Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is SAMGÖNGURÁÐHERRA ætlar að fá óháðan aðila til að skoða starfsum- hverfi íslenskra flugumferðarstjóra og segist ráðherra vonast til þess að starfsemi flugumferðarsviðs verði með eðlilegum hætti þar til úttektin hefur farið fram. Loftur Jóhannsson, formaður Fé- lags íslenskra flugumferðarstjóra, segist efast um að útspil ráðherra leysi þann vanda sem nýlegt vakta- kerfi hafi skapað, en kerfið hefur valdið því að flugumferðarstjórar virðast mun tregari en áður til að taka að sér aukavaktir vegna veik- inda. Það verði þó hver og einn flug- umferðarstjóri að gera upp við sjálf- an sig hvort hann taki að sér meiri aukavinnu á næstunni en verið hefur. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra átti tvo fundi vegna málsins í gær. Annars vegar með Þorgeiri Pálssyni flugmálastjóra og Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra flug- umferðasviðs, þar sem farið var yfir stöðuna og þeir gáfu sitt mat á að- stæðunum. Hins vegar fundaði ráð- herra með þremur stjórnarmönnum í Félagi íslenskra flugumferðar- stjóra, þar á meðal formanninum. Ekki formlegt vilyrði „Niðurstaðan þess fundar var sú að það er vilji til þess að láta fara yfir starfsumhverfi flugumferðarstjóra, og við munum kalla til þess verks ut- anaðkomandi aðila,“ segir Sturla. Samkvæmt upplýsingum frá sam- gönguráðuneytinu verða þessir utan- aðkomandi aðilar frá Eurocontroll, flugstjórnarmiðstöð Evrópu, en að auki mun fulltrúi frá alþjóðlegum samtökum flugumferðarstjóra taka þátt í verkinu. Sturla segir ekki ljóst á þessari stundu hversu langan tíma úttekt af þessu tagi taki. „Við munum leggja áherslu á að þetta gerist hratt og vel svo allri óvissu verði eytt, en með áherslu á að á meðan á þessu stendur leggi allir sig fram um að starfsemin verði í eðlilegu horfi.“ Hann segir að ekki hafi verið gefin formleg vilyrði af hálfu flugumferð- arstjóra þess efnis að þeir myndu leggja sig fram um að halda starf- seminni í eðlilegu horfi, en hann von- ist til að svo verði. „Ég lít svo á að þetta sé skref í þá átt að friður ríki,“ segir Sturla. „Það eru margir þættir sem hafa áhrif á vinnutímann og það þarf að taka tillit til þess í skipulag- inu. Einnig þarf að taka tillit til þess að starfsumhverfið hjá flugumferð- arstjórum sé sem best. Þetta er auð- vitað fjölskyldufólk af báðum kynj- um og það þarf að leggja mat á það hvort verið sé að ofgera starfsfólk- inu.“ Viðvarandi óánægja Tekið var upp nýtt vaktakerfi hjá flugumferðarstjórum í mars sl., en veruleg óánægja hefur verið með kerfið. Undanfarið hafa starfsmenn verið afar tregir til að taka að sér aukavinnu til að leysa af veika sam- starfsmenn. „Það er gott og blessað að einhver sé fenginn til að meta vinnuumhverfi flugumferðarstjóra, eins og Sturla ætlar að gera, mér sýnist að aðallega sé meiningin að skoða hvort þetta vaktakerfi henti starfseminni,“ segir Loftur. Hann segist ekki geta séð að úttekt á vinnuumhverfinu leysi málið, ekki sé nóg að gera úttekt heldur þurfi að gera breytingar. Það sé ljóst að óánægja með nýja vaktakerfið sé við- varandi og þó að félag flugumferð- arstjóra sé ekki með aðgerðir í gangi sé ljóst að starfsmenn vilji síður vinna aukavinnu með tilkomu kerf- isins. „Það er svo lítill frítími eftir að menn vilja ekki eyða honum í auka- vinnu, auk þess sem í mörgum til- vikum geta þeir ekki unnið auka- vinnu þar sem fríin milli vakta eru orðin svo stutt og fá.“ Spurður hvaða leið hann sjái til að leysa þann vanda segir Loftur: „Nú er ljóst að menn voru að vinna auka- vaktir eins og þurfti áður en [vakta- kerfinu] var breytt, svo það er kannski ekki óskynsamlegt að álykta sem svo að ef menn breyttu aftur í það sem var myndu málin þróast aft- ur í það ástand sem var.