Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 24
Daglegtlíf
ágúst
ALLUR gangur er á því hvernig fólk tjáir reiði
sína, en samkvæmt því sem segir á Heilsuvef
Mayo Clinic, er heillavænlegast í alla staði að
hafa sem besta stjórn á reiði sinni og tjá hana á
heilbrigðan og ákveðinn hátt, því annars er
hætta á að hún brjótist út á fjandsamlegan og
árásargjarnan hátt sem getur leitt til ofbeldis.
Reiðistjórnun bætir
heilsuna og samskipti við aðra
Reiði er eðlileg tilfinning og hún er í sjálfu
sér ekki slæm. Ef hún er tjáð á viðeigandi hátt
getur hún meira að segja verið heilbrigð. Hún
getur til dæmis verið vörn gegn hættulegum
aðstæðum, fyllt fólk orku til að leysa úr erf-
iðum vanda og komið í veg fyrir að fólk láti
vaða yfir sig.
Það er í góðu lagi að finna til reiði og reynd-
ar er mjög slæmt að bæla eigin reiði niður eða
afneita henni, því það getur leitt til fjölda lík-
amlegra vandkvæða eins og höfuðverkja,
þunglyndis, streitu og svefnvandamála. Einnig
á uppsöfnuð niðurbæld reiði það til að gjósa
upp með miklum krafti í ofbeldisfullri hegðun.
Þeir sem ráða illa við reiði sína ættu að til-
einka sér reiðistjórnun, en hún snýst ekki um
það að láta fólk algerlega hætta að tjá reiði,
heldur er lykillinn að láta reiði í ljós á ákveð-
inn en yfirvegaðan hátt. Að hafa stjórn á reið-
inni kemur sér vel bæði fyrir þig og þá sem
eru í kringum þig. Heilsan mun batna, þér
mun líða betur með sjálfan þig og samband
þitt við aðra mun batna. Svo það er um að gera
fyrir fólk sem ræður illa við reiðina, að ná
stjórn á henni, áður en hún fer að stjórna lífi
þess um of. Gott er að gera áætlun um hvernig
þú ætlar að takast á við reiðina og leita hjálpar
hjá fagfólki.
TILFINNINGAR
Reiðistjórnun
Reuters
Reiði getur verið yfirþyrmandi tilfinning.
SKOÐAÐU eftirfarandi spurningar til að meta
hvernig þú bregst við eigin reiði. Ef þú getur svarað
fleiri en einni spurningu játandi, þá er full ástæða til
að tileinka sér reiðistjórnun.
Tjáir þú reiði þína á þann veg að það er yfirþyrm-
andi fyrir þig og aðra?
Verður þú oftar reið/ur en flest fólk sem þú þekk-
ir?
Verður þú meira reið/ur en nauðsynlegt er?
Hótarðu með orðum eða gjörðum þegar þú ert
reið/ur?
Ertu reið/ur lengi, kannski í margar klukku-
stundir?
Felurðu reiðitilfinningar eða reynirðu að bæla til-
finningar þínar?
Notarðu alkóhól eða lyf til að draga úr eigin reiði?
Finnurðu fyrir líkamlegum einkennum, eins og
spennu í vöðvum eða hraðari hjartslætti, þegar
þú verður reið/ur?
Hvernig lætur
þú reiði í ljós?
Eftirfarandi útskýringar eru á vefnum við myndir af
bolunum sem þremenningarnir skarta:
I stand on the duck (Ég stend á öndinni): Af hverju
ætti nokkur heilvita maður að standa á öndinni? Það
er hvorki rökrétt né elskandi að gera slíkt. Ekki
standa á öndinni. Standið á einhverju öðru. Vitund-
arvakning er nauðsynleg.
Álverið í Straumsvík: … er fyrsta álverið sem reis
á Íslandi. Rauðir og hvítir súrálsturnar þess eru
líka nokkurs konar tákn þess sem á eftir fylgdi, en
álbræðsla er orðin að þjóðaríþrótt Íslendinga. Frá
1990 hefur árleg bræðsla aukist úr 88.000 tonnum í
yfir 1 milljón tonna þegar fyrirhuguðum fram-
kvæmdum verður lokið. Litla náttúruparadísin Ís-
land verður þá orðin ein af stórtækustu álframleið-
endum Evrópu.
