Morgunblaðið - 02.08.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 25
UMRÆÐAN
-o
rð
sku
lu
stan
d
a!
569 7200
www.isprent.is
Gæðin
komin
á prent
Glæsilegur blaðauki um skóla og námskeið á Íslandi
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 18. ágúst.
Meðal efnis er háskólanám, endurmenntun, símenntun,
tómstundanámskeið, tölvunám, framhaldsskólanám,
tónlistarnám, skólavörur og margt fleira.
Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16:00
þriðjudaginn 15. ágúst.
Allar upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is
„Í skólanum í skólanum er
skemmtilegt að vera...“
ilvægt að allir hlutaðeigandi aðilar
komi að því máli. Sáttaumleitan (re-
storative justice) hefur verið í um-
ræðunni og bind ég vonir við að sú
aðferð verði notuð í framtíðinni. Það
er alveg óskiljanlegt hvernig stjórn-
völd geta staðið fyrir því að loka eða
takmarka starfsemi barna- og ung-
lingageðdeildar yfir sumarið. Hvaða
heilvita manni dettur í hug að hægt
sé að loka á sjúkdóm yfir sum-
armánuðina?
Enn liggja ekki fyrir lausnir um
hvernig best sé að taka á vanda-
málum barna sem eru í sérstakri
áhættu. Þau flosna úr skóla, fá jafn-
vel ekki vinnu, þau eru erfið og eiga
við líkamlega, andlega eða fé-
lagslega erfiðleika að stríða. Fáir ef
nokkur veit hvernig taka skal á
vanda þessara einstaklinga. Því
þegar upp er staðið byggist árang-
urinn fyrst og fremst á vilja ein-
staklingsins til að breyta eigin lífi.
Kröfur eru um árangur og sparnað.
Einstaklingsmeðferð er dýr og því
er hagkvæmast að hópa þeim sam-
an sem gerir það að verkum að
meiri líkur eru á því að þau sem
skár eru stödd leiðist út í meiri
vandræði en ella.
Aðgerðir í forvarnamálum hafa
m.a. beinst að því að benda for-
eldrum á að halda útivistartímann
og er það vel. Ég vil þó benda á að
það er ekki svo langt síðan að fé-
lagsmiðstöðvar voru opnar til kl. 23
á kvöldin, mér sem foreldri til mik-
illar mæðu.
Það er mat mitt að forvarnir eru
mikilvægar en frekari rannsókna er
þörf á sviðinu. Það skiptir máli
hvaða forvörnum er beitt, hvernig,
hvar og í hvaða tilgangi. Það þarf að
fræða þá sem sinna forvörnum, það
þarf að velja verkefni við hæfi, það
þarf að kanna árangurinn og það
þarf að endurmeta forvarnir reglu-
lega. Það mætti fræða foreldra fyrr
þannig að þeir geti brugðist við
vandanum. Lífsleiknikennsla hér á
landi hefur verið að þróast og er
óskandi að sem flestir skólar komi
til með að nýta þann tíma til
kennslu í þeim fræðum sem náms-
greinin vísar til.
Það bendir margt til þess að
fíkniefni séu einum of aðgengileg
hér á landi. Við foreldrar þurfum að
vera okkur meðvitandi um þá stöðu
og vera á varðbergi eins og Njörð-
ur, Alma og Auður (sjá grein 1. júní
sl. í Morgunblaðinu) benda á. Ég vil
trúa því að hægt sé að leysa þennan
vanda, en það á örugglega eftir að
kosta tíma, fé og fyrirhöfn.
Höfundur er félags- og
menntunarfræðingur.
Sagt var: Jón og Geir erfðu sitthvort húsið og sinnhvorn bílinn.
RÉTT VÆRI: Jón og Geir erfðu sitt húsið og sinn bílinn hvor.
Gætum tungunnar
ÉG RAUK til á dögunum og fjár-
festi í nýútkominni bók eftir Pál Ás-
geir Ásgeirsson sem heitir því aðlað-
andi nafni „Bíll og bakpoki“. Ég hélt
að bók með slíkum titli væri einmitt
eins og sérsniðin fyrir mig og mína
fjölskyldu sem höfum gaman af bíl-
túrum, útilegum og gönguferðum.
Bókin er reyndar öll hin skemmtileg-
asta og vissulega meðmælaverð, vel
unnin og skrifuð og segir frá hinum
áhugaverðustu göngu-
leiðum, en eitt er þó
víst: bíllinn í titlinum er
ekki minn litli Renault
Megane, jafn mikill
kostagripur og hann þó
er. Það er því ekki al-
veg laust við að ég sé
pínulítið vonsvikinn og
nokkuð vondaufur um
að ég komist á næst-
unni í þessar ágætu
gönguferðir sem þar er
lýst. Ekki ætla ég þó að
erfa það við bókarhöf-
und, heldur við hið al-
ræmda íslenska vegakerfi og ein-
kennilega tregðu ferðamálafrömuða
til að þrýsta á um úrbætur í þeim efn-
um.
Er það virkilega réttlætanlegt að
hálendi Íslands og aðrar óbyggðir
séu einkaleikvöllur jeppadellukarla
og annarra eigenda stórvirkra vinnu-
véla eða leiktækja?
Þegar skipulagsmál óbyggða ber á
góma heyrast gjarnan raddir sem
tala fögrum orðum um öræfakyrrð og
hversu gáttaðir erlendir ferðamenn,
uppaldir í stórborgagný, eru á víð-
áttum Íslands að hægt sé að ganga
dögum saman án þess að rekast á
aðra lifandi sálu. Þetta dreg ég ekki í
efa, en ég velti þó fyrir mér hvort það
sé virkilega nauðsynlegt að taka frá
svæði upp á tugi þúsunda ferkíló-
metra til að geta boðið upp á slíkt?
Skyldi ekki vera hægt að gera þetta
einhvern veginn öðruvísi?
Í Texasríki Bandaríkjanna, rétt við
landamærin að Mexíkó, er þjóðgarð-
urinn Stórisveigur, eða „Big Bend
National Park“ og dregur hann nafn
sitt af miklum sveig sem Miklafljót,
Rio Grande, tekur þar á sig á leið
sinni til Mexíkóflóans. Þjóðgarðurinn
er rúmir 3.200 ferkílómetrar að
stærð, eða allnokkru minni en
Skaftafellsþjóðgarður eftir stækk-
unina 2004 (sem að vísu er að mestu
hulinn ís og því ekki að fullu sam-
bærilegur). Um 300.000 gestir heim-
sækja garðinn á ári hverju. Nú skyldi
maður ætla, ef trúa má áróðri hálend-
isferðafrömuða, að ferðamennirnir
sem sækja þennan stað heim troði
hverjum öðrum um tær, að hvarvetna
séu mannvirki af hinum ýmsu gerð-
um sem stingi í augun og „eyðileggi“
náttúruna, að engan veginn sé hægt
að njóta náttúrunnar í friði og ein-
semd á svo „smáu“ svæði. En, það er
öðru nær eins og þeir sem þangað
hafa komið geta vitnað um. Með góðu
skipulagi og skilvirku
eftirliti er séð til þess að
hinar ýmsu gerðir
ferðamanna geti notið
garðsins hver á sinn
hátt.
Fyrir nokkrum árum
lögðum við hjónin leið
okkar í Stórasveig.
Þetta var um þakk-
argjörðarhátíð þeirra
Bandaríkjamanna, ein-
hverja mestu ferðahelgi
ársins, enda urðum við
að panta pláss í garð-
inum með löngum fyr-
irvara. Þarna er nefnilega ekki farin
hin íslenska leið að bóka fyrst og
redda svo. Allt er þaulskipulagt og
eingöngu er tekið á móti ákveðnum
fjölda ferðamanna af hverri sort.
Hægt er að panta pláss á almennu
tjaldsvæði líkt og við þekkjum frá ís-
lenskum ferðamannastöðum, og er
það ódýrast. Annar kostur eru sér-
stök frátekin svæði þar sem gestir fá
úthlutað sínu eigin skýrt afmörkuðu
svæði til að tjalda á og þarf að ganga
um nokkurn veg til að nálgast þau.
Þriðji möguleikinn er að kaupa
óbyggðapassa sem færir manni leyfi
til að tjalda hvar sem er utan sjónlínu
frá merktum gönguleiðum. Við hjón-
in nýttum okkur tvo síðastnefndu
kostina.
Fyrri nótt okkar í garðinum feng-
um við úthlutað okkar einkasvæði í
suðurhlíðum Chisosfjallanna og átt-
um þar einkar ánægjulegan tíma í
friði og ró í fallegu umhverfi. Síðari
nóttina nýttum við óbyggðapassann
okkar. Við gengum allnokkurn spöl
að Asnaeyrunum – vel þekktu kenni-
leiti í garðinum, tjölduðum síðan í
auðninni og gengum til baka daginn
eftir. Ég man það greinilega að við
sáum hvorki né heyrðum nokkurn
einasta kjaft á þessari gönguför okk-
ar, þrátt fyrir að vera á þvælingi í
kringum eitt þekktasta kennileiti
garðsins á háannatíma. Átroðning-
urinn var nú ekki meiri en svo.
Aðstæður í Stórasveigi minna um
margt á hinar margumtöluðu „sér-
íslensku aðstæður“, sem eru kannski
ekki svo séríslenskar þegar að er gáð.
Lífríkið er viðkvæmt, enda er hér
nánast um eyðimörk að ræða. Veð-
urfarið er óblítt. Miklir hitar gera það
að verkum að nánast er ólíft þar yfir
sumarmánuðina. Samt sem áður er
garðurinn opinn og full þjónusta veitt
árið um kring og samanstendur sum-
artraffíkin aðallega af ævintýra-
ferðamönnum sem vilja láta reyna á
þolrifin.
Það kostar auðvitað sitt að halda
úti góðum þjóðgarði. Rekstur Stóra-
sveigs árið 2003 nam liðlega 10 millj-
ónum dollara, eða á áttunda hundrað
milljóna íslenskra króna. Þar af
dekkuðu tekjur garðsins aðeins um
10%. Afgangurinn er að langmestu
leyti á fjárlögum frá bandarísku al-
ríkisstjórninni. Það er víst ekki leng-
ur móðins að éta allt upp eftir Kan-
anum, en kannski er þó, í ljósi þeirrar
löngu reynslu sem Kaninn hefur í að
skipuleggja og reka þjóðgarða, óvit-
laust að huga að því sem hann gerir í
Stórasveigi og vita hvort ekki megi
draga þar einhvern lærdóm af.
Öræfakyrrðin í Texas
Oddur Þ. Vilhelmsson fjallar
um hálendið og ferðamennsku ’Er það virkilega rétt-lætanlegt að hálendi Ís-
lands og aðrar óbyggðir
séu einkaleikvöllur jeppa-
dellukarla og annarra
eigenda stórvirkra vinnu-
véla eða leiktækja?‘
Oddur Þ. Vilhelmsson
Höfundur er dósent við Háskólann
á Akureyri og áhugamaður um
ferðamál.
SANDUR MÖL
FYLLINGAREFNI
WWW.BJORGUN.IS
Sævarhöfða 33,
112 Reykjavík,
sími 577 2000