Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 29
Undanfarna daga hafa ýmsir stjórn-málamenn látið í ljósi áhuga sinn áþví að hækka fjármagnstekjuskatttil þess að jafna þann mun sem
vissulega er fyrir hendi á skattlagningu þess-
ara tekna og almennra launatekna. Fyrir ligg-
ur að vaxandi fjöldi Íslendinga fær í dag veru-
legan hluta tekna sinna í formi
fjármagnstekna og því er í
sjálfu sér ekki óeðlilegt að spurt
sé hvort rök mæli með því að
slíkar tekjur séu skattlagðar
með öðrum hætti en launa-
tekjur.
Tvær leiðir skoðaðar
Rétt er að rifja upp að þegar
sérstökum fjármagnstekjuskatti
var komið á fyrir tíu árum var
staðan sú að vaxtatekjur höfðu
verið skattlausar. Aðrir meg-
inflokkar fjármagnstekna svo
sem söluhagnaður hlutabréfa,
arður og leigutekjur voru hins
vegar skattlagðir með almennu
tekjuskattsprósentunni, sem þá
var raunar talsvert hærri en
hún er í dag. Með nokkurri ein-
földun má segja, að á þessum
tíma hafi löggjafinn staðið
frammi fyrir tveimur val-
kostum; annars vegar að leggja
á flatan skatt með lágri pró-
sentu og hins vegar sá mögu-
leiki að leggja á sömu skattpró-
sentu og í almenna
tekjuskattinum en taka jafn-
framt tillit til verðbólgu og verð-
tryggingar, auk þess að gera
ráð fyrir margvíslegum frá-
dráttarbærum þáttum í þeim tilgangi að skil-
greina skattstofninn sem nákvæmast og
greina hinar raunverulegu tekjur sem menn
hefðu af fjárfestingum sínum. Þetta er auðvit-
að ekki óþekkt leið við skattlagningu og á
sjónarmiðum af þessu tagi byggir skattlagn-
ing fjármagnstekna í ýmsum nágrannalöndum
okkar þar sem fjármagnstekjuskattur er veru-
lega hærri en hér.
Ókostirnir við þessa leið eru hins vegar
margir. Þannig skattlagning er flókin og
ógegnsæ, gerir bæði framtalsgerð og eftirlit
erfiðara en ella með þeim afleiðingum að
hætta á undanskotum eykst. Þá voru að sjálf-
sögðu höfð í huga þau almennu sjónarmið, að
hár skattur á vexti dregur úr hvatanum til
sparnaðar, há skattlagning á söluhagnað og
arð dregur úr hvatanum til fjárfestinga í at-
vinnustarfsemi og leiðir til tregðu í viðskiptum
með hlutafé, sem getur hamlað skynsamlegri
uppstokkun og endurskipulagningu í rekstri
og eignarhaldi fyrirtækja. Þá lá einnig fyrir að
hár fjármagnsskattur myndi ýta undir til-
hneigingu til þess að flytja fjármagn úr landi,
enda er fjármagn hreyfanlegasti skattstofn
sem hugsast getur.
Góð reynsla af
fjármagnstekjuskattinum
Þessi sjónarmið leiddu til þess að meirihluti
Alþingis kaus að leggja á flatan fjármagns-
tekjuskatt með lágri skattprósentu og sem
fæstum undanþágum. Það var skynsamleg leið
og vart verður um það deilt að þau meg-
inmarkmið sem að var stefnt hafa náðst.
Skattstofninn hefur stækkað verulega frá ári
til árs og tekjur ríkisins af honum aukist úr
því að vera á bilinu 2 til 6% af heildartekjum
ríkisins í það að vera 17% af tekjunum. Óhætt
er að fullyrða að hófleg skattlagning á vexti og
arð hefur hvatt til sparnaðar og fjárfestinga í
fyrirtækjum og með því að draga verulega úr
skattlagningu söluhagnaðar var eins og losn-
aði um stíflu í atvinnulífinu með þeim afleið-
ingum að íslenskt atvinnulíf hefur gengið í
gegnum mikið umbreytingaskeið og er orðið
skilvirkara og arðbærara en nokkru sinni fyrr.
Einnig má fullyrða að lágt skatthlutfall hefur
unnið gegn þeirri þróun að menn flytji fjár-
magn úr landi í skattalegum tilgangi, því þótt
slíkar hreyfingar eigi sér vissulega stað í all-
nokkrum mæli væri hvatinn til þess miklu
meiri ef skattprósentan væri hærri.
