Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 21 MINNSTAÐUR AUSTURLAND H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Magi og melting Acidophilus FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Reyðarfjörður | Þrettán útlendingar og einn Íslendingur sæta kærum vegna aðgerða sinna á byggingarlóð álvers Alcoa Fjarðaáls í gærmorgun. Þar af eru þrettán sem tóku beinan þátt í aðgerðunum inni á álverslóð- inni en sá fjórtándi ók mótmælend- um að svæðinu. Fólkið var handtekið af lögreglu í gær og flutt til yfir- heyrslu á lögreglustöðina á Eskifirði. Fólkið er kært fyrir að hafa farið í leyfisleysi inn á svæðið og stofnað sjálfu sér og öðrum í hættu. Í kæru Alcoa er m.a. fyrirvari um hugsan- legar skaðabætur vegna vinnustöðv- unar. Það var kl. hálfsex í gærmorgun að 13 úr hópi mótmælenda stóriðju- og virkjanaframkvæmda á Austurlandi sem hafst hafa við á bænum Kolla- leiru í Reyðarfirði síðustu daga, fóru yfir girðingu að álverslóðinni og dreifðu sér um svæðið á hlaupum. Þrír klifu upp í tvo háa byggingar- krana með mótmælaflögg, kaðla, si- glása og vistir og komu sér fyrir eins hátt uppi og mögulegt var, í allt að 70 m hæð yfir jörðu. Hluti af hópnum festi sig ýmist við vinnuvélar eða klifraði upp á þök hinna ýmsu bygg- inga. Vinna var stöðvuð á álverslóð- inni í kjölfar þessa, utan að haldið var áfram að steypa síló austar á bygg- ingarsvæðinu. Nokkuð hvasst var fyrrihluta morgunsins og hafði lög- regla áhyggjur af öryggi fólksins í krönunum, ekki síst vegna þess að ekki virtist sem fólkið hefði bundið sig til öryggis. Tveir lögreglumenn af staðnum, sem eru reyndir fjalla- og björgunarsveitarmenn klifu upp í vestari kranann með sigbúnað og eft- ir stuttar viðræður við mótmælanda í þeim krananum fór hann sjálfviljug- ur með þeim niður. Miðmorguns var búið að handtaka 8 manns, alla nema tvo sem voru í eystri byggingarkran- anum og þrjá sem léku enn lausum hala á svæðinu. Hinir handteknu voru fluttir með rútu að lögreglustöð- inni á Eskifirði, þar sem þeim var smalað inn í hliðarskúr við stöðina til skýrslutöku. Voru nokkrir mótmæl- enda með hendur reyrðar saman með plastbenslum. Í sjö klukkustundir í krananum Um sama leyti kom slökkvibifreið með löngum stiga á álverssvæðið og skömmu síðar fóru tveir sérsveitar- menn lögreglu í austari kranann, þar sem kona og karlmaður úr hópi mót- mælenda höfðu komið sér fyrir. Þau virtust fram að því hafa haft það þokkalegt í krananum, hann kastaði af sér vatni yfir álverslóðina og sást til konunnar fá sér vatnssopa úr flösku og færa sig til og frá efst í krananum. Þegar sérsveitarmenn- irnir voru komnir upp í efsta lið kran- ans lét karlmaðurinn mótþróalaust færa sig í sigbelti og var svo látinn síga niður þar sem hann var færður inn í lögreglubifreið. Þetta var um hálftólfleytið. Stúlkan færði sig hins vegar undan lögreglunni og fram á ystu nöf og varð þá nokkurt þóf um stund. Annar lögreglumannanna fór á eftir henni og ræddi við hana drjúga stund. Fór svo að hún klöngr- aðist til baka að efsta kranaliðnum, þar sem hún smeygði sér með hjálp lögreglumannanna í sigbelti og var látin síga til jarðar. Var hún þá búin að dvelja í krananum í tæplega sjö klukkustundir. Um 30 mínútum síðar var fólkinu ekið í lögreglujeppa út af álverslóðinni og yfir á lögreglustöð- ina á Eskifirði til yfirheyrslu. „Mótmæli okkar gegn hinni ólög- legu verksmiðjubyggingu eru frið- samleg í hvívetna og okkar tilgangur að vekja athygli almennings án skemmdarverka,“ sagði Sara Zilli frá Ítalíu í samtali við Morgunblaðið, en hennar hlutverk var að taka at- burðina á myndband fyrir mótmæla- hópinn. „Við vorum fjögur hér við ál- verslóðina að taka myndir og þá kom lögreglan og handtók einn úr hópn- um án nokkurra skýringa.