Morgunblaðið - 02.08.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 02.08.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 33 MINNINGAR Í þessari kveðju vil ég að þú vitir hvað þú varst mér mikils virði. Minningin um skemmtilegan frænda minn mun ætíð lifa í huga mér. Með þér brallaði ég margt. Sérstaklega man ég eftir vikudvöl minni á Hvolsvelli þegar við vorum yngri þar sem við fengum að hafa tjald í góða veðrinu og löggu- og bófaleik sem var háður í Grindavík. Nýlegu minningarnar snúa frekar að samræðum um rekstur fyrir- tækja, hrossrækt, vænlega kven- kosti og fjölskyldumál. Það má sko með sanni segja að sjaldan sé logn- molla þegar systurnar Skorrdal koma saman með afkomendurna. Fjölskylduboð eru ávísun á skraut- legar og skemmtilegar umræður og ýmsar skondnar uppákomur. Sú minning sem mér þykir vænst um, og ég ætla að varðveita best, er frá 25 ára afmælinu mínu. Þá hafði ég nýlega gengið í gegnum erfið- leika og frábæra fjölskyldan okkar hélt mér óvænta afmælisveislu. Auðvitað mættu frændurnir. Þú og Gunnar gáfuð mér litlu bókina, 1000 ástæður gleði og ham- ingju. Ég vissi strax að sú gjöf var gefin mér í góðum tilgangi og það þykir mér svo vænt um. Elsku Agga, Einar, Jón, Eva, Gunnar og Sólrún, ég votta ykkur mína dýpstu samúð vegna fráfalls sonar og bróður. Ég bið að Guð veiti fjölskyldu Birkis Hafbergs styrk á þessum erfiðu tímum. Guð varðveiti minningu Birkis Hafbergs Jónssonar um ókomna tíð. Birgitta Hrund. Elsku Birkir frændi. Þú fórst svo snöggt og óvænt frá okkur. Á fal- legum sumardegi lagðir þú af stað í síðustu ferðina. Fullur af lífsorku. Eftir sitjum við og minnumst þín með trega og söknuði. Minningin um glaðan ungan mann lifir áfram í hjörtum okkar. Við biðjum algóðan guð að veita fjölskyldu og vinum styrk á þessum erfiðu stundum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyirr liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Margrét, Kári og Elka Mist. Elsku Birkir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafn síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum. Þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Það er erfitt að skilja ð þú sért farinn frá okkur. Þú sem varst svo fullur af lífi, alltaf hress og kátur með svo fallegan hlátur. Áttir allt lífið framundan, en á einu augna- bliki er allt búið án nokkurs fyrir- vara. Við verðum að trúa því að þér sé ætlað annað verkefni á öðrum stað. Guð veri með þér. Elsku Agga, Nonni, Gunnar og Sólrún, Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Lát- um minninguna um fallega dreng- inn ykkar lifa. Sigríður og fjölskylda, Eyrún og fjölskylda. Elsku Birkir minn. Það er svo erf- itt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Erfitt að skilja af hverju maður í blóma lífsins er tekinn frá okkur svona alltof fljótt. Svo marg- ar spurningar skjótast upp í huga manns, spurningar sem aldrei fást svör við. Það er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Ég trúi því að þú sért á góðum stað og að þér hafi ver- ið ætlað stærra hlutverk einhvers staðar annars staðar. Nú er komið að okkur að læra að lifa án þín. Við fáum víst ekki að fylgjast með þér í þínu nýja hlutverki. Það er svo sárt að kveðja þig, elsku vinur. Svo margar fallegar minningar sem ég á um þig, svo skemmtilegir tímar sem við höfum átt saman. Við kynntumst þegar við vorum 13 ára og tengdumst fljótt sterkum böndum. Þú áttir ávallt sérstakan stað í hjarta mínu. Það var eitthvað svo sterkt sem tengdi sálir okkar saman. Eitthvað sem svo auðvelt var að skilja. Þú hafðir svo mikla út- geislun og varst alltaf svo hress og skemmtilegur. Það er ekki hægt að muna eftir þér öðruvísi en skelli- hlæjandi. Þú hreifst líka alla með þér í hlátrinum, hláturinn þinn er alveg ógleymanlegur. Við vorum saman í bekk í Hvols- skóla og áttum