Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Jóhann Magnús Jóhannsson
johaj@mbl.is
„VIÐ hjá Landsvirkjun sem eigum og stýrum
byggingu á þessu mannvirki urðum mjög undrandi
á þessu viðtali,“ segir Sigurður Arnalds, talsmaður
Kárahnjúkavirkjunar, um viðtal við Desiree D.
Tullos um hönnun Kárahnjúkavirkjunar, sem birt-
ist í Morgunblaðinu í gær. „Mér vitanlega hefur
hvorki háskólinn né fræðimaðurinn leitað til
Landsvirkjunar um upplýsingar. Við skiljum ekki
hvernig hún getur haft forsendur til að koma fram
með allar þessar fullyrðingar varðandi tæknileg at-
riði sem þeir þekkja gerst sem við þetta vinna, hver
vandamálin eru og hvernig menn ætla að leysa
þau.
Við skiljum ekki bakgrunninn fyrir þessum gríð-
arlega sterku fullyrðingum sem í rauninni spanna
allt milli himins og jarðar, allt frá því að vera verk-
fræðilegt upp í það á einum stað að hún heldur því
fram að verkefnið sé ekki skynsamlegt „hvorki
fjárhagslega, umhverfislega né samfélagslega“
sem er nú ansi víðtækt. Svona fullyrðingu setur
maður ekki fram nema hafa til þess bærar upplýs-
ingar. Nánast allt sem hún segir sem snýr að tækni
lýsir gríðarlegri vanþekkingu og er í flestum atrið-
um rangt.“
Í viðtalinu ber Tullos Kárahnjúkastíflu saman
við stífluna Campos Novos í Brasilíu, en í lok júní
tæmdist lónið ofan við þá síðarnefndu á nokkrum
dögum. Sigurður segir ekki rétt að steypukápa
þeirrar stíflu hafi brotnað með fyrrgreindum af-
leiðingum eins og Tullos haldi fram heldur hafi
lokubúnaður í hjáveitugöngum gefið sig með þeim
afleiðingum að lónið tæmdist um göngin. Þegar
framhlið stíflunnar hafi verið skoðuð eftir að lónið
tæmdist hafi komið í ljós að steypukápan var marin
og sprungin en þær sprungur hafi lekið óverulega
og ekkert haft um tæmingu lónsins að segja.
„Það eru ákveðnar skýringar á því af hverju
steypan var marin og sprungin. Við erum að skoða
það og munum bera saman við okkar stíflu til að sjá
hvort líkur séu á því að slíkt geti gerst við Kára-
hnjúka. Við lærum af og fylgjumst með samsvar-
andi mannvirkjum um allan heim,“ segir Sigurður
Arnalds.
Vegið að starfsheiðri á grófan hátt
Viðar Ólafsson er framkvæmdastjóri Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsen (VST) sem er í forsvari
fyrir KEJV hönnunarsamsteypuna. Hann segir
sér hafa brugðið við lestur viðtalsins við Tullos.
„Þessi viðmælandi, sem hefur skoðanir á því að
það sé illa staðið að hönnun virkjunarinnar, vegur
þar líka að okkar starfsheiðri. Hann veltir því upp
að við höfum ekki sömu siðferðilegu og starfslegu
ábyrgð og aðrir verkfræðingar, það þykir okkur
ansi gróft. Þannig að okkur brá eðlilega,“ segir
Viðar.
Í ljósi þess hve alvarlegar og harðskeyttar ásak-
anir Tullos hafi verið segir Viðar að forvitnast hafi
verið fyrir um bakgrunn hennar.
„Hún er ekki vatnsaflsverkfræðingur heldur
með bakgrunn í vistfræði áa, river engineering,
sem er annar hlutur. Hún er ekki prófessor heldur
lektor. Gefur sig út sem sérfræðing í þessu málefni
og hefur að því er kemur fram í viðtalinu rann-
sakað vistfræðileg áhrif vatnsaflsvirkjana víðs veg-
ar um heim í áratug. Það getur ekki staðist að hún
hafi gert þetta í tíu ár því það eru aðeins fjögur ár
síðan hún lauk verkfræðiprófi.
