Morgunblaðið - 02.08.2006, Side 2

Morgunblaðið - 02.08.2006, Side 2
SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti Alþingis, hóf í gær opinbera heimsókn sína til Manitoba-fylkis í Kan- ada, en með henni í för er Kristinn Björnsson, eig- inmaður hennar. Átti Sólveig meðal annars fund með Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba- fylkis. „Þetta var mjög ánægjulegur fundur og for- sætisráðherrann sýndi mikinn áhuga á auknum samskiptum milli Íslands og Manitoba-fylkis, með- al annars á sviði menningarmála,“ sagði Sólveig í samtali við blaðið í gær. „Þá ræddum við um orku- mál og vetni sérstaklega, en það er samvinnuverk- efni okkar á milli. Ráðherrann er einmitt vænt- anlegur til Íslands seinnipartinn í ágúst til að ræða það mál og fleiri við forsætisráðherra Íslands.“ Sólveig skoðaði aðsetur Lögbergs-Heims- kringlu, sem er blað sem gefið er út í Manitoba, heimsótti háskóla fylkisins auk þess að snæða kvöldverð í boði Atla Ásmundssonar konsúls. Einnig átti Sólveig fund með starfsbróður sínum, George Hickes, forseta löggjafarþings Manitoba- fylkis, auk þess að ræða við hinn vestur-íslenska Peter Bjornson sem gegnir embætti mennta- málaráðherra. Ljósmynd/David Jón Fuller Sólveig Pétursdóttir heilsar Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, fyrir utan þinghús fylkisins. Hitti forsætis- ráðherra Manitoba-fylkis 2 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÍFEYRIR SKERTUR Um 20% allra örorkulífeyrisþega á landinu hafa fengið bréf frá lífeyr- issjóðum sínum um að örorkulífeyrir þeirra verði skertur eða felldur nið- ur. Lífeyrissjóðirnir hafa staðið fyrir umfangsmikilli tekjuathugun sem leitt hefur í ljós að margir öryrkjar hafa hærri heildartekjur en þeir höfðu áður en þeir urðu fyrir orku- tapi. Samningar gildir Samningar Hveragerðisbæjar og Eyktar ehf. um byggingu 800–900 íbúða austan Varmár eru gildir sam- kvæmt úrskurði félagsmálaráðu- neytisins. Var ekki fallist á þá kröfu sjálfstæðismanna að samningarnir brytu gegn rannsóknar- og jafnræð- isreglu stjórnsýslulaga Neyðarástand í Beirút Um 30.000 skelfingu lostnir flótta- menn forðuðu sér frá hafnarborginni Týrus og nálægum bæjum í Líbanon í gær þegar Ísraelsher herti sókn sína inn í landið til að ganga milli bols og höfuðs á liðsmönnum Hiz- bollah-hreyfingarinnar. Ingibjörg Þórðardóttir, stríðs- fréttamaður BBC, segir að hundruð þúsunda flóttamanna séu í Beirút og neyðarástand ríki í borginni. Starfsmenn hjálparstofnana hafi miklar áhyggjur af því að sjúkdómar kunni að brjótast út vegna mann- mergðarinnar og skorts á rennandi vatni. Bróðir Castros við völd Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, hefur falið bróður sínum, Raúl, völdin til bráðabirgða eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús og skorinn upp vegna innvortis blæðinga í maga. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Fréttaskýring 8 Bréf 30 Viðskipti 12 Minningar 30/37 Erlent 14/15 Myndasögur 40 Minn staður 16 Víkverji 40 Akureyri 20 Dagbók 40/43 Höfuðborgin 18 Staður og stund 42 Suðurnes 18 Leikhús 45 Landið 19 Bíó 46/49 Daglegt líf 20/21 Ljósvakamiðlar 50 Menning 22 Veður 51 Umræðan 24/29 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                   ! " # $ %      &         '() * +,,,                    Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is STJÓRN BSRB hefur ákveðið að stefna bæjarstjórn Snæfellsbæjar vegna uppsagna sex starfsmanna við