Núverandi fyrirkomulag ekki gallalaust
Núverandi löggjöf er hins vegar vitaskuld
ekki hafin yfir gagnrýni. Þannig hefur verið
bent á að brúttóskattlagning og skattlagning
nafnvaxta sé ekki sanngjörn þar sem hún feli
ekki í sér skattlagningu á hinar raunverulegu
tekjur heldur leiði til þess að menn borgi um
leið skatt af verðbólgunni. Aðeins við þær
kringumstæður þegar verðbólga er engin
borgi menn 10% skatt af hinum eiginlegu fjár-
magnstekjum sínum, við hærra verðbólgustig
verði raunveruleg skattbyrði hærri en sem
nemur þessum 10% – jafnvel umtalsvert hærri
eins og nú þegar verðbólga mælist um 8% – og
ef ávöxtun fjárfestinganna sé undir verðbólgu-
stiginu þurfi menn í raun að borga skatt þótt
þeir séu að tapa peningum en ekki að ná ein-
hverjum tekjuauka, eins og almennt þykir
eðlilegt þegar skattar eru lagðir á. Þetta er
auðvitað ekki mikið vandamál þegar verðbólga
er lítil og skatthlutfallið lágt, en ef
há verðbólga er viðvarandi eða
skattprósentan hækkuð er ljóst að
þessi umræða fær byr undir báða
vængi.
Mismunur til staðar
en samanburður erfiður
Í annan stað verður ekki fram
hjá því litið að mismunandi skatt-
lagning fjármagnstekna og launa-
tekna verður alltaf umdeild í þjóð-
félaginu og þeim mun umdeildari
sem mismunurinn er meiri. Í því
sambandi er auðvitað nauðsynlegt
að taka fram að mismunur á raun-
verulegri skattbyrði flestra greið-
enda fjármagnstekjuskatts ann-
ars vegar og almenns tekjuskatts
og útsvars hins vegar er mun
minni en sem nemur muninum á
10% og 36,72%. Kemur þar margt
til, svo sem áhrif fasts persónu-
afsláttar, sem leiðir til þess að
enginn skattgreiðandi greiðir í
raun 36,72% af launatekjum sín-
um og skattbyrðin minnkar eftir
því sem tekjurnar eru lægri. Í
öðru lagi koma til áhrif nafnvaxta-
skattlagningar án tillits til verð-
bólgu, sem vikið var að hér að
framan. Í þriðja lagi má benda á
að þar sem um er að ræða tekjur
vegna söluhagnaðar eða arðs þá hafa fyr-
irtækin iðulega áður borgað 18% tekjuskatt af
hagnaði sínum. Þá má í fjórða lagi nefna að í
tilviki einyrkja og þeirra sem sjálfir vinna hjá
einkahlutafélögum, sem þeir eða nákomnir
eiga umtalsverðan hlut í, ber viðkomandi að
reikna sér að lágmarki sérstakt endurgjald
samkvæmt reglum sem ríkisskattstjóri setur,
en það myndar stofn sem skattlagður er sam-
kvæmt almenna staðgreiðsluhlutfallinu. Fleiri
þættir geta skipt máli í þessum samanburði og
tilvikin eru áreiðanlega eins misjöfn og þau
eru mörg, en að minnsta kosti er ljóst að mis-
munurinn á hlutfallslegri skattbyrði fjár-
magnseigandans og launamannsins er al-
mennt ekki sá sem gefið er í skyn í opinberri
umræðu.
Þrátt fyrir þessa fyrirvara um raunverulega
skattbyrði er ljóst að mismunur er fyrir hendi.
Það gengur vissulega gegn hugmyndum um
að skattkerfið eigi að vera hlutlaust gagnvart
því hvernig tekjur manna verða til og slík frá-
vik frá meginreglu verða auðvitað að styðjast
við sterk málefnaleg rök. Slík rök geta til
dæmis falist í því að með lægri skattlagningu
fjármagnstekna sé verið að hvetja til fjárfest-
inga í atvinnulífinu, styrkja íslenska hagkerfið
í alþjóðlegri samkeppni um fjármagn og síðast
en ekki síst að viðhalda sterkum tekjustofni
fyrir ríkið, sem gæti auðveldlega dregist sam-
an jafnhratt og hann hefur stækkað.