Þekkingarskortur hennar á málefninu skín alls-
staðar í gegn. Það má segja að þegar maður hafi
áttað sig á bakgrunni hennar, að hún hefur ekkert
vit á þessu, ætti manni ekki að sárna þessi gagn-
rýni eins mikið.“
Vel að verki staðið
Viðar segir hönnunarsamsteypuna mótmæla því
algjörlega að illa sé staðið að verki við hönnun
Kárahnjúkavirkjunar eins og fram komi í máli Tul-
los.
„Ég fullyrði það að afar vel er að þessu verki
staðið. Aðilarnir sem annast hönnun á þessari
virkjun hafa unnið þetta verk lengi. Þetta byrjaði
1998 þegar VST gerði frumáætlun, síðan gerðum
við ásamt fleirum verkhönnun. Hönnun var í fram-
haldinu boðin út og samsteypa fimm alþjóðlegra
fyrirtækja hlaut verkið og hefur unnið að hönnun
frá árinu 2001.
Meðlimir hópsins hafa 35 ára reynslu hér á landi
við hönnun stórvirkjana og hafa staðið meira eða
minna að hönnun þeirra flestra. Frá Þórisvatns-
miðlun að Kárahnjúkavirkjun, sem er nú í gangi,“
segir Viðar Ólafsson, framkvæmdastjóri VST.
Í hönnunarhópnum eru ásamt VST, bandaríska
fyrirtækið MontgomerieWatsonHarza (MWH),
ElectroWatt frá Sviss auk Almennu verkfræðistof-
unnar og Rafteikningar.
Að mati Viðars er athugasemd Tullos um að ekk-
ert bandarískt fyrirtæki myndi láta sér detta í hug
að koma að gerð Kárahnjúkavirkjunar sérkennileg
og lýsandi um vanþekkingu því bandarískt fyrir-
tæki sé í aðalhlutverki. MWH hafi hannað Kára-
hnjúkastífluna sjálfa, sem sé stærsta framkvæmd-
in á svæðinu.
LANDSVIRKJUN mun á stjórnarfundi í mán-
aðarlok leggja fram nýtt áhættu- og arðsem-
ismat fyrir Kárahnjúkavirkj-
un.
„Mér fannst þetta einfald-
lega vera þannig upplýsingar
að þær gætu valdið mönnum
ugg um að áhættan væri meiri
en menn hefðu talið,“ segir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
þingmaður Samfylkingar, sem
sendi Landsvirkjun í byrjun
mánaðar bréf þar sem spurt
var hvort hinar nýju upplýs-
ingar um jarðfræði svæðisins sem komu fram
í skýrslu jarðfræðinganna Kristjáns Sæ-
mundssonar og Hauks Jóhannessonar um
sprungur á framkvæmdasvæðinu við Kára-
hnjúka gæfu ekki tilefni til að fram færi nýtt
áhættumat og arðsemismat í tengslum við
virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka.
NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands fara
fram á óháða og gagnsæja rannsókn á þeirri
áhættu sem tekin er með byggingu Kára-
hnjúkavirkjunar eftir að risastíflan Campos No-
vos í Brasilíu, sem sé grjóthleðslustífla með
steyptri kápu líkt og Kárahnjúkastífla, eyðilagð-
ist í júní sl. skömmu eftir að hún var tekin í notk-
un.
