Morgunblaðið - 02.08.2006, Side 14

Morgunblaðið - 02.08.2006, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Havana. AFP. | Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, fól í fyrrakvöld hinum 75 ára gamla Raúl bróður sínum tímabund- ið völdin í kjölfar þess að hann var lagður inn á spít- ala og skorinn upp vegna inn- vortis blæðinga í maga. Castro mun draga sig í hlé í nokkrar vik- ur vegna aðgerð- arinnar, en þetta er í fyrsta skipti á 47 árum hans á valdastóli sem hann neyðist til að afsala sér tímabundið völd- um. Castro fór ný- lega í opinbera heimsókn til Arg- entínu og rakti hann veikindin til streitu vegna mikilla anna upp á síð- kastið. Blendin viðbrögð George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sagði aðspurður um veik- indi Castros að ótímabært væri að spá fyrir um hvaða áhrif þau mundu hafa. „Ef Castro myndi falla frá eða láta af embætti vegna veikinda höf- um við áætlun um að auðvelda Kúb- verjum að skilja að það er til betra stjórnkerfi,“ sagði Bush í Miami í gær. „Enginn veit hvenær hann hættir á valdastóli. Að minni hyggju er það undir Guði almáttugum kom- ið.“ Undirbúningur vegna 80 ára af- mælis leiðtogans umdeilda 13. ágúst nk. hafði staðið yfir í nokkurn tíma. Nú hefur hins vegar verið tilkynnt að hátíðarhöldunum verði frestað þangað til 2. desember, þegar ná- kvæmlega 50 ár verða liðin frá því að uppreisnarmenn gengu á land í suð- austurhluta Kúbu og héldu til Sierra Maestra-fjallgarðsins. Óljóst er hversu alvarleg veikindi Castros eru og hafa viðbrögðin við tíðindunum af aðgerðinni verið blendin. Þannig fögnuðu þúsundir Kúb- verja í Litlu-Havana í Miami á Flór- ída í Bandaríkjunum tíðindum af veikindum leiðtogans, sannfærðir um að nær hálfrar aldar valdaferill hans væri senn á enda. Á Kúbu var hins vegar stemningin öllu alvar- legri, enda hefur meirihluti íbúa eyj- arinnar aldrei þekkt annan leiðtoga. Á það hefur hins vegar verið bent að Castro hefur áður lent í ýmsum hremmingum og því of snemmt að afskrifa kommúnistaleiðtogann víð- fræga. AP Kúbumenn í Litlu-Havana á Miami í Flórída fögnuðu er þeir fréttu af veikindum Castros í fyrrakvöld. Raúl Castro Fidel Castro Castro felur bróður sínum völdin vegna veikinda Stokkhólmur. AFP. | Fjörutíu og sjö manns drukknuðu í Svíþjóð í júlí- mánuði, þegar mikill fjöldi fólks notaði tækifærið og kældi sig nið- ur í sundlaugum og vötnum í hlý- indunum sem verið hafa að und- anförnu. Nýliðinn júlímánuður var sá heitasti í Svíþjóð síðan 1994, en það ár drukknuðu 50 manns í júlímánuði. „Sumarið hefur verið ein- staklega heitt og það hefur leitt til þess að fólk syndir mun meira en það myndi gera að öllu jöfnu,“ sagði Göran Ulsson, talsmaður samtaka sænskra sundbjörg- unarvarða. Að hans sögn hafa Svíar litla þekkingu á vötnum og hættunum sem felast í þeim, þrátt fyrir að hafa aðgang að langri strandlengju og þúsundum vatna. „Fólk ber ekki næga virðingu fyrir vatni. Það er ekki vart um sig og tekur ekki eftir umhverfi sínu,“ sagði Ulsson, og bætti því svo við að sú ákvörðun að fella niður almenna sundkennslu í skólum á áttunda áratugnum kynni að vera orsakavaldur í þessu samhengi. 