Morgunblaðið - 02.08.2006, Page 29

Morgunblaðið - 02.08.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 29 UMRÆÐAN HINN nýi forsætisráðherra kvart- aði undan því í sinni fyrstu ræðu að menn væru latir að kjósa – tregir til að nota kosningarétt sinn og að fólk nennti ekki að koma á kjörstaði til þess að velja á milli flokkanna. Það má segja að það sé eðlilegt að fólk hafi dvínandi áhuga á kosn- ingum, þar sem landsmenn hafa – að mínu mati – lítinn sem engan kosn- ingarétt. Ef til vill er réttara orðalag að segja að menn hafi mjög takmark- aðan rétt til þess að kjósa. Mér finnst að það eitt útskýri vel, að fólk missi áhugann á því að eyða tímanum í það að fara á kjörstaði og kjósa. Kjósandi sem kemur á kjörstað getur ekki kosið þá menn sem hann vill og ekki heldur valið sérstaka menn í ákveðnar stöður. Hon- um er fenginn listi af nöfnum, konum og körlum, heilar hrúgur af nöfnum sem hann, ef til vill, kærir sig ekki um og vill hvorki sjá, heyra né kjósa. Sem dæmi má nefna að við kosn- ingu til bæjarstjórnar sér kjósandinn kannski tvö eða þrjú nöfn neðarlega á lista, nöfn sem hann vill kjósa, en hann fær engu um það ráðið með sínu atkvæði að þeir menn komist að. Og nöfn annarra manna sem hann vildi gjarnan kjósa eru ekki tiltæk. Nöfnunum á listunum er raðað upp af flokksforingjunum, stundum með gervikosningum, svokölluðum próf- kosningum. Skilst mér af fréttum að kjósandi, sem er hliðhollur ákveðnum flokki en vill ekki vera flokksbund- inn, fái þar með ekki að kjósa í próf- kosningum. Niðurstaðan er þá einfaldlega sú að þessi kjósandi er nánast sviptur öllum sínum kosningarétti. Við kosningar til Alþingis er svipað fyrirkomulag og við kosningar til sveitarstjórna. Kjósandinn fær nafnalista sem stillt er upp af flokk- unum og menn geta valið flokkinn. Jafnvel útstrikunin, sem hér áður gilti, var afnumin af Alþingi og þar með tálgað enn frekar af kosninga- réttinum. Með þessu gáfu flokkarnir kjósendum langt nef og undirstrik- uðu þar með að kostingarétturinn sem slíkur væri almenningi í raun og veru óþarfur – eða sem sagt, nánast enginn, nema nafnið tómt. Eftir kosningar er síðan mynduð rík- isstjórn en hinn al- menni kjósandi fær þar litlu ráðið. Flokksfor- ingjarnir velja síðan sjálfa sig og aðra þing- menn úr sínum flokki í ráðherrastöður. Í stjórnarskránni eru skýr ákvæði um að stjórnvaldið skuli vera þrískipt, það er löggjaf- arvald, framkvæmdavald og dóms- vald, og að hvert valdið um sig skuli starfa sjálfstætt – starfa óháð hinum – það er, hvert valdið um sig skuli starfa án afskipta hinna tveggja, Yfir öllu stjórnvaldinu situr síðan forset- inn. Alþingi og forsetinn hafa um margra áratuga skeið sniðgengið stjórnarskrána með því að velja ein- ungis þingmenn í embætti ráðherra, þingmenn sem hafa svo haldið áfram að vera þingmenn og síðan hvoru- tveggja í senn, þingmenn og ráð- herrar. Í stuttu máli: Ráðherrarnir hafa ekki sagt af sér þingmennsku heldur setið báðum megin við borðið; starfað í ráðuneytunum, farið síðan niður í Alþingi, samið og samþykkt lög en farið síðan aftur upp í ráðu- neyti til að starfa eftir lögunum sem þeir sjálfir sömdu og samþykktu nið- ur á Alþingi. Með þessu móti er þetta tvennt, það er löggjafar- og framkvæmda- valdið, runnið saman í eitt, en er ekki sjálfstætt, óháð og aðskilið, sem þó er skýrt kveðið á um í stjórnarskránni. Mér er vel ljóst að það er stundum ekki nóg að benda á það sem miður fer, heldur þarf jafnframt að benda á leiðir til úrbóta, og þá er stóra spurn- ingin, hvað er til ráða? Mín tillaga til úrbóta er í stuttu máli þessi: Að landinu verði skipt í 24 einmenningskjördæmi til Alþingis, sem sitji til fjögurra ára í senn í einni deild, eða ef til