Morgunblaðið - 02.08.2006, Side 41

Morgunblaðið - 02.08.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 41 DAGBÓK Samtök norrænna lífeðlisfræðinga haldaárlega ráðstefnu sína dagana 11.–13.ágúst. Ráðstefnan er haldin í HáskólaÍslands að þessu sinni en samtökin halda ráðstefnuna til skiptis á Norðurlöndunum, og einnig í öðrum löndum Evrópu. Síðast var ráðstefna samtakanna haldin hér á landi árið 1982. Þór Eysteinsson er formaður undirbúnings- nefndar ráðstefnunnar: „Á fundinum verður fjallað um hin ýmsu svið fræðigreinarinnar. Líf- eðlisfræði eru grundvallarfræði í líf- og læknavís- indum og fjallar um starfsemi vefja, áhrif um- hverfis og lyfja á vefi og frumur,“ útskýrir Þór. „Auk fjölda fyrirlestra verða kynningar, umræð- ur og veggspjöld og verða í heildina um 160 er- indi á dagskrá ráðstefnunnar.“ Á ráðstefnunni verður nokkur áhersla lögð á starfsemi hjarta, vöðva og blóðrásar og áhrif þjálfunar, en eins og fyrr segir verða fyrirlestrar og kynningar af mjög fjölbreyttum toga: „Má þar nefna erindi um skynjun fiska, starfsemi tauga- kerfisins og áhrif kulda og hita í umhverfi á jórt- urdýr. Sum erindi fara inn á svið erfðafræði og verður t.d. fjallað um áhrif erfða á starfsemi vefja, og rannsókna sem unnar hafa verið á því sviði á erfðabreyttum dýrum,“ segir Þór. Stærstur hluti þátttakenda á ráðstefnunni kemur frá Norðurlöndunum en einnig koma til ráðstefnunnar fræðimenn frá Evrópu og Banda- ríkjunum: „Norðurlöndin hafa verið mjög sterk í rannsóknum á sviði lífeðlisfræði allt frá 19. öld og er ráðstefnunni sérstaklega ætlað að kynna þær uppgötvanir sem gerðar hafa verið á Norð- urlöndunum á þessu sviði.“ Þór segir fjölda ís- lenskra fræðimanna flytja erindi á ráðstefnunni: „Fyrstan má nefna Guðmund Þorgeirsson, pró- fessor í hjartalækningum, sem flytur stóran fyr- irlestur um starfsemi þekjuvefja. Til ráðstefn- unnar koma margir íslenskir fræðimenn sem alla jafna starfa erlendis, s.s. Björn Þrándur Björns- son, prófessor í Gautaborg, og Ragnhildur Kára- dóttir við University College í Lundúnum.“ Samtök norrænna lífeðlisfræðinga voru stofn- uð 1925 og eru félag fræðimanna á sviði lífeðl- isfræði og skyldra vísinda. Samtökin eru aðili að Evrópusamtökum lífeðlisfræðinga og eru mark- mið starfsins m.a. að stuðla að aukinni þekkingu á þessu fræðasviði, efla rannsóknir og samskipti milli fræðimanna og miðla upplýsingum til náms- manna og almennings. „Stór hluti starfsemi fé- lagsins er fundarhöld og ráðstefnur en einnig gefa samtökin út fagtímaritið Acta Physiologica og verða ágrip af erindunum sem flutt verða á ráðstefnunni birt í því riti,“ segir Þór. Á heimasíðunni www.congress.is/sps2006 má lesa nánar um dagskrá ráðstefnunnar og skipu- lag. Enn er hægt að skrá þátttöku en ráðstefnan er opin fag- og fræðimönnum á sviði lífeðlisfræði. Vísindi | Samtök norrænna lífeðlisfræðinga halda ráðstefnu í Háskóla Íslands 11.–13. ágúst Uppgötvanir lífeðlisfræðinnar  Þór Eysteinsson fædd- ist í Reykjavík 1955. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1976, BA prófi í Sálfræði frá Háskóla Ís- lands 1981 og dokt- orsprófi í lífeðlisfræði frá City University of New York 1987. Þór starfaði við rannsóknir í tvö ár vði University of London en var árið 1990 skipaður dósent í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands og hefur starfað þar síðan. Þór er varaforseti Vísindafélags Íslendinga, situr í Vísindanefnd læknadeildar HÍ, í stjórn Norræna lífeðlisfræðifélagsins og í fagráði Rannís um heilbrigðis- og lífvísindi. Norður ♠ÁK98 ♥K72 ♦ÁDG ♣G63 Vestur Austur ♠6542 ♠D103 ♥DG96 ♥8 ♦53 ♦K87642 ♣ÁD5 ♣974 Suður ♠G7 ♥Á10543 ♦109 ♣K1082 Suður spilar fjögur hjörtu og fær út spaða. Trompið liggur í hel, ÁD í laufi á eft- ir kóngnum og tígulsvíningin gengur heldur ekki. Samt má taka tíu slagi og það sannaði bandaríski spilarinn Larry Mori í tvímenningskeppni á Sum- arleikunum í Chicago. Mori spilaði þannig: Hann drap út- spilið með spaðaás, tók tvo efstu í hjarta og legan í trompinu kom í ljós. Mori sneri sér að spaðanum, tók kóng- inn og trompaði spaða. Nían var nú frí og Mori nýtti sér það með því að spila tígli á ás og henda tígli niður í frísp- aðann. Tíguldrottning kom næst – kóngur og tromp. Staðan var nú þessi: Norður ♠ ♥7 ♦G ♣G63 Vestur Austur ♠ ♠ ♥DG ♥ ♦ ♦87 ♣ÁD5 ♣974 Suður ♠ ♥10 ♦ ♣K1082 Sagnhafi á út heima og Mori sendi vestur inn á tromp. Vestur tók hinn trompslaginn og Mori henti laufi úr blindum. Vestur reyndi laufás og drottningu, sem þýddi að suður átti af- ganginn, en lítið lauf (eða drottning) dugir ekki heldur, því blindur kemst inn á gosann þar sem slagur bíður á tígul. Furðuleg endastaða. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7 9. a4 a5 10. b3 Rd7 11. Ba3 Bh6 12. b4 axb4 13. Bxb4 f5 14. Rd2 Kh8 15. a5 Hf7 16. Rb5 Rf6 17. c5 dxc5 18. Bc3 c6 19. dxc6 bxc6 20. Ra3 fxe4 21. Rac4 Red5 22. Bxe5 Bg7 23. Rd6 He7 24. R2c4 Be6 25. a6 Rb4 26. Dc1 Rd3 27. Bxd3 exd3 28. Dc3 Bxc4 29. Dxc4 Dg8 30. Dxc5 d2 31. Had1 Hxa6 32. Hxd2 Rd5 33. Bxg7+ Hxg7 34. h3 De6 35. Hb1 h6 36. Dc4 Hb6 37. Hxb6 De1+ 38. Kh2 Rxb6 39. Df4 Rd5 Staðan kom upp á ofurskákmóti sem fram fer þessa dagana í Biel í Sviss. Norska undrabarnið og stórmeistarinn Magnus Carlsen (2.675) hafði hvítt gegn rússneska ofurstórmeistaranum Alexander Morozevich (2.731). 40. Hxd5! cxd5 41. Df8+ Kh7 42. Re8! og svartur gafst upp þar sem hvítur hótar í senn máti með 43. Dxg7 og 43. Rf6 en 42... De5+ væri einfaldlega svarað með 43. f4. Morozevich hefur í tvö ár í röð unnið hið sterka mót í Biel og að lokn- um fimm umferðum var hann efstur með fjóra vinninga en Carlsen var í 3. sæti með þrjá vinninga. Alls taka sex stórmeistarar þátt í mótinu og eru meðalstig þeirra 2.674 stig. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik Um kjör öryrkja ÓLAFUR Jón Einarsson varpar spurningum til ráðherra og alþing- ismanna í Velvakanda 29. júlí varð- andi kjör öryrkja. Þessar spurn- ingar sem hann varpar fram brenna á mörgum ekki bara öryrkjunum sjálfum eingöngu heldur líka að- standendum þeirra vinum, mökum og öðrum borgunum þessa lands sem ekki vilja að öryrkjar hafi svona léleg kjör. Það eru rúmir níu mán- uðir í alþingiskosningar svo að ráða- menn ættu að fara að athuga málin og gera eitthvað raunhæft fyrir ör- yrkjana. Þeir ættu líka að hugsa um öll at- kvæðin. Þetta fólk sem ekki hefur nóg að borða neyðist alltaf til að leita á náðir hjálparstofnana. Þegar að aðrir fara í sumarfrí situr þetta fólk oftast heima. En allir þurfa tilbreyt- ingu þótt þeir séu ekki að vinna þetta veldur því að þetta fólk koðnar niður og verður enn veikara ef eitt- hvað er. Ég vil skora á ráðamenn þjóðarinnar að snúa þessari óheillaþróun við strax. Sigrún Á. Reynisdóttir Samtök gegn fátækt. Gljúfrin þrjú í Kína NÚ er næsta ferðaskrifstofa komin á stjá með ferðalýsingalygi, til þess að lokka ferðamenn á fölskum for- sendum. 