alltaf svo gott með að læra saman. Þeir eru ófáir klukkutímarnir sem við eyddum saman í símanum við að hlýða hvort öðru yfir fyrir próf eða leystum saman verkefni. Þau eru líka mörg ferðalögin sem við lögðum upp í saman vinahópurinn. Fyrst skóla- ferðalög og skíðaferðir og svo allar útilegurnar. Þegar við tjölduðum við Gluggafoss til að fagna því að prófin væru búin, útilegan við rætur Þríhyrnings, Landsmót á Laugar- vatni, verslunarmannahelgar, fyrst í Galtalæk og svo á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum. Og nú hin síðari ár hestaferðin okkar árlega þar sem við gátum svo oft gleymt okkur og rifjað upp liðnar stundir. Ég vildi að við hefðum bæði komist með núna síðast, ég átti eftir að segja þér svo mikið. Allt um litlu dóttur mína og svo fannst mér alltaf svo gaman að heyra hve vel gekk hjá þér með fyr- irtækið þitt. Þú ætlaðir líka að taka bikarinn í töltkeppninni þetta árið. Nú hin síðari ár, þegar lengra var farið að líða á milli þess sem við hitt- umst, var það samt alltaf svo eft- irminnilegt. Við vorum bara búin að tala saman í nokkrar sekúndur þeg- ar við vorum bæði farin að skelli- hlæja. Þú hafðir svo smitandi hlátur og skemmtilega nærveru. Þú lifðir ávallt fyrir líðandi stund, greipst tækifærin þegar þau gáfust og varst óhræddur við að láta drauma þína rætast. Mér fannst þú stundum lifa fullhratt en ætli þú hafir bara ekki vitað það að þetta líf er ekki eilíft þannig að um að gera væri að lifa því lifandi. Það gerðir þú svo sannarlega. Ef þér datt eitthvað í hug þá framkvæmdir þú það og fórst það svo ótrúlega vel úr hendi. Þú varst góður í svo rosalega mörgu. Það er svo margt sem má læra af þér. Þær eru margar og dýrmætar stundirnar sem við höfum átt sam- an. Svo sárt að hugsa til þess að þær verði ekki fleiri og að ég muni aldrei sjá þig aftur né heyra röddina þína. Sárt til þess að hugsa að þú munir ekki hringja í mig á næsta afmæl- isdegi og ég geti ekki hringt í þig til að óska þér til hamingju með eitt ár- ið enn. Takk fyrir allar skemmtilegu minningarnar, takk fyrir stundirnar okkar saman og allt spjallið. Takk fyrir að hafa alltaf verið svona góður vinur. Ég mun elska þig alla mína tíð, alltaf. Hvíl í friði, elsku vinur. Elsku Jón, Agga, Gunnar og Sól- rún, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Minningin um ljúfan dreng lifir. Gróa Helga Eggertsdóttir. Þegar ég fékk fréttirnar um að þú hefðir látist í mótorhjólaslysi vildi ég ekki trúa því að þig ætti ég ekki eftir að sjá framar. Þú varst ekki hár í loftinu þegar þú komst fyrst á Uxahrygg til mín þar sem þú og synir mínir lékuð ykkur saman. Þá var alltaf glatt á hjalla. Ég man enn hvað þú varst glaður þegar ég saumaði á þig smóking. Og jafnglöð var ég þegar þú gafst mér mynd af þér í smókingnum á jólunum. Seinna, þegar þú varst búinn að kaupa þér fallega íbúð, þá fannst þér nú ósköp gott þegar ég kom og tók til hjá þér. Ég var nýbúin að fá kveðju frá þér, um hvað þér þætti vænt um mig og værir mér þakk- látur. Elsku Birkir minn, mér fannst þú alltaf vera einn af strákunum mín- um. Ljósa hárið þitt og fallega bros- ið sem gladdi mig svo mikið mun aldrei gleymast. Við söknum þín svo mikið, en vitum að minning þín mun lifa í brjóstum okkar um ókomna tíð. Elsku Agnes, Jón, Gunnar og Sól- rún, megi guð styrkja ykkur og blessa á þessari sorgarstundu. Petrína Kristjana og börn. Kæri vinur. Það er erfitt og jafn- vel óskiljanlegt að þurfa að kveðja þig eftir svona stutt kynni. Þegar ég kynntist móður þinni var ég svo lán- samur að fá að kynnast ykkur systk- inunum líka. Það var alltaf svo mikil glaðværð þegar fjölskyldan hittist og það einkenndist ekki síst af þeim mikla krafti og lífsgleði sem í þér bjó. Þú varst alltaf hress og kátur, hlóst mikið og hreifst aðra með þér. Mér er sérstaklega minnisstætt kvöldið