Bindisbolur: Hver drengur, maður og múmía þekk-
ir það amstur sem fylgir því að hnýta bindi. Það er
erfið, flókin og leiðinleg gjörð. Bindishnýting er líka
óánægjuaukandi fylgifiskur margra sérdeilis leið-
inlegra samfélagsskyldna sem íslensk alþýða er
skikkuð í með reglulegu millibili. En nú er málið
leyst. Sársaukinn hefur verið minnkaður eilítið.
Verkjalyf fyrir sálina hefur verið fundið upp! Bindi
og bolur! Bindisbolur! Nú verða óæskilega skírnin
hjá gleymda vininum, fermingin hjá freku frænk-
unni og jólaboðið hjá tengdamömmu, hinar yfir-
þyrmandi samfélagskyldur, ögn léttbærari.
Hvað er á bak við hverja hugmynd?
Þetta byrjaði allt þegar viðOrri fórum í heimsreisuog við sáum Ísland í nýjuljósi við það að fara í
burtu. Við fylgdumst með því sem
var að gerast hér heima í gegnum
netmiðla og annað og okkur fannst
margt dálítið sérstakt og sumt
mjög fyndið. Svo datt okkur í hug
að ýmislegt við Ísland og íslenskt
samfélag gæti verið snjallt að nota
sem efni í myndir eða texta á bol
og þegar við komum heim þá
ákváðum við að gera eitthvað úr
þessu,“ segir Þórður Snær Júl-
íusson, en hann ásamt félögum
sínum, þeim Orra Svavari Guð-
jónssyni og Gísla Jóhanni Ey-
steinssyni, opnaði nýja vefverslun
nýlega sem heitir How do you like
Iceland?
„Ísland er svo miklu meira en
sú glansmynd sem við drögum oft
upp af landi og þjóð. Við viljum
vekja athygli á því.“
Aðrir geta komið með tillögur
Sumar myndirnar á bolunum
eru með pólitískum broddi eins og
sú sem er af álverinu í Straums-
vík. Aðrar myndir eru til dæmis af
fjöllum eða plastönd, með texta
þar sem íslenskum orðatiltækjum
hefur verið snarað yfir á ensku og
þá hljóma þau hálfundarlega: „I
come completely from the mount-
ains“ (ég kem algerlega af fjöllum)
og „I stand on the duck“ (ég stend
á öndinni).“
Þremenningarnir vilja gefa öðru
fólki tækifæri til að koma sínum
hugmyndum á framfæri og því er
öllum frjálst að koma með tillögur
að mynd eða texta á bol eða fatn-
að. „Ef okkur líst á hugmyndina
þá setjum við hana í framleiðslu.
Eina skilyrðið sem við setjum er
að hún tengist Íslandi á einhvern
hátt. Við ætlum líka að gera fleiri
undirsíður og vera kannski með
íslenska myndlist og annarskonar
íslenska hönnun, jafnvel húsgögn.
Við viljum leggja okkar af mörk-
um til að auðvelda íslenskum lista-
mönnum og hönnuðum að koma
verkum sínum á framfæri.“
NÝ VEFVERSLUN | Bolir með áþrykktum myndum þar sem gert er grín að íslenskum sérkennum
Ísland í nýjum litum
Morgunblaðið/Ásdís
Orri, Þórður og Gísli Jóhann skarta eigin hönnun og framleiðslu í sumarblíðunni.
Á VEFSÍÐU Garðheima
www.gardheimar.is má finna nyt-
samar upplýsingar um helstu teg-
undir kryddjurta.
Dill: Grönn þráðlaga blöðin notuð
með fiski, skeldýrum, lambakjöti,
kartöflum, í sósur og til skrauts.
Kryddedik og kryddsmjör.
Graslaukur: Í salöt, eggja- og
grænmetisrétti, sósur, brauð o.fl.
Hjólkróna: (gúrkujurt) Ný smá-
blöð notuð í grænmetisrétti, salöt,
svepparétti og sósur. Bláu blómin
eru notuð í salat og til skreytingar
t.d. á brauðtertur.
