuði. Á sl. ári voru
um 17 þúsund aldraðir
eða
63% aldraðra með
tekjur undir 140 þús-
und. Af 12 þúsund ör-
orkulífeyrisþegum
voru tæplega 8 þúsund eða 65%
með tekjur undir 140 þúsund. Af
þessum tekjum eru síðan
greiddar um 20 þúsund krónur í
skatt. Það er auðvitað til háborinnar
skammar hvernig þessi
ríkisstjórn hefur farið með lífeyr-
isþega. Litlar hækkanir á lífeyri eru
umsvifalaust teknar
aftur með svívirðilegri skattp-
íningu og síhækkandi læknis- og
lyfjakostnaði. Skerðing
lífeyrisgreiðslna vegna annarra
tekna og skattgreiðslna er hreint
mannréttindabrot á
lífeyrisþegum, en einstaklingur
sem aflar sér 10 þúsund króna í at-
vinnutekjur heldur
einungis eftir af þeim 5.500 krón-
um. Er til of mikils mælst að þessi
ríkisstjórn
skammist sín sem vísvitandi hefur
harkalega ráðist að kjörum þeirra
sem síst skyldi – og það á
tímum góðæris.
Afkomutrygging lífeyrisþega
Jóhanna Sigurðardóttir
fjallar um afkomutryggingu
lífeyrisþega ’Það er auðvitað til há-borinnar skammar
hvernig þessi ríkisstjórn
hefur farið með
lífeyrisþega.‘
Jóhanna Sigurðardóttir
Höfundur er þingmaður Samfylking-
arinnar.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Hér er um að ræða mjög glæsilegt
og vandað 46,1 fm. sumarhús auk
svefnlofts á 4.918 fm. skógi vaxinni
og fallegri lóð. Húsið er byggt árið
1996 og er innréttað á afar vandað-
an máta. Stórar verandir umlykja
húsið. Hitaveita er í húsinu.
Útsýni er óviðjafnanlegt yfir suður-
landsundirlendið með óheftu útsýni
m.a. til Mosfells, Vörðufells, Eyja-
fjallajökuls, Mýrdalsjökuls og
Heklu.
Verð 15,7 millj.
Sumarhús - Efstadalsskógi - Opið hús
Eigendur verða á staðnum laugardag og sunnudag
milli kl.13.00 og 16.00
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Smiðjustígur.
Einbýli með þremur aukaíbúðum og byggingarrétti
Falleg 290 fm húseign, kj., hæð og ris, í miðborginni með byggingarrétti að
öðru einbýli/þríbýli á lóðinni. Tvær aukaíb. eru í kj. Húsið er mikið endurnýjað á
undanförnum 3-4 árum, m.a. allt járn og tréverk utan á húsinu, gler og gluggar.
Einnig hefur önnur stúdíóíb. í kj.hússins verið nánast öll endurnýjuð. Auðvelt að
breyta húsinu í eina íbúð. Nýleg um 100 fm vönduð verönd með skjólveggjum
við húsið og þaðan gengið á um 150 fm hellulagða lóð. Á lóð hússins er 26 fm
frístandandi gestahús (íbúð) sem er í útleigu í dag.
Smáraflöt-Garðabæ.
Sigvaldahús
Glæsilegt 251 fm einbýlishús auk 37 fm bílskúrs, afar vel staðsett á besta
stað í enda götu við opna svæðið, hraunið og lækinn neðst á Flötunum.
Húsið og innréttingar allar eru teiknaðar af Sigvalda Thordarsyni og
skiptist í forstofu, eldhús, samliggjandi stofur með arni, 5 svefnherb. og
tvö baðherbergi, annað inn af hjónaherbergi auk sjónvarpsstofu,
þvottaherb., snyrtingu og geymslna í k. 990 fm lóð, ræktuð og frágengin
með verönd. Hiti í stétt fyrir framan hús og í innkeyrslu að bílskúr.
Hrauntunga-Kópavogi.
Fallegt 263 fm einbýlishús á
tveimur hæðum. Eignin er vel
staðsett í suðurhlíðum Kópavogs
og nýtur mikils útsýnis.
Samliggjandi stofur með arni,
eldhús með nýjum tækjum, 4
herbergi og baðherbergi. Bílskúr
innréttaður sem lítil íbúð. Hús
nýlega málað og þak nýlegt. Gróin
lóð sem er að hluta endurnýjuð.
Mikil veðursæld. Verð 53,0 millj.
Nesbali-Seltjarnarnesi
Fallegt og vel skipulagt um 290 fm einbh., á einni hæð með um 80 fm tvöf.
bílskúr á sunnanverðu nesinu. Eldhús með hvítri ALNO innréttingu og vönduðum
tækjum, gengið í sólskála úr eldhúsi
sem býður upp á mikla möguleika,
stofa og borðst., m.miklum glugg-
um, 4 svefnherb. auk sjónvarps-
rýmis/ skrifstofu og rúmgott
baðhb.,auk gestasnyrtingar. Stórt
yfirbyggt anddyri og 20 fm herb.
undir bílskúr. Parket og flísar.
Ræktuð lóð með timburverönd til
suðurs. Hellulögð upphituð
innkeyrsla.
Einstök eign á eftirsóttum stað í
grónu og rólegu hverfi.
! "
#
$
%
&
'
(
)
) ##)
*)
! #
)
+
,
-
-
.
+
$
/#
&
#
+ 0 1)23 !4
!
"
"
"
# !
!
$ ! %
# & '
&
$
5 0 0 '
6
#" /!
(
)* + ,,, + -
43
Norræn hönnunun • www.bergis.is
COPENHAGEN
Bankastræti 3 • S. 551 3635
www.stella.is
SNYRTIVÖRUR
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111