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs hefur sent frá sér frétt þar sem þing-
flokkurinn minnir á að hann krafðist þess á síð-
asta ári að nýtt og óháð áhættumat væri unnið,
segir þar enn fremur:
„Það hefur sýnt sig að aðvaranir um jarð-
fræðilega áhættu hafa verið fyllilega réttmætar
og í því tekur þingflokkurinn undir kröfu Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands um að nú þegar fari
fram óháð og gagnsæ rannsókn á þeirri áhættu
sem tekin er með byggingu virkjunarinnar áður
en byrjað verður að safna vatni í Hálslón.“
Talsmaður Kárahnjúkavirkjunar og framkvæmdastjóri VST um gagnrýni Tullos
Morgunblaðið/RAX
Sigurður Arnalds segir lokubúnað í hjáveitugöngum Campos Novos-stíflunnar hafa gefið sig með þeim afleiðingum að lón við hana tæmdist, ekki sé rétt
að steypukápa þeirrar stíflu hafi brotnað. Kárahnjúkastífla, sem hér sést, er grjóthleðslustífla með steyptri kápu eins og Campos Novos-stíflan.
Undrast fullyrðingar
um tæknileg atriði
Nýtt áhættu- og
arðsemismat
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Fara fram á
óháða rannsókn
SAMKVÆMT upplýsingum frá
samgönguráðuneytinu er í und-
irbúningi að herða reglur um akst-
ur hóp- og vörubifreiða í atvinnu-
skyni. Til stendur að breyta
reglugerðum um ökuskírteini og
eru þær kynntar undir hlekknum
Drög til umsagnar á heimasíðu
samgönguráðuneytisins.
Gangi breytingarnar eftir verður
aldurinn til aksturs hóp- og vöru-
bifreiða í atvinnuskyni hækkaður
og komið á sérstökum reglum um
endurmenntun bílstjóra.
Ítarlegri upplýsingar er að finna
á ofannefndum hlekk heimasíðu
samgönguráðuneytisins og eru þeir
sem vilja koma með ábendingar um
breytingarnar beðnir að gera það
fyrir 1. september.
Reglur um
akstur stærri
bifreiða hertar
TVEIMUR karlmönnum og konu
hefur verið sleppt úr gæslu-
varðhaldi en þau voru staðin að inn-
broti í húsnæði í Vogunum aðfara-
nótt sl. mánudags. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni í
Keflavík telst rannsókn málsins
lokið og er það að fullu upplýst. Í
kjölfar handtöku þeirra í Vogunum
fannst í bifreið þeirra þýfi úr fleiri
innbrotum. Rannsóknin beindist að-
allega að því hvort fólkið tengdist
innbrotum í Grindavík og Keflavík
og var auk þess talið hugsanlegt að
þau tengdust bílþjófnaði á Ak-
ureyri.
Fólkið hefur áður komið við sögu
lögreglu, á Suðurnesjum og annars
staðar á landinu.
Sleppt úr
gæsluvarðhaldi
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra mun vígja Þingeyr-
arflugvöll næstkomandi laugardag
en völlurinn hefur verið í end-
urbyggingu í rúmt ár.
Miklar úrbætur hafa verið gerð-
ar á vellinum. Flugbrautin hefur
verið lengd og er orðin tæpir 1.200
metrar, bundið slitlag hefur verið
lagt á brautina og sett voru upp
flugbrautar- og akbrautarljós af
fullkomnustu gerð.
Fyrir vikið er völlurinn sagður
orðinn einn besti flugvöllurinn á Ís-
landi og getur nú Fokkervél lent á
honum og tekið á loft með sama
flugtaksþunga og á Ísafirði.
Tíu ár eru liðin frá því að áætl-
unarflug til Þingeyrar lagðist af en
völlurinn hefur verið notaður sem
varaflugvöllur fyrir Ísafjarð-
arflugvöll, sérstaklega við óhag-
stæð veðurskilyrði.
Í kjölfar endurbótanna má búast
við að færri ferðir verði felldar nið-
ur en talið er að á hverju ári frestist
um 80 flugferðir til Ísafjarðar
vegna veðurs.
Þingeyrar-
flugvöllur vígður
um helgina
Ljósmynd/Hreiðar Júlíusson