Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 37

Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 37 MINNINGAR ✝ Gíslína GuðrúnÁgústsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 17. desember 1919. Hún andaðist hinn 26. júlí síðast- liðinn í Apple Valley í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum og var jarðsungin þar hinn 1. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Marel Ágúst Frið- riksson, járnsmíða- meistari í Reykjavík, og síðar á Selfossi og á Stokkseyri, og kona hans, Sigríður Kristín Þor- láksdóttir, verkamanns í Reykjavík Halldórssonar. Móðir Sigríðar Kristínar var Ástríður Hjálmars- dóttir. Föðurforeldrar Gíslínu Guð- rúnar voru þau Gíslína Guðrún Gísladóttir, sem fæddist í Framnesi á Skeiðum, bústýra í Fjalli á Skeið- um og síðar lengi í Reykjavík, og Kristján Friðrik Sigmundsson frá Iðu í Biskupstungum. Þau Ágúst og Sigríður Kristín eignuðust þrjár Nærö í Noregi, bræðslumanns í Reykjavík. Þau Nína og Kristinn eignuðust þrjú börn, en urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa mið- barnið, Sigríði Rósu, í frum- bernsku hennar. Börnin þeirra tvö, sem upp komust eru: 1) Hjördís Emma Morthens, húsfreyja í Reykjavík, átti fyrr Þórð Kristin Ragnar Guðmundsson, bifvéla- virkja á Flateyri við Önundarfjörð, en síðar Svein Þröst Gunnarsson, múrara frá Varmalæk í Lýtings- staðahreppi í Skagafirði. Hjördís á þrjú börn, Kristin Rúnar, Guðmund Þorkel og Þorlák Víking. 2) Ágúst Rósmann Morthens, verslunarmað- ur á Selfossi; hann er kvæntur Hrefnu Halldórsdóttur frá Langa- gerði í Hvolhreppi í Rangárþingi. Þau eiga þrjú börn, Halldór, Sig- ríði og Rósu. Seinni maður Nínu var Gordon Roberts, sölumaður í Bandaríkjun- um. Þau voru lengst af búsett í Los Angeles, og eignuðust þau fjögur börn: Karen Rós, Róbertu Ástu, Gordon Charles, sem er látinn, og Clöru Louisu, sem einnig er látin. Þau Nína og Gordon slitu samvist- ir. Minningarathöfn um Gíslínu Guðrúnu Ágústsdóttur verður í Selfosskirkju í dag og hefst klukk- an 15. dætur og var Gíslína Guðrún í miðið. Eldri systir hennar er Ásta Bergmann Ágústs- dóttir, húsfreyja í Reykjavík, átti Ást- vald Helga Ásgeirs- son, verslunarmann þar; hann er látinn. Yngri systir Nínu, eins og Gíslína var jafnan kölluð, var Ragna Ágústsdóttir, húsfreyja í Reykja- vík; hún er látin; hún átti fyrst Hermann Stefán Björgvinsson, brunavörð í Reykjavík, síðan Ívar Þórarinsson, hljóðfærasmið í Reykjavík og síð- ast Gunnar Þorsteinsson, sjómann í Reykjavík; þeir eru allir látnir. Nína giftist hinn 18. október 1942 Guðbrandi Kristni Morthens, listmálara; hann er látinn. Hann var sonur hjónanna Rósu Guð- brandsdóttur, sem fæddist á Tjörfastöðum í Landsveit í Rang- árvallasýslu, og fyrri manns henn- ar, Edwards Wiig Morthens, frá Hún Nína tengdamamma mín er búin að fá hvíldina. Hún var tilbúin til brottfarar, sátt við Guð og menn. Ég hitti hana fyrst nokkrum dögum fyrir brúðkaupið okkar Gústa árið 1966, hún þá að koma í heimsókn til Íslands með yngstu dóttur sína Clöru. Ég var svolítið stressuð að hitta Nínu en það var algjör óþarfi því frá fyrstu stundu urðum við vin- konur. Hún var ákaflega skemmti- leg og geðgóð kona, enda einstak- lega jákvæð. Þegar ég hugsa til baka um heimsóknir hennar til Ís- lands, sem voru reyndar alltof fáar, var alltaf mikill hlátur og gleði í kringum hana.Við Gústi vorum svo lánsöm að heimsækja Nínu síðast- liðinn vetur og er það okkur mikils virði, hún hress og kát þó aldurinn væri farinn að segja til sín. Þessum tíma sem við eyddum saman gleym- um við aldrei. Mikið á ég eftir að sakna þess að geta ekki hringt og spjallað. Ég kveð hana tengda- mömmu mína að sinni og þakka fyr- ir allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hvíl í friði. Þín Hrefna. Elsku amma Nína, nú ertu fallin frá og hvíldinni fegin, komin til þeirra sem þú saknaðir svo sárt, barnanna þinna sem dóu svo ung. Við systkinin erum svo lánsöm að hafa kynnst þér þó heimsálfur skildu okkur að, þú búsett í Am- eríku en við á landinu sem þú unnir svo heitt, Íslandi, og sýndi það best hversu lýtalausa íslensku þú talað- ir. Það voru yndislegar stundirnar sem við fengum að njóta með þér, alltaf stutt í hlátur og grín. Eigum við eftir að sakna þess að heyra ekki oftar öll fallegu orðin þín í gegnum símann, því ófá voru nú símtölin og alltaf jafnerfitt fyrir okkur að kveðja. En nú kveðjum við að sinni, elsku amma. Takk fyrir allt. Minning þín lifir. Kveðja. Halldór, Sigríður og Rósa. Elsku amma mín, það er svo skrítið að ekki er hægt að hringja til þín og tala við þig fram ig með sér til þín ásamt Bergrós og Gústa. Þú varst alltaf svo kát, þó þú værir ekki alltaf frísk. Ég man svo eftir því hvað þú varst trúuð á Guð. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vakir þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Guð geymi þig, elsku amma Nína. Þín langömmustelpa Hrefna. Elsku amma mín, það er svo skrítið að ekki er hægt að hringja til þín og tala við þig framar. Ég veit samt að ég mun sjá þig seinna, þegar ég kem til himna. Mér fannst svo gott að knúsa þig, lesa fyrir þig og kyssa. Ég var svo heppin að fá tækifæri til að koma og hitta þig í mars á þessu ári þegar Sigga frænka og Pálmi tóku mig með sér til þín ásamt Bergrós og Gústa. Þú varst alltaf svo kát, þó þú værir ekki allt- af frísk. Ég man svo eftir því hvað þú varst trúuð á Guð. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vakir þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Guð geymi þig, elsku amma Nína. Þín langömmustelpa Hrefna. Elsku amma mín, mikið er ég glaður að hafa hitt þig og kynnst þér. Ég veit að þér líður vel í himnaríki. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaður Jesús mæti. Þinn langömmustrákur Ágúst. Elsku amma mín, ég er rosalega ánægð að hafa hitt þig í vetur þegar ég kom í heimsókn til þín. Við áttum góðar stundir saman sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. En nú ertu farin til Guðs og veit ég að þér líður vel. Þín langömmustelpa Bergrós. GÍSLÍNA GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hjálp og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR Á. JOHNSEN kaupmanns í Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Árni Johnsen, Halldóra Filippusdóttir, Margrét Áslaug Bjarnhéðinsdóttir, Grétar Jónatansson, Þröstur B. Johnsen, Áslaug Rut Áslaugsdóttir, Elías Bjarnhéðinsson, Sigrún Viðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar systur okkar, GUÐRÚNAR BENEDIKTSDÓTTUR, Melavegi 14, Hvammstanga. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkra- hússins á Hvammstanga. Guðný Lilla Benediktsdóttir, Hólmfríður Benediktsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okk- ur samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæra föður, sonar, fóstursonar, bróður og afa, KRISTJÁNS VALDIMARSSONAR, Ásabraut 11, Keflavík. Guð blessi ykkur. Valdimar Kristjánsson, Vigdís Kristjánsdóttir, Gríma Thoroddsen, Sumarliði Gunnarsson, systkini og barnabarn. Þökkum sýnda samúð við andlát og útför VALGERÐAR BÁRU GUÐMUNDSDÓTTUR, er lést mánudaginn 17. júlí. Guðmundur Baldursson, Bonnie Laufey Dupuis, María Sjöfn Davíðsdóttir, Styrmir Þór Davíðsson, Jón Baldur Guðmundsson, Valgerður Bára Guðmundsdóttir, Agnar Angantýsson, Ásdís Laufey Valgerðardóttir, Arnþór Máni Agnarsson, Björgvin Jónsson, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, Margrét Erla Björgvinsdóttir, Arnar Guðmundsson, Sólveig Kristjánsdóttir, Theódór Guðmundsson, Björk Guðmundsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, Ásgeir Elíasson, Gíslína Guðmundsdóttir, Haraldur Dungal. Með þessum fallega texta langar okkur að minnast Rósu Bjargar frænku. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú, að ljósið bjarta, skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. Drottinn, minn faðir, lífsins ljós, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni, þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól. lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni, vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn, réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd. Og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær. Faðirinn mun þig geyma. RÓSA BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Rósa Björg Guð-mundsdóttir fæddist í Keflavík hinn 4. apríl 1970. Hún lést af slysförum 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ína Dórothea Jóns- dóttir og Guðmundur Jónasson. Systir Rósu er Margrét Dóróthea Guðmundsdóttir. Útför Rósu var gerð frá Keflavíkur- kirkju 15. ágúst. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Guðmund- ur, Ína Dóra, Mar- grét, amma, Fiddi og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Björg frænka og fjölskylda. Undir háu hamra belti höfði drúpir lítil rós, þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan, hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið, hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur Halld.) Með þessum línum langar okkur að kveðja Rósu Björgu frænku. Minning hennar lifir. Elsku Ína Dóra, Guðmundur, Margrét, amma, Fiddi og aðrir að- standendur, megi góður Guð styrkja ykkur og hugga í sorg ykkar. Ykkar frænka, Elenora Katrín og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.