Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sæbjörn Jónssonfæddist á Vega- mótum á Snæfells- nesi þann 19. októ- ber 1938. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi aðfaranótt mánu- dagsins 7. ágúst síð- astliðins. Foreldrar hans voru Jón Aðal- steinn Sigurgeirsson og Steinunn Ólína Þórðardóttir. Systk- ini Sæbjörns eru: Hrefna Jónsdóttir, Sunneva Þrándardóttir hálfsystir og Hansína Bjarnadóttir fóstur- systir. Eiginkona Sæbjörns er Valgerð- ur Valtýsdóttir, f. á Níp á Skarðs- strönd 26. október 1940. Börn þeirra eru: 1) Jón Aðalsteinn, f. 9. ágúst 1957, giftur Jóhönnu Guð- rúnu Jónasdóttur. 2) Valbjörn, f. 25. júlí 1959, í sambúð með Ernu Dahl. 3) Alma, f. 17. febrúar 1962. 4) Smári Valtýr, f. 11. maí 1967, í sambúð með Selmu Hrönn Maríu- dóttur. Sæbjörn og Valgerður eiga 20 barnabörn og 4 barnabarna- börn. Sæbjörn ólst upp í Stykkishólmi frá 3ja ára aldri og hóf þar nám í trompetleik 12 ára gamall hjá Vík- ingi Jóhannssyni. Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1959 og bjó þar til dauðadags. Hann starfaði sem rafvirki og rafvélavirki á yngri ár- um og rak fyrirtækið Rafbraut sf. um árabil. Sæbjörn hóf nám í raf- virkjun árið 1955, hjá Haraldi Gísla- syni rafvirkjameist- ara, og lauk sveins- prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1959. Árin 1960 til 1964 stundaði hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Jóni Sigurðssyni tromp- etleikara. Hann stundaði einnig nám í trompetleik hjá Harry Kvebæk í Noregi. Lengst af, eða í 37 ár, hafði hann atvinnu sem hljómlistamaður og þá ýmist sem trompetleikari, kennari eða hljómsveitarstjóri. Sæbjörn kenndi og stjórnaði hljómsveitum við Tónmenntaskóla Reykjavíkur í yfir 20 ár. Hann stofnaði einnig Lúðrasveit Fíladel- fíusafnaðarins og kenndi þar um nokkurra ára skeið. Sæbjörn var fastráðinn trompetleikari í Sinfón- íuhljómsveit Íslands frá 1969–1998 og spilaði einnig í Íslensku óper- unni og í Þjóðleikhúsinu. Hann var stjórnandi Lúðrasveitarinnar Svansins frá 1973–1982. Hann stofnaði Stórsveit Reykjavíkur 17. febrúar 1992 og var stjórnandi hennar til ársins 2002, en þá lét hann af störfum vegna veikinda. Eftir það sinnti hann nótnasafni Stórsveitarinnar. Sæbjörn Jónsson verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. Elsku pabbi minn, nú hefur þú fengið hvíldina eftir mikil og erfið veikindi. Það rifjast upp fyrir mér svo margar yndislegar minningar um þig. Til dæmis eru mér í fersku minni öll ferðalögin sem þú og mamma fóruð með okkur systkinin í á uppvaxtarár- um. Allar þær stundir sem við vorum saman í Svaninum og spiluðum sam- an á trompetinn. Ég var alltaf svo stolt af þér pabbi, það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, þú gerðir allt með nákvæmni og frábær- um árangri. Þú varst svo umhyggju- samur og blíður. Ég gat alltaf treyst á þig og það gátu börnin mín líka gert, þau voru stór hluti af þínu lífi. Elsku pabbi, ég trúi því að Maríus og nafni þinn ásamt afa Jóni hafi tekið á móti þér inn í eilífðina og ég veit að þú kemur til með að umvefja Maríus og Bubba örmum þínum og varðveita þá. Nú kveð ég þig elsku pabbi minn með þessum ljóðlínum: Ég sendi þér kærar kveðjur nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. ( Þórunn Sigurðardóttir ) Minningin um þig mun hlýja mér um hjartarætur. Þín dóttir, Alma. Elskulegur tengdafaðir minn og vinur er fallinn frá eftir erfið veikindi. Að baki liggur viðburðarík og farsæl ævi sem Sæbjörn var afskaplega þakklátur fyrir. Hann var að eðlisfari bjartsýnn og glaðsinna maður þó hann hefði mjög ákveðið skap undir rólegu og ljúfu yfirbragði. Hann hafði lag á að hrífa aðra með sér og hjarta- hrein gleði hans setti sterkan svip á allt sem hann kom nærri. Ég kynntist Sæbirni um það leyti sem hann var að hætta störfum sök- um veikinda. Okkur varð strax vel til vina og áttum skemmtilega margt sameiginlegt. Við