“ Fjórtán mótmælendur kærðir Fullvíst má telja að fólkið í krön- unum lagði bæði sig og lögreglu- mennina sem fóru á eftir þeim í stór- hættu. Heyrðist á lögreglu á vettvangi í gærmorgun að menn væru nokkuð undrandi á að Becthel eða Alcoa skyldu ekki skipuleggja aukna gæslu, ekki síst við kranana háu, þar sem þeir hefðu verið líklegt mark fyrir mótmælendurna til að vekja á sér athygli. Óskar Guðmundsson, lögreglu- maður á Eskifirði og staðgengill yf- irlögregluþjóns, sagði eftir að tekist hafði að ná öllum mótmælendunum út af byggingarsvæði álversins að að- gerðir lögreglu hefðu tekist vel og að yfirheyrslum loknum yrði fólkið kært. „Þau eiga yfir sér önnur mál sem eru ekki kláruð en það er ekki búið að taka ákvörðun um hvað verð- ur gert,“ sagði Óskar, en líklegt verð- ur að telja að fólkið verði sett í far- bann meðan á rannsókn mála stendur. Sagði Óskar jafnframt að lögregla hefði alveg eins átt von á að- gerðum af þessu tagi, eftir að mót- mælendur ruddust inn á verkfræði- skrifstofu á Reyðarfirði og meinuðu starfsmönnum þar útgöngu um tíma. Um það hvort Bechtel eða Alcoa hefðu átt að auka öryggisgæslu vit- andi af hugsanlegum mótmælaað- gerðum sagði Óskar svæðið gríðar- stórt og mikið þar af tækjum og búnaði sem ógjörningur væri að vakta nema með mjög miklum mann- skap. „Það er óvinnandi vegur að fara að vakta þetta allt.“ Ekki fóru allir úr Kollaleiruhópn- um inn á álverslóðina og voru ein- hverjir þeirra á vappi á veginum meðfram álverslóðinni, eða í tjald- búðunum á Kollaleiru að fylgjast með framvindu mála í fjölmiðlum. Fólk í bifreið sem kom aðvífandi tók sig t.d. til og hellti úr stórri gosflösku yfir tvo mómælendur sem sátu í vegbrún- inni, svona rétt til að sýna hug sinn til aðgerðanna. Vinna stöðvaðist í hartnær átta klukkustundir Vinna hófst að mestu leyti á álver- slóðinni um hálftvöleytið í gærdag og hafði þá stöðvast í hartnær átta klukkustundir. Erna Indriðadóttir, talsmaður Alcoa Fjarðaáls, segir tjónið vegna vinnustöðvunarinnar geta slagað hátt í 70 milljónir króna, en hún telur að hver töpuð klukku- stund í vinnu á byggingarlóðinni nemi á bilinu 8–9 milljónum króna. „Mótmælendurnir halda því fram að bygging álversins þar sé ólögleg, en það er rangt að Hæstiréttur hafi úrskurðað að svo sé,“ segir Erna. „Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að gera þyrfti nýtt umhverf- ismat vegna framkvæmdanna, en öll leyfi fyrir þeim eru í gildi svo sem framkvæmda- og starfsleyfi. Með hegðun sinni og ólöglegum aðgerðum hafa þeir stefnt lífi sínu og annarra í hættu.