Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LEIÐIN TIL FRIÐAR Frakkar hafa lýst yfir því að þeirséu reiðubúnir til þess að leiðaalþjóðlegt friðargæslulið á vegum Sameinuðu þjóðanna í Líb- anon. Michele Alliot-Marie, varnar- málaráðherra Frakklands, var hins vegar varkár í orðum sínum þegar hún greindi frá ákvörðun Frakka og sagði að hún vildi fá skýrt umboð frá Sameinuðu þjóðunum. „Því miður er það oft svo að sveitir á vegum Samein- uðu þjóðanna hafa ekki það umboð sem þær hafa beðið um,“ sagði hún í gærkvöldi. Orð ráðherrans eru ekki að ástæðu- lausu. Frakkar misstu 58 hermenn við friðargæslu í sprengjuárásum í Bei- rút árið 1983. Í sömu árásum féllu tæplega 250 bandarískir landgöngu- liðar. Skömmu síðar var herliðið kvatt á braut. Niðurlæging friðargæsluliða á veg- um Sameinuðu þjóðanna í Bosníu er í fersku minni. Þar voru búin til griða- svæði, sem reyndust litla vernd veita. Það átti við þegar fjöldamorðin voru framin í Srebrenica og hollenskir friðargæsluliðar horfðu upp á blóðs- úthellingar án þess að geta nokkuð að gert. Það er sennilega þekktasta dæmið en franski herinn mátti einnig þola niðurlægingu þegar hermenn úr röðum hans voru teknir í gíslingu. Mikil uppbygging þarf nú að eiga sér stað í Líbanon. Eftir erfiða tíma var uppbygging þar loks farin að bera ávöxt en það mun taka langan tíma að byggja upp eftir hina gríðarlegu eyði- leggingu eftir loftárásir Ísraela. Þeg- ar hefur verið hafist handa við að opna vegi, sem lokuðust eða eyðilögð- ust í sprengjuregninu, og hjálpa al- menningi að stíga fyrstu skrefin í að koma undir sig fótunum á ný. En það er ekki líbanska ríkið, sem stendur á bak við þær aðgerðir, heldur félagar í Hizbollah sem eru eins og ríki í rík- inu. Í Ísrael þarf einnig að byggja upp þótt eyðileggingin sé ekki nærri því jafn mikil og í Líbanon. En þar virðist einnig vera pólitískt uppgjör í vænd- um. Mikill stuðningur var við stríðið í Ísrael og stuðningur við Ehud Olmert forsætisráðherra fór upp í 78% meðan á því stóð en nú hefur hann hrunið niður í 40% vegna þess að hvorki tókst að brjóta Hizbollah á bak aftur né ná hermönnunum tveimur úr gíslingu, sem liðsmenn samtakanna rændu í árásinni, sem varð kveikjan að stríð- inu. Stjórnin hefur brugðist við gagn- rýni með því að fyrirskipa rannsókn á því hvernig herinn hagaði stríðs- rekstrinum. Stríðið í Líbanon stóð í mánuð án þess að alþjóðasamfélagið gripi í taumana. Nú er komið að alþjóðasam- félaginu að tryggja friðinn eftir átök- in. Aðstæður eru flóknar í Líbanon og einföld svör afgreidd sem einfeldn- ingsleg en þó hlýtur að vera ljóst að varanlegur friður verður ekki tryggð- ur með vopnavaldi. Tónlistarmaður- inn Daniel Barenboim hefur reynt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar eins og Bergþóra Jónsdóttir lýsir í pistl- inum Af listum í Morgunblaðinu í gær. Árið 1999 stofnaði hann ásamt rithöfundinum Edward Said heitnum hljómsveit sem skipuð er ísraelskum og arabískum ungmennum til að sýna heiminum að hægt væri að auka skiln- ing og umburðarlyndi með þessum hætti. Í þýska blaðinu Berliner Mor- genpost var haft eftir Barenboim fyr- ir nokkrum dögum að örlög Ísraela og Palestínumanna væru óaðskiljanleg: „Það er brýnt að við finnum pólitíska lausn á ágreiningnum því annaðhvort finnum við leið til að búa saman eða við eyðum hvorir öðrum.