Morgunblaðið - 02.08.2006, Page 18

Morgunblaðið - 02.08.2006, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hlíðahverfi | Hópur ungmenna við Vinnuskóla Reykjavíkur sem í vor út- skrifaðist úr Austurbæjarskóla hefur í sumar unnið að því að skilgreina heilbrigt líferni og forvarnir. Afrakst- ur þeirrar vinnu er sýning sem nú stendur yfir í þjónustuskála Þjón- ustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða. Unglingahópurinn var fenginn til að rýna í forvarnastefnu Reykjavík- urborgar og velja það sem þeim þótti áhugaverðast hverju sinni og líklegt til að bera árangur í baráttunni gegn vímuefnanotkun ungs fólks. Sýningin tók á sig ýmsar myndir og mátti þar m.a. sjá ljósmyndir, úrklippumyndir, viðtalsmyndband og listaverk unnið úr sígarettustubbum. Blaðamaður náði tali af nokkrum ungmennum úr hópnum og innti þau eftir því að hverju þau hefðu komist í forvarnavinnunni. Voru þau sammála um að öflugasta forvörnin væri að hafa eitthvað fyrir stafni, s.s. stunda íþróttir eða læra á hljóðfæri auk þess sem hlutverki foreldra mætti ekki gleyma í baráttunni gegn vímuefna- vandanum. Að sögn unga fólksins var verkefnið mjög skemmtilegt og gef- andi og töldu þau sig hafa lært heil- mikið af því. Öll sögðust þau hafa sín áhugamál og vera í góðu sambandi við foreldra sína og þau voru ekki í nokkrum vafa um að það mundi hjálpa þeim að halda sig frá vímugjöf- um. Þá hafi verkefnið verið mun skemmtilegra en að tína arfa við Hall- grímskirkju en þeirri vinnu þurftu þau að sinna áður en forvarnastarfið tók við. Hópur ungs fólks í Vinnuskóla Reykjavíkur vann í sumar að áhugaverðu forvarnaverkefni Tómstundastarf minnkar vímuefnaneyslu Morgunblaðið/Eggert Hópurinn Hluti hópsins ásamt leiðbeinendum og skólastjóra Vinnuskólans, Guðrúnu Þórsdóttur, lengst til vinstri. Auglýsingar Þorbjörg bendir sýningargestum á það hvaða auglýsingar vöktu athygli hópsins. Í bakgrunninum standa þær Rósa og Priyaphon. Njarðvík | „Sennilega eru það fínu kjólarnir með tutu-pilsunum sem standa út í loftið sem vekja áhuga stelpna á ballett og þannig var það hjá mér til að byrja með. Svo þegar ég komst að því hvað þetta var gaman hætti ég að hugsa um kjólana og fór meira að horfa á tígulegar hreyfingar. Á þeim 11 árum sem ég hef verið í ballett hef ég aldrei dansað í tutu- ballettkjól,“ sagði Fjóla Oddgeirs- dóttir í samtali við Morgunblaðið en þessi unga Njarðvíkurmær er að fara til Stokkhólms þar sem hún mun leggja stund á nám í Konunglega sænska ballettskól- anum. Það hefur ekki verið auðhlaupið fyrir Fjólu Oddgeirsdóttur að stunda ballettnám. Engin ball- ettkennsla er í bænum svo aka verður eftir náminu til höfuðborg- arsvæðisins. Á síðustu árum hefur Fjóla sótt tíma 5 til 6 sinnum í viku í Listdansskóla Íslands og auk þess að aka brautina fram og til baka hefur viðvera í skólanum oft verið löng. Hvorki Fjóla né fjölskylda hennar hafa miklað þetta fyrir sér enda segir móðir Fjólu að fjölskyldan hafi hjálpast að við þetta. Sjálf hefur Fjóla not- að tímann í bílnum til þess að læra enda hefur það oft reynst eini lausi tíminn yfir daginn. Það var heldur aldrei efi í huga Fjólu um að ballett vildi hún læra. Hún var 4 ára þegar hún talaði um að hún vildi læra ballett. Þá var henni leyft að prófa djassball- ett af því að hann var kenndur hér og hún fann fljótt að hann átti ekki við hana. Þá prófaði hún fim- leika en vildi ekki fara aftur eftir fyrsta tímann, fannst þetta enda- laus bið