Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Engin tilvistarkreppa hjá Dodge Charger Bílar á morgun Suðurlandsbraut 26 108 Reykjavík Sími: 510 0000 Fax: 510 0001 besta@besta.is Brekkustíg 39 260 Njarðvík Sími: 420 0000 Fax: 420 0001 njardvik@besta.is Miðás 7 700 Egilsstöðum Sími 470 0000 Fax: 470 0001 egilsstadir@besta.is Grundargötu 61 350 Grundarfirði Sími: 430 0000 Fax: 430 0001 grund@besta.is Kókosmottur í sumarbústaðinn 20% AFSLÁTTUR ÚT JÚLÍ L ÚT ÁGÚST Við erum leiðandi í framleiðslu stjórn- og gæslubúnaðar fyrir kæli- og frystikerfi Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0                                  ! ! ! ! ! ! !             "#  $%#  &'() *  +#( !       !"#  %  &'(! ,)(-./ . ( (!$   )*+        SKÖTUSELUR heldur sig að öllu jöfnu á sama svæði á æviskeiði sínu. Þó eru nokkrar undatekningar frá þeirri reglu sem sýna að skötuselur- inn gengur á milli landa. Skötusel hef- ur fjölgað mikið hér við land á und- anförnum árum. Gefin hefur verið út viðamikil rann- sóknarskýrsla um skötusel á norð- lægum slóðum og að hluta við allar Evrópustrendur, en þekking á líf- og vistfræði þessa sérstæða fisks hefur verið takmörkuð. Skýrslan er af- rakstur liðlega þriggja ára samvinnu Noregs, Hjaltlands, Færeyja og Ís- lands um rannsóknir á skötusel, sem styrkt er af norræna ráðherraráðinu. Í skýrslunni er dregin saman fyr- irliggjandi þekking á líffræði skötu- sels, vistfræði, veiðum og veiðistjórn- un á hafsvæði fyrrgreindra landa, en einnig er í skýrslunni töluvert af upp- lýsingum um báðar skötuselstegund- irnar sem finnast við Evrópustrend- ur. Þá eru einnig kynntar niðurstöður og áfangar rannsóknanna. Í rannsóknunum fólust m.a. um- fangsmiklar merkingar á skötusel. Merkingar með venjulegum örva- merkjum hafa sýnt að skötuselurinn heldur sig að mestu á sama svæði og nær öll merkin endurheimtust innan 100 km frá merkingarstað. Á þessu voru þó undantekningar sem sýna að skötuselur á það til að ganga milli landa. Við suðurströnd Íslands veidd- ist fiskur merktur við Færeyjar og annar merktur við Hjaltland. Úr Hjaltlandsmerkingunni fékkst einnig fiskur við Færeyjar. Of mikið veitt við Noreg og Færeyjar Fyrstu niðurstöður úr erfðarann- sóknum sýna að mikill skyldleiki er með skötuselnum við Ísland og Nor- eg. Þá var merkt með rafeindamerkj- um (DST) hér við land, sem skrá dýpi (þrýsting) og hita þar sem fiskurinn er staddur hverju sinni. Í þessu samvinnuverkefni voru stigin fyrstu skref í átt að stofnmati á skötusel. Í Noregi, Færeyjum og á Ís- landi var gerð fyrsta tilraun til þess að meta heildardánartölu stofna og afrakstur á nýliða. Fyrstu niðurstöð- ur benda til að í tveimur fyrstnefndu löndunum sé fiskveiðidauði of mikill til þess að sjálfbær nýting geti átt sér stað og aukning á núverandi sókn muni ekki skila auknum afla á land sé litið til langs tíma. Vísbendingar eru um að langtímaafrakstur stofnsins verði aðeins aukinn með því að minnka sókn um 50–60% frá því sem nú er ef fiskveiðimynstur helst óbreytt. Árangursríkt skref til þess að ná betri nýtingu út úr stofnunum er að sótt sé sem mest í skötuselinn með stórmöskva netum. Þannig hafa verið leiddar líkur að því að auka megi langtímaafrakstur norska skötusels- stofnsins um 20–25% frá því sem nú er með því að breyta fiskveiðimynstr- inu og stunda veiðarnar eingöngu með stórmöskva netum í stað bland- aðra vörpu- og netaveiða eins og þekkist í dag. Skýrslan er skrifuð á ensku, með ágripi á tungumálum landanna fjög- urra sem að henni standa. Einar Jónsson, fiskifræðingur við Hafrann- sóknastofnunina, var fulltrúi Íslands við rannsóknirnar og gerð skýrslunn- ar. Morgunblaðið/Alfons  , ( -(!. /0  0  *  ( . ,)(-., 1 2 #1 3 3 3 3 3 Skötuselurinn er frek- ar staðbundinn fiskur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.