fyrir slysið, við vorum svo lánsöm að fá ykkur systkinin í mat og áttum ógleymanlega kvöldstund sem kemur til með að lifa í minn- ingum okkar. Framtíðin virtist svo björt, rétt rúmlega tvítugur stofnaðir þú þitt eigið fyrirtæki og varst kominn með um tuttugu manns í vinnu. Það eru fáir á þínum aldri með eigið fyrir- tæki – sem sýndi dugnað þinn og kraft. Það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, þú varst allt- af í fremstu röð. Ég hefði viljað fá að fylgjast lengur með þér, en þér er ætlað eitthvert annað hlutverk, elsku vinur. Mig langar til að kveðja þig með þessu ljóði: Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta, skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. Drottinn, minn faðir, lífsins ljós, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni, svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Einar Ingason. Ég laðaðist strax að þér, Birkir, þú varst einstakur persónuleiki, alltaf svo stutt í hláturinn hjá þér og svo gaman að segja þér frá ein- hverju því þú hlóst svo smitandi og æðislega. Ég hafði ekki heyrt frá þér í svo langan tíma og loksins þegar ég hafði upp á þér var eins og þessir mánuðir hefðu strokast út, við spjölluðum og spjölluðum enda var um nóg að tala. Vinátta okkar var sérstök og gat ég alltaf sagt þér allt. Ég á eftir sakna þín mikið og mun hláturinn þinn hljóma í hjarta mínu um alla tíð eða þangað til við hitt- umst næst. Ég votta fjölskyldu og vinum dýpstu samúð mína. Þín vinkona Hafdís. þreytt og mædd um lífsins hjarn eigum við í huga hrelldum helga von og bjarta þrá að eiga vísa endurfundi aftur þig að mega sjá. (Guðrún Jóhannsdóttir) Steinar Davíð, Birna og Björk Hafrún. Það kom mér ekkert á óvart andlát Höbbu systur minnar. Hún var búin að vera svo lengi að berj- ast við sjúkdóm sinn og var mikið veik þegar hún fór með fjölskyldu sinni til Danmerkur í sumarleyfi, en það hafði verið ákveðið löngu fyrr. Ég var yngst af eldri börnum mömmu en hún elst af seinni börn- um hennar mömmu. Það skapaðist snemma gott samband milli okkar systra og áttum við góðar stundir saman jafnt í gleði og sorg. Í okkar stóra systkinahópi hefur samheldn- in ráðið, þó oft hafi ,,blásið um heiðar“ eins og sagt er stundum. Mamma okkar lifir enn 88 ára gömul, hún hefur verið okkar sam- eining. Habba systir hélt upp á kvæði Davíðs Stefánssonar, Konan sem kyndir ofninn minn: hún fer að engu óð er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. Sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð. Þessar línur minna á hana, hún var alltaf að huga að öðrum en var ekkert að básúna það. Hún var lengi með börnin sín ein, en svo kom Arnar inn í hennar líf og áttu þau góðan tíma saman. Hún á líka góð börn sem hlúðu að mömmu sinni í veikindum hennar. Habba missti Kristínu dóttur sína rúmlega tvítuga, það var erf- iður tími, en Kristín átti litla dótt- ur, Berglindi, sem síðar var mikið undir verndarvæng ömmu sinnar. Hún var henni gleðigjafi. Þau Habba og Arnar byggðu fal- legan sumarbústað við Laugarvatn sem þau rétt voru að klára. En henni var ekki ætlað að njóta þess að vera þar. Kannski var það gleðin sem fólst í því að byggja í samvistum við börn og barnabörn sem var hennar lífsfylling, því hún vildi alltaf vera að gera eitthvað og gleðja. Hún var hógvær hversdagshetja, minningin um hana mun lifa með okkur. Ég heyri hana ekki lengur segja: ,,Við gerum þetta seinna, Birna mín,“ ef ég vildi fá hana með mér eitthvað sem hún þá nennti ekki með. Það er sárt að sjá eftir systur sinni, hún er önnur af okkur systkinunum sem fer. Guð varðveiti sálu hennar. Birna systir. Kæra Habba. Það er erfitt að kveðja þig góða kona sem varst öll- um svo góð sem nærri þér voru. Þetta er erfitt fyrir ættingja og vini sem sjá á eftir þér, kæra Habba. Ég þakka þér allar góðu stundirnar