47 Svíar drukkn- uðu í hita- bylgjunni í júlí UM FIMMTUNGUR breskra barna sér sjávarsíðuna í fyrsta skipti á ævinni í ferðalögum erlendis, ef marka má nýja könnun á tómstundum barna í Bret- landi. Þar kemur einnig fram að þrjú prósent barna hafa aldrei komið á strönd, þrátt fyrir þá vel þekktu stað- reynd að Bret- land sé eyja sem löngum drottnaði yfir siglingum á heimshöfunum. Börn í breskum Miðlöndunum voru líklegust til að hafa aldrei séð ströndina, eða 10 prósent barna frá þessu svæði sem tóku þátt í könnunni, að því er fram kemur í frétt breska blaðsins Daily Star. Meiri athygli rannsakenda vakti sú niðurstaða að um fjórðungur, eða 23 prósent, barna frá þessu svæði sá strönd í fyrsta sinn í sumarfríi erlendis. Könnunin var framkvæmd fyrir barnasjónvarpsstöðina Toonami, en í henni kemur jafnframt fram að átta af hverjum tíu börnum kjósa hreyfingu og leiki í stað kyrrsetu þegar þau eru á ferðalög- um. Bretar sjá ströndina fyrst í útlöndum Lundúnir. AFP. | Bresk stjórnvöld opnuðu í gær heimasíðu þar sem almenningur getur fylgst með því hvert viðbúnaðarstig gegn hryðju- verkum í landinu er á hverjum tíma. Þar kemur fram hversu mikla hættu sérfræðingar leyni- þjónustunnar telja vera á hryðju- verkaárás. Yfirvöld hafa sagt að hættan hafi verið „afar mikil“ síðan í ágúst í fyrra en það er hæsta stig- ið af fimm. Hins vegar var hættan sögð „alvarleg“ á síðunni í gær, sem er næsthæsta stigið og þýðir að mikil hætta er á árás. Hin stig- in þrjú eru „talsverð“ hætta „nokkur“ og „lítil“. Ákveðið var að opna síðuna, www.intelligence.gov.uk, eftir að stjórnarandstaðan krafðist meira gegnsæis í upplýsingunum sem al- menningur fær um hættuna af hryðjuverkum. Hættustigin voru áður sjö en hefur verið fækkað í fimm. Birta viðbúnaðar- stig á heimasíðu Tókýó. AFP. | Japanskir feður, sem yfirleitt vinna afar langan vinnu- dag, eru argir yfir því hversu lítinn tíma þeir hafa til að vera með börn- um sínum en að meðaltali eyða þeir 3,1 klukkustund með börnunum sín- um á dag, samkvæmt nýrri könnun. Í rannsókninni sem gerð var í sex löndum, kom í ljós að suður- kóreskir feður eyða enn styttri tíma með börnum sínum eða 2,8 klukku- stundum. Franskir feður eyða 3,8 stundum með börnum sínum, sænskir og bandarískir 4,8 og taí- lenskir 5,9. Vinnuvikan lengst í Japan en styst í Svíþjóð Japönsk ríkisstofnun sem vinnur að menntun kvenna fékk stofnanir í löndunum sex til að gera könnunina fyrir sig, en eitt þúsund manns tóku þátt í hverju landi. 41,3% jap- önsku feðranna sögðust hafa áhyggjur af því hversu litlum tíma þeir eyddu með börnum sínum en 27,6% aðspurðra sögðu þetta í svip- aðri könnun sem gerð var árið 1994. Í Suður-Kóreu sögðust 49% feðra hafa slíkar áhyggjur, 45% í Svíþjóð, 37% í Bandaríkjunum, 37% í Frakklandi og 18% í Taílandi. Japanskir feður vinna mest af þjóðunum sex eða 48,9 stundir á viku en sænskir feður eiga stystu vinnuvikuna, vinna 37,7 stundir að meðaltali. AP Feður í ýmsum löndum telja sig ekki fá nógan tíma með börnum sínum. Vilja meiri tíma með börnum sínum