íþróttahús og sundlaugar Snæ- fellsbæjar. Ögmundur Jónasson, formaður samtakanna, segir að uppsagnirnar séu brot á lögum og kjarasamningum. Ásbjörn Óttars- son, forseti bæjarstjórnar Snæfells- bæjar, telur bæjarfélagið vera í full- um rétti. „Við höfnum því algerlega að fólki sé sagt upp störfum og veltum því fyrir okkur hvað vaki fyrir bæj- aryfirvöldum. Ef þau eru að reyna að losa sig við einhverja starfs- menn, þá samrýmist það ekki lög- um að fara svona að,“ segir Ög- mundur. „Ég er búinn að eiga tvo fundi með bæjarstjóra og hans samstarfs- fólki þar sem við höfum gert grein fyrir því að þessar uppsagnir stand- ist ekki lög og kjarasamninga. Í kjarasamningnum er skýrt kveðið á um að hægt sé að ráðast í skipu- lagsbreytingar af því tagi sem bæj- aryfirvöld hyggjast hrinda í fram- kvæmd, án þess að segja starfsfólki upp. BSRB hefur boðist til að hafa samstarf við bæjaryfirvöld um þess- ar breytingar þannig að þær nái farsællega fram að ganga og við hörmum að því tilboði skuli ekki hafa verið tekið,“ segir Ögmundur og tekur fram að félagið hafi marg- oft staðið að slíkum samkomulags- ferlum milli félagsmanna sinna og sveitarfélaga. „Málið er hjá lögmönnum okkar og var bæjaryfirvöldum ritað bréf og gefinn kostur á andsvörum innan ákveðins frests sem nú er útrunn- inn. Það stefnir því allt í að við munum stefna sveitarfélaginu og við höfum tilkynnt þeim það,“ segir Ögmundur en bætir við að hætt verði við stefnuna ef uppsagnirnar verði dregnar til baka. Ekki verið að reka neinn Ásbjörn Óttarsson, forseti bæj- arstjórnar, segir að sambærilegar skipulagsbreytingar hafi áður verið gerðar „í sambandi við skólana og leikskólana og þetta hefur ekki ver- ið vandamál fyrr en núna. Deilan snýst um það hvort þetta séu skipu- lagsbreytingar eða eitthvað annað. Þeir hjá BSRB vilja meina að það búi eitthvað annað að baki þessu en breytingar á skipulagi“, segir Ás- björn. Ásbjörn segir að sveitarfélagið muni taka því sem að höndum ber varðandi aðgerðir BSRB. „Þegar ákveðið er að stefna sveitarfélaginu fer það í ákveðinn farveg,“ segir hann og bætir við að aðstandendur BSRB verði að gera það upp við sig hvort ástæða sé til að stefna. „Það geta allir sótt um vinnu aft- ur og það er bara verið að segja þessu fólki upp vegna skipulags- breytinga. Væntanlega sækir það um aftur því það eru allar stöður lausar,“ segir Ásbjörn og samsinnir því ekki að verið sé að reka fólkið. Breytingarnar varða kennslufyr- irkomulag í þremur starfsstöðvum Snæfellsbæjar en nýverið var hluti íþróttakennslu grunnskólanna færð- ur frá íþróttahúsinu í Ólafsvík, þar sem einnig er sundlaug, til íþrótta- hússins á Hellissandi. Formaður BSRB telur uppsagnir sex starfsmanna Snæfellsbæjar brot á lögum „Veltum fyrir okkur hvað vaki fyrir bæjaryfirvöldum“ 20 HÆLISLEITENDUR hafa komið hingað til lands það sem af er árinu og þar af hefur ellefu manns verið vísað úr landi samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar. Mál níu hælisleitenda eru í vinnslu og til viðbótar eru mál sjö hælisleitenda sem komu til landsins í fyrra enn í vinnslu. Þá er nokkuð um að hæl- isleitendur láti sig hverfa og komi ekki meira við sögu Útlendinga- stofnunar. Í ár hafa þrír útlendingar fengið dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum, þótt ekki hafi þeir allir komið til landsins á þessu ári. Hildur Dungal, forstjóri Útlend- ingastofnunar, segir flesta hælisleit- endur á þessu ári vera frá Rúmeníu og