vorum bæði rafiðn- aðarmenn að mennt og gátum setið langtímum saman og rætt um rafiðn- aðarnám og störf. Þó hann hefði ekki lengur heilsu í verklega þáttinn, lét hann sig ekki vanta þegar ég var að sýsla við rafmagnið. Hann sat hjá og leiðbeindi og sagði skemmtilegar sög- ur í leiðinni. Áhugi á tónlist var annað sem við áttum sameiginlegt. Ég er bara áhugamanneskja en Sæbjörn var fag- maður fram í fingurgóma og leiddi mig í gegnum tónlistarlegt ævintýr með skemmtilegum frásögnum. Í kjölfar þessara frásagna langaði okk- ur Smára að setja upp heimasíðu um lífshlaup hans í máli og myndum. Við viðruðum þessa hugmynd við Sæ- björn því þetta var engan veginn framkvæmanlegt nema hann sjálfur myndi setjast niður og skrifa söguna. Honum fannst þetta skemmtilegt og krefjandi verkefni og lagði sig allan fram eins og honum var lagið. Heima- síðan trompet.is var svo opnuð á síð- asta afmælisdaginn hans 19. október 2005. Ég minnist tengdaföður míns sem brosmilds, hæfileikaríks og trausts manns sem vildi allt fyrir alla gera. Hann var yndislegur afi og það ríkti alltaf mikil eftirvænting í litlum hjört- um þegar von var á afa og ömmu í sunnudagssteikina. Ég er stolt og þakklát fyrir að hafa fengið að vera tengdadóttir hans. Hvíl í friði elsku vinur. Minning þín lifir hjá okkur og í verkum þínum. Þín tengdadóttir, Selma Hrönn Maríudóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Elsku afi, með þessum orðum kveð ég þig. Þinn, Styrmir Bjarki. Elsku afi minn, nú hefurðu fengið hvíldina frá þessum erfiðu veikindum. Ég trúi því að Maríus bróðir hafi tek- ið vel á móti þér og að þið munið gæta okkar vel. Það hefur verið erfitt að kveðja þig afi minn, því þú varst ekki eingöngu afi okkar heldur komstu okkur einnig í föðurstað. Það er svo margt sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til baka afi minn, eins og hvað okkur fannst skemmtilegt að leika okkur í Krosshömrunum hjá þér og ömmu, því það líktist nær ævin- týralandi. Þaðan eigum við svo marg- ar góðar minningar um þig. Þú varst okkur systkinunum alltaf svo góður og sagðir svo oft hvað þér þætti vænt um okkur. Þú studdir mig með svo miklum áhuga í gegnum menntaskól- ann og þú varst svo stoltur og glaður í maí sl. þegar við héldum upp á út- skriftina. Tónlist var þitt helsta áhugamál og ævistarf og ég er mjög stolt af þeim árangri sem þú náðir á þeim vettvangi. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Nú kveð ég þig afi minn með söknuði og ég mun ávallt varðveita minningu þína. Þín afastelpa, Valgerður. Hann bar nafn með rentu. Ólgandi afl hafsins og rammur kraftur bjarn- dýrsins voru eiginleikar sem Sæbjörn Jónsson hafði sannarlega til að bera. Skildu foreldrar nýfædds drengs á Snæfellsnesi árið 1938 hafa séð fyrir sér að einmitt þetta nafn hæfði drengnum? Fundu þau strax að í hon- um bjó þetta afl og að hann myndi þarfnast þess síðar í lífinu? Það er ekki gott að segja, en hitt er víst að hefði hann ekki verið þetta hörkutól þá hefði hann hvorki fengið áorkað því sem hann gerði né getað borið það sem á hann var lagt. Tólf ára gamall hjólaði ég á mína fyrstu æfingu hjá Lúðrasveitinni Svani í kjallara Tónabæjar. Þar sá ég hann fyrst og man eins og gerst hefði í gær. Ég man eftir öruggum tökum hans á verkefninu, þægilegu fasi en ákveðnum skoðunum, mildri rödd sem stöku sinnum hvein í. Með tím- anum áttaði ég mig á metnaðinum sem hann lagði í allt sem hann gerði, sá hvernig hann passaði að halda um alla þræðina, öll smáatriðin. Í þessum félagsskap gat ungt fólk fengið tæki- færi til að axla sín fyrstu ábyrgðar- störf. Þannig urðum við Sverrir vinur minn fyrst kóksalar og síðan nótna- verðir. Þetta var mikilvægur lærdóm- ur og mikilsvert traust. Þarna voru ógleymanlegir einstaklingar og kyn- slóðir kynntust. Á ferðalögum kynnt- ist yngsta fólkið forboðnum lífsins lystisemdum. Auðvitað allt í leyfis- leysi, en bæði