Teheran. AFP. | Mahmoud Ahmadine- jad, forseti Írans, lýsti því yfir í gær að stjórn sín myndi ekki beygja sig undir „tungumál hótana og ofbeld- is“, eftir að ör- yggisráð Samein- uðu þjóðanna samþykkti á mánudag ályktun þar sem Íranar fá frest til 31. ágúst til að hætta auðg- un á úrani, elleg- ar kunni þeir að eiga refsiaðgerðir yfir höfði sér. „Íranar telja það sinn rétt að fá að þróa kjarnorkutækni í friðsömum tilgangi,“ sagði Ahmadinejad á úti- fundi í bænum Bojnurd í norðaust- urhluta landsins í gær. „Ef einhverj- ir telja sig geta rætt við okkur á tungumáli hótana og ofbeldis eru það slæm mistök. Ef þeir skilja það ekki núna gera þeir það síðar.“ Gholam-Ali, forseti íranska þings- ins, gekk lengra í gær og sagði álykt- un öryggisráðsins afar óæskilegt skref í deilunni um kjarnorkuáætlun landsins. „Á meðan öryggisráðið þorir ekki að fordæma fjöldamorð [Ísraelshers] í Qana í Suður Líbanon [...] telur það sér stafa ógn af kjarn- orkuáætlun Írana og samþykkir ályktun sem er einskis virði í augum almennings,“ sagði Gholam-Ali. Svöruðu ekki tilboði Ályktun öryggisráðsins var lögð fram eftir að Íranar svöruðu ekki til- boði fimm fastafulltrúa öryggisráðs- ins auk Þýskalands, sem samþykkt var í Vínarborg í júní, þar sem þeim var boðin ýmiss konar aðstoð gegn því að hætta auðgun á úrani. Ályktunin, sem var númer 1696, var hófsöm og í henni var ekki kveðið á um tafarlausa hótun um refsiað- gerðir á hendur Írönum, eftir að Kínverjar og Rússar lýstu sig mót- fallna slíkum aðgerðum. Mahmoud Ahmadinejad Íranar gefa lítið fyrir ályktun öryggisráðsins Segja frest einskis virði BANDARÍSKIR vísindamenn hafa þróað bóluefni sem kemur í veg fyrir að rottur fitni, en talið er að það gæti nýst í baráttunni við offitu hjá mönnum. Bóluefn- ið lætur líkamann mynda mót- efni gegn hormóninu ghrelin en það eykur hungurtilfinningu. Vísindamenn við Scripps- rannsóknarmiðstöðina í Kali- forníu þróuðu þrjú mismunandi bóluefni sem virka á mismun- andi hluta ghrelins. Þegar þeim var sprautað í rottur kom í ljós að tvö þeirra bundust við virka hluta ghrelins og hindruðu áhrif þess. Rotturnar sem fengu bólu- efnið þyngdust og fitnuðu minna en rottur í samanburðarhópi sem fengu sama mat og drykk og var munurinn rakinn til bólu- efnisins. Vísindamennirnir segja þetta gefa vísbendingu um að bóluefn- ið hafi áhrif á efnaskipti dýr- anna. Þeir telja niðurstöðurnar sýna að með slíkri bólusetningu kunni að vera hægt að stjórna þyngdaraukningu og fitusöfnun hjá spendýrum. Segja þeir markmiðið vera að þróa bóluefni sem getur stuðlað að fitutapi hjá mönnum. Óttast aukaverkanir Stephen Bloom, prófessor við Imperial College í Lundúnum og sérfræðingur í rannsóknum á offitu, segir að lyfjafyrirtæki hafi lengi reynt að finna leiðir til að minnka virkni ghrelins en að það hafi ekki tekist hingað til. Líklegt sé þó að bóluefnið hafi hættulegar aukaverkanir en að ef til vill sé hægt að finna leiðir til að vinna gegn virkni horm- ónsins á öruggan hátt og því séu niðurstöðurnar mikilvægar. Bóluefni gegn offitu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.