vill í tveimur deildum, þá 17 í neðri deild og 7 í efri deild. Varamenn verði engir. Forsetinn verði kosinn til að fara með fram- kvæmdavaldið og hann velji ráð- herrana. Verði þingmaður valinn í ráðherrastöðu verði hann jafnframt að segja af sér þingmennsku og nýr þingmaður verði kosinn í hans kjör- dæmi í hans stað. Jafnframt verði menn kosnir í almennum kosningum í ýmsar stöður, svo sem í stöður bæj- arstjóra, sýslumanna og fleiri. Tryggvi Helgason vill breyta kosningafyrirkomulagi Tryggvi Helgason Höfundur er flugmaður. Áhugalausir kjósendur ’Kjósandi sem kemur ákjörstað getur ekki kosið þá menn sem hann vill og ekki heldur valið sérstaka menn í ákveðnar stöður. ‘ UNDANFARIN misseri hefur lítil umræða verið um skráarskipti frá sjónarmiði venjulega neytandans, heldur hefur hún verið einhæf í fréttamiðlum sem þarf nú að bæta. Allar umræðurnar sýnast fjalla um þá sem stunda skráar- skipti með höfund- arréttarvarið efni, hve miklir glæpamenn þeir eru og hve miklu fyr- irtækin og höfundar efnisins eru að tapa á því. Auk þess eru engar rannsóknir birtar um hvers vegna þeir gera þetta. Jafnvel þótt þær yrðu framkvæmdar og niðurstöðurnar styðja ekki núverandi afstöðu þeirra, þá myndu höf- undarréttarsamtökin velja að kynna það ekki og láta eins og þau hafa aldrei lesið þessar niðurstöður. Í ágúst 2005 birtist á vef Netfrelsis (netfrelsi.is) grein þar sem vitnað var í nokkra fulltrúa stórra kvikmynda- fyrirtækja í Bandaríkjunum og nefndu þeir að ástæða minnkandi kvikmyndaaðsóknar væri sú að neyt- endur séu vandlátari en áður. Ein- hverra hluta vegna hafa engin höf- undarréttarsamtök tekið undir þessa frétt. Boðskapur fréttarinnar var að kvikmyndafyrirtækin væru að sjá að neytendur eru ekki lengur eins til- búnir að fara á hvaða mynd sem er undanfarið eins og þeir hafi gert áður en þá var hægt að stóla á lágmarks- aðsókn sem nokkurn veginn tryggði það að fáar myndir voru framleiddar með tapi. Nú er komið að sannleikanum um málið eins og ég sé hann. Ástæðan fyrir því að fólk sækir efni í gegnum „netið“ er margföld. – Hentugleiki. Gallinn við núver- andi skipulag í sjón- varpsdagskrá er að áskrifandinn ræður engu um hvenær hann getur horft á það efni sem hann borgar fyrir. T.d. getur vinna, skóli, félagsstörf og fleiri at- burðir valdið því að hann missir af dag- skránni og getur ekki horft á uppáhaldsefni sitt. Með því að ná í efn- ið af stafrænum miðli, getur hann ráðið hve- nær hann horfir á það, hvenær sem er yfir vikuna, eða jafnvel geymt það í ótilgreindan tíma. Vilji einhver horfa á eitthvað aftur í sjónvarpinu þarf að vonast eftir því að það verði end- ursýnt fljótlega, taka það upp eða reyna að nota „plús“-sjónvarpsstöð. Harðir diskar nú til dags eru miklu ódýrari en myndbandsspólur ef tekið er til greina lengd efnis miðað við kostnað, og meira að segja með betri gæðum en „gömlu góðu“ VHS- spólurnar. – Ferskleiki. Með niðurhali á efni er hægt að fá nýrri sýningar af efninu en oftast þarf að bíða í lengri tíma, stundum mörg ár, eftir að það hefur verið sýnt erlendis og þangað til það er sýnt hér á landi. Þó eru til und- antekningar eins og þáttaraðirnar Survivor sem voru sýndar ekki löngu eftir frumsýningu erlendis sem var þó vegna þess að DV ljóstraði upp um sigurvegarann áður en hann var sýnd- ur hér. Þess má geta að þessar þátta- raðir sjást mjög sjaldan í stafrænni dreifingu hér á landi. – Kostnaður. Með svonefndum verðþökum sem eru í boði er hægt að fá efnið erlendis frá með litlum auka- kostnaði og þarf hver og einn að hafa litlar áhyggjur af því að borga meira en ákveðna fasta tölu í erlent niðurhal. Einnig er hægt í mörgum tilvikum að fá sama efni innanlands ef einhverjir einstaklingar eru