“ Hann tekur þó fram að búið sé að „fara illa með allan velvilja flugumferðarstjóra“ og því sé ekki víst að það gengi eftir. Félag íslenskra atvinnuflugmanna sendi í gær frá sér ályktun þar sem lýst er áhyggjum yfir þeirri stöðu sem upp er komin í Flugstjórnarmið- stöðinni í Reykjavík, en flugumferð- arstjóri sem tilkynnti sig veikan var neyddur til að mæta til vinnu. „Stjórnin átelur slík vinnubrögð og bendir á að slíkt er bein ógnun við flugöryggi,“ segir í ályktuninni. ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri fagnar útspili sam- gönguráðherra þess efnis að gera eigi úttekt á vinnu- aðstöðu flugumferðarstjóra, og segist hann binda mikl- ar vonir við að niðurstöðurnar verði til þess að friður skapist um störf flugumferðarstjóra til framtíðar. „Ég tel að það sé mjög jákvætt að gera slíka úttekt, þá ekki síst hvað varðar vaktakerfin. Það er alveg ljóst að við viljum að okkar fólk vinni í umhverfi sem er í samræmi við það sem gerist í Evrópu,“ segir Þorgeir, sem segist reyndar telja að svo sé í dag. Hann segist vona að friður ríki um starfsemi Flug- málastjórnar þar til niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir. „Ég vona það og vænti þess að svo verði, það skiptir auðvitað miklu máli.“ Spurður hvort Flugmálastjórn geti hugsað sér að breyta vaktakerfi flugumferðarstjóra, verði nið- urstöður úttektarinnar þær að gallar séu á kerfinu, segir Þorgeir: „Menn fara ekki út í svona skoðun nema þeir ætli að taka tillit til þess sem út úr henni kemur. Það liggur í hlutarins eðli.“ Efast um útspil í málum flugumferðarstjóra Morgunblaðið/Eggert Sturla Böðvarsson samgönguráðherra (t.v.) og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri funduðu með fulltrúum Félags íslenskra flugumferðarstjóra, þeim Stefáni Mikaelssyni, Lofti Jóhannssyni og Halldóru Klöru Valdimars- dóttur, í gærmorgun um þá stöðu sem upp er komin í málefnum flugumferðarstjóra. Tekið verður tillit til niðurstöðu úttektarinnar HAUKUR Har- aldsson hefur til- kynnt að hann ætli að sækjast eftir því að hljóta kosningu sem for- maður Fram- sóknarflokksins á flokksþingi flokksins nú í ágúst. Í tilkynn- ingu til fjölmiðla segir Haukur að fólk úr öllum kjör- dæmum hafi hvatt hann til að gefa kost á sér, og hann taki þeirri áskor- un með það fyrir augum að gera flokkinn sem lýðræðislegastan. „Með framboði mínu til formanns tel ég mig geta blásið nýju lífi í flokk- inn og gert hann að því stjórnmála- afli sem hann þarf að vera og stofn- endur hans vildu,“ er haft eftir Hauki í tilkynningunni. Helstu bar- áttumál sín segir hann m.a. þau að Ísland verði eitt kjördæmi, og að fólksflóttinn af landsbyggðinni verði stöðvaður með því að afturkalla allan veiðikvóta og deila honum á sér- hvern Íslending að loknu mati fiski- fræðinga ár hvert. Haukur vill auk þess að öll stærri mál verði borin undir þjóðaratkvæð- isgreiðslu, að þingmönnum verði fækkað, og að þingmenn geti ekki orðið ráðherrar heldur ráði Alþingi hæfa menn til að stjórna. Að auki ætlar Haukur að berjast fyrir því að Ísland verði fríverslunarríki, og að kjör öryrkja verði bætt, en hann er sjálfur öryrki og þekkir mál þeirra af eigin raun. Býður sig fram til formanns Haukur Haraldsson VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur aflétt banni við vinnu á tengivirki í Hellisheiðarvirkjun eftir vinnuslys þar 25. júlí, þegar franski starfsmað- urinn Frédéric Robert Negro lést af völdum höfuðhöggs. Vinnulagið þótti ekki með felldu með því að Negro heitinn stóð á lyftaragafli í margra metra hæð en féll niður þegar jörðin gaf sig undan lyftaranum. Skv. upplýsingum Vinnueftirlits hafa öryggiskröfur nú verið uppfyllt- ar. Rannsókn er áfram í gangi hjá Vinnueftirlitinu. Rannsókn lögregl- unnar