Morgunblaðið - 16.07.2006, Side 30

Morgunblaðið - 16.07.2006, Side 30
30 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG LENTI í þeirri lífsreynslu að þurfa að fá mér nýtt vegabréf í vik- unni. Ég vaknaði árla, lífsglaður að vanda, og var mættur í röðina inni í Borgartúni með öðrum skilríkjalaus- um mönnum. Þegar númerinu mínu var flassað upp á skjá til marks um að röðin væri komið að mér hófust vandræði dagsins. Þeg- ar elskuleg kona hafði afgreitt umsóknina mína dró ég upp kred- itkortið mitt og ætlaði að greiða keisaranum það sem keisarans er. „Því miður“ – sagði þolinmóð afgreiðslu- kona og hafði greini- lega lent í þessu þús- und sinnum áður. Það kom í ljós að dómsmálaráðuneytið treystir ekki kreditkortum. Ég spurði hvort ekki væri þá hraðbanki staðsettur í skil- ríkjamiðstöð ríkisins fyrst dóms- málaráðherra tæki kreditkort ekki gild. „Því miður“ – svaraði af- greiðslukonan. Ég spurði hvort þetta skapaði ekki alls konar vandamál, til dæmis varðandi eldra fólk sem væri komið á það skeið í lífi sínu að leið- angur til að afla skilríkja væri meiri- háttar mál. Afgreiðslukonan horfði á mig þolinmóðum langreyndum aug- um – og sagði ekkert. Hún hafði heyrt þetta mörgum, mörgum sinn- um áður. Þegar ég hafði aflað mér reiðufjár kom ég aftur og var vísað áfram á annan bás. Í nýja kerfinu er tekin mynd á staðnum af þeim sem þurfa skilríki – hugsanlega til að hafa verk- efni fyrir greiningardeildina nýju. Ég var settur á stól fyrir framan stóran stólpa með örsmáu myndavélarauga. „Þú situr of hátt,“ sagði stúlkan sem átti að taka myndina. Ég fálmaði undir stólinn að reyna að finna takka til að lækka stólinn – en fann ekki. Stúlkan sat fyrir aftan stóran og há- an desk og mér var lífsins ómögulegt að skilja leiðbeiningar hennar. Það fór að síga í mig. Eftir japl og jaml og fuður og margar hjálpsamar hendur úr biðröðinni sem lengdist fyrir aftan tókst að lækka stólinn. „Þú situr of lágt,“ sagði stúlkan. Nú tók við löng tilraun til að finna rétta hæð á stólnum. Ekkert skilrúm var á milli mín og biðraðarinnar fyrir aftan sem fylgdist af athygli með at- höfninni. Fyrir framan biðröðina sat ég, orðinn fokreiður, og reyndi að setja upp þokkalega glaðværan svip fyrir myndina. „Brostu, sagði hjálp- söm rödd úr röðinni.“ „Snúðu þér að- eins meira á ská,“ sagði önnur. „Þú ert bara af- myndaður,“ sagði Guð- jón Andrésson, bif- reiðastjóri, og hló við fót. Stúlkan varð hálf- vandræðaleg eftir fyrstu tvær myndirnar. Hún tók nokkrar í við- bót. Ég er nægilega hé- gómagjarn einsog títt er um stjórnmálamenn á mínum aldri til að vilja líta þokkalega út í vegabréfinu mínu. Ég fylltist illum grun þegar stúlkan sagði loksins: „Við verðum bara að láta þessa duga.“ Mér hnykkti við þegar hún sýndi mér hana á skján- um. Þarna húkti ég einsog lortur á stólnum, í vondri lýsingu með vondan bakgrunn. Ég sver að það var varla að ég þekkti sjálfan mig. „Þetta er ekki nógu góð mynd,“ sagði ég brúnaþyngri en að jafnaði svo snemma dags. Stúlkan afsakaði sig með því að benda á hið augljósa – hræðilega lýsingu og vondan bak- grunn. Ég sagði stúlkunni að það kæmi ekki til mála að nota þessa mynd. Hún samsinnti því með þreytulegu brosi. Hún hafði líka heyrt þetta áður. Eftir deilur í þinginu um þessa nýju aðferð var samþykkt að fólk gæti átt val á því að fara sjálft til ljósmyndara og koma með sínar eigin myndir. Svo ég hélt af stað í leiðangur til Fríðar í Svip- myndum á Hverfisgötu 50. „Jú,“ sagði Fríður. „Það hefur allur biss- ness dottið niður hjá okkur eftir að ríkið tók upp þetta skrítna kerfi.“ Mér þótti það leitt, og skrítið að ríkið skyldi með þessum hætti vera að grafa undan farsælum smáfyr- irtækjum. Ég fór samt glaðari inn í Borgartún með flotta passamynd á diski frá Fríði. „Það þarf samt að taka af þér mynd með maskínunni,“ sagði lipur og hlýleg stúlkan. „Kerfið þarf að geta borið passamyndina saman við lífkennin á myndinni sem við tökum.“ Það tók fljótt af í til- tölulegri sátt við umhverfið. Stúlkan varð hálfvandræðaleg þegar myndatökunni var lokið. Hálf- hikandi tilkynnti hún mér hina hræðilegu niðurstöðu: „Það eru ekki nema 92% líkur á að myndin sem þú komst með sé af þér.“ Svo bætti hún við: „Það verður bara að duga. Það kemur oft fyrir.“ Þetta er semsagt hið gulltrygga kerfi sem á að veita vörn gegn því að glæpamenn komist á fölskum for- sendum milli landa. Ég velti fyrir mér hversu oft ég ætti eftir að lenda í vandræðum á flugvöllum erlendis, þar sem hyster- ískir landamæraverðir eru stöðugt á höttunum á eftir hryðjuverkamönn- um eða öðrum sem eru að reyna að smygla sér yfir landamæri. Hversu margir landamæraeftirlitsmenn á er- lendum flugvöllum eiga ekki eftir að staldra við þá staðreynd, að það eru ekki nema 92 % líkur á því að mað- urinn sem réttir þeim vegabréfið sitt sé 1. þingmaður Reykjavíkur norð- 100 prósent menn og við hinir Össur Skarphéðinsson fjallar um stjórnsýslu ’Ofan á allt saman þákemur í ljós að lífkenna- kerfið sem á að sortera glæpamennina frá hinum er ekki tryggara en svo, að hér eftir eru töluverð- ar líkur á að umheim- urinn telji að ég sé allt annar en sá sem ég segist vera. ‘ Össur Skarphéðinsson Tíðkast hefur að setja Virðingarfyllst undir sendibréf. Ýmsum þykir snotrara og íslenskulega að setja þess í stað: Með virð- ingu. Gætum tungunnar Nýkomið í einkasölu glæsilegt nýlegt sumarhús, 51,4 fm auk sambyggðs gestahúss 8,6 fm. Samtals stærð 60 fm. Húsið er staðsett í landi Kjarnholts og er 0,7 hektarar. Heitur pottur og einkahitaveita. Vandaðar inn- réttingar og parket. Frábær aðstaða fyrir hestamenn o.fl. Rúmlega 60 mín. akstur frá höfuðborginni. Fjórir golfvellir í 15 mín. radíus, fagurt útsýni. Arkitekt Valdimar Harðarson. Myndir á mbl.is Verð 21 millj. Sumarhús í Biskupstungum Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Höfum fengið í einkasölu mjög gott rað- hús á 2 hæðum m/innbyggðum bílskúr, samtals um 166,3 fm, vel staðsett við Ásbúð í Gbæ. Eignin er á mjög góðum barnvænum stað þar sem er stutt í skóla, leikskóla og framhaldsskóla. Fal- legur gróinn garður í suður með skjól- girðingum og tilheyrandi. Eignin skiptist í forstofu, hol, baðh., 2 góð herb., geymslu og bílskúr. Á efri hæð er stofa, borðstofa, eldhús, hol, hjónah., barnah. og baðh. ásamt geymslulofti. Gólfefni eru parket og flísar. V. 38,5 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi í s. 896 0058. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Ásbúð - Garðabæ FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Stórglæsilegt 233 fm tvílyft einbýlishús með 28 fm innb. bílskúr á þessum eftirsótta stað í Vesturbænum. Eignin er afar vel staðsett innst í botnlangagötu. Á neðri hæð eru forst., hol, stórt endurnýjað eldhús með vönduðum innréttingum og tækjum, borðstofa með gólfsíðum gluggum, setustofa með útgangi á verönd og þvottaherb. með sturtu og mikl- um innréttingum. Á efri hæð er stórt opið rými með allt að 4 metra lofthæð, 4 rúmgóð herb. og flísalagt baðherb. Tvennar svalir til austurs og vesturs. Falleg ræktuð lóð með hellulögðum veröndum og hita í stéttum fyrir framan hús. Granaskjól Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Holtsbúð - Einbýli - Garðabæ Sérlega fallegt einbýli á þessum friðsæla stað í Garðabæ. Húsið er 226,7 fm með bílskúr sem er skráður 54,8 fm. Skipting eignarinnar: 4 svefnh., hol, stofa, borð- stofa, eldhús með borðkróki, búr, þvottahús, baðh., gestasnyrting, for- stofa, herb. með sturtu og bílskúr. Búið er að útbúa aukaíbúð sem er um 50 fm. Eign sem vert er að skoða. V. 53,5 millj. Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög fallega 105,9 fm íbúð, þar af er bílskúr 19,3 fm. Íbúðin er á tveimur hæðum með sérinngangi á frá- bærum útsýnisstað, vel staðsett í Byggðahverfi í Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu. Á neðri hæð er stórt hjónaherbergi, barnaher- bergi, hol, baðherbergi /þvottahús, einnig fylgir geymsla og bílskúr. Parket, flísar, korkur. Frábær staðsetning. Stutt í skóla og leikskóla. Verð 24,5 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi í s. 896 0058. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Brekkubyggð - Gbæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.