hjónabönd og ævilöng vinátta urðu til. Sennilega var horft í gegnum fingur sér með eitt og annað. Sæbjörn skildi nefnilega ungt fólk. Hann áttaði sig á tilfinningum þeirra og þörfum. Hann náði sambandi. Sæbjörn afrekaði margt á tónlist- arsviðinu; í trompetleik, hljómsveit- arstjórnun, félagsmálum og fleiru. Án þess að gera lítið úr öðru þá held að þegar fram líða stundir muni tvennt standa upp úr. Annars vegar stofnun, stjórnun og rekstur Stórsveitar Reykjavíkur, en því barni sínu sinnti hann af alefli meðan kraftar entust. Hins vegar held ég að kennslustörfin og vinna með ungu fólki muni halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Allt það unga fólk sem hann snerti lærði af vinnubrögðunum og smitaðist af þessum ómótstæðilega eldmóði. Margir hafa haldið lengra út á veg tónlistarinnar og þeir bera hróðurinn áfram. Það gera hinir líka sem leitað hafa annarra leiða í lífinu. Mér var hann fyrirmynd í metnaði sínum, krafti, ósérhlífni og áræðni. Á kveðju- stundu þakka ég vináttuna, traustið og allt sem hann gaf. Sigurður Flosason Mig langar með þessum fáu orðum að kveðja vin minn Sæbjörn Jónsson. Sæbirni kynntist ég árið 1992 þegar ég hóf að leika með Stórsveit Reykja- víkur í sinni upprunalegu mynd. Því miður var ferill minn með sveitinni ekki langur þar sem ég fluttist til Bandaríkjanna stuttu síðar. Tengsl mín við Sæbjörn og Stórsveitina héld- ust engu að síður sterk og það var mér sérstök ánægja hversu vel ég var studdur af Sæbirni og Valgerði sem fylgdust ávallt vel með mér og fjöl- skyldu minni úr fjarlægð. Sæbjörn var í hópi þeirra sem láta verkin tala. Hann lét sér ekki nægja að ræða um drauma sína og langanir. Hann var einstaklega duglegur að koma hlutum í framkvæmd. Það var mér mjög mikil ánægja að gera með honum og Stórsveit Reykjavíkur plötu með Reykjavíkurlögum fyrir nokkrum árum. Ég veit að það verk- efni var Sæbirni hjartans mál og ég er afar glaður að okkur tókst að ljúka því verkefni meðan hann hafði heilsu til. Í stuttri heimsókn minni til Íslands þetta sumarið ráðgerði ég að kíkja í heimsókn og rifja upp gamla tíma. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er og lokasprettinn tók mun fyrr af en nokkurn grunaði. Við hittumst því síðar og þeytum þá lúðrana af krafti. Valgerði og börnum þeirra sendi ég og fjölskylda mín innilegar sam- úðarkveðjur. Veigar Margeirsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Kæra Valgerður, Smári og öll fjöl- skyldan. Góður maður er nú fallinn frá, ég votta ykkur alla mína samúð, með dýpstu virðingu. Brynja Kristjánsdóttir. Að tala um Sæbjörn Jónsson, er mjög auðvelt fyrir mig. Ég þarf að- eins að nota tvö orð, „vinur minn“. Við kynntumst fyrir mörgum árum í litlum bæ á Costa Brava. Hann var þar ásamt konu sinni í heimsókn hjá Eyþóri þegar ég af tilviljun kom í heimsókn. Á þeim tíma talaði ég enga ís- lensku, en hið einlæga bros þessa manns og ósjálfráði hlátur komu mér til að hugsa að hér væri um góðan mann, einlæga persónu að ræða og fékk ég það staðfest með tímanum. Þegar ég kom til að búa á Íslandi hófst hinn eiginlegi vinskapur milli mín og þessara yndislegu hjóna. Það eru orðin 15 mikilfengleg ár af gagnkvæmum heimsóknum, ferðalög um landið, gleði, ráðleggingar, fjöl- skylduboð og nokkrar skyndiferðir til Andalúsíu. Kvöldheimsóknir okkar voru ávallt áhugaverðar þegar hann og Eyþór ræddu málin, því báðir miklir fag- menn og einlægir tónlistaraðdáend- ur. Gerða og ég skemmtum okkur við að hlusta á þá segja frá erfiðleikum og sögur frá ferðalögum hérlendis og er- lendis og tók Gerða þá jafnan þátt í umræðunum þar sem hún hafði tekið þátt í mörgum þessara ferða. Hann bar mikla virðingu fyrir fólki og átti vinskap við hljómsveitarstjóra og tónlistarmenn, sem hefur verið boðið að koma hingað á vegum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Við töluðum um allt, lífið og til- veruna og alltaf