svo indælir að dreifa því áfram til annarra sem njóta ekki þessara kjara. – Fjölbreytileiki. Við þurfum að við- urkenna þá staðreynd að ekki er hægt að sýna allt efni sem er tekið til sýn- inga erlendis, t.d. vegna þess að það eru miklu færri sjónvarpsstöðvar hér en erlendis og þær erlendu virðast flestar sýna nýtt efni á nær hverjum degi. Sumir virðast kjósa að horfa á efnið með erlenda talinu en geta það ekki ef það er talsett á íslensku. Enn aðrir líta á íslenska textann sem óþarfa og vilja bara horfa á efnið eins og það er. – Gæði. Í „gamla daga“ var sjaldan, ef ekki aldrei, hægt að fá útgáfur af stafræna efninu í fínum gæðum en undanfarin ár hafa þau batnað stór- lega og er meira að segja hægt að fá í sumum tilvikum efnið í jafn fínum gæðum og ef það væri gefið út á DVD- mynddiski. Staðreynd þessi gerir framleiðendum lífið leitt því þetta ýtir undir það að „léleg“ gæði efnisins aftrar fólki ekki frá því að sækja það. – Engar auglýsingar. Almenningur vill almennt ekki sjá auglýsingar í efn- inu sem hann borgar fyrir og eru margir móðgaðir hér á landi yfir þeirri háttsemi Stöðvar 2 að hafa aug- lýsingar inni í miðjum dagskrárliðum, sérstaklega þegar fólk hefur þegar borgað fúlgur fjár fyrir að horfa á stöðina óruglaða. Hins vegar er hægt að sætta sig við auglýsingar Skjás Eins þar sem sú rás er gjaldfrjáls. Vandamál sjónvarpsstöðva eins og Stöðvar 2 er það að stöðin er með of fjölbreytilegt efni á mjög takmörk- uðum áhorfstíma og reynir að gera of breiðan hóp af fólki með mismunandi smekk ánægðan. Það lendir oft þann- ig að einstaklingar eru bara með áskrift vegna nokkurra dagskrárliða og ef þeir geta ekki horft á þá á þeim tíma sem þeir vilja, þá sjá þeir ekki lengur ástæðu til þess að hafa áskrift af stöðinni og hætta alveg með hana. Hugsið vel um í hvað þið eyðið á hverjum mánuði og ekki treysta þess- um „hagsmunaaðilum“ blindandi. Svavar Lúthersson skrifar um áhuga almennings á stafrænu sjónvarpsefni ’Gallinn við núverandiskipulag í sjónvarps- dagskrá er að áskrifand- inn ræður engu um hvenær hann getur horft á það efni sem hann borgar fyrir.‘ Svavar Lúthersson Höfundur er rekstraraðili torrent.is Ólögleg skráarskipti? ÞEGAR málefni innflytjenda eru rædd hérlendis er mikilvægi þess að innflytjendur aðlagist íslensku sam- félagi predikað nánast án frávika. Mér finnst mikilvægt og rétt að skýra hvað felst í þessu hugtaki út frá sjón- arhóli innflytjandans en það er sjónarhorn sem miklu sjaldnar kemur fram í um- ræðunni. Hvernig upp- lifir innflytjandi að flytjast til annars lands og aðlagast þar nýjum háttum og menningu? Hvað er það sem hann glímir við í þeirri aðlög- un sem svo oft er talað um? Mig langar aðeins til þess að deila hugleið- ingum mínum með ykk- ur, því ég trúi því að Ís- lendingar hafi góðan skilning á þessum mál- um í umræðum um inn- flytjendamál og að það geri umræðurnar raun- sæjar og skapandi. Inn- flytjendur eru að sjálf- sögðu ekki allir eins og ég tala hér út frá minni reynslu sem er ekki al- gild en ég veit að marg- ir hafa upplifað það sama. Að vera útlendingur er líkt og að þurfa endalaust að spyrja ,,Má ég vera með?“ eða ,,Má ég ekki? „Fyrir mig hefur hver dagur hingað til á Ís- landi verið eins og að banka á nýjar dyr og opna þær. Þar sem ég tala ís- lensku sem er langt frá því að vera fullkomin eða lík þeirri sem inn- fæddir tala hef ég sífelldar áhyggjur af því hvort hún sé nægilega góð til þess að ég geti haldið uppi sam- skiptum. Þegar ég fer á samkomur hef ég oft áhyggjur af því hvernig móttökur ég fæ. Ef ég get farið inn í nýtt herbergi með friði er ég afslapp- aður: ,,Enn eitt herbergi í viðbót.