Morgunblaðið - 02.08.2006, Page 28

Morgunblaðið - 02.08.2006, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ KEMUR reglulega fyrir að ég rekst á trúleysingja sem telja að trúleysið sé ekkert sem þeir eigi að halda á lofti. Þeir telja að þetta sé bara einkamál þeirra og komi í raun engum við. Í fullkomnum heimi þá væri það vissulega góð og gild skoð- un. Allir gætu bara haft sínar trúarskoð- anir fyrir sig. Við bú- um því miður ekki í fullkomnum heimi. Í Bandaríkjunum eru trúleysingjar sá þjóðfélagshópur sem almenningur treystir síst. Þetta er aug- ljóslega stórfurðuleg skoðun þar sem trú- leysingjar gera yf- irleitt ekki neinum neitt vegna trúaraf- stöðu sinnar. Það að hinir margrómuðu stofnendur Bandaríkj- anna hafi upp til hópa verið mjög skeptískir á tilvist guðs virðist ekkert gera til að sannfæra þjóðina um ágæti trúleysingja. Trúmönnum hefur tekist að gera trúleys- ingja að jaðarhóp í Bandaríkjunum. Er hætta á að það sama gerist eða sé að gerast á Íslandi? Það er ljóst að ákveðnir trúmenn á Íslandi reyna að vekja upp van- traust á trúleysingjum. Karl Sig- urbjörnsson hefur farið þar fremst- ur í flokki. Hann hefur sagt okkur ógna mannlegu samfélagi og stillt trúleysi upp sem siðleysi. Þetta er hræðilegur málflutningur sem á ekki við rök að styðjast. Oft virðist þetta vera byggt á þeirri rökleysu að án guðs sé allt leyfilegt. Ég hef það fyrir reglu að spyrja alla sem koma með þessa staðhæfingu að því hvað þeir myndu gera ef þeir kæm- ust að því að guð væri ekki til. Myndu trúmenn upp til hópa fara að ljúga, stela og myrða ef enginn guð væri til? Augljóslega ekki. Sama gildir um trúleysingja, þó enginn guð sé til þá reynum við að halda okkur við góðu verkin. Hvað eru trúleys- ingjar stór hluti Ís- lendinga? Miðað við kannanir þá erum við á bilinu 20–30% (í raun eftir því hvaða skil- greining er notuð). Í samanburði má benda á að rétt rúmur helm- ingur þjóðarinnar ját- ar kristna trú (skv. könnuninni Trúarlíf Ís- lendinga 2004). Við er- um augljóslega svo stór hluti þjóðarinnar að við ættum ekki að þurfa að vera jað- arhópur en við virð- umst oft vera það. Stjórnmálamenn ættu að þurfa að taka tillit til okkar þegar þeir setja lög er varða okk- ur en þeir gera það ekki. Við erum hunsuð sem þjóðfélagshópur. Hvers vegna? Af því að við erum ekki nægilega áberandi. Við erum að gera okkur sjálf að jaðarhóp með þögninni. Trúleysingjar þurfa að vakna og taka á sínum málum. Við erum hluti af þessu fjölmenning- arsamfélagi, samt fer miklu meira fyrir mun smærri minnihlutahópum heldur en okkur. Staðreyndin er sú að við höfum ekki sömu stöðu og trúmenn. Trú- leysingjar þurfa ekki kirkjur en við þurfum félög sem geta séð um þær athafnir sem flestir ganga í gegnum á ævinni. Siðmennt hefur séð um slíkar athafnir en félagið hefur bara ekki sömu réttarstöðu og trúfélög. Trúleysi er einfaldlega annars flokks í augum ráðamanna Trúleysingjar þurfa líka að hafa áhyggjur af því hvernig okkur er lýst í kristinfræði- og trúarbragða- kennslu. Þeir sem skoða krist- infræðibækur sjá að þær eru flestar einfaldlega áróður fyrir kristni. Þar sem fjallað er um kristin fræði, sið- fræði og trúarbragðafræði í aðal- námskrá er ekki minnst einu orði á trúleysi. Við virðumst ekki vera til. Múslímar, búddistar, gyðingar og hindúar fá allir sinn sess þar en þó við séum mun stærri hópur á Ís- landi þá er ekki minnst á okkur. Þarna erum við jaðarhópur. Um þessar mundir (24.