Tekjuskattslækkun
besta lausnin
Í ljósi þeirra sjónarmiða, sem hér hafa verið
rakin, er eðlilegt að spyrja hvort hægt sé að
samræma annars vegar hugmyndir um hlut-
leysi skattkerfisins gagnvart uppruna tekn-
anna og hins vegar þau efnahagslegu rök sem
búa að baki núgildandi lögum um fjármagns-
tekjuskatt. Sjálfsagt er að skoða tæknilegar
lausnir sem geta skipt máli í sambandi við það
hvernig skattstofninn er fundinn út, meðal
annars til þess að koma í veg fyrir að launa-
greiðslur og eiginlegar atvinnutekjur séu dul-
búnar sem fjármagnstekjur. Vafalaust má
finna fleiri dæmi af því tagi sem ástæða er til
að skoða. Hins vegar ber að vara við hækkun
skatthlutfallsins með nákvæmlega sömu rök-
semdum og bjuggu að baki niðurstöðunni
1997. Raunar tel ég að hækkun fjármagns-
tekjuskattsins væri mikið efnahagslegt glap-
ræði og að á henni myndu allir tapa til lengri
tíma litið. Aftur á móti tel ég góð rök fyrir því
draga úr muninum milli þessara skatta með
því að lækka tekjuskatt einstaklinga enn frek-
ar en þegar hefur verið gert. Ríkisstjórnir
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa á
undanförnum árum stigið mörg skref í því
sambandi og þessi umræða dregur fram enn
eina röksemdina fyrir því að láta ekki staðar
numið á þeirri leið.
Er vit í að hækka
fjármagnstekjuskattinn?
Eftir Birgi Ármannsson
Birgi Ármannssyni
’Raunar tel égað hækkun fjár-
magnstekju-
skattsins væri
mikið efnahags-
legt glapræði og
að á henni
myndu allir tapa
til lengri tíma lit-
ið.‘
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
nefni slæmt fordæmi, starfsbróðir
minn, Frank Fukuyama, ritaði margar
greinar þar sem hann mælti með stríði
og vildi steypa Saddam af stóli. Síðar
sneri hann við blaðinu og ritaði bók um
það hvernig hann hefði verið á móti
stríðinu og hvernig íhaldsmennirnir
nýju (e. neocons) hefðu brugðist.“
– Þú ritaðir í tímaritið Foreign Affa-
irs árið 2003, rétt fyrir stríðið: „Enginn
ætti að velkjast í vafa um það hvernig
Arabar muni bregðast við ef og þegar
Bandaríkjamenn hefja stríð gegn
stjórninni í Írak. Það mun ekki takast
að „vinna hug og hjarta“ almennings í
arabaheiminum, engir diplómatar
munu geta fengið þorra Araba til að
líta á þetta stríð sem réttlátt stríð.
Bandarískur herleiðangur í kjölfarið á
vopnaeftirliti af hálfu SÞ sem tekist
hefur að hindra, verður talinn vera
merki um sókn heimsvaldasinna inn í
heim þeirra af hálfu mikils meirhluta
Araba, greiðasemi við Ísrael, eða að-
ferð sem Bandaríkin noti til að tryggja
sér tökin á olíu Íraka. Enginn mun
hlusta á það sem stórveldið segir.“
Þú varaðir menn við of mikilli bjart-
sýni, ekki satt?
„Það er rétt. En ég á marga vini í
Írak og kem þangað reglulega á hverju
ári, kom fyrst árið 2003. Þeir hugga
mig þegar ég sé ekkert nema svart-
nætti. Þeir segja að frelsið hafi fært
þeim upplausn en spyrja hvort einræð-
isseggirnir í Egyptalandi eða Sádi-
Arabíu stjórni þannig að það sé eft-
irsóknarvert, hvor uppskeran sé betri
þar. Er þeirra stjórnarfar á sig-
urbraut?
Vinir mínir í Írak segja mér að þeir
séu þakklátir Bandaríkjamönnum. „En
við höfum okkar venjur og siði, það
mun taka tíma fyrir okkur að sýna
þakklætið.“ Mér finnst þetta eðlilegt,
Írakar voru glaðir yfir að fá frelsi en
sýna þakklæti á sinn undarlegan hátt.
Gleði sjítanna og Kúrdanna þegar
Saddam missti völdin var hins vegar
stórkostleg, hún var sönn og einlæg.“
Hvers vegna ætti
fólk að trúa Bush?
– Bandaríkjamenn og önnur vest-
ræn stórveldi hafa oft stutt einræð-
isstjórnir, sumar þeirra mjög hrotta-
legar, í þessum löndum. Hvers vegna
ætti fólkið að trúa Bush þegar hann
lofar gerbreyttri stefnu?
„Góð spurning. Sjálfur hef ég lýst
því hvernig lýðræði varð markmiðið
með innrásinni í Írak. Ég minni á að
Kólumbus fór vestur um haf til að
finna sjóleiðina til Indlands en hafnaði
í Ameríku. Bush var að leita að gereyð-
ingarvopnum en endaði á að boða lýð-
ræði!
Sjáðu til, við fundum upp nýja rök-
semd fyrir stríðinu. Ég tel að vatna-
skilin hafi orðið í ræðu sem Bush flutti
í Washington seint á árinu 2003, ræðu
sem vakti mikla athygli. Forsetinn blés
til sóknar fyrir lýðræði en um sama
leyti voru að koma fram vísbendingar
um að ekki myndu finnast nein gereyð-
ingarvopn í Írak. Það getur verið að
markmiðið hafi ekki upprunalega verið
lýðræði en Arabar í Miðausturlöndum
taka við því eins og gjöf frá útlending-
unum.
