Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 18

Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 18
Þórshöfn | Framandi réttir og kræsingar voru á borðum í íþróttamiðstöðinni Verinu á Þórshöfn sl. föstudagskvöld en þá buðu ungmenni úr samtök- unum Seeds heimamönnum til veislu. Á boðstólum voru réttir frá heimalöndum þessa unga fólks en þau höfðu útbúið allt sjálf og tóku rausnarlega á móti gestum sínum. Þegar búið var að bragða á flestum réttunum var brugðið á leik og farið í spurningakeppni en efnið var einkum land- fræðilegt, frá Íslandi og þjóð- löndum unga fólksins. Kvöldinu lauk með mikilli kát- ínu og var hin besta skemmtun. Þetta unga fólk, alls 13, frá ýmsum þjóðlöndum hefur dvalið hér um hríð og markmið sam- taka þeirra er hvers kyns um- hverfisvernd en einkum að hreinsa strendur landsins. Þau hafa bæði gróðursett og annast beð og plöntur sem fyrir eru og miklum tíma hafa þau varið í ruslatínslu. Þau dvelja í tvær vikur á Þórshöfn og hafa aðstöðu í íþróttamiðstöðinni en sér til að- stoðar hafa þau Angantý Ein- arsson, sem áður hefur verið slíkum hópum innan handar. Morgunblaðið/Líney Alþjóðleg veisla í íþróttahúsinu Framandlegt Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Fornt vopn | Fornt kuml fannst í síðasta mánuði í Hringsdal við Arnarfjörð og í því mannabein og nokkrir forngripir, þ. á m. fagurlega skreyttur hárkambur, eldstál, ró- naglar og járnbrot sem er líklega örv- aroddur eða hluti af hnífsblaði. Frá þessu er greint á heimasíðu Bíldudals. Upp- gröftur hófst að nýju í vikunni og komu þá í ljós leifar af öðru kumli sem hefur ekki ver- ið opnað ennþá, en við brún þess fannst vel varðveittur spjótsoddur og höfuðkúpa af manni. Spjótsoddur þessi er vel varðveittur og ótrúlega heillegur, segir á heimasíðunni.    Reyklaust | Fjöldi manns lagði leið sína á dansleik með hljómsveitinni Stjórninni á Listasumri í Súðavík á laugardag. Vakti at- hygli að reykingar voru ekki leyfðar inni á dansleiknum en það er venjan á dans- leikjahaldi í Súðavík, enda hefur það und- anfarin ár farið að mestu fram í íþróttahúsi staðarins, eins og segir á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði, www.bb.is. „Það hefur vakið mikla athygli að á Listasumri og Bryggjudögum eru reyk- lausir dansleikir. Þetta hefur mælst vel fyr- ir hjá bæði hljómsveitum, gestum sem reykja ekki og jafnframt líka hjá flestum þeim sem reykja,“ segir Vilborg Arn- ardóttir athafnakona í Súðavík í samtali við Bæjarins besta. Vert er að geta þess að á ýmsum sam- komum í íþróttahöllinni á Akureyri hin síð- ari ár, m.a. allt að þúsund manna veislum við útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri og hinum ýmsu árshátíðum hafa reykingar ekki verið leyfðar í salnum og hefur verið almenn ánægja með það.    Vestnorræn samvinna | Tæplega 30 vest- norrænir, sænskir, danskir og norskir þing- menn og ráðherrar munu koma saman á 22. ársfundi Vestnorræna ráðsins, sem haldinn verður í Þórshöfn í Færeyjum frá 18. til 22. ágúst. Ferðaþjónusta og samgöngumál eru veigamiklir málaflokkar fyrir vestnorrænu löndin, segir formaður ráðsins, Henrik Old. „Í júní síðastliðnum hélt vestnorræna ráðið ráðstefnu um samvinnu landanna í ferðamálum og kom þar fram eindreginn vilji hjá ýmsum aðilum til þess að auka sam- vinnu í sameiginlegri markaðssetningu svæðisins í heild auk samvinnu í menntun innan atvinnugreinarinnar. Á ársfundinum verður rætt hvernig best megi styrkja þessa samvinnu í verki,“ segir hann.    Loftslagsbreytingar | Í tengslum við árs- fund Vestnorræna ráðsins verður haldinn í fyrsta skipti sérstakur þemadagur, á laug- ardaginn. Yfirskrift dagsins er „Loftslags- breytingar og mögulegar afleiðingar þeirra fyrir Norður-Atlantshafið og vestnorrænu löndin“. Á ársfundinum verður einnig fjallað um aukna samvinnu milli Vestnor- ræna ráðsins og Norðurlandaráðs. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Eftir góðan dagkom hellidemba ágesti Töðugjalda sem haldin voru á Hellu um helgina, einmitt á kvöldvökunni þegar brekkusöngurinn stóð yf- ir. En enginn er verri þótt hann vökni og þessir hressu krakkar létu veðr- ið ekki aftra sér frá því að njóta skemmtunar. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Rigndi á brekkusöngsfólk G Þorkell Guð-brandsson yrkirum lundaveiðar: Kom nú vel á vondan þar er vitnaðist að ráðherrar laumi sér á lundafar þá lítið er um veislurnar. Jóhannes Sigmundsson frá Syðra-Langholti: Vér göngum svo léttir til lunda og leyfi hér þarf ekki neitt. Af stórhug menn veiðarnar stunda og stundum vér komumst í feitt. Vér háfum og húkkum hér saman og höldum svo veislu í kvöld. „Og nú verður glaumur og gaman“ og gleðin hér situr við völd. Magnús Stefánsson yrkir til Valgerðar: Eftir stranga álverstörn ættir þú að taka langa hvíld við lómatjörn með lokuð sund til baka. Af lundaveiðum pebl@mbl.is DANSKIR dagar, árleg fjölskyldu- og menningarhátíð Hólmara, hefst á morgun í Stykkishólmi í 13. sinn og stendur fram á sunnudag. Fyrirkomulagi hátíðarinnar hefur verið breytt allnokkuð frá því sem verið hefur og áhersla lögð á framlag bæj- arbúa, segir í fréttatilkynningu. Þar segir einnig að fjölskyldugildin verði höfð í fyr- irrúmi þessa helgi og áfengi ýtt til hliðar. „Lífgað hefur verið upp á dönsku tengslin m.a. með dönskum kvikmyndum, Legokubbasamkeppni og einnig má nefna að meðlimir Dansk Kvindeklub koma og dæma í marmelaði- og sultukeppni sem boðað var til í tilefni Danskra daga. Götur bæjarins, samkvæmt venju, fá dönsk nöfn meðan á dögunum stendur.“ Gamlar byggingar eins og Norska hús- ið, Stykkishólmsbíó, gamla kirkjan og Hljómskálinn verða notuð til sýninga og tónleika. Stykkishólmsbíó sem er hundrað ára í ár fer t.d. aftur í sitt gamla hlutverk og þar verða m.a. sýndar danskar kvik- myndir í bland við kvikmyndir og ljós- myndir úr bæjarlífinu. Tónleikar verða í gömlu kirkjunni á vegum Tónlistarskóla Stykkishólms og Leikfélagið Grímnir verður með gjörninga, leiklestra og sýnir upptökur frá gömlum leiksýningum, í Hljómskálanum. Keppt á „Idrætsparken“ Íbúar hverfanna koma saman og grilla og að því loknu verður haldið á Idræts- parken – íþróttaleikvang bæjarins – og keppt á hverfaleikum. Þar keppa fulltrúar hverfanna í ýmsum leikjum og söng. Á laugardaginn er fjölbreytt dagskrá, skynfærin verða t.d. virkjuð í upplifunar- garði, uppboð Lionsmanna verður á sínum stað, götustemning verður á Strikinu þar verður kassaklifur björgunarsveitarinnar Berserkja og fjöllistamenn og konur leika listir sínar, streetball keppni Snæfells, götuspilarar, hatteigendur og fleiri láta ljós sitt skína, starfsfólk leikskólans verð- ur með markað og reiðhjól koma við sögu í sælgætissölu víða um bæinn. Ungmenni sem tóku þátt í menningar- og listasmiðjunni Berserk 2006 sýna af- raksturinn í Íþróttamiðstöðinni en þar verða einnig sýndar ljósmyndir og Lego- byggingar sem sendar hafa verið inn í þær samkeppnir sem eru í tengslum við Danska daga. Bryggjusöngur og verð- launaafhendingar verða um kvöldið auk flugeldasýningar en dagskránni lýkur með tónleikum á Den store Scene. Á sunnudaginn verður dönsk-íslensk messa þar sem Sr. Guðjón Skarphéðins- son messar, fjöltefli verður í gamla bóka- safninu en þar mun Helgi Ólafsson stór- meistari tefla við þá sem vilja og mæta með tafl og menn, sýningar halda áfram í íþróttahúsi og Norska húsinu og kvik- myndahátíðin í Stykkishólmsbíói. Útvarp Danskra daga (fm 104,7) verður starfrækt á meðan á hátíðinni stendur og þar verður dagskránni gerð skil í bland við tónlist og spjall á dönsku og íslensku. Danskir dagar hefjast í Hólminum Útsala Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16 GRÓÐURSANDUR TIL RÆKTUNAR WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.