–25. júní) er haldin veglega ráðstefnu trúleys- ingja á Íslandi. Við höfum fengið marga góða fyrirlesara utan úr heimi og einnig vel valda Íslend- inga. Þetta er góður tímapunktur til að standa á fætur og minna á okk- ur. Við erum til og við erum stór hluti þjóðarinnar. Við höfum ekki verið áberandi en við ættum að vera það. Stjórnmálamenn þurfa að hugsa til okkar þegar þeir setja lög er varða okkur sem hóp. Ég er stoltur af trúleysi mínu, ég er glaður að ég er trúleysingi. Það er ekki neikvætt að vera trúlaus heldur jákvætt. Ég hef stundum sagt að kjarninn í málflutningi okk- ar sé: lifðu lífinu lifandi. Við eigum okkur líf fyrir dauðann og við vilj- um nota það, njóta þess. Trúleysi er ekki jaðarskoðun Óli Gneisti Sóleyjarson fjallar um trúleysi ’Ég er stoltur aftrúleysi mínu, ég er glaður að ég er trúleysingi. Það er ekki neikvætt að vera trúlaus heldur jákvætt.‘ Óli Gneisti Sóleyjarson Höfundur er formaður Skeptíkusar og situr í skipulagsnefnd ráðstefn- unnar Jákvæðar raddir trúleysis. Í MÖRG ár hefur Samfylkingin staðið fyrir umræðu og tillöguflutn- ingi á Alþingi um lækkun mat- arverðsins. Haustið 2004 fluttum við til- lögu á Alþingi um að leita skýringa á því hvað það væri í um- hverfi innflutnings og innlendrar mat- vælaframleiðslu sem orsakaði svo hátt mat- arverð og upplýsing- arnar sem Samfylk- ingin kom þá fram með kölluðu á miklar umræður og sterk við- brögð frá samfélaginu. Í greinargerð með til- lögunni voru ítarlegar samanburðartöflur frá norsku Hagstofunni um verðlagsþróun undangengins áratug- ar í öllum mat- vöruflokkum sem sýndu verð á Norð- urlöndum miðað við meðaltal matarverðs í Evrópusambands- löndum. Noregur og Ísland voru langdýr- ust og voru með 50% hærra verð en með- altal ESB. Ástæða er til að árétta að allar umræður síðan þá um samanburð matarverðs við Evrópu- sambandið miðast við meðaltal þar sem dýrari löndin í Norður-Evrópu, þar með talin Norðurlöndin, eru innanborðs. Alþingi samþykkti þessa tillögu Samfylkingarinnar fyr- ir jólin 2002 og skýrsla Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands um orsakir matarverðsins var lögð fram í þinglok vorið 2004. Allar þær upp- lýsingar sem nýleg skýrsla nefndar forsætisráðherra gefur um orsakir háa matarverðsins komu fram hjá Hagfræðistofnun í fyrrnefndri skýrslu sem og ábend- ingar um hvernig hægt væri að lækka mat- arverð. Ríkisstjórnin hefði getað lækkað matarverðið sumarið 2004 en hún kaus að skipa bara nefnd. Sú nefnd skilar nú til- lögum í samræmi við boðskap Hag- fræðistofnunar og verð- ur gaman að sjá hvort ríkisstjórnin stendur nú undir nafni. Kemur sólin upp í Brussel Í umræðunni um matarverðið á þessum árum var á það bent að norsk fjölskylda eyddi að meðaltali 840 þús- und íslenskum krónum á ári í mat og að þar- lendir bentu á að ef sama matarverðs- lækkun yrði við inn- göngu Noregs í Evr- ópusambandið og varð hjá Svíum myndi mat- arverð í Noregi lækka um 250 þúsund íslensk- ar krónur hjá fjögurra manna fjölskyldu. Á þetta var bent til að undirstrika þátt verndartolla í matarverðinu. Í umræðu á Alþingi í október 2003 sagði Davíð Oddsson af þessu tilefni: „Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að Evrópusam- bandið hafi ekkert með matarverð að gera hér á landi. Á því höfum við fullt vald sjálf, gætum breytt því sem við teldum að breyta þyrfti. Það hefur í raun ekkert með Evrópu- sambandið að gera. Þótt sumir haldi að sólin komi upp í Brussel er það ekki svo.