“ ATHYGLISVERÐ VIÐBRÖGÐ Það er athyglisvert að fylgjastmeð viðbrögðum atvinnulífsins við síðustu vaxtahækkun Seðlabank- ans sem tilkynnt var í gær. Fyrir nokkrum mánuðum var það eindreg- in krafa verkalýðshreyfingarinnar að ríkisstjórn og Seðlabanki gripu til aðgerða til þess að stöðva þá verðbólguþróun sem þá var að skella yfir og hefur þegar leitt til veru- legra búsifja fyrir almenning í land- inu. Stærsti hluti fjárskuldbindinga einstaklinga er verðtryggður og unga kynslóðin á Íslandi, sem varla hefur kynnzt öðru en stöðugleika í efnahagslífinu, hefur síðustu mán- uði kynnzt því hvaða áhrif verðbólga getur haft á þær skuldbindingar. Nú þegar augljóslega er verið að bremsa þessa verðbólguþróun af hefur Alþýðusamband Íslands mest- ar áhyggjur af því að nú muni koma til svonefndrar harðrar lendingar í efnahagslífinu. Getur nokkur lend- ing orðið harðari en sú að verðbólg- an fari úr böndum? Það þarf býsna mikla bjartsýni til að ætla að nú þeg- ar hafi tekizt að stöðva þá verð- bólguþróun sem var komin af stað. Öllu athyglisverðara er þó hvern- ig Samtök atvinnulífsins bregðast við. Þau samtök telja vaxtahækkun Seðlabankans misráðna. Samtökin telja að Seðlabankinn leggi rangt mat á stöðu mála. Seðlabankinn og önnur stjórnvöld byggja ákvarðanir sínar á mati á því hvað almannahag sé fyrir beztu. Á hverju byggist mat Samtaka at- vinnulífsins? Getur verið að mat þeirra samtaka byggist á því hvað þeir telja bezt fyrir hagsmuni sinna félagsmanna? Er hugsanlegt að Samtök atvinnulífsins séu að reka erindi fyrir tiltölulega fámennan hóp þjóðfélagsþegna? Og að hags- munir þeirra kunni að hluta til að vera aðrir en hagsmunir almenn- ings? Aðgerðir af því tagi sem nú standa yfir og hafa staðið yfir undanfarna mánuði koma alltaf við hagsmuni einhverra. Það er ljóst af viðbrögð- um Samtaka atvinnulífsins að ákvarðanir Seðlabankans eru farnar að hafa áhrif með einhverjum hætti í atvinnulífinu. Mikilvægustu hagsmunirnir sem um er að ræða eru almannahags- munir. Ákvarðanir Seðlabankans byggjast á því að tryggja þá hags- muni. Enn hafa ekki komið fram efn- isleg rök fyrir því að vaxtahækkanir Seðlabankans taki mið af öðru en þeim almannahagsmunum að verð- bólgan verði kveðin í kútinn. Ég er ekki sammála þeim semtelja að Hizbollah muniþegar upp er staðið komasterkari út úr þessum átök- um. Ég held að samtökin muni gjalda það dýru verði pólitískt þegar almenn- ingur fer að átta sig á því að útilokað er að Hizbollah geti áfram verið með eig- in her í sjálfstæðu og fullvalda ríki sem á landamæri að Ísrael,“ segir dr. Fo- uad Ajami, þekktur sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda og prófess- or við Johns Hopkins-háskóla í Banda- ríkjunum. Hann kemur oft fram sem álitsgjafi í fjölmiðlum vestra og hefur ritað fjölda bóka um fræðigrein sína. Ajami er sjálfur fæddur í Líbanon árið 1945 en er nú bandarískur ríkisborg- ari. Hann er eindreginn stuðnings- maður stjórnar George W. Bush for- seta í málefnum Miðausturlanda. Tekst Ísraelum að stöðva Hizbollah? Rætt var við Ajami í síma og var hann fyrst spurður um átökin í Líb- anon en viðtalið var tekið í vikunni áð- ur en vopnahléið hófst á mánudag. Tel- ur hann að Ísraelum muni einhvern tíma takast að ganga á milli bols og höfuðs á Hizbollah, samtökum heittrú- aðra sjía-araba í Líbanon? „Þeirri spurningu er erfitt að svara. Ef við rifjum til samanburðar upp stríðið 1982, þegar Ísraelar réðust inn í Suður-Líbanon þá er svo komið, nær aldarfjórðungi seinna, að enn og aftur er stríð í Suður-Líbanon og Beirút. Eitt gerði aðstæður mun auðveldari 1982, þá var hægt að hrekja vígamenn Palestínumanna, sem höfðu bæki- stöðvar í Líbanon, á brott og þeir fengu loks hæli í Túnis. Palestínumenn Arafats voru útlendingar í Líbanon, innfæddir Líbanar voru allir sammála um að hafna þeim og einkum átti það við um sjía-múslíma í sunnanverðu landinu og einnig sjítana á Beirút- svæðinu. Þessi átök eru af öðrum toga, nú eru Ísraelar að berjast við unga menn frá Suður-Líbanon, berjast við hreyfingu sem er samofin sjíta-samfélaginu á þessum slóðum. Ég er ekki viss um að þetta verði auðvelt verkefni fyrir Ísr- aela. Það er hægt að berja á vígamönn- um Hizbollah en þeir eru hluti af lífinu í þorpum Suður-Líbanons og hluti af borgarlífinu í hluta Beirút. Lausnin felst ekki í hernaði af sama tagi og beitt var 1982, niðurstaðan verður ekki jafn skýr og þá. Það er hægt að efla málflutning þeirra Líbana sem vilja losna við vopn- aðar sveitir Hizbollah. Allar götur síð- an Ísraelar, undir forystu Ehuds Bar- aks forsætisráðherra, kölluðu hernámslið sitt frá sunnanverðu Líb- anon 25. maí árið 2000 hefur Hizbollah verið í stöðu uppreisnarmanns sem skorti málstað, eins og það var orðað. Ísraelarnir voru farnir, það hafði verið staðfest af Sameinuðu þjóðunum, markmiði Hizbollah hafði verið náð.“ – Hvað með svæðið sem kennt er við Shebaa-bændabýlin? Hizbollah full- yrðir að þar hernemi Ísraelar líbanskt land, að vísu aðeins örlítinn skika. „Krafan um Shebaa-býlin er eintóm- ur fyrirsláttur. Svæðið var undir stjórn Sýrlands árið 1967 [þegar sex daga stríðið hófst sem lauk með því að Ísr- aelar hernámu meðal annars Gól- anhæðir og Shebaa-býlin]. Það er fá- ránlegt að ímynda sér að Líbanon kæmi til hugar að fórna svona miklu fyrir þennan skika, láta líf og efnahag þjóðarinnar vera í gíslingu hans. Hugsum um fólkið í Suður-Líbanon og allar þjáningar þess! Íbúar Suður- erum vitni að núna e upp fyrir fólki að tím stemma stigu við ein vígasveitum Hizboll uðu Líbanar þegar b lauk um 1990, þeir t upp allar vígasveitir Líbanons eru lágstéttin í líbönsku sam- félagi, þeir vinna aumustu störfin og erfiða fyrir hina. Þetta er mitt fólk, ég kom frá Suður-Líbanon. Fólk á þessu svæði hefur farið til fjarlægra landa eins og Líberíu, Sierra Leone, Senegal, Zambíu, sparað saman til að gera farið aftur heim og byggt sér heimili á heimaslóðunum. Því hefur verið fleygt inn í átök sem það hefur enga stjórn á. Íbúarnir eru í reynd gíslar Hizbollah og þessa stríðs, peð í höndum Írana sem styðja Hizbollah.