Meriam: Notað í grænmetisrétti,
lifrarrétti, kæfu, tómatrétti og í
flatbökur og er þá notað með bas-
ilíku.
Mynta: Notuð í lambakjötsrétti,
sósur, drykki og hlaup. Hrokk-
inmynta er notuð í jurtate. Pip-
armynta er mest notuð í sælgæti
og líkjöra.
Steinselja: Bæði eru til afbrigði
með sléttum og hrokknum blöðum.
Notuð í kryddvönd við suðu á fiski,
kjöti og grænmeti. Svo í kryddlegi
og í salöt en mest til skrauts.
Rósmarín: Notað í rétti úr lamba-,
svína- og fuglakjöti og á villibráð,
ómissandi á lambastórsteikur,
hrygg og læri.
Salvía: Er með áberandi bragði.
Notuð í rétti úr svína-, kálfa- og
lambakjöti, fars, pylsur og kæfu.
Timian: Er notað í kryddlög, á vel
við svína-, nauta- og kálfakjöt.
Timian bragðast vel með hvítlauk,
lárviðarlaufi og tómötum. Notað í
pottrétti, súpur og ómissandi í
baunasúpu.
Oregano: Er notað með steiktum
fiski, pitsu, kjötdeigs- og tóm-
atréttum.
Sítrónumelissa: (hjartafró) Blöð-
in eru notuð fersk í te og hrásalat.
Estragon: Dökkgræn blöðin eru
notuð í fiskrétti, á kjúklinga og
kálfakjöt. Eggjarétti, kryddlög og
kryddsmjör og í bearnaise-sósu.
Basilíka: Er notuð í pitsur, í tóm-
at- og spagettírétti, með ljósu kjöti
og alifuglum.
Graslaukur: Blöðin eru notuð í
salöt, eggjarétti, kartöflur og súp-
ur.
Kamilla: Blómin eru notuð í
jurtate, en blöðin sem eru með
eplalykt eru notuð í ilmblöndur.
Íssópur: Blöðin eru notuð í bauna-
rétti, súpur, kássur og kæfur, er
talin mikil lækningajurt.
Karsi: (garðperla) Notuð sem
álegg á brauð, sósur, salöt og
eggjakökur.
Anís: Blöðin notuð í ávaxtasalöt en
fræið í sælgæti, kökur og krem.
Kóríander: Blöðin eru notuð í
karrírétti, sósur, salöt. Fræin með
sterkt bragð notuð í súrsað græn-
meti, pylsur, sæta rétti eins og
sultur. Notað í indverska rétti.
Fennika: (sígóð) Blöðin eru notuð
í súpur og fiskrétti. Fræið er gott í
te og er oft notað í fiskrétti og
svínakjötsrétti. Stilkurinn og hýðið
er notað í hrásalat.
KRYDD
Blá blóm
í salat
NESTISPAKKAR sem þvælast klukku-
tímum saman í skólatöskum barna við
stofuhita skapa kjöraðstæður fyrir vöxt
hvers kyns baktería. Samkvæmt rann-
sókn sem gerð var á nestispökkum
skólabarna í Danmörku var magn kólif-
orm-baktería ekkert eða mjög lítið í
matarpökkum þriggja af hverju fjórum
börnum sem höfðu aðgang að kæliskáp-
um í skólastofum sínum. Magn baktería
reyndist hins vegar margfalt meira í
þremur af hverjum fjórum nest-
ispökkum barna sem ekki höfðu aðgang
að kæliskáp. Þetta kemur fram á frétta-
vef Jyllands-
Posten.
„Hafi kóliform
bakteríur góða
vaxtamöguleika,
þýðir það að sjúk-
dómsvaldandi bakt-
eríur eins og salmó-
nella hafa það
einnig, séu þær á
annað borð til staðar í nestispakk-
anum,“ segir Ulla Møller talsmaður
matvælaeftirlits Norður-Danmerkur.
Danska matvælaeftirlitið mælir ekki
með því að matvæli séu látin standa við
stofuhita í meira en þrjá klukkutíma.
Bakteríur í nestisboxum skólabarna?
HEILSA