Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í FRAMSÓKNARFLOKKNUM
eru um 10 þúsund félagsmenn. Væn-
legasta leiðin til þess að efla fylgi við
flokkinn og stefnu
hans er í gegnum fé-
lagsmennina. Því fleiri
sem hafa áhrif á mik-
ilvægar ákvarðanir
innan flokksins þeim
mun líklegra er að þær
hafi víðtæka skír-
skotun meðal almenn-
ings. Gildir það bæði
við um val á for-
ystumönnum og fram-
bjóðendum og um
áherslur í helstu mál-
efnum. Almenn virkni
félagsmanna í flokki,
sem býr svo vel að heill tugur þús-
unda á aðild að honum, nánast
tryggir að samþykktar áherslur
endurspegla almenn viðhorf og eiga
mikinn hljómgrunn. Að sama skapi
verða litlar líkur til þess á hverjum
tíma að alvarlegt misræmi verði
milli forystu og félagsmanna í stór-
vægilegum málum. Samráð og sam-
vinna eru lykilatriði í félagslegu
starfi stjórnmálaflokks. Við fram-
sóknarmenn þurfum að kalla á hinn
almenna félagsmann til starfa í
flokknum enn frekar en verið hefur
og veita forystunni leiðsögn við úr-
lausn þeirra verkefna sem við blasa.
Til þess að ná þessu fram er nauð-
synlegt að gera breytingar á gild-
andi starfsreglum flokksins. Í meg-
inatriðum er byggt á
fulltrúafyrirkomulagi.
Það var eðlileg skipan
mála á sínum tíma og er
það að nokkru leyti enn.
En nú eru breyttir
tímar og nýir mögu-
leikar til þess að láta
lýðræðið virka í sinni
bestu mynd, með al-
mennum atkvæðisrétti
hvers manns í öllum
helstu málum flokksins.
Við búum við það að að-
eins 10% félagsmanna
ráða vali frambjóðenda
í hverju kjördæmi. Níu-
tíu prósent félagsmanna eru áhrifa-
laus, nema fulltrúarnir 10% ákveði
annað. Flokksþing fer með æðsta
vald í málefnum flokksins, setur lög-
in, kýs forystu og ákveður stefnuna.
Aðeins um 9% félagsmanna eiga
þess kost að taka þátt í þessum
helstu ákvörðunum á vettvangi
flokksins, rúmlega 91% flokksmanna
hafa þar ekki atkvæðisrétt. Mun
fleiri félagsmenn vilja sitja flokks-
þing framsóknarmanna um helgina
en fá. Hvernig má þetta fyr-
irkomulag vera aðlaðandi fyrir fólk
sem vill vera í stjórnmálaflokki og
hafa þar áhrif? Það þættu skrýtnar
kosningar annars staðar þar sem að-
eins tíundi hver atkvæðisbær maður
fengi að kjósa um það sem mestu
máli skiptir. Þessu þarf að breyta,
færa ber áhrifin og atkvæðisréttinn
til félagsmannsins jafnt og þétt. Við
eigum að nýta okkur aðild allra tíu
þúsundanna í flokknum en ekki að-
eins útvalin níu hundruð.
Í prófkjörum sem nú standa yfir í
Demókrataflokknum í Bandaríkj-
unum geta allir flokksbundnir kosið
og gefinn er kostur á að kjósa í
gegnum netið. Í Bretlandi fara for-
mannskosningar í Frjálslynda
flokknum, sem er systurflokkur
Framsóknarflokksins, fram meðal
allra félagsmanna með póstkosn-
ingu. Hérlendis hafa slíkar kosn-
ingar farið fram hjá Samfylkingunni
og Alþýðubandalaginu að minnsta
kosti, bæði um val á formanni og
frambjóðendum í einstökum kjör-
dæmum. Nefna má að auki póst-
kosningar hjá stéttarfélögum um af-
stöðu til kjarasamninga. Engin
sérstök vandkvæði hafa komið fram
við þær kosningar. Við eigum að
nýta alla möguleika sem fyrir hendi
eru til þess að auka virknina í starf-
inu innan flokksins. Stjórn-
málaflokkur og starf innan hans er
að verulegu leyti grundvöllur í lýð-
ræðisþjóðfélagi og rækta ber það
starf einmitt á lýðræðislegum for-
sendum.
