Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 53

Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 53 „ÞETTA er í fimmta sinn sem keppnin er haldin og það virðist vera mikill áhugi í ár. Við vitum af fólki sem hefur verið að mæta á hár- greiðslustofur til að láta snyrta á sér skeggið. Það er enginn sérstakur stíll í gangi og það er allt leyfilegt,“ segir Jóhannes Bjarnason, sem er í und- irbúningsnefnd Tom Selleck- keppninnar sem fram fer á barnum Sirkus við Klapparstíg í kvöld. Keppt er í skeggvexti og mun dómnefnd vandlega velja það yfirvaraskegg sem er eiganda sínum til mestrar prýði og þykir bera af í þokka og út- geislun. „Keppendur þurfa að koma fram og sýna sig og eru þeir meðal annars dæmdir út frá því hvernig þeir bera sig auk ýmissa annarra at- riða. Svo eru þeir vandlega skoðaðir við bjórdrykkju. Á sýningarpallinum verður útbúinn sérstakur bar og er þetta atriði mjög mikilvægt. Svo leggst dómnefndin undir feld og skil- ar einhverju áliti. Dómnefndina skipa í ár þau Ragga Gísla, Björgvin Hall- dórsson, Svavar Örn og Raggi í Botnleðju en hann vann einmitt keppnina fyrsta árið,“ segir Jóhann- es og tekur fram að sigurmottan þurfi alls ekki að vera lík frægustu mottu samtímans. „Þegar keppnin var haldin í fyrsta skipti var hún ein- faldlega skírð í höfuðið á Tom Selleck en mottur eru mismunandi. Það eru alltaf einhverjir sem vilja vera með mottur. Það er svo spurning hvort þær fari fólki. Ég held að þetta muni aldrei fara úr tísku.“ Hýjungur ársins verðlaunaður Jóhannes segir að motturnar í fyrri keppnum hafi verið mjög fjöl- breyttar og kannast ekki við ein- hverja sérstaka tískustrauma á milli ára. „Það eru reyndar einstaka menn sem hafa tekið upp á því að lita mott- urnar. Til dæmis hann Magnús Guðmundsson sem vann í hitteðfyrra með bleika mottu. Hann þótti bera hana alveg einstaklega vel.“ Að sögn Jóhannesar getur frumleiki skilað keppanda árangri en það sé þó aldrei að vita hvað meðlimum dóm- nefndarinnar finnist. Það sé dæmt út frá heildarpakkanum. Þrjú flottustu yfirvaraskeggin verða verðlaunuð auk þess sem hýj- ungur ársins fær sérstök verðlaun. „Það eru allir hvattir til að taka þátt ef þeir geta sportað mottu. Í verð- laun er allt milli himins og jarðar. Þú gætir átt von á því að vinna kynlífs- hjálpartæki, nautalundir, skegg- snyrtiútbúnað, nærföt, hárblásara og guð má vita hvað.“ Keppnin hefst kl. 20 en keppendur geta skráð sig til kl. 19 og fer skráning fram á Sirkus. Kynnir er hinn landsfrægi Ragnar Kjartansson og verður tónlistar- stjórn sem áður í höndum Davíðs Þórs Jónssonar og Helga Svavars úr hljómsveitinni Flís. Menning | Hin árlega Tom Selleck-keppni á Sirkus í kvöld Alls kyns mottur hafa sést í Tom Selleck-keppnum fyrri ára. Þokki, út- geislun og bjórdrykkja Tom Selleck með mottuna frægu. Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is Í Boeing 747 flugvél sem notuðhefur verið við tökur á nýjustu kvikmyndinni um James Bond, Cas- ino Royale, er reimt að sögn. Tökulið kvikmyndarinnar er sagt dauðhrætt við að vera í flugvélinni, þar sem við- vörunarljós hafi blikkað í henni og önnur ljós, þrátt fyrir að vélin sé raf- magnslaus. Þá segjast aðrir hafa séð draug, líklega afturgöngu farþega sem lést um borð. Flugvélin er 30 ára gömul og geymd á Dunsfold-flugvelli í Surrey á Englandi. Heimildarmaður götublaðsins Sun, sem vann við kvikmyndina, sagði starfsmenn hafa verið beðna um að vera í vél- inni heila nótt fyrir tökur á einu atriði en margir hafi neitað að verða við því. Þeir hafi verið hræddir við drauginn. Starfsmenn á flugvellinum segjast vita af vandræðaganginum, eða öllu heldur draugaganginum, í flugvél- inni. Þeir hafi vitað um nokkurt skeið að reimt væri í henni. Fólk folk@mbl.is James Bond. SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI TVEIR BRÆÐUR. EIN HELGI. ENGIN SKÖMM. HANN HEFUR EINA LANGA HELGI TIL AÐ KENNA LÍTLA BRÓÐUR SÍNUMHVERNIG EIGI AÐ HÚKKA Í DÖMURNAR. eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. P.B.B. DV. eeee SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÞAU ÆTLA AÐ NÁ AFTUR HVERFINU... ....EINN BITA Í EINU ! JAMIE FOXX COLIN FARRELL KVIKMYNDIR.IS MEÐ CHRIS KLEIN ÚR “AMERICAN PIE” MYNDUNUM. H.J. MBL. eee S.U.S. XFM 91,9SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR. M.M.J. KVIKMYNDIR.COM STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI eee „Með þeim betri glæpamyndum sem sést hafa í ágætan tíma“ Tommi - kvikmyndir.is SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA "COLLATERAL" OG "HEAT" MIAMI VICE kl. 5 - 8 - 11 B.I. 16 ÁRA MIAMI VICE LUXUS VIP kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.I. 16 ÁRA PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 2 - 5 - 7 - 8 - 10 - 11 B.I. 12.ÁRA SUPERMAN kl. 2 - 5 - 8 B.I. 10 ÁRA OVER THE HEDGE M/- ÍSL TAL. kl. 2 - 3 - 4 Leyfð OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL kl. 11 Leyfð BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 1:45 - 4 Leyfð THE LONG WEEKEND kl. 6:15 - 8:15 - 10:30 B.I. 14.ÁRA2 MIAMI VICE kl. 5 - 8 - 10:45 B.I. 16.ÁRA. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5 - 8 - 11 B.I. 12.ÁRA. DIGITAL SÝN. OVER THE HEDGE M/- ÍSL TAL. kl. 4 Leyfð DIGITAL SÝN. OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL. kl. 6 Leyfð DIGITAL SÝN. THE LONG WEEKEND kl. 8 - 10 B.I. 12.ÁRA. 20.000 Ges tir    45678 44985 48:;9 48:;4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.