Morgunblaðið - 02.08.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 02.08.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 45 MENNING FIMM málarar munu sýna verk sín í Listasafni Færeyja á sýningu sem ber yfirskriftina „End- unýjun íslenska málverksins“. Tildrög sýning- arinnar voru þau að Helgi Fossádal for- stöðumaður listasafnsins hafði samband við Odd Nerdrum og bað hann um að sýna hjá sér. Það vildi Nerdrum gjarnan gera með því skilyrði að hann fengi að sýna með öðrum listamönnum og valdi hann fjóra málara í verkefnið; þau Kristínu Gunnlaugsdóttur, Georg Guðna Hauksson, Stef- án Boulter og Karólínu Lárusdóttur. Eins og yfirskriftin gefur til kynna þá er ís- lenska málverkið og bakgrunnur þess haft til hliðsjónar á þessari sýningu. Í bæklingi sýning- arinnar er tiltölulega ung ævi íslenska málverks- ins lauslega rakin frá síðari hluta nítjándu fram til dagsins í dag. Þarna er t.d. minnst á það hvernig brautryðjendur eins og Sigurður Guð- mundsson, Þórarinn Þorláksson, Ásgrímur Jós- son og Jóhannes Kjarval stimpluðu sig var- anlega inn í íslenska listmálarasögu og einnig er fjallað um þróun málverksins á fyrri hluta tutt- ugustu aldar. Þá er einnig talað um hvernig náttúran og landslagsmyndir voru ríkjandi myndefni í íslensku málverki fram á sjöunda áratuginn þegar slíkum málverkum fór smám saman fækkandi. Í bæklingnum segir enn frem- ur að á níunda áratugnum hafi orðið eins konar endurvakning í málaralist á landinu og fól hún meðal annars í sér að landslagsmyndir urðu aft- ur ríkjandi viðfangsefni. Málararnir fimm sem sýna verk sín á Listasafni Færeyja eru allir á ein- hvern hátt hluti af þessari endurvakningu. Á sama tíma eru listræn sérkenni hvers og eins ríkjandi í þeirra verkum. Ólík viðfangsefni Odd Nerdrum er einhver þekktasti fánaberi klassíska málverksins sem hann gjarnan prýðir með dularfullum fígúrur í myrku umhverfi en ís- lenskt landslag er stór þáttur í hans verkum. Hann sýnir fjögur verk sem öll eru í stærra lagi, í kringum tveir metra á hæð. Helsta viðfangsefni Karólínu Lárusdóttir eru æskuminningar hennar og hefur áunnið sér það sérkenni að mála manneskjur þybbnar og risa- vaxnar á glaðlegan máta. Gerorg Guðni Hauksson vakti mikla athygli á einkasýningu sem hann hélt árið 1985 í Reykja- vík þar sem hann sýndi nýja nálgun á landslag í málaralist. Síðan þá hefur hann stöðugt þróað list sína og hefur haldið ófáar sýningar víða um heim. Kristín Gunnlaugsdóttir hélt sín fyrstu sýningu á Íslandi árið 1994 sem fór ekki framhjá mörgum listunnendum. Málverk hennar sýna gjarnan myndir af fornum heimi eða ef til vill heimi sem aldrei hefur verið til. Stefán Boulter er ungur málari sem hefur verið í læri hjá Nerdrum síðastliðin þrjú ár en áhrif lærimeist- arans leyna sig ekki í verkum hans. Sýningin í Listasafni Færeyja opnar á laug- ardaginn og stendur til 24. september. Íslensk málverkasýning í Listasafni Færeyja Odd Nerdrum er fánaberi klassíska málverksins. Hann sýnir fjögur verk á Listasafni Færeyja. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Tónlistarhóp- urinn Sjan áron heldur tónleika í Bláu kirkj- unni á Seyð- isfirði í kvöld kl. 20.30. Í hópnum eru þau Heiða Arn- ardóttir söng- kona, Simon Jemyn gítarleikari, Ananta Roosens fiðluleikari og Jachim Badenhorst klarinettuleikari, en þau kynntust við nám í Hollandi. Tónleikarnir munu þau svo end- urtaka á fimmtudagskvöld í Frí- kirkjunni í Reykjavík kl. 20, og loks í Ketilshúsinu á Akureyri í kl. 12 á há- degi á laugardag. Á efnisskránni eru lög eftir Bird, Dowland, Argento, Badenhorst og Jermyn, auk þjóðlaga frá Íslandi og Írlandi. Upphaf tón- leikaferðar í Bláu kirkjunni ÓHÆTT er að fullyrða að ljósmyndarinn Páll Stefánsson sé að gera það gott um þessar mundir. Hann er nýbúinn að ljúka sínum þætti í stóru og metnaðarfullu verkefni fyrir sænska húsgagnarisann IKEA og í gærmorg- un fékk hann það svo endanlega staðfest að hann væri meðal tuttugu útvaldra ljósmynd- ara sem munu á næstu fjórum árum skrásetja þá 850 staði sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. Bæði verkefnin eru óumdeilanlegar skraut- fjaðrir í hatt Páls sem upplýsir af hógværð að hann hafi ekkert verið að falast eftir þeim. „Maður verður kannski glaðari fyrir vikið,“ viðurkennir hann enda má álykta að hans fyrri verk hafi skilað honum á þennan áfangastað. Reykjavíkurmyndir Það var í vor sem sænsk auglýsingastofa setti sig í samband við Pál og spurði hvort hann hefði áhuga á að leggja sitt af mörkum til verkefnis sem IKEA stendur fyrir en hefur þó í rauninni enga beina skírskotun til vöru- merkisins. Um er að ræða verkefni þar sem tólf ljósmyndarar víðsvegar að úr heiminum taka fyrir hver sína borgina en úr á að verða vegleg bók þar sem hverri borg eru eyrna- merktar 25 síður. Á meðal þeirra borga sem gerð verða skil eru ekki ófrægari staðir en t.d. São Paulo, Tokyo, New York, Mexíkóborg, Stokkhólmur, Berlín, París, London og Moskva. Innan um þessar réttnefndu stór- borgir verður svo heimabær Páls, hún litla Reykjavík. „Ég fókusera á fólk,“ segir Páll um nálgun sína á viðfangsefnið. „Ég vel eitt heimili, eina fjölskyldu, og mynda hana og Reykjavík að- eins með. Ég tek fyrir daglegt líf, bara fólkið að bursta tennurnar og elda fisk. Síðan mynda ég einhverja díteila af húsinu, hurðarhún og eitthvað svona skemmtilegt, og svo einhverjar Reykjavíkurstemningar. Það er svolítið gam- an að segja frá því að heimilið var ákaflega huggulegt og mjög lítið um IKEA þar. Ég held þau eigi kannski í mesta lagi smjörhníf eða ostahníf. En það skipti víst engu máli.“ Páll telur að IKEA-verkefnið sé til komið í framhaldi af ljósmyndasýningu sem hann var með í Kaupmannahöfn fyrir sex árum. „Þar kom maður og hafði gaman af. Svo þegar farið var að skoða hugmyndina að baki verkefninu var ég fyrir tilstuðlan þessa manns spurður að því hvort ég hefði áhuga. Ég sagði „auðvitað“. Þá voru þeir með einar átján borgir í mynd- inni sem ritstjórar bókarinnar skáru svo niður í tólf.