Morgunblaðið - 02.08.2006, Page 17

Morgunblaðið - 02.08.2006, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 17 MINNSTAÐUR -láttu það eftir þér Nýbýlavegur 2 . 200 Kópavogur . Ísland . Sími: 570 5340 Fax: 570 5341 . yamaha@yamaha.is . www.yamaha.is YZ 85 LW TTR 125 Midnight Star 1900Drag Star 1100 Listaverð kr. 439.000 Tilboðsverð kr. 389.000 Listaverð kr. 535.000 Tilboðsverð kr. 465.000 Listaverð kr. 1.990.000 Tilboðsverð kr. 1.849.000 Listaverð kr. 1.359.000 Tilboðsverð kr. 1.259.000 Tilboðsverðin gilda til 10. ágúst eða á meðan birgðir endast! Nú er tækifærið! Láttu drauminn rætast Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Útsala - Útsala 50% AFSLÁTTUR AKUREYRI „ÞVÍ fleiri sem nýta munu sér þjón- ustu menningarhússins, þeim mun meiri verður arðurinn af fjárfesting- unni – sá arður felst í auknum lífs- gæðum íbúanna,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, við athöfn síðdegis í gær, en þá var fyrsta skóflustungan tekin að nýju menningarhúsi á Akureyri, húsi sem reist verður í hjarta bæjarins, á upp- fyllingu norðan Torfunefsbryggju. Skrifað var undir verksamning við Ístak, fyrsta skóflustungan tekin með stæl og þá má segja að verkið sé formlega hafið. Þetta verkefni á sér nokkra sögu. Ríkisstjórn tilkynnti fyrir rúmum 7 árum, í janúar árið 1999, að hún myndi stuðla að byggingu menning- arhúsa í öllum fjórðungum landsins og gat bæjarstjóri þess í ávarpi sínu að bæjarstjórn Akureyrar hefði þá þegar sett af stað vinnu við verk- efnið og kallað eftir samstarfi við ríkið. Það var hins vegar ekki fyrr en í febrúar árið 2003 sem samningar tókust um fjármögnun bygging- arinnar en í þeim samningi er miðað við aðrar tölur en nú eru uppi á borði. Verkið hefur á þeim tíma sem liðinn er vaxið að umfangi, einkum að sögn Kristjáns Þórs vegna þess að bæjarstjórn ákvað að tónlist- arskóli bæjarfélagsins skyldi vera í húsinu, og að kennslurými hans yrði á annarri og þriðju hæð þess. Hag- kvæmt var talið að samnýta hús- næðið með annarri starfsemi, t.d. tónleikahaldi á vegum Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands. Byggingin er rúmir 7400 fermetr- ar að stærð og áætlaður kostnaður um 2,1 milljarður króna, þar af um 450 milljónir vegna tónlistarskólans. Stefnt er að því að húsið verði tilbúið til notkunar fyrri hluta ársins 2008. Menningarhúsið er að formi hringur og í gegnum hann liðast svonefnt fljót, sem skiptir húsinu í tvennt. Að- alsalur verður að austan, fjölnotasal- ur og upplýsingamiðstöð ferða- manna að vestan. Í aðalsal byggingarinnar rúmast um 500 manns í sæti, hann verður nýttur til tónlistarflutnings, leiklistin mun fá þar sitt pláss og einnig verða þar haldnar ráðstefnur. Minni salurinn, 220 manna, verður einkum notaður í tengslum við starfsemi tónlistarskól- ans. Menningarhúsið verður andans orkuver „Þessi misseri er mikið rætt um virkjanir og verklegar stór- framkvæmdir á Íslandi. Ég lít svo á að Menningarhúsið á Akureyri verði andans orkuver, líkt og Amts- bókasafnið og fleiri menningarstofn- anir okkar hafa sýnt og sannað. Þetta eru orkuver sem gera hið besta úr þeim mannauði sem í sam- félaginu býr – auka lífsgæðin, styrkja lýðræðið, efla andann, bæta frítímann og starfa því í kraftmikl- um samhljómi við kjörorð bæjarins; Akureyri, öll lífsins gæði. Það er því óhjákvæmilegt, ljúft og skylt og sjálfsagt að Akureyrarbær festi um- talsverða fjármuni í þeirri byggingu sem hér á að rísa,“ sagði Kristján Þór. Hús eru minnisvarði um sögu þjóðarinnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði mik- ilvægt þegar ákvarðanir væru tekn- ar um byggingu húsa að vel tækist til með undirbúning, „húsin sem rísa eru ákveðinn minnisvarði um sögu þjóðarinnar.“ Undirbúningur vegna byggingar menningarhúss á Ak- ureyri hefði vissulega tekið langan tíma, en vel hefði verið vandað til hans. Húsið yrði mikil lyftistöng fyr- ir allt menningar- og mannlíf í bæn- um og nágrannabyggðum. „Það verður líka mikilvægt fyrir menn- ingarstarfsemi á landinu öllu,“ sagði menntamálaráðherra, en húsið yrði eitt fullkomnasta tónleikahús lands- ins. Nefndi ráðherra að bærinn skip- aði sér nú í fremstu röð með því að tengja starfsemi tónlistarskóla bæj- arins við starfsemi menningarhúss- ins, það væri afar góð og skyn- samleg ráðstöfun. „Það er okkar einlæga trú,“ sagði Sigurður Hallgrímsson, arkitekt hússins, „að menningarhús á Ak- ureyri eigi eftir að styrkja og efla annars blómlegt tónlistar- og menn- ingarlíf, sem og bæjarlífið.“ Því fleiri sem nýta menningarhúsið því meiri verður arðurinn Arðurinn felst í auknum lífsgæðum íbúanna Morgunblaðið/Margrét Þóra Skrifað undir Við athöfnina var skrifað undir verksamning við ÍSTAK, frá vinstri eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, Loftur Árnason, forstjóri ÍSTAKS, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarmálanefndar. Ég var á undan Látbragðsleikarinn Kristján Ingimarsson færði nafna sínum Júlíussyni skófluna með miklum tilþrifum. Hann sá sér svo leik á borði á meðan bæjarstjórinn var að hafa sig til og tók sjálfur fyrstu skóflu- stunguna að menningarhúsinu á Akureyri. Á öllum aldri Margir lögðu leið sína niður á uppfyllinguna sunnan Strand- götu og fylgdust þar með þegar framkvæmdir hófust með táknrænum hætti við byggingu langþráðs menningarhúss á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.