í röðum. Haustið sem Fjóla varð 5 ára hóf hún síðan nám við Ballettskóla Guðbjargar Arnardóttur í Hafn- arfirði. Fjóla ljómaði þegar hún kom út úr fyrsta tímanum og sagði að „þetta væri sko ballett og hér ætlaði hún að vera“. Fjóla hóf síðan nám við List- dansskóla Íslands þegar hún var 9 ára og kláraði fyrsta árið í fram- haldsdeildinni sl. vor. Fjóla viðurkenndi að sennilega hefðu það verið fínu kjólarnir sem hefðu vakið áhugann í upphafi en hún hefði hins vegar komist fljótt að raun um að ballettinn ætti vel við hana. Hún uppljóstraði því að á 11 ára námstímabili hefði hún aldrei dansað í fínustu ballettkjól- unum með pilsin út í loftið. „Ég hef mátað svoleiðis kjól, en aldrei dansað í honum opinberlega. Á sýningum Listdansskólans hefur hist þannig á að ég hef verið í dansverkum sem eru ekki með slíkum kjólum.“ Spennt að hefja ballettnámið í Stokkhólmi Það kann að breytast með ball- ettkjólana því á næstu dögum heldur Fjóla til Stokkhólms til náms í Konunglega sænska ball- ettskólanum, sem er menntaskóli, sérstaklega ætlaður ballettnemum. Skólinn hefst um miðjan ágúst og hefur Fjóla notað sumarið til að æfa sænskuna. Námið er nokkuð strangt og dagarnir langir en Fjóla sagðist ekki vera óvön því. „Ég er vön löngum dögum og stífu námi. Ég hef yfirleitt farið strax eftir skóla í Listdansskólann og verið þar fram á kvöld. Ferðina fram og til baka hef ég notað til að læra, enda oft eini tíminn sem ég hef. Auðvitað verður skrítið að fara frá fjölskyldunni og ég er smávegis stressuð en mest spennt að fara,“ sagði Fjóla. Hún mun leigja herbergi hjá kennara í skólanum þar sem engin heimavist er fyrir mennta- skólanema í Stokkhólmi. Þegar hún var spurð um framtíðina í hörðum ballettheimi sagðist hún ekkert vera að hugsa um það núna. „Auðvitað veit ég ekkert hvernig þetta endar. Ég ætla að taka eitt ár í einu. Á þriðja og síð- asta árinu fara nemendur í inn- tökupróf hjá balletthópum og/eða háskólum sem ráða miklu um framtíðina. Ef þetta gengur ekki upp ætla ég að mennta mig meira í náttúrufræði og fara svo í dýra- lækningar. Það hef ég alltaf hugs- að mér,“ sagði Fjóla og bætti við að ballerínur væru sjaldnast leng- ur að en til 30 ára aldurs. – Hefurðu getað átt einhver áhugamál með þessu eða ræktað vinskap? „Já, já, það hef ég alveg getað,“ sagði Fjóla. „Ég er mikill lestr- arhestur, les og les. Ég var líka í tónlistarskóla í 8 ár að læra á harmonikku. Ég hætti því bara um síðustu áramót. Mér finnst líka mjög gaman að teikna og myndlistarkennarinn minn í Njarðvíkurskóla, hann Eric, hefur verið að hjálpa mér mikið með það. Svo reyni ég að hitta vini mína þegar ég get, þó það sé mest á skólatíma og á sunnudögum. Ég hef líka notað MSN-ið til að vera í sambandi við þá og mun halda því áfram. Ég á líka góða vini í ball- ettinum sem verða áfram í List- dansskólanum og ég ætla að halda áfram að vera í sambandi við þá krakka,“ sagði Fjóla Oddgeirs- dóttir sem á vafalaust eftir að dansa fyrir íslensku þjóðina í fín- um kjól áður en langt um líður. Ung Njarðvíkurmær er að hefja nám í Konunglega sænska ballettskólanum í Stokkhólmi Vissi strax hvað hún vildi Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ballettinn alltaf heillað Fjóla Oddgeirsdóttir úr Njarðvík heldur senn til náms í Konunglega sænska ballettskól- ann í Stokkhólmi en hún hefur stundað ballettnám frá fimm ára aldri. Hér er Fjóla heima í stofu. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.