25. mars sl. benti ég á, í pistli til Velvakanda, að ferðaskrif- stofan Heimsferðir væri að sölufæra siglingu um Gljúfrin þrjú í Jantze- fljótinu í Kína, þrátt fyrir að þessi gljúfur tilheyrðu liðinni tíð, en þar er nú 640 km langt uppistöðulón stærstu virkjunar Kína. Þessi ferðaskrifstofa, sem nú aug- lýsir ferð um þessi gljúfur, sem ekki eru til, er Úrval/Útsýn. Þetta er ótrúlega ósvífið athæfi ferðaskrif- stofa sem með hreinum lygum reyna að selja ókunnugum ferðalöngum ferð um svæði sem ekki er lengur til. Þessar auglýsingar eru sambæri- legar við það að íslenskar ferðaskrif- stofur færu að auglýsa siglingar á Jöklu, eða gönguferðir upp með henni, ofan stíflugarðs, eftir að Háls- lón væri orðið fullt. Hvað segja Neytendasamtökin um slíkt? Margrét Jónsdóttir Melteigi 4 Akranesi. Slysahætta vegna strætó EFTIR að leiðakerfi stætó var breytt stoppar leið 4 í Suðurhólum þar sem ekki er gangbraut og geng- ur fólk afturfyrir vagninn og yfir götuna. Bílarnir keyra þar oft á mik- ilum hraða á móti strætó. Það er bara spurning hvenar verður slys þarna og sérstaklega á börnum. Það er hægt að láta vagninn keyra að Hólagarði eins og 112 gerði. Það munar ekki nema mínútu á tíma og auk þess þægilegra fyrir fólk sem býr í Hólahverfi. Nú spyr ég er ekki til sæmilega greint fólk í þessari borg sem getur stjórnað þessum strætisvagnasamgöngum? Farþegi í strætó. Uppbyggjandi grunnskólar HVERNIG væri að taka upp kennslu í grunnskólum um áfengi og vímuefni? Hvaða skaða og afleið- ingar þetta getur valdið o.s.frv. það er orðið allt of mikið af ungu fólki sem er orðið langleitt af þessum óþverra. Flestir ef ekki allir sem byrja á þessu hafa enga hugmynd um það hvað þau eru virkilega að setja ofan í sig og hvaða afleiðingar þetta hefur í för með sér. Ég bara spyr: væri ekki svona heilbrigðara að fjalla um þessi mál við krakkana áður en þau byrji á þessu? hverju höfum við að tapa? Við verðum að hugsa út frá því sjónarhorni að við gætum verið að bjarga okkar eigin börnum. Gunnar 270786. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SUNNUDAGINN 6. ágúst verður haldin hin árlega messa í Ábæj- arkirkju, Austurdal í Skagafirði. Sóknarpresturinn Séra Ólafur Hall- grímsson Þjónar fyrir altari og pre- dikar. Einsöng syngur Íris Bald- vinsdóttir og Sveinn Sigur- björnsson spilar á trompet. Organisti er Anna María Guð- mundsdóttir. Löng hefð er orðin fyrir þessari árlegu messu í Ábæjarkirkju og hefur hún verið mjög fjölmenn síð- ari árin, í fyrra voru um 250 manns. Að lokinni messu er kirkjugestum boðið í kaffi heim að Merkigili og er það í boði systkina Helga heitins Jónssonar sem var síðasti ábúandi á Merkigili en hann lést í ársbyrjun árið 1997. Í þessa messu kemur fólk víða að af landinu. Kirkjugestum er bent á að reikna með um tveimur tímum frá Varmahlíð inn dalinn að kirkjunni. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Árleg messa í Ábæjarkirkju ÁRNI Björn Guðjónsson opnar málverkasýningu í Eden í Hvera- gerði 1. ágúst. Sýningin stendur til 14. ágúst og er opin daglega kl. 8.30–22. Árni var með málverkasýningu í bænum Yecla á Spáni í apríl og maí í vor, einnig hefur hann sýnt víða hér á landi. Árni málar mest landslags- myndir í olíu. Á sýningunni eru myndir af því svæði sem fer undir vatn er Núpsvirkjun verður byggð í Þjórsárdal. Myndirnar sýna landslagið núna og svo eftir að allt er komið í kaf. www.arni- bjorn.com Árni Björn sýnir í Eden MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynning- um og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn- @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.