lét hann í ljós mikið dálæti á konu sinni og börnum sem hann dáði mikið. Um feril hans og tónlistartileinkun ætla ég ekki að ræða hér þar sem aðr- ir hæfari en ég geta gert það af meiri kostgæfni. Ég takmarka mig aðeins við að segja að það hefur verið mér mikill heiður að hafa notið vinskapar hans og ég kveð ekki, en aðeins „hasta la vista mi amigo“. M. Teresa Bellés Anaya. Það var spenntur og kvíðinn 10 ára gutti sem kom í Barnamúsíkskólann til að velja sér hljóðfæri og hitta kenn- arann sinn í fyrsta sinn. Það var Sæ- björn sem tók á móti mér, kannski jafnspenntur og ég, þar sem hann var sjálfur að byrja á nýjum vinnustað, og fullvissaði mig um að það væri ekkert að óttast, ég gæti þetta vel. Hann var ástríðufullur kennari og hafði mikinn metnað fyrir hönd nemenda sinna. Hann hvatti mig áfram og lét mig finna það að ég ætti erindi í þetta nám. Ég var oft við það að hætta á táningsárun- um, en alltaf fékk Sæbjörn það í gegn að ég skyldi halda áfram. Ég sam- þykkti það, ef ég þyrfti ekki að „spila fyrir fólk“. Fáeinum mánuðum eftir að ég kom heim frá námi erlendis hitti ég Sæ- björn í Lækjargötunni. Hann var full- ur af eldmóði, ætlaði að fara að stofna stórsveit og hann vildi fá mig til að leiða trompetdeildina. Ég held að ég hafi verið hálfhissa á þessu tilboði þar sem ég hafði nánast ekkert komið að stórsveitarspili áður. Mitt nám var ein- göngu klassískt, og djass, sama hvaða nafni hann nefndist, var ansi fjarlægur í mínum huga. Ég lét þó tilleiðast og ekki leið á löngu þar til ég var farinn að blása af fullum krafti í eyrun á Árna Elfari, sem lét sér vel líka. Síðan þá eru liðin 14 ár og ansi mörg „há eff“. Stundum var þetta erfitt og ekki voru menn alltaf á eitt sáttir, menn komu og fóru, en Sæbjörn hélt sveitinni alltaf saman. Það að fá að kynnast þessari tónlist og fá að spila alla þessa krefjandi trompetparta hafði mikil áhrif á feril minn sem trompetleikari. Ég leiddist inn á braut- ir, sem ég hefði ekki farið inn á nema fyrir þá reynslu sem ég fékk í Stór- sveitinni. Þannig var Sæbjörn, bæði beint og óbeint, sennilega sá maður sem hafði hvað mest áhrif á minn tón- listarferil fyrir utan það að vera bein- línis ábyrgur fyrir því að ég skyldi halda áfram að læra á trompet. Það fór nefnilega svo að ég gerði það að lifi- brauði mínu að „spila fyrir fólk“. Vertu sæll Sæbjörn minn. Takk fyr- ir allt. Einar St. Jónsson. Sæbjörn Jónsson var maður sem vissi hvað hann vildi og fylgdi fast eft- ir þeim verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur. Svo sem aðrir munu vafalaust rekja átti hann langan og farsælan feril með tónlistinni, fyrst í hópi áhugamanna en síðar og lengst af var hún jafnframt atvinna hans. Kynni okkar hófust er við störfuð- um báðir hjá Ottó A. Michelsen um og upp úr 1960. Í ljós kom að hann spil- aði á trompet í Lúðrasveitinni Svan. Ég hafði áður leitt að því hugann að tónlistaráhugi minn gæti fengið útrás í lúðrasveit, en ekki látið neitt annað úr verða. Nú varð það úr að ég fór með Sæbirni á æfingu. Úr því varð ekki aftur snúið, og varð samstarf okkar á þeim vettvangi á fjórtánda ár. Þetta var í upphafi mikils uppgangs- tíma á ferli sveitarinnar, sem byggð- ist meðal annars á því að til liðs við hana gekk ungt fólk sem hafði lært á blásturshljóðfæri í barnalúðrasveit- um Reykjavíkur. Að öðrum félögum ólöstuðum, en SÆBJÖRN JÓNSSON Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og mágur, SKAFTI KRISTJÁN ATLASON, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi mánudaginn 14. ágúst sl. Útför verður gerð frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laug- ardaginn 19. ágúst nk. kl. 13.00. Þórey Eiríksdóttir, Arna Skaftadóttir, Atli Skaftason, Atli Skaftason, Jóna Bára Jakobsdóttir, Jakob Rúnar Atlason, Halla Björg Davíðsdóttir, Heiðar Ásberg Atlason, Aleksandra Kojic.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.