Aukin áhrif – aukin virkni
Kristinn H. Gunnarsson skrifar
um Framsóknarflokkinn
Kristinn H. Gunnarsson
’Við framsóknarmennþurfum að kalla á hinn al-
menna félagsmann til
starfa í flokknum enn
frekar en verið hefur …‘
Höfundur er alþingismaður og er í
framboði til ritara Framsókn-
arflokksins.
STJÓRN félags
ungra framsókn-
armanna á Akureyri,
skoraði nýverið á Birki
Jón Jónsson að bjóða
sig fram til ritara í
stjórn Framsókn-
arflokksins. Það er
helst að segja um störf
hans fyrir flokkinn, hann er þingmað-
ur fyrir norðausturkjördæmi, for-
maður iðnaðarnefndar alþingis og
bæjarfulltrúi í Fjallabyggð.
Birkir tilkynnti framboð sitt 11.
ágúst. Segir í yfirlýsingu hans m.a.:
„Embætti ritara flokksins er krefj-
andi, enda er það hlutverk ritara að
halda utan um allt innra starf flokks-
ins. Ég hef vilja og metnað til að tak-
ast á við það verkefni. Framundan
eru alþingiskosningar og mikilvægt
að Framsóknarflokkurinn nái að nýju
vopnum sínum. Verkefni nýrrar for-
ystu verður að efla samkennd og bar-
áttuanda fólksins í flokknum.“
Alla tíð frá byrjun þingmennsku
sinnar hefur Birkir hlúð að málefnum
sem varða landsbyggðina. Sér-
staklega þegar kemur að ungum
framsóknarmönnum. Þegar haldnir
hafa verðið fundir eða samkomur á
Akureyri, mætir Birkir ávallt. Það
hefur hann gert þannig að verulegur
sómi er að.
Tilefni þessarar greinar er að fé-
lagsmenn Framsóknarflokksins eigi
þess kost, að sjá hversu mikill fengur
hann væri fyrir stjórn flokksins og al-
mennra flokksfélaga. Við viljum sjá
einhvern sem er tilbúin að berjast
fyrir stefnu og hugsjónum Fram-
sóknarflokksins. Einhvern sem fram-
kvæmir hlutina, tekur ábyrgð á verk-
um sínum og kennir ekki öðrum um.
Hann hefur ávallt unnið vel með öðr-
um og tekið ákvarðanir sínar út frá
vilja flokksmanna.
Unga fólkið í Framsókn þarf ein-
hvern sem berst fyrir þeirra málstað.
Birkir Jónsson er einfaldlega sá mað-
ur.
Höfundar eru fulltrúar Félags
ungra framsóknarmanna á Akureyri
fyrir flokksþing 18.–19. ágúst. Alex
Björn Stefánsson og Svanur Hólm
Steindórsson.
Ungir framsóknar-
menn treysta
Birki Jónssyni
Alex B. Stefánsson
og Svanur Hólm
Steindórsson mæla
með Birki Jónssyni
í ritaraembætti
Framsóknarflokks-
ins
’Unga fólkið í Framsóknþarf einhvern sem berst
fyrir þeirra málstað.‘
Höfundar eru fulltrúar Félags ungra
framsóknarmanna á Akureyri.
Alex B.
Stefánsson
Svanur Hólm
Steindórsson
ÞÁ ER komið að því að flokkseig-
endaklíka Framsóknarflokksins
vakni, vilji hún ekki að flokkurinn
lognist út af. Þetta er jú allt í þeirra
höndum. Það halda þeir að minnsta
kosti. Það er grátlegt ef flokkurinn
gerir ekki upp fortíð sína á þessum
komandi flokksfundi, hreinsar borð-
ið og kemur hreinn og
beinn til næstu kosn-
inga.