að það séu karlar á aldrinum 25– 35 ára sem skipi stærstan hóp hæl- isleitenda. Í fyrra leituðu 87 manns frá 20 mismunandi löndum hælis hér á landi og 80 þeirra fengu úrlausn sinna mála. Miðað við þær tölfræði- legu upplýsingar sem liggja fyrir má segja að hælisleitendum hafi fækkað hlutfallslega milli ára en hafa verður í huga að árið er ekki nema hálfnað og því óljóst fyrr en í árslok hver og hvort breyting verður að þessu leyti. Hildur Dungal segir mörg mál frá því í fyrra hafa verið flókin og krafist tímafrekrar efnismeðferðar. Sex málum frá fyrra ári er enn ólokið en mjög er mismunandi hve langan tíma tekur að ljúka máli hvers hæl- isleitanda, allt frá nokkrum dögum upp í meira en 12 mánuði. Meðalaf- greiðslutími er 2–3 mánuðir að sögn Hildar. „Í fyrra vorum við aðeins úr takti við það sem var að gerast annars staðar í kringum okkur því þá fjölg- aði hælisleitendum hér um 15% en fækkaði talsvert í Evrópu,“ segir hún. Telur Hildur líklegt að sú þróun sem átt hefur sér stað í Evrópu sé að skila sér til Íslands á þessu ári, þ.e. fækkun hælisleitenda. Önnur breyting í útlendingamál- um er sú að á þessu ári hafa hæl- isleitendur í minnkandi mæli komið með Seyðisfjarðarferjunni Nor- rænu, og heldur komið flugleiðina til landsins. Hælisleitendum fækkað milli ára Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is LITLAR breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna frá því í síðasta mánuði samkvæmt Þjóðarpúlsi Gall- ups. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með tæplega 43% fylgi sem er það sama og í síðasta mánuði og fylgi Samfylkingarinnar helst einnig óbreytt, tæp 25%. Þá nýtur Vinstri- hreyfingin – grænt framboð tæplega 20% fylgis og Framsóknarflokkurinn tæplega 10% og bæta báðir flokkarnir við sig prósentustigi. Frjálslyndir mælast með tæplega 4% fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 54%. Nær einn af hverjum fimm tók ekki afstöðu eða neitaði að gefa hana upp og tæplega 6% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram í dag. Tryggð kjósenda við stjórnmála- flokkana var einnig könnuð og var hún mest hjá kjósendum Sjálfstæð- isflokks þar sem 91% þeirra sem kusu flokkinn í síðustu alþingiskosningum myndi kjósa hann aftur nú. Næst- mest tryggð er hjá kjósendum Vinstri grænna eða um 87%. Tryggð kjós- enda Samfylkingarinnar minnkar í fjórða skiptið í röð, en sjö af hverjum tíu kjósendum hennar halda þó enn tryggð við flokkinn. Aðeins 57% kjós- enda Frjálslynda flokksins myndu kjósa hann ef kosið yrði nú. Um helmingur hafði gert upp hug sinn mánuði fyrir kjördag Þá kannaði Gallup einnig hvenær Reykvíkingar hefðu gert upp hug sinn fyrir síðustu borgarstjórnar- kosningar og kom þá í ljós að rúmlega helmingur, eða 53%, hafði ákveðið sig meira en mánuði fyrir kjördag. Eldra fólk og kjósendur Sjálfstæðisflokks eru í mun ríkari mæli búnir að gera upp hug sinn snemma en ungir kjós- endur annarra flokka. Síðustu vikuna fyrir kjördag voru til dæmis aðeins 9% elsta hópsins enn óákveðin en helmingur yngsta hópsins. Niðurstöðurnar um fylgi og tryggð við flokkana eru úr símakönnun sem gerð var 29. júní til 30. júlí. Svarhlut- fall var rúmlega 61% en úrtaksstærð var 2.880 manns. Niðurstöður um hvenær fólk gerði upp hug sinn eru úr könnun sem gerð var meðal 617 18–75 ára Reykvíkinga dagana 14. júní til 4. júlí og var svarhlutfall 62%. Litlar breytingar á fylgi flokkanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.