“ Myndar óviðjafnanlega staði „Síðan var haft samband við mig í síðustu viku og ég spurður hvort ég hefði áhuga á að vinna að bókapródjekti fyrir UNESCO,“ held- ur Páll áfram en „pródjektið“ sem um ræðir er skrásetning þeirra staða sem eru á heims- minjaskrá Menningarmálastofnunar Samein- uðu þjóðanna, UNESCO. Á lista stofnunarinnar eru staðir sem þykja öðrum stöðum jarðarinnar ómetanlegri sökum þess vægis sem þeir hafa í meningarlegri og náttúrulegri arfleifð okkar. Þar á meðal eru eins ólíkir staðir og Kóralrifið mikla við norð- austurströnd Ástralíu, Akrópólis í Grikklandi og Þingvellir, sem bættist í hóp heimsminj- anna fyrir tveimur árum. Myndirnar verða gefnar út á fjórum bókum á jafnmörgum árum þar sem hverjum stað er úthlutað 10–12 blað- síður. „Mér er alveg sama hvert ég fer. Allt er spennandi,“ segir Páll uppveðraður en við- urkennir þó í framhaldinu að sig langi mikið til Grænlands, þar sem Grænlandsjökull skríður ofan í Ilutissat-fjörðinn. „Ég hef kom- ið áður til Grænlands og finnst staðurinn alltaf jafnheillandi.“ Á þessum tímapunkti hefur Páll ekki hug- mynd um hvert verkefnið ber hann. Það er þó ljóst að þó nokkrir staðir bíða hans. „Það eru aðeins 20 ljósmyndarar sem eiga að mynda þessa staði sem eru dreifðir um jarðkringluna. Um þessar mundir er verið að deila stöðunum niður. Ég fæ því fljótlega að vita hvert mér er ætlað að fara. Ég var í rauninni bara að fá að vita þetta í morgun [í gær] og finnst þetta svo- lítið gaman.“ Í góðra manna hópi Aðspurður segist Páll ekki vita fyrir til- stuðlan hvaða strauma verkefnið rak á fjörur hans. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig þeir hafa soðið saman þennan lista af tuttugu ljós- myndurum en það eru alvörunöfn,“ segir hann stoltur. Hann nefnir þó þrjár mögulegar skýr- ingar „Ég vinn mikið á alþjóðamarkaði með Iceland Review sem fer til yfir hundrað landa. Það er mjög myndaþungt blað sem ég er bú- inn að vinna við í tuttugu ár. Ég finn fyrir því að það er fullt af fólki sem sér það. Hitt er svo annað að „fínustu“ myndavéla- framleiðendurnir hafa mikið notað myndir eft- ir mig í prómósjón fyrir hágæðamyndavélar og hágæðalisnur. Það held ég að vegi jafnvel þyngra enda ratar það til aðila sem virkilega spá í þessa hluti. Í síðasta lagi hafa svo bæk- urnar mínar margar hverjar selst í stórum upplögum.“ Bók handan hornsins Ásamt því að vinna við Iceland Review og Atlanta hefur Páll unnið að útgáfu bókar fyrir Íslandsmarkað sem verður að veruleika eftir tvær vikur. „Mál og menning gefur hana út en hún heitir einfaldlega PS sem stendur bara fyrir Pál Stefánsson frekar en post scriptum. Ég hef heldur aldrei litið á hana sem eftir- skrift enda fæ ég þessi stóru verkefni áður en hún kemur út. Bókin skartar landslagsmyndum sem ég hef verið að taka á undanförnunm árum. Ég er búinn að gefa út margar svona landslags- bækur. En það hefur ekki komið út bók eftir mig á Íslandi í sex ár. Ástæðan er sú að mér fannst ég hafa verið að gera svolítið sömu hlutina og eins er fullt af fólki byrjað að kópera það sem maður hefur verið að gera. Það má segja að þessi bók sé persónulegri. Hún er ekki svona panorama. Hún er miklu hreinni og nær mér.“ Ljósmyndun | Páll Stefánsson er meðal tuttugu ljósmyndara sem mynda heimsminjar UNESCO „Allt er spennandi“ Morgunblaðið/Einar Falur Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Páll Stefánsson hefur í nógu að snúast um þessar mundir og er m.a. von á bók með ljósmyndum hans í verslanir eftir hálfan mánuð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.