Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 2

Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÉTUST Í UMFERÐINNI Þrír eru látnir og tveir liggja al- varlega slasaðir á gjörgæsludeild LSH eftir tvö alvarleg umferðarslys í gær. Stúlka lést þegar tveir bílar skullu harkalega saman á Vest- urlandsvegi skömmu fyrir klukkan eitt í gærdag. Tveir létust eftir árekstur sem varð á áttunda tím- anum á Garðskagavegi skammt utan við Sandgerði. Það sem af er ári hafa sextán látist í umferðinni. Brothætt vopnahlé Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að vopnahléið í Líbanon væri afar brot- hætt. Ljóst er að harðar deilur eru enn í Líbanonsstjórn um afvopnun vígasveita Hizbollah. Ferðamaður beið bana Þýskur ferðamaður lést sam- stundis þegar allt að átta tonna ís- blokkir hrundu ofan á hann í einum af íshellunum sem finna má við jarð- hitasvæðið í nágrenni Hrafntinnu- skers, sunnan Landmannalauga, í gærmorgun. Lögregla beinir þeim tilmælum til ferðamanna að forðast íshellana en talsvert hrun hefur ver- ið úr þeim að undanförnu. Krefjast afsökunar Japanar kröfðust þess í gær að Rússar bæðust afsökunar á skotárás rússnesks varðskips á japanskan fiskibát við Kúríleyjar. Einn maður lét lífið í árásinni. Stýrivextir hækka enn Seðlabankinn ákvað í gær að hækka stýrivexti sína um 0,5% og standa vextirnir nú í 13,5%. Um er að ræða minni vaxtahækkun en í síð- ustu þrjú skipti en hækkunin vakti engu að síður hörð viðbrögð frá Al- þýðusambandi Íslands og Sam- tökum atvinnulífsins. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Bréf 32 Úr verinu 14 Minningar 33/38 Erlent 16/17 Brids 43 Minn staður 18 Skák 43 Suðurnes 19 Myndasögur 44 Höfuðborgin 20 Dagbók 44/47 Akureyri 20 Staður og stund 46 Austurland 21 Leikhús 48 Daglegt líf 24/26 Bíó 50/53 Menning 27, 48/49 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 Umræðan 30/32 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %       &         '() * +,,,            ÞEIM gekk ferðin vel reiðmönnunum sem áttu leið yfir Húnavatn, sem neðst er í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu, með hestastóð sitt nú nýverið. Á þriðja tug hesta var með í för en prýðilega gekk að hafa stjórn á þeim, enda veðrið stillt og gott. Í dag og á morgun verður nokkuð svipað veð- ur, fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og víða verður léttskýjað, en búast má við súld við vesturströndina. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum á Norðaustur- og Aust- urlandi. Morgunblaðið/Einar Falur Sterkir, stórir og stinnir til ferðalags STOFNAÐUR verður sjóður um fjárfesting- arverkefni sem taka mun yfir væntanlegt frí- blað Dagsbrúnar í Danmörku, Nyhedsavisen. Sjóðnum er jafnframt ætlað að kanna fýsileika útgáfu fríblaða á öðrum mörkuðum en í Dan- mörku, en Dagsbrún mun hafa umsjón með rekstri sjóðsins og fær fyrir það þóknunar- tekjur. Fram kemur í afkomufréttatilkynningu Dagsbrúnar að félagið muni leggja sex hund- ruð milljónir króna í sjóðinn og verða minni- hlutaeigandi. Ekki dregið í land Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrún- ar, segist ekki vilja á þessari stundu gefa upp mótframlag annarra fjárfesta eða nöfn þeirra, en í þeirra hópi séu bæði innlendir og erlendir fagfjárfestar. Þó segir hann að nokkrir af stærstu hluthöfum Dagsbrúnar muni koma beint að verkefninu en ekki einungis í gegnum Dagsbrún. „Markmiðið er að sjóðurinn hafi, þegar upp er staðið, yfir nægu fé að ráða til að standa und- ir rekstri fríblaðsins í þrjú til fimm ár, en það er sá tími sem við reiknum með að taki fyrir verk- efnið að skila hagnaði. Að auki er sjóðnum ætl- að að leggja grunninn að stofnun fríblaða í að minnsta kosti þremur öðrum löndum og erum við þegar búin að tryggja okkur um sjötíu pró- sent þess fjár sem við teljum okkur þurfa til þessara verkefna allra,“ segir Gunnar Smári. „Þetta er ekki aðgerð til að draga í land, heldur teljum við þvert á móti að verkefnið í kringum Nyhedsavisen hafi gengið það vel að rétt sé að líta á aðra markaði og það sé best gert í gegnum þennan sjóð.