á Selfossi stendur einnig yfir en sú rannsókn verður síðar lögð fyr- ir ákæruvaldið til ákvörðunar um hvort höfðað verði refsimál á hendur þeim sem kunna að bera einhverja ábyrgð á því hvernig fór. Vinnubanni aflétt við tengivirki ♦♦♦ LÖGREGLAN á Egilsstöðum segir alranga þá fullyrðingu Ólafs Páls Sigurðssonar um að lögreglan á Egilsstöðum hafi gert tilraun til að keyra yfir hann við fjölskyldubúðir Íslandsvina nálægt Kárahnjúka- virkjun á mánudag. Ólafur Páll sagðist í samtali við Morgunblaðið á mánudag ætla að kæra lög- reglumennina fyrir athæfið en Ósk- ar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, segir enga kæru komna frá Ólafi. Hins vegar verði Ólafur sjálfur kærður fyrir að skemma bíl lögreglunnar. „Þetta er uppspuni hjá Ólafi. Bílaleigubíll lögreglunnar var stopp og Ólafur kom æðandi að með alþjóðlegt fingurmerki á lofti og lögreglumennirnir héldu að hann ætlaði kannski að ræða eitt- hvað við þá. En hann fór beint fram fyrir bílinn og lagði hendur á húdd- ið. Bíl lögreglunnar var þá ekið hægt af stað og þá barði hann húddið eins og óður maður og vék til hliðar og barði bílinn eftir allri hliðinni. Hann tók sér síðan stein í hönd til að grýta bílinn en þá juku lög- reglumennirnir hraðann til að kom- ast úr kastfæri. Þeir sneru síðan við og þá var hann búinn að kalla til fleira fólk til að hindra förina. Það var síðan skálavörður [í Snæfells- skála] sem fékk fólkið til að víkja frá. Hann verður kærður þegar í hann næst fyrir að valda skemmd- um á bílnum.“ „Barði húddið eins og óður maður“ „ÞAÐ kann vel að vera að síriti kunni að vera til einhvers gagns, en þessar hreyfingar eru þrátt fyrir allt svo litlar að það er ósennilegt að þær segðu okkur mikið þó þar væri síriti. Ég get þó ekki fullyrt það,“ segir Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri. Í blaðinu síðastliðinn laugardag kall- aði Anna Guðrún Edwardsdóttir, bæjarfulltrúi í Bolungarvík, eftir því að slíkum rita yrði komið upp til þess að mæla hreyfingar og sprungu- gliðnun í Óshyrnu. Aðspurður segist Jón sammála flestu því sem fram kemur í grein- argerð þeirra Gísla Eiríkssonar, verkfræðings hjá Vegagerðinni, og Ágústs Guðmundssonar, jarðfræð- ings, sem greint var frá í blaðinu um helgina. Tekur hann þó fram að í sannleika sagt geti enginn maður sagt með fullri vissu hvað gerist í Ós- hyrnu. „Hrunin eru mjög misstór sem koma þarna og út af fyrir sig getur lítið hrun verið mun hættulegra en stórt hrun ef svo ber undir,“ segir Jón. Aðspurður segist vegamála- stjóri hafa fullan skilning á áhyggj- um bæjarbúa Bolungarvíkur og kröfu þeirra um öruggar sam- göngur, en tekur fram að víða sé tak- markað öryggi á vegum landsins. Aðspurður segir Jón vinnuna við undirbúning jarðganga á svæðinu vera unna eins hratt og hægt er. Segist hann vongóður um að könnun á jarðgangagerð á svæðinu ljúki í haust og bendir á að gangi það eftir væri hægt að hefjast handa við gerð jarðganganna strax á næsta ári, en áætlað er að vinnan við jarðgöngin taki þrjú til fimm ár. Tekur vega- málastjóri þó fram að framkvæmda- hraðinn fari alfarið eftir því hvernig fjármagn til verksins skili sér. Spurður hvort ástæða sé til þess að grípa til aukinna varúðarráðstaf- ana á núverandi vegstæði, t.d. með byggingu fleiri vegskála segir vega- málastjóri ljóst að ekki sé hægt að auka öryggið meira á núverandi vegi. „Það verður ekki séð að það sé hægt að grípa til öllu meiri ráðstaf- ana annarra en að fara í stórfram- kvæmdir á borð við jarðgöng og það er það sem verið er að kanna,“ segir Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri að lokum. Ósennilegt að síriti gerði gagn við Óshyrnu Vegamálastjóri segist skilja áhyggjur bæjarbúa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.