Margir vinstrisinnar í Bandaríkj-
unum tala nú um Araba og lýðræði á
nótum sem minna næstum því á ras-
isma. Þeir segja að Arabar geti aldrei
tekið upp lýðræði, það sjái allir. Þeir
segja í reynd að sérstakt DNA-
erfðaefni í Aröbum valdi því að þeir
hljóti alltaf að búa við harðstjórn!
Þetta er ótrúlegt brot á öllum hefðum
vinstrimanna og baráttu þeirra fyrir
sam-mannlegum lýðræðisgildum.
Hægrimenn hafa hins vegar lengi
haldið því fram að menning geti verið
óyfirstíganlegur þröskuldur þegar
menn vilji reyna að koma markvisst á
pólitískum umbótum með stjórnvaldi.
Hægrimenn hafa sem sagt neyðst til
að gerast boðberar lýðræðis meðal
Araba en hafa aldrei verið sérstaklega
ánægðir með þá stöðu,“ sagði dr. Fo-
uad Ajami.
voru flestar leystar upp en Hizbollah
krafðist þess að fá að halda vopnum
sínum vegna þess að þeir vildu frelsa
suðurhéruðin undan hernámi Ísraela.
Hernáminu lauk árið 2000 en þá fundu
Hizbollah-menn upp aðra ástæðu:
Shebaa-býlin.“
Þetta er vandi sem Ísraelar verða að
leysa, fjarlægja þennan ásteytingar-
stein. Þeir verða að yfirgefa Shebaa-
býlin, það verður að vísu ekki gert í
dag eða á morgun vegna þess að þá
yrði sagt að verið væri að láta undan
kröfum hryðjuverkamanna. En þetta
verður að gerast áður en yfir lýkur.“
„Göfugur“ sigur eða
ósigur í Írak?
Ajami studdi á sínum tíma innrásina
í Írak 2003 en viðurkennir aðspurður
að einfeldningsháttur hafi einkennt af-
stöðu ýmissa ráðamanna í Washington.
Menn hafi lítið velt fyrir sér eft-
irleiknum og þeim flókna veruleika
Íraks sem þeir væru að ryðjast inn í.
Hann er spurður um nýja bók sína,
The Foreigner’s Gift: The Americans,
The Arabs and The Iraqis in Iraq, sem
kom út fyrr á árinu. Hann hefur m.a
sagt að annaðhvort muni Íraksinnrásin
enda með „göfugum sigri eða göfugum
ósigri“. Hvað á hann við?
„Ég legg í þessari bók áherslu á að
göfug markmið hafi legið að baki
Íraksstríðinu,“ segir Ajami. „Stríð sem
hefur það í för með sér að um 80% íbú-
anna í Írak, sjía-arabarnir og Kúrd-
arnir, fá aukin lýðréttindi og losna við
undirokun, stríð sem veltir úr sessi
einræðisherra sem ella hefði aldrei
verið velt úr sessi í lifanda lífi, stríð
sem hefur allt þetta í för með sér er
göfugt stríð.
Ég velti því fyrir mér að þetta endi
með ósigri og hvort það verði samt tal-
ið göfugt að hafa gert þessa tilraun. Ég
viðurkenni að þetta geti endað með því
að stríðið haldi áfram að því er virðist
án þess að taka nokkurn enda og sé
fyrir mér að þetta geti orðið harmsaga
fyrir Bandaríkjamenn. Þetta er ekki
bók þar sem hrósað er sigri, boðskap-
urinn er beggja blands. Sorg og tregi
eru samofin textanum, bókin er mjög
arabísk í þeim skilningi. Ég hvatti ekki
til stríðs á sínum tíma en ákvað að
styðja það þegar það byrjaði. Það voru
margir sem hvöttu til að farið yrði í
stríð en þegar það hófst hurfu þeir frá
því að styðja það.
Þannig vil ég ekki haga mér. Ég
er það að nú renni
mi sé kominn til að
nkaherjum eins og
lah. Þannig hugs-
borgarastyrjöldinni
töldu að leysa bæri
rnar í landinu. Þær
og eðlilegt
an í Líbanon
Reuters
með fána landsins og Hizbollah, virða fyrir sér skemmdir á
urhluta höfuðborgarinnar Beirút í vikunni.
Íbúarnir eru í
lah og þessa stríðs,
sem styðja Hiz-
3
0 (*)
9
9)* 8
;(
na og Kúrd-
addam
var hins veg-
g, hún var
æg.‘
kjon@mbl.is