“ Tilvitnun lýkur. Og þetta er hinn einfaldi sann- leikur. Stundum krefst aðild að al- þjóðaskuldbindingum eða viðskipta- samningum þess að við gerum breytingar heima hjá okkur en við getum gert þær sjálf. Þess vegna hefur Samfylkingin nú á fimmta ár haldið umræðunni um matarverðið vakandi og þrýst á stjórnvöld. Samfylkingin í sérflokki Það er athyglisvert að fylgjast með hvernig ríkisstjórnin leggur á flótta í málinu núna. Ósamkomulag í nefndinni um leiðir til lækkunar er notað sem afsökun fyrir að aðhafast ekki. Hvenær hefur ríkisstjórn af- hent nefnd úti í bæ ákvarðanavald í svo mikilvægu hagsmunamáli fyrir fjölskyldurnar í landinu? Þegar að ríkisstjórninni var sótt vegna óhóf- legs grænmetisverðs tók hún ákvörðun um heimsmarkaðsverð grænmetis á Íslandi. Hún afnam tolla og tók samhliða upp beinan stuðning við innlenda framleið- endur. Almenningur á heimtingu á því að stjórnvöld taki nú til hendinni með aðgerðum til að lækka mat- arverð í landinu. Þar dugir ekki að skýla sér á bak við bændur. Lækk- un matarverðs snýst ekki um aðför að bændum heldur uppstokkun á úr- eltu kerfi tolla og vörugjalda sem halda uppi matarverði í landinu. Lykillinn að lausn felst í sáttagjörð við bændur um nýtt og betra skipu- lag styrkja við landbúnað, samhliða afnámi tolla og vörugjalda á inn- fluttum matvælum. Samfylkingin leiðir nú sem fyrr baráttuna fyrir lægra matarverði á Íslandi og er eini flokkurinn á Íslandi sem vill breyta hinu úrelta landbún- aðarkerfi. Það gefur kjósendum skýran valkost við núverandi rík- isstjórn í komandi þingkosningum. Samfylking um lægra matarverð Rannveig Guðmundsdóttir segir ríkisstjórnina á flótta Rannveig Guðmundsdóttir ’Samfylkinginleiðir nú sem fyrr baráttuna fyrir lægra mat- arverði á Íslandi og er eini flokk- urinn á Íslandi sem vill breyta hinu úrelta land- búnaðarkerfi.‘ Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í suðvesturkjördæmi. FYRIR Alþingi liggur nú tillaga til þingsályktunar um eflingu náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhalds- skólum (http:// www.althingi.is/ altext/132/ s/0014.html). Greinargerð þings- ályktunartillögunnar kemur m.a. inn á náms- og starfsráðgjöf sem úrræði gegn brottfalli. Greinargerðin fjallar einnig um eflingu náms- og starfsfræðslu. Í aðalnámskrá grunnskólans frá 1989 er svo til ekkert minnst á náms- og starfsfræðslu en í grunn- skólalögum 1991 er náms- og starfsfræðsla nefnd sem einn af níu þáttum sem leggja skal áherslu á í starfi skóla. Í grunnskólalögum 1995 kemur fram í 29. gr. að leggja skuli áherslu á náms- og starfs- fræðslu og kynningu á atvinnulífi og námsleiðum til undirbúnings náms- og starfsvals. Markmið tengd þessu eru síðan útfærð í að- alnámskrá lífsleikni 1999, þ.e. markmið náms- og starfsfræðslu voru sett undir námsgreinina lífs- leikni. Greinargerðin kemur inn á að margt kalli á aukna fræðslu um nám og störf í nútímasamfélagi og breyttar þjóðfélagsaðstæður kalli á sí- og endurmenntun. Aukið val- frelsi í grunnskóla, breytt inntöku- skilyrði og fjölgun námsleiða á framhalds- og háskólastigi, auk mismunandi fornámskrafna eftir námsleiðum, krefjist vandlegrar ígrundunar náms- og starfsvals. Samkvæmt nýlegum rannsóknum má hins vegar áætla að hlutur náms- og starfsfræðslu sé rýr inn- an lífsleikninnar og að grunnskól- inn sendi frá sér stóran hóp nem- enda á hverju ári sem ekki fær aðstoð við val á námi í framhalds- skóla. Niðurstöður greinargerðar með þingsályktunartillögunni kveða á um að í allri umræðu hér á landi um mikið brottfall sé ástæða til að gefa gaum að aðferðum í náms- og starfsráðgjöf sem beinast að því að vísa veginn um flókið upplýs- ingaumhverfi öllum þeim sem eru núverandi eða væntanlegir þátttak- endur í skólakerfi og/eða atvinnu- lífi. Ljóst sé að brottfall nemenda og skortur á úrræðum fyrir þann hóp sem hættir námi kosti einstak- lingana mikið, persónulega, fjár- hagslega og félagslega, auk þess sem það hafi í för með sér kostnað fyrir