Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 19

Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 19 MINNSTAÐUR SUÐURNES Reykjanesbær | Fjölskylduskemmtunin „Fast þeir sóttu sjóinn“ verður haldin við smábáta- höfnina í Grófinni í Keflavík föstudaginn 1. september. Er hún liður í Ljósanótt, menning- ar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar sem stendur frá 31. ágúst til 3. september. „Við ætlum að halda litla hátíð á föstudagskvöldið, eins og Ljósanótt var í fyrsta skipti, þegar hún var eingöngu í Grófinni,“ segir Steinþór Jónsson, formaður undirbúningsnefndar Ljós- anætur. Steinþór segir að sjötíu til hundrað skemmtibátar verði í og við höfnina og muni það setja skemmtilegan svip á hátíðina. Gert er ráð fyrir að fyrir utan lóni eitt varðskipa Landhelgisgæslunnar, upplýst í stíl við Berg- ið. Þátttaka Landhelgisgæslunnar í hátíðinni tengist áttatíu ára afmæli Gæslunnar sem minnst er á þessu ári. Unnið er að frágangi dagskrár fyrir Ljósa- nótt. Steinþór segir að auk fjölskylduskemmt- unarinnar á föstudagskvöldið séu ýmsar nýj- ungar í dagskránni. Nefnir hann unglingadansleik við 88 Húsið við Hafnargötu á fimmtudagskvöldið. Aðalhátíðin er sem fyrr á laugardeginum og verður hún með svipuðu sniði og und- anfarin ár. Steinþór segir þó að dagskráin á stóra sviðinu standi líklega hálftíma lengur en vanalega, til kl. 22.30, svo hægt sé að koma fleiri atriðum að. Þá segir Steinþór að verið sé að undirbúa það að fólk sem gengið hafi í skóla í Reykja- nesbæ geti hitt jafnaldra sína á skipulegri hátt á laugardeginum en verið hefur. Þar muni hver árgangur mæla sér mót á Hafnargötunni, sem næst því húsnúmeri sem tengist fæðingarári þeirra. Þannig muni krakkar sem fæddir eru á árinu 1988 koma saman á Hafnargötu 88 og hefja göngu nið- ur eftir götunni og síðan bætist hóparnir í gönguna smám saman og elstu íbúarnir neðst á götunni, rétt við hátíðarsvæðið þar sem göngunni ljúki. „Fast þeir sóttu sjóinn“ á Ljósanótt Garður | Sólseturshátíðin á Garð- skaga verður haldin um helgina. Sól- seturshátíðin er bæjarhátíð íbúa í Garði. Skipulögð dagskrá er á laug- ardeginum frá kl. 11 og fram á kvöld. Má þar nefna stuttar göngu- ferðir, menningar- og sögutengda fræðslu fyrir börn og fullorðna, fjöruferð fyrir börnin og leiki og knattþrautir. Trúbadorar verða á staðnum, harmonikkuleikarar og fjöllistahópur, kveiktur verður varð- eldur og hljómsveit spilar. KK mæt- ir á staðinn og skemmtir gestum. Þá verða seiðlæti í Garðskagavita, að því er fram kemur á vef Sveitarfé- lagsins Garðs. Frumflutt verður lag- ið Sólsetur í Garði en lagið samdi Vignir Bergmann og Bjartmar Hannesson gerði textann. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Sigurður Freyr Ástþórsson og Viktor Freyr Róbertsson flytja frumsamin lög. Málverkasýning Braga Einarssonar verður í Vitavarðarhúsinu. Forn- bílaklúbburinn verður með sýningu og bifhjólaklúbburinn Ernir mætir á svæðið. Brunavarnir Suðurnesja sýna bíla og búnað og björg- unarsveitin kynnir starf sitt og bún- að. Þá verða leiktæki fyrir börnin á staðnum. Byggðasafnið og vitarnir verða opin sem og veitingahúsið Flösin á Garðskaga. Tjaldstæðið er opið án endurgjalds fyrir alla tjald- búa, fellihýsa- og húsbílaeigendur. Á sunnudag verður gönguferð til Keflavíkur. Gengin verður efri þjóð- leiðin milli Garðs og Keflavíkur, 7–8 kílómetra leið. Gangan er sú þriðja í röð fimm menningar- og sögu- tengdra gönguferða um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanes- skaganum í sumar. Leiðsögumenn Reykjaness sjá um fræðslu í ferð- unum. Hátíðinni lýkur kl. 15 á sunnudag með guðsþjónustu í Útskálakirkju. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gamli vitinn á Garðskaga. Sólseturs- hátíð á Garðskaga Garður | Menningar- og sögutengd ganga hefur verið skipulögð um Garðinn í tengslum við Sólseturshá- tíðina á Garðskaga sem fram fer nk. laugardag. Gangan hefst við íþróttahúsið í Garði kl. 11. Gengið verður að forn- mannagröf og saga hennar rifjuð upp. Gengið verður innan síkjanna niður að bryggju og rifjuð upp saga sjósóknar og þróun byggðar. Svo verður gengið með ströndinni, varir skoðaðar og sagt frá sjósköðum fyrri tíma. Haldið verður að Útskála- kirkju og saga kirkjunnar sögð í megindráttum, sem og umhverfis hennar. Gengið verður að Skaga- garðinum sem talinn er vera allt að þúsund ára gamall. Leiðsögumenn Reykjaness sjá um fræðsluna og leiða gönguna. Forn- mannagraf- ir skoðaðar ♦♦♦ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E LI 3 36 98 0 8/ 20 06 EKKI BORGA MEIRA! Gömlu tryggingafélögin eru alltaf að kvarta yfir því að viðskiptavinir þeirra borgi of lítið fyrir bílatryggingar. Hjá Elísabetu borgar fólk minna en samt er Elísabet hamingjusöm. Á elisabet.is getur þú reiknað dæmið þitt. Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf. betri kjör á bílatryggingum og bílalánum SJÓVÁ SJÓVÁ-STRAX VÍS VÖRÐUR TM ÍSLANDSTRYGGING Skyldutrygging 75.248 70.386 74.777 70.057 73.968 51.240 47.748* Skyldutrygging+Kaskó 108.633 95.597 90.583 96.591 89.473 71.820 Upplýsingar um verð fengust af vefsíðum fyrirtækjanna og með tölvupósti frá þjónustufulltrúum þeirra þann 11.8. 2006. *Ódýrasta skyldutryggingin án kaskótryggingar 47.748 kr. á ári. um 50 þ. kr. sjálfsábyrgð m/framrúðutryggingu Rúmlega 36 þúsund króna verðmunur! - 2002 árgerð - 990.000 kr. - 1800 vél -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.