“ Um 1.400 manns vinna nú að bygg- ingu Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Mótmælendur telja aðgerðirnar friðsamlegar en Alcoa segir þá hafa valdið hættu Tjón vegna vinnustöðvunar talið nema um 70 milljónum Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hættuspil Hér má sjá hvernig Francis Jegar prílar á ystu nöf kranans og lögreglumenn fylgjast með. Með bundna úlnliði Átta mótmælendur voru fluttir með rútu af álverslóð- inni á lögreglustöðina á Eskifirði til yfirheyrslu og fimm nokkru síðar. Egilsstaðir | Keppnin um sterkasta mann Austurlands hefst í dag. Keppnin er tvískipt; Austurlands- tröllið og Austfjarðatröllið, og er nú haldin í 10. sinn. Keppendur eru Stefán Sölvi Pét- ursson, Georg Ögmundsson, Jón V. Williams, Arnar M. Jónsson og Magnús Ver Magnússon, sem sleit sinar í fyrra, fór í kjölfarið í stóra að- gerð og hefur ekki treyst sér í keppni fyrr en nú. Þá koma tveir er- lendir keppendur, hinn finnski Juha- Pekka Aitala og enski Lee Bowers. Í dag hefst Austurlandströlls- keppnin kl. 11:30 á Vopnafirði m.a. með kútakasti, færist til Eskifjarðar um 16:30 þar sem drumbum verður lyft og endar í dekkjaveltu við Norð- fjarðarvöllinn í Neskaupstað kl. 18. Á föstudag flyst keppnin á Egils- staði þar sem trukkadráttur verður á Bónusplaninu kl. 13 og dekkjarétt- stöðulyfta á Vilhjálmsvelli kl. 20:30. Austfjarðatröllskeppnin hefst á morgun á Seyðisfirði með Herkúles- arhaldi kl. 16 og kl. 17 verður tekist á við lóðkast yfir rá og fer þetta fram við Herðubreið. Á laugardag fer keppnin fram á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík og tak- ast menn þá á í hellugöngu og steina- tökum, svo eitthvað sé nefnt. Tröllsterkir takast á ÞEIR úr hópi mótmælenda sem ekki voru handteknir í gær segjast ekki hafa áhyggjur af örlögum fé- laga sinna þrátt fyrir kærur um ólöglegt athæfi. Fólkið hafi lög- menn á bak við sig, bæði hérlenda og erlenda, sem muni gæta rétt- arstöðu þess. „Alcoa kærir okkur eflaust en ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir ungur maður í hópnum sem ekki vill gefa upp nafn sitt og því síður láta taka af sér mynd. „Grunn- forsendan er sú að verksmiðju- byggingin er ólögleg og komi til málaferla gegn okkur munum við nota þau rök, þ.e. að starfsleyfi sé ekki gilt þar sem Hæstiréttur hafi úrskurðað að tilskilið umhverf- ismat væri ekki fyrirliggjandi.“ Hann segir hópinn ekki hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að vera eða fara, það sé undir hverjum og einum komið hversu lengi hann dvelji í landinu. „Við tökum hlutina frá degi til dags og höfum ekki skipulagt fleiri aðgerðir að svo stöddu. Ég var hins vegar stórhrifin af aðgerð- unum á álverslóðinni,“ bætir ung kona úr hópnum við og segir raun- ar stefnt að því að hópurinn dreifi upplýsingablöðum, m.a. um meng- un frá álverinu, í hús á Eskifirði á næstu dögum, svo sem eins og gert hefur verið á Reyðarfirði. Fólk í hópnum sagðist telja að öryggisgæsla hefði ekki verið hert sérstaklega hjá Alcoa og Bechtel vegna þess að fyrirtækin vissu að aðgerðir mótmælenda væru frið- samlegar og ekki yrði um skemmdarverk að ræða. „Við stofnum fólki ekki í hættu, hvorki okkur né öðrum. Lögreglan veit líka að við erum ekki hættuleg, við sköpum ekki hættu og unnt er að leysa auðveldlega úr okkar málum. Við erum að vekja athygli á okkar málstað á jákvæðan hátt. Almenn- ingur hefur ekki réttar upplýs- ingar og ef til vill fær þetta fólk til að kynna sér málið betur og taka afstöðu skv. því. Viðbrögðin við aðgerðum okkar eru býsna blend- in, en við erum ánægð ef við get- um vakið almenning og yfirvöld til umhugsunar.“ Ekki hrædd við kærur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.