skólakerfið og þjóðfélagið. Mikil áhersla sé nú lögð á náms- og starfsráðgjöf víða í Evrópu með tilliti til sí- og endurmenntunar. Skilvirkar leiðir í náms- og starfs- ráðgjöf séu ein af forsendum þess að fólk geti eflt færni sína til að stunda nám og starf farsællega. Ljóst sé því að náms- og starfs- ráðgjöf á grunn- og framhalds- skólastigi þurfi að efla á Íslandi svo og í þjóðfélaginu almennt til að allir hafi aðgang að henni. Umræða um skólamál hefur lengi einkennst af vilja til að börn okkar búi við jöfn tækifæri og jafn- an rétt og að góð menntun sé ekki aðeins fyrir suma heldur fyrir alla, þ.e. að komið verði til móts við þarfir ólíkra einstaklinga, bæði þeirra sem höllum fæti standa og hinna sem standa betur að vígi. Jafnréttiskrafa til menntunar og alhliða þátttöku í þjóðfélaginu hvíl- ir á öllum sem sinna skólastarfi, og stefna stjórnvalda í menntamálum er að koma til móts við ólíkar þarf- ir nemenda með sveigjanlegra skólakerfi og fjölbreytilegum kennsluaðferðum. Hverjum skóla ber skylda til að laga námið sem best að nemendum sínum hverju sinni, og nemendur eiga rétt á við- fangsefnum sem henta námsgetu þeirra og hæfni. Hér er þó ekki átt við sömu úrræði fyrir alla nem- endur, heldur sambærileg og jafn- gild tækifæri. Eitt mikilvægasta úrlausnarefnið í því sambandi er að finna leiðir til að koma til móts við ólíka getu og ólík áhugamál nem- enda, þ.e. að veita nemendum menntun við hæfi hvers og eins, menntun sem stuðlar að fullgildri atvinnuþátttöku og björtum fram- tíðarhorfum. Efling náms- og starfsráðgjafar skiptir hér sköpum og tryggir sam- keppnishæfni íslensks þjóðfélags. Mikilvæg skref hafa verið stigin til eflingar náms- og starfsráðgjafar. Fyrst má nefna að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur fengið það verkefni að koma á náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum hjá sí- menntunarmiðstöðvum um allt land og verið er að ráða náms- og starfsráðgjafa í þessi störf. Þarna er komin ný áskorun í hendur náms- og starfsráðgjafa um að ná til enn fleiri einstaklinga og hvetja til símenntunar. Í annan stað kveð- ur 10 punkta samkomulag KÍ og menntamálaráðherra á um að náms- og starfsráðgjöf verði styrkt. Stjórnvöld, í samstarfi við sveitarfélög landsins, þurfa að tryggja starfsgrundvöll náms- og starfsráðgjafar. Lögbinda þarf rétt nemenda til að hafa aðgengi að náms- og starfsráðgjöf, að þeir njóti aðstoðar við náms- og starfs- val og að vægi náms- og starfs- fræðslu verði aukið. Gæði náms- og starfsráðgjafar haldast í hendur við menntun fagstéttarinnar. Tryggja þarf að nægilegt framboð sé af menntuðum náms- og starfs- ráðgjöfum á hverjum tíma og styðja við áframhaldandi uppbygg- ingu meistaranáms í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Til að markmið náms- og starfs- ráðgjafar nái fram að ganga er jafnframt mikilvægt að almenn- ingur sé upplýstur um það að þessi þjónusta sé í boði, hvar hennar sé að leita og hvernig hægt sé að nýta sér hana. Nánari upplýsingar um Félag náms- og starfsráðgjafa er að finna á heimasíðu félagsins, http://fns.is. Menntun, mann- auður og náms- og starfsráðgjöf Ágústa E. Ingþórsdóttir og Jónína Kárdal fjalla um náms- og starfsráðgjöf Jónína Kárdal ’Tryggja þarf að nægi-legt framboð sé af menntuðum náms- og starfsráðgjöfum á hverj- um tíma og styðja við áframhaldandi uppbygg- ingu meistaranáms í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. ‘ Ágústa er formaður Félags náms- og starfsráðgjafa frá 2006. Jónína var formaður Félags náms- og starfsráðgjafa 2004–2006. Ágústa E. Ingþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.