“ Gunnar Smári segir ennfremur að líta megi á þessa aðgerð sem lið í að aðskilja fjárfesting- arstarfsemi Dagsbrúnar frá rekstrarfélögum. Sjóður um rekst- ur Nyhedsavisen Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is  Dagsbrún | 2B ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingarmála byggði niðurstöðu sína um að fella úr gildi deiliskipulag á svokölluðum Ellingsenreit á því að deiliskipulagið hefði ekki verið í sam- ræmi við ákvæði í aðalskipulagi um afmörkun deiliskipulagssvæða og um deiliskipulag blandaðra svæða. Ekki er rétt að niðurstaðan hafi byggst á því að nýtingarhlutfall lóðarinnar að Mýrargötu 26, sem er önnur lóðanna á reitnum, hafi verið ákveðið of hátt eins og kom fram í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Úrskurðarnefndin bendir í niður- stöðu sinni á að í ákvæðum greinar- gerðar Aðalskipulags Reykjavíkur fyrir 2001-2004 felist bindandi fyrir- mæli um að smærri svæði fyrir bland- aða byggð beri að deiliskipuleggja sem eina heild. Í úrskurðinum segir: „Því hafi það ekki samrýmst ákvæð- um aðalskipulags að samþykkja deili- skipulag fyrir reit sem aðeins nær til lítils hluta þess svæðis sem skilgreint var sem blönduð byggð við umrædda breytingu gildandi aðalskipulags.“ Er nefndin þar að vísa í þá breytingu á aðalskipulagi þegar svæðinu sem lóð- irnar standa á var breytt úr hafnar- og athafnasvæði í svæði fyrir bland- aða byggð. Í úrskurðinum er einnig vikið að því að lóðinni að Mýrargötu 26 hafi í skipulaginu verið úthlutað hærra nýt- ingarhlutfalli en lóðinni að Granda- garði 2, sem er hin lóðin á reitnum. Taldi nefndin að Reykjavíkurborg hefði ekki fært nægjanleg rök fyrir þessum mismun á nýtingarhlutfalli lóðanna við gerð deiliskipulagsins. Í frétt blaðsins í gær var einnig sagt að úrskurðarnefndin hefði aftur- kallað byggingarleyfi eiganda lóðar- innar að Mýrargötu 26 til byggingar 61 íbúðar húss sem hann hugðist reisa þar. Hið rétta er að nefndin felldi umrætt leyfi úr gildi enda er aft- urköllun aðeins möguleg sama stjórn- sýsluaðila og upphaflega tók ákvörð- un, í þessu tilfelli byggingarfulltrúanum í Reykjavík. Samræmist ekki aðalskipulagi ÓVENJUMIKIÐ hefur verið tilkynnt um atvik þar sem ökumenn hafa ekki greitt fyrir eldsneyti á bens- ínstöðvum í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykja- vík var síðast tilkynnt um slíkt atvik á mánudag en tal- ið er að erlendur ferðamaður hafi verið þar að verki. Svo virðist sem slíkum tilfellum sé að fjölga en lög- regla bendir á að myndavélar séu við allar bens- ínstöðvar og því auðvelt að hafa uppi á þeim sem stela sér bensíni. Einnig vill lögregla minna eigendur bifreiða á að læsa þeim ávallt og taka með sér verðmæti þegar þær eru yfirgefnar. Sl. mánudag var tilkynnt samtals um fjögur innbrot í bíla og var m.a. stolið GSM-síma, far- tölvu og verkfærum. Greiða ekki fyrir eldsneyti á bensínstöðvum ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti í gær- kvöldi slasaðan sjómann um borð í íslenskan togara á Halamiðum, 45 mílur norðvestur af Straumnesi á Hornströndum. Maðurinn hafði skorist illa og var flutt- ur á Landspítala – háskólasjúkrahús í Fossvogi. Nán- ari upplýsingar um líðan mannsins lágu ekki fyrir um miðnætti í gær. TF-LÍF sótti slasaðan sjómann um borð í togara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.