“ – Líbanska stjórnin var ófær um að afvopna liðssveitir Hizbollah áður en átökin byrjuðu fyrir nokkrum vikum. Verður það auðveldara verkefni fyrir hana núna? „Því er erfitt að svara. Ég set reynd- ar spurningarmerki við þá skoðun að fylgi við Hizbollah hafi aukist. Ég held að fjölmargir Líbanar velti innra með sér gömlum, arabískum málshætti: „Eftir að þú drekkur þig til dauða vaknarðu og áttar þig á sannleik- anum.“ Ég held að það sem sé að gerast núna sé að ekki sé hægt að lifa eðlilegu og nútímalegu lífi og sætta sig sam- tímis við Hizbollah. Þetta er ekki ein- göngu sjónarmið drúsanna, súnní- arabanna eða maronítanna [kristinna Líbana], þetta er skoðun sem er að ná fótfestu smátt og smátt þótt það fari hljótt, það er ekki auðvelt að tjá slíka skoðun núna þegar Ísraelar varpa sprengjum á borgirnar og bæi, á Bei- rút. En ég held að auk þeirra sem ég nefndi vilji æ fleiri sjía-arabar í Líb- anon geta lifað eðlilegu lífi. Íranar voru að innheimta arðinn Þeir vita líka að tímasetningin á ögr- unum Hizbollah og leiðtoga samtak- anna, Hassan Nasrallah, var ákveðin af Írönum. Þetta var greiði sem Hiz- bollah gerði vinum sínum í Teheran. Íranar voru að innheimta arðinn af fjárfestingu sinni í Hizbollah síðustu áratugina. Þess verður krafist að ríkisstjórn Fuads Siniora forsætisráðherra í Bei- rút taki við fullum yfirráðum í öllu Líb- anon. En þú spyrð: getur hún það? Það er góð spurning. Hefur hún afl til þess? Ekki enn. Nú eiga menn allt undir því hvernig vestræn ríki, diplómatar Frakka og Bandaríkjamanna, standa sig, hvernig stuðningurinn verður frá arabaríkjum, hvernig tekst að treysta líbönsku stjórnina í sessi. Það þarf að koma upp líbönsku herliði á landamær- unum ásamt mjög öflugu, alþjóðlegu friðargæsluliði. Ekki þessu 2.000 manna liði sem nú er til staðar, UN- IFIL-liði SÞ, heldur 30.000, jafnvel 40.000 manna liði. Ég held að menn verði að veðja á líbönsku stjórnina. Vandi hennar hefur í sögulegu sam- hengi verið að hún hefur hunsað suður- héruðin. Þess vegna var áróðri írönsku klerkastjórnarinnar svo vel tekið á sín- um tíma meðal sjítanna í Suður- Líbanon [þegar íranskir sjálfboðaliðar í stríðinu gegn Ísraelum 1982 stofnuðu Hizbollah]. Alveg frá upphafi, frá því að Líb- anon varð sjálfstætt í seinni heims- styrjöld 1943, hafa stjórnvöld í Beirút sáralítið sinnt afskekktustu byggð- unum í suðri og í Bekaa-dalnum þar sem mikið er líka af sjítum.“ – Það er og hefur verið um skeið veikburða lýðræði, að vísu með nokkr- um takmörkunum, í Líbanon. Mun það halda velli? „Fólk má segja að ég sé kjáni en ég held í rauninni að það muni verða betra, muni styrkjast. Ef eitthvað gott mun koma út úr þeim hryllingi sem við Hizbollah-sveitir líf fara ekki sama Miðausturlandafræðingurinn dr. Fouad Ajami er sjía-múslími, fæddur í Líbanon en býr í Bandaríkj- unum. Hann segir í viðtali við Kristján Jónsson að stjórnvöld í Beirút hafi ávallt hunsað fátæka sjíta í sunnanverðu Líbanon og þeir svarað með stuðningi við Hizbollah-samtök heittrúarmanna. Líbanskar konur, m húsum sínum í suðu Dr. Fouad Ajami. „Í reynd gíslar Hizboll peð í höndum Írana bollah.“ 1$0 23 1 2  - 14,2    : 9()9 &# ";              " !#(  9 .* ’Gleði sjítannanna þegar Sa missti völdin v ar stórkostleg sönn og einlæ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.