og sérstaklega um- hyggjuna sem þú barst fyrir Söndru Kristínu dóttur minni og ömmubarninu þínu. Sandra Kristín talaði alltaf fallega um þig og það var greinilegt að ykkur þótti ákaf- lega vænt hvorri um aðra. Auðvitað þykir öllum ömmum vænt um börnin sín og barnabörn, en þetta var sérstakt samband hjá ykkur. Sandra mín hefur misst mikið, en hún er sterk, eins sterk og þú varst, Habba. Ég gleymi ekki síð- ustu heimsókn minni til þín og Arnars, en þá komum við Tryggvi Hrannar sonur minn og hálfbróðir Söndru til þín með mynd af Söndru Kristínu sem tekin var af henni sama dag og hún varð stúdent, en þú komst ekki í stúdentsveisluna vegna veikinda. Þú varst svo inni- lega þakklát fyrir myndina, bauðst til veislu með kaffi, kleinum og heimabökuðu brauði. Svo var talað um gamla daga og þá sérstaklega þegar Tryggvi Hrannar fékk að fara með systur sinni til ömmu Höbbu í hjólhýsið. Það er víst ógleymanlegt ferðalag hjá Söndru og Tryggva Hrannari. Einnig þeg- ar Tryggvi Hrannar var að versla með mömmu sinni í Hagkaup þeg- ar þau hittu þig, Arnar og Söndru og þið voruð að versla inn fyrir sumarbústaðarferð og Tryggvi Hrannar gripinn með það sama og fór með ykkur í bústaðinn. Það var lítið mál fyrir ykkur að Tryggvi Hrannar fengi að fara með. Þegar ég lít til baka og læt hug- ann reika þá minnist ég þín fyrir hvað þú varst mínum börnum kær hvort sem það var Erla Ósk, Sandra Kristín, Tryggvi Hrannar eða Trausti Örvar. Ég þakka þér kærlega fyrir það. Ég minnist Höbbu með virðingu og þakklæti fyrir allt það sem hún var mér og mínum og votta öllum aðstandendum hennar mína dýpstu samúð. Jón Örvar og fjölskylda. Baldur frændi gat verið ofboðslega skemmtilegur, þegar þannig lá á honum. Ég á skemmti- legar minningar um hann og sér- staklega frá því þegar ég fór með honum fyrir jólin 1965 með tómar síldartunnur til Raufarhafnar á stóra vörubílnum hans í brjáluðu veðri. Það var óvíst að við kæmumst aftur heim fyrir jólin. Baldur lék á als oddi og ég gleymi seint hvað hann hló innilega og smitandi hlátri. Við vorum í þessari svaðilför í rúm- an sólarhring og náðum heim á Þor- láksmessu. Pabbi sagði mér síðar að Baldur hefði verið myrkfælinn og sæi jafnvel hluti sem aðrir sæju ekki og það væri ástæðan fyrir að honum þætti notalegt að hafa ein- hvern með sér í svona langri ferð. Ég gleymi aldrei þessu ferðalagi. Þegar ég var í sveit hjá Evu frænku og Þóri í Brekku og Syðri- Brekku kom Baldur alltaf öðru hvoru í heimsókn til að hitta Evu BALDUR KARLSSON ✝ Baldur Karlssonfæddist á Hvammstanga í Vestur-Húnavatns- sýslu 6. ágúst 1923. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Seljahlíð 30. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 7. júlí. systur sína og þá lifn- aði öll sveitin við. Hann gat verið svo skemmtilegur og fékk systur sína til að velt- ast um af hlátri og stríddi henni í leið- inni. Baldur gat verið skemmtilega stríðinn. En nú er þessi heiðursmaður farinn eftir erfið og langvar- andi veikindi. Ég og konan mín Elísabet Sonja vorum rétt komin í sumarfrí til Spánar þegar pabbi hringdi í mig og sagði að Baldur væri látinn. Ég sagði hugsunarlaust, mikið er það gott, en það sem ég var að reyna að segja var að nú hefði góður Guð los- að hann við þær þjáningar sem fylgdu þessum andstyggilega sjúk- dómi. Það var erfitt að sjá þennan góða og hjálpsama dreng hverfa inn í þennan andstyggilega heim sem fylgdi þessum veikindum. Baldur átti marga góða vini, en besti vinur hans var Vigga konan hans sem stóð við hlið hans alla tíð og veitti honum þá hjálp sem hún gat á þess- um erfiðu tímum. Baldur og Vigga voru eitt. Ég og Elísabet Sonja konan mín viljum votta Viggu og öðrum að- standendum samúð okkar á þessum erfiðu tímamótum. Guð blessi ykkur öll. Magnús Ólafsson, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.