“ Í hvert skipti þegar ég reyni að opna nýjar dyr óttast ég að fá orð að innan eins og: ,,Nei, þér er bannað að koma hingað inn!“ Það er ekki vegna þess að ég þjáist af ofsóknarkennd heldur vegna þess að það gerist stundum. Og það er erfið upplifun. Það þýðir þó ekki að Íslendingar séu almennt vondir eða fordómafullir í garð inn- flytjenda, þetta eru oft- ar sérstök tilfelli. Ekki sami maður Það er ekki aðeins skortur á tungumála- kunnáttu sem hindrar innflytjendur í því að banka á nýjar dyr og komast inn í herbergi samfélagsins heldur margs konar siðvenjur. Það tók mig t.d. rúm þrjú ár að venjast því að ávarpa mér eldra fólk með skírnarnafni þar sem slíkt tíðkaðist ekki í mínu heimalandi, Jap- an. Asíubúar eru heldur ekki eins beinskeyttir í tjáningu og mannlegum samskiptum og Íslend- ingar og starfshættir á vinnustöðum eru ólíkir. Allt eru þetta atriði sem tekur tíma að melta og aðlagast í nýju sam- félagi. Með tímanum verða margir innflytjendur þreyttir og hræðast að banka á dyrn- ar í nýjum herbergjum í sínu dags- daglega lífi. Sumir útlendingar eru nógu frekir eða læra að verða frekir, eins og ég sjálfur, til að halda áfram að banka á nýjar dyr. Ég held að mér hafi tekst frekar vel að aðlagast íslensku samfélagi. Það er ekki bara vegna þess að ég hef sjálfur lagt mig fram heldur líka vegna þess að ég hef notið aðstoðar frá mörgum hérlendis. Ég er mjög þakklátur fyrir það en samtímis finnst mér það dálítið dapurlegt fyrir mig sjálfan. Að aðlagast í nýju landi er að breyta persónuleika sínum að vissu leyti. ,,Fullkomin og eftirsókn- arverð aðlögun er þegar innflytjandi aðlagar sig að nýju heimalandi en viðheldur eða geymir samt menningu síns gamla heimalands,“ getur fólk ef til vill sagt. En það er bara falleg hugmyndafræði. Raunveruleikinn er sá að maður verður raunar að breyta sjálfum sér. Spurningin er einungis hversu mikið. Innflytjendur neyðast til þess að velja eitt í nýju heimalandi umfram annað í því gamla sem þeir ef til vill ólust upp í ef þeir vilja halda áfram að vera í hinu nýja landi. Talandi um sjálfan mig þá er ég ekki sami Toshiki Toma og kom til Íslands fyrir 14 árum. Ég votta eldra fólki eða yfirmönnum mínum ekki virðingu mína á sama hátt og ég myndi gera sem Japani búsettur í Japan. Ég er orðinn beinskeyttari í framkomu og frekari og það þykir óvirðulegt í Japan og mér er sama núna þótt einhver tali illa um mig. Af til dæmis þessum ástæðum held ég að ég gæti ekki búið í mínu gamla heimalandi aftur. Ég kann það ekki lengur, ég þyrfti að læra svo margt upp á nýtt. Ég er ekki að kvarta yfir því. Það er mín eigin ákvörðun að vera hér og aðlögun er nauðsynleg. Það sem mér finnst samt leitt er að maður þarf að kasta fyrir róða góðum eiginleikum frá sínu heimalandi í ferli aðlögunar. Aðlögun virðist vera, a.m.k. fyrir mig, eins og ferli þar sem að hjarta mitt var hert og jafnvel steingert. Tilgangur minn með þessari grein er ekki að neita mikilvægi aðlögunar fyrir innflytjendur. Aðlögun er nauð- synleg. Hún gerir líf okkar auðveld- ara og skapar mörg tækifæri. Og hún er alls ekki aðeins neikvæð og dap- urleg. Það fer eftir sérhverjum manni hvort aðlögun hans ber já- kvæðan árangur eða neikvæðan. Hins vegar óska ég þess að Íslend- ingar skilji að aðlögun varðar per- sónuleika viðkomandi manneskju og hún gengur ekki eins og að skipta um spólu í myndbandstæki. Því óska ég þess sérstaklega að fólk í stjórn- unarstöðum í samfélaginu sýni tillits- semi þegar aðlögun er til umfjöll- unar. Innflytjendur aðlagist íslenska samfélaginu Toshiki Toma fjallar um málefni innflytjenda ’Því óska égþess sérstaklega að fólk í stjórn- unarstöðum í samfélaginu sýni tillitssemi þegar aðlögun er til umfjöllunar.‘ Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.