Í morgunsjónvarps-
þættinum, Ísland í bít-
ið, var varaformaður
Framsóknarflokksins
spurður af hverju hann
gæfi ekki kost á sér í
fyrsta sætið. Hann
sagði að það væri bara
einn sem gæfi kost á
sér þar. Það er greini-
legt að maðurinn les
hvorki blöð né horfir á
sjónvarp eða hlustar á
útvarp og hlýtur að vera mjög vina-
fár vegna þess að flestir landsmenn
vita að ég er í framboði. Ég er að
gefa framsóknarmönnum valmögu-
leika á framtíð til framfara. Ég bið
þig, sem lest þetta og kannast við
varaformanninn, að vekja hann úr
mókinu og láta hann vita að það er
enn von fyrir flokkinn.
Ég var ungur heillaður af sam-
vinnuhugsjóninni og mér rennur til
rifja sú spilling sem hefur hreiðrað
um sig í Framsóknarflokknum.
Þetta er eins og hvert annað illgresi
sem kæfir allan góðan gróður.
Framsóknarflokkurinn mótaðist af
ungmennafélagsanda aldamótakyn-
slóðanna. Núna virðast allar hug-
sjónir gleymdar og samvinnu-
hugsjónin orðin að
samtryggingarpólitík flokksgæð-
inga. Ég er búinn að vera erlendis
lengi og hef ekki fylgst með íslenskri
pólitík frá degi til dags. Skil sannast
sagna ekkert í þeim doða sem hvílir
yfir þjóðinni. Hef heyrt talað um
spillingu í Taílandi og Laos en hún
kemst ekki í hálfkvisti við þá spill-
ingu sem viðgengst hér þar sem rík-
isfyrirtæki eru seld langt undir
markaðsverði á sama tíma og stjórn-
málaflokkar komast upp með að
halda fjármálum sínum leyndum.
Sögusagnir ganga um að við séum að
selja raforku undir markaðsverði og
peningarnir renni í
vasa hliðhollra flokka.
Þessu hefur verið hald-
ið leyndu fyrir þjóðinni
þó hún eigi kröfu á að
vita allan sannleikann.
Kæru flokksbræður
og -systur, við munum
mörg hafa tárast yfir
sögunni af lambi fá-
tæka mannsins, sem
var slátrað til að lenda
á veisluborði höfðingja,
og heitið því að eiga
aldrei hlut að slíkum
verknaði. En hvernig
hefur okkur tekist að efna það heit?
Ef til vill finnst einhverjum óþægi-
legt að rifja það upp en hjá því verð-
ur ekki komist. Jesú Kristur sagði
að sannleikurinn gerði okkur frjáls
og það ber að segja hverja sögu eins
og hún er: Fornum rétti bænda á
sjávarjörðum hefur nýlega verið
fórnað og tilvera heilla byggðarlaga
hefur verið sett í uppnám til þess
eins að útvaldir geti leigt kvóta eða
selt fyrir hundruð milljóna.
Samkvæmt Gini-stuðlinum, sem
er alþjóðlegur mælikvarði á ójöfn-
uði, hefur aldrei verið meiri tekju-
mismunur á Íslandi og er hann einn
sá hæsti í Evrópu. Minnir á lönd þar
sem menn hefja skæruhernað til að
rétta hlut sinn. Þetta gerðist í tíð nú-
verandi ríkisstjórnar og að hluta til
undir forystu okkar framsókn-
armanna.
Margt bendir til þess að þrá
flokkseigendafélagsins eftir völdum
sé slík að hún hafi ekki bara tapað
velsæmi heldur öllu jarðsambandi
við venjulegt framsóknarfólk, nægir
þar að nefna Íraksstríðið, fjölmiðla-
málið og kvótamálið.
Þannig yppta þeir góðlátlega öxl-
um yfir furðulegum hugmyndum
Björns Bjarnasonar um hler-
unardeild lögreglu. En þeim fjár-
munum væri til dæmis betur varið
með því að efna samninga við ör-
yrkja.
Mörgum þykir okkur hafa borið af
leið, því í stefnuskrá Framsókn-
arflokksins, sem ég er stoltur af,
stendur í fyrstu grein:
I. Þjóðfélagsgerð. Við viljum
áfram byggja upp þjóðfélag á grunn-
gildum lýðræðis, persónufrelsis,
jafnræðis og samfélagslegrar
ábyrgðar.
Framsóknarflokkurinn átti á ár-
um áður ýmist frumkvæði eða stór-
an hlut í mörgum helstu framfara-
málum þjóðarinnar. Sem
Íslendingur og framsóknarmaður lít
ég stoltur til afreka genginna for-
ystumanna flokksins.
Við megum ekki láta hendur falla
þó forystan hafi tímabundið villst af
leið. Framsóknarflokkurinn er lýð-
ræðislegur flokkur og það er okkar
skylda að rétta stefnuna þjóðinni til
heilla. Ég finn til þeirrar skyldu og
býð mig fram til forystu í flokknum.
Verði ég kjörinn mun ég gegna
þessu ábyrgðarmikla starfi af heið-
arleika, virðingu og auðmýkt í þágu
allra landsmanna.
Framsókn á krossgötum
Haukur Haraldsson skrifar um
framboð sitt til formanns Fram-
sóknarflokksins ’Ég er að gefa fram-sóknarmönnum valmögu-
leika á framtíð til fram-
fara. ‘
Haukur Haraldsson
Höfundur gefur kost á sér sem
formaður Framsóknarflokksins.
NÆSTU helgi kjósa framsókn-
armenn sér nýja forystu sem leiða
mun flokkinn í komandi alþing-
iskosningum. Fram-
sóknarflokkurinn hef-
ur siglt ólgusjó í
yfirstandandi stjórn-
arsamstarfi, steytt á
hverju skerinu á fæt-
ur öðru og uppskorið
í samræmi við það,
fylgishrun. En hvers
vegna þetta gæfta-
leysi?
Sum spor laða, önn-
ur hræða. Í því
tvíeyki sem leitt hefur
þjóðina umliðin ár
hefur fráfarandi for-
maður Framsókn-
arflokksins verið í
léttvigt. Þungamiðja
stjórnarsamstarfsins
hefur ekki byggst á
samvinnuhugsjóninni
heldur allt öðrum
gildum. Framsókn-
arflokknum var att út
í refskák sem ekkert
átti skylt við stjórn-
mál. Nægir að nefna
fjölmiðlafrumvarpið,
Íraksstríðið, Baugs-
málið, hátæknisjúkra-
hús og stólaskipti. Öll
þessi mál hafa reynst
Framsóknarflokknum
mjög dýrkeypt, veikt
málefnastöðuna og valdið úlfúð inn-
anbúðar. Augljóslega leiða svona
óráð á óráð ofan til gæftaleysis og
sorgleg sú staðreynd að ekki einu
sinni stólaskiptin gengu upp og rík-
isstjórnin því leidd af öðru en til
stóð. Í hugum kjósenda hlýtur
svona skipbrot að leiða til aðeins
einnar niðurstöðu: Framsókn-
arflokknum er ekki
treystandi.
Á komandi flokks-
þingi hafa framsókn-
armenn tvo valkosti.
Annarsvegar áfram-
haldandi slóð fráfar-
andi formanns, hins
vegar óvissuferð.
Hvert sú leið liggur
skal ósagt en ferill
Sivjar hefur einkennst
af dugnaði og flekk-
leysi. Hún sýnir nú
þann kjark sem aðra
brast og kveðst albúin
að axla þá ábyrgð sem
fylgir forsvari stjórn-
málaflokks. Konur
ættu augljóslega ekki
að láta þetta tækifæri
ónotað en allir fulltrú-
ar á komandi flokks-
þingi mættu hafa hug-
fast hvorn kostinn
sjálfstæðismenn telja
hugnanlegri og hvort
það sé með velferð
Framsóknarflokksins í
huga. Svo má nátt-
úrulega vera enn fram-
sýnni og huga að sjálf-
um þingkosningunum,
hvort fljúgi hærra, Siv
eða Jón?
Hvort flýgur
hærra, Siv eða Jón?
Lýður Árnason skrifar
um flokksþing Framsókn-
arflokksins
Lýður Árnason
’Á komandiflokksþingi hafa
framsókn-
armenn tvo val-
kosti. Annars
vegar áfram-
haldandi slóð frá-
farandi for-
manns, hins
vegar óvissu-
ferð.‘
Höfundur er heilbrigðisstarfsmaður.
Heyrst hefur: Þeir héldu í hvorn annan.
RÉTT